Alþýðublaðið - 24.11.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1979, Blaðsíða 1
alþýðu ðið %9i Laugardagur 24. nóvember 1979 180 tbl. 60. árg. Kosningaskrifstofa Alþýduflokksins í Reykjavlk er ad Skólavörðustfg 16 Sfmar 16682 og 16736 Hvers vegna mátti ekki „stóla á ’ann Óla”? Fórnarkostnaður F ramsóknarárat ugari ns cinum hinna þrjátiu vinnustaðafunda sem undirritahur hefur sótt, undanfarna daga, var mér þaö fvrir aö hiröa upp rusl, sem haföi veriö skiliö eftir á glámbekk i matsalnum. Viö nánari athugun reyndist þetta vera fundiö fé. Þeta var mynd- skreyttur bækiingur sem hét Framsóknarstefnan og skreytti sig meö mynd af Guðmundi G. Þórarins- syni — og nöktum börnum aö leik, til aö minna okkur á, aö maöurinn sjálfur má ekki gleymast, eins og þar stóö. t þessum bæklingi var veriö aö útskýra hugsjóna- grundvöll Framsóknarstefnunnar. Ég ætla engin orö aö hafa um þann samsetning, en gefa Fram- sóknarmönnum oröið. Skv. þessu grundvallarriti framsóknarheimspekinnar, boðar framsóknar- stefnan okkur: ,,Sannkallað frjálst lýöræöis- og menningarþjóð- félag efnalegra sjálfstæðra manna sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, sam- vinnu og félagshyggju”. Og enn fremur: „Þjóðfélag, þar sem manngildiö er metiö meira en auðgildið og vinnan, þekkingin og framtakiö er sett ofar og látið vega meira en auödýrkun og fé- sýsla”. ^>egja má, að merkingarlaust oröskrúð af þessu tagi, sem einkennist bæði af hugtakaruglanda og loömollu, sé út af fyrir sig sauðmeinlaust, þótt ekki hafi það upplýsingargildi. Sjálfsagt er einnig aö viðurkenna að fleiri en Framsóknarmenn hafi til- hneigingu til að pakka áróður sinn inn i sellófan og silkipappir — fyrir kosningar. Það má meira segja bæta þvi viö, aö merkingarlaust þvaður af þessu tagi, markmiöslýsingarsem láta vel i eyrum og eru orðaðar almennum orðum, séu einkennandi fyrir islenzka stjórnmálaumræöu. Sumir stjórnmála- menn vilja endilega halda henni á plani óskhyggju og skrums. Það er vist einskonar dýrtiðaruppbót á veruleikann. Það er eitt litið orð, sem allt of margir islenzkir stjórnmálamenn hafa týnt út úr sinni orðabók. Þetta orð er Hvernig? Hvernig ætla þeir sér aö ná öllum þeim háleitu markmiöum, sem þeir segja að þeim séu sameiginleg? Þetta er allt með ráðum gert. Þetta litla orö er stórhættulegt. Þaö krefst nefnilega svara, sem hafa merkingu og leiöa i ljós ágreining um leiðirnar. Það er kjarni allrar stjórnmálaumræöu. Þar sem ósk- hyggjunni sleppir, tekur veruleikinn við. T.d. er ágætt að spyrja, hvernig Framsóknar- flokkurinn hyggst leysa þann vanda, sem hann hefurskapaöi islenzkum landbúnaöi? Eöa, hvernig Framsóknarflokkurinn hyggst létta af launþegum og skattgreiöendum þeim tug milljaröa álögum, sem þeir hafa á undanförnum árum oröiö aö greiöa fyrir vanhugsaða stefnu flokksins i landbúnaðar- málum? Við þaö eitt að hugleiöa svör viö svona spurning- um komast menn á sporið til að svara öðrum þýöingarmiklum spurningum, eins og t.d. hvers vegna lifskjör á tslandi eru lakari en þau gætu veriö, ef skynsamlegri stefnu heföi verið fylgt á Framsóknaráratugnum I landbúnaðarmálum, rikisbúskapnum, fjárfestingarmálum, peningamál- um, vaxtamálum, lánamálum, og ótal öörum mál- um. Sd spurning brennur á vörum vinnandi fólks i landinu, og er kjarni málsins á ótal vinnustaða- fundum þessa dagana, hvort lág laun séu orsök verðbólgunnar, og hvort vinnuþrældómur fyrir þurftarlaunum eigi að veröa hlutskipti okkar skv. einhverju náttúrulögmáli, kannski annan áratug i viðbót? Svarið viö þessari spurningu er i kjarna sin- um einfalt. Kjarnaspurningin er þessi: Hvað hefur Verðbólgan er heimatilbúin ÍSUND Vísit-^ia; rieyzl uvðruverÖlags IW-U' 100 1500 ÍQOQ; Þrjár siöustu ríkisstjórnir eiga það sameiginlegt, að „hinn ókrýndi foringi” Framsóknarflokksins, ólafur Jóhannesson var ýmist forsætisráöherra eöa verðlags- og viöskiptaráðherra I þeim öllum. Þess vegna er Ólafur Jóhannesson að eigin sögn, stoltur af þvi að áratugur óðaverðbólgunnar sé við hann kenndur. Syndagjöld stjórnleysisins á þessum áratug hafa kostað hverja 4ra manna fjölskyldu i landinu 8 milljónir i tapaðri þjóðarframleiðslu og 6,8 milljón- ir í viöbót I erlendum skuldum. Lifskjör þjóðarinnar eru sem þessu svarar lakari en verið hefði ef vel hefði veriö stjórnaö. Þess vegna getum við ekki stólað á stjórnmála- menn eins og hann óla. óöaveröbólgan á áratug Ólafs Jóhannessonar kost- að okkur, hvert og eitt. Svar fæst með þvi aö athuga hvaö hefði gerzt, ef við hefðum búið við stöðugleika og jafnvægi i þjóðarbúskap okkar á liðnum áratug. M.ö.o., hver væri útkoman eftir áratuginn, ef islenzkir atvinnuvegir hefðu búiö viö sambærileg skilyrði og tiðkast hjá öðrum þjóöum, og getað skil- að okkur vexti þjóðarframleiðslu af sambærilegri stærðargráðu. Fróöir menn hafa komist að þeirri niöurstööu, aö verðbólgan hafi rænt okkur framleiösluaukningu, sem svari til 1/3 hluta af þjóðarframleiðslu okkar nú. Sú upphæð er u.þ.b. 400 milljarðar króna á verð- lagi dagsins i dag. Það þýðir, aö hver einasti Islendingur, frá barninu i vöggunni til gamla mannsins, sem lokiö hefur starfsdegi sinum, er 2 milljónum fátækari viö lok Framsóknaráratugarins en hann hefði veriö, ef vel heföi veri stjórnaö. Framsóknaráratugurinn hefur kostaö hverja fjögurra manna fjölskyldu i landinu u.þ.b. 8 milljónir króna. Þetta er fórnarkostnaðurinn, sem þjóðin verður aö bera af ábyrgöarlausu stjórnarfari þriggja siöustu rikisstjórna. Þessar rikisstjórnir eiga þaö sameiginlegt, aö Ólafur Jóhannesson var forsætisráöherra tveggja þeirra, en viðskiptaráöherra einnar. Það mun vera þess vegna, sem ýmsir hafa lagt til, að þessi ára- tugur óðaveröbólgu og stjórnleysis veröi framvegis kenndur við Framsóknarflokkinn og hinn ókrýnda foringja hans. Dýr myndi Hafliöi allur, var einhvern tima sagt. iö er ekki tilviljun, aö þetta tapaöa fé hafa hinir prinsiplausu stjórnmálamenn óskhyggjunnar, sem hér hafa setið við völd i þremur rikisstjórnum, reynt aö bæta sér upp meö erlendum lántökum. Láta mun nærri, að erlendar skuldir þjóðarinnar nemi á núviröi u.þ.b. 355 milljöröum króna, núna þegar Framsóknaráratugnum er aö ljúka. Þetta er reikningur upp á kr. 1,7 milljónir á hvert manns- barn i landinu, eða u.þ.b. 6,8 milljónir á hverja fjög- urra manna fjölskyldu. Þetta eru þau syndagjöld stjórnleysisins, sem komandi kynslóö, er ætlað að greiöa. Þetta eru þær syndir feöranna, sem þaö unga fólk, er nú gengur aö kjörborði i fyrsta sinn, og þeir sem koma á eftir þeim, verða að greiða, og eru þeir þó saklausir af ábyrgð á Framsóknaráratugn- um. Neiti þeir að greiða reikninginn kemur að þeim degi, að Island veröi tekið upp i skuld. tslenzka lýð- veldiö er nefnilega veösett fyrir þessum skuldum, sem þrjár rikisstjórnir Ólafs Jóhannessonar hafa stofnað til á Framsóknaráratugnum. Hvort er vænlegra til árangurs, á næsta áratug, aö treysta flokki, sem þorir aö standa upp úr stólunum, og setja stefnu sina á öndvegiö, eöa aö stóla á’ann Óla, manninn sem sat I niu ár — án árangurs. etta eru i sem skemmstu máli afleiöingar Framsóknarstefnunnar i VERKI. Þetta er að visu ekki þaö sannkallaöa frjálsa lýö- ræöis- óg menningarþjóöfélag efnalegra sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiö- um samtaka, samvinnu og félagshyggju, — eins og aö er stefnt skv. grundvallarriti Framsóknarheim- spekinnar. Einhvers staöar á leiðinni hafa þeim oröið á mis- tök. En nú er spurningin: Hvort eigum við heldur aö meta stjórnmálamenn eftir orðum þeirra eða verk- um: Þvi svarar auðvitað hver fyrir sig. En til þess aö setja samhengiö milli oröa og gerða i svolitið skarpari fókus, má orða þessa spurningu á eilitiö annan veg, svo að ekkert fari á milli mála: Hvers vegna hefur það reynzt Islenzku þjóðinni svona dýrt spaug, aö hafa ætlaö aö stóla á hann Óla? Jón Baldvin Hannibalsson, skrifar:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.