Alþýðublaðið - 24.11.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1979, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 24. nóvember 1979 alþýðu' blaóió Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm); Jón Baldvin Hannibalsson Blaöamenn: GarBar Sverris- son og ölafur Bjarni Guöna- son Auglýsingar: Elín HarBardóttir. Dreifingarstjóri: SigurBur Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavlk, simi 81866. Laugardagsleiðari: Skoðana- kannanir Skoöanakönnun sem Vlsir briti I gær, sýnir aB Alþýöu- flokkurinn hefur bætt stööu slna verulega aö undanförnu. Er þá miöaö viö skoðanakannanir, sem birtar voru um þaö leyti sem stjórnarslitin fóru fram I haust. Þó ber þess aö gæta, aö þessi skoöanakönnun VIsis er margra daga gömul, þegar hún birtist. Fastlega má gera ráö fyrir þvl að staöa Alþýðuflokks- ins hafi enn batnaö hina siöustu daga og aö fylgi flokksins muni halda áfram að aukast fram aö kosningum. Þær ályktanir má draga af þeim skoöanakönnun- um, sem geröar eru á vinnu- stööum og birtar hafa veriö i dagblööunum aö undanförnu. Mjög ber að vara viö þvl, aö þessar skoðanakannanir séu teknar of bókstaflega. Þær gefa visbendingu um tilhneigingu kjósenda, en ekkert meir. Alþýðuflokkurinn hefur haft um þaö forustu að gera uppreisn gegn veröbólgukerfinu og rjúfa stjórnarsamstarf, sem ekki dugði. Þaö er eölilegt aö fyrst I staö bregöi fólki. Fólk hefur ekki á undanförnum árum van- i*t þvi að stjórnmálaflokkar sýnduslika málefnalega alvöru. Þaö er þvi eðli málsins sam- kvæmt, að Alþýöuflokkurinn skuli bæta stöðu sina þegar nær dregur kosningum og fólk þarf aö taka endanlega ákvöröun um stjórnun næstu ára. Hins- vegar veröur sóknin aö halda áfram. Alþýðuflokkurinn verður aö bæta viö sig verulegu fylgi frá þvi I siöustu kosningum. Þaö eitt verður ávisun á breytta samfélagshætti — það eitt verð- ur ávisun á nýja skipan is- lenzkra þjóömála. — VG. Sunnudagsleiðari: Flokka- kynning í sjónvarpi í vikunni kynntu stjórnmálaflokkarnir stefnu sina I sjónvarpsþáttum. Þar var óliku saman að jafna. Sem fyrr birtist Alþýöubandalagiö sem þensluflokkur, sem styöur hverja einustu kröfu, sem fram er sett I þjóöfélaginu. Þeir hafa enga stefnu, engin úrræöi. Full- trúar Sjálfstæöisflokksins 1 kynntu leiftursóknina. Sú leift- ursókn er farin fyrir litið. í ljós kemur, aö hér er um að ræða eitthvert ódýrasta kosninga- bragð, sem sýnt hefur verið ár- um saman, og er þó af mörgu að taka. Talsmenn Sjálfstæöis- flokksins höföu ekki hugmynd um, hvað þeir ætla að skera niö- ur. Svor þeirra voru óljós og loö- in. Sennilega fyrirfinnst ekki sá islendingur, sem tekur þessar upphrópanir alvarlega. Og kannske voru einhverjir búnir að gleyma, hvernig Ólafur Jóhannesson er, þegar miöur vel liggur á honum. Það rifj- aöist þá upp i kosningasjón- varpinu. Það er þetta stjórn- málakerfi, þetta sambland af skemmtikröftum og ábyrgðar- lausum yfirboöum, sem hefur brugðist. Andspænis þessum ósköpum lýstu þeir Kjartan Jóhannsson og Jón Baldvin Hannibalsson stjórnmálalegum ástæöum, sem geröu nauðsyn- legt að rjúfa fyrrverandi rikis- stjórn. Þeir lýstu þeirri jafn- vægisstefnu, sem veröur aö komast á aö kosningum loknum. Kjartan Jóhannsson lýsti þeim hugmyndum, að vel gæti svo veriö aö timi meirihlutastjórna væri liðinn aö sinni og nauðsyn- legt gæti veriö að reyna minni- hlutastjórn að kosningum lokn- um — á meöan viö erum aö brjótast út úr feninu. Alþýðuflokkurinn hefur einn stjórnm álaflokka krafizt árangurs i stjórnarsamstarfi — lagt það mat á rikisstjórnar- samstarf, aö rikisstjórn megi þvi aðeins sitja að hún nái árangri. Þetta er uppreisn gegn verðbólgusamfélaginu. Sjón- varpsáhorfendur sáu i vikunni rök beggja þeirra sem vilja sitja á valdastólum, hvað sem kost- ar, og hinna, sem vikja ef árangur er ekki viðunandi. í byrjun desember munu kjósendur siöan gera upp á milli þessara tveggja sjónarmiöa. vg RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS óska að ráða innkaupastjóra Umsóknir er veiti upplýsingar um mennt- un og fyrri störf sendist Rafmagsnveitum rikisins, Laugavegi 118, Reykjavík fyrir 9. desember n.k. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum i smiði á stálfestihlutum fyrir Vesturlinu RARIK nr. 79046. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagsnveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik, frá og með mánudegi 26. j nóvember . Söluverð kr. 5.000 pr. eintak j Rafmagnsveitur rikisins Þjóðhagsstofnun óskar að ráða starfsmann til vinnu við skýrslugerð. Stúdentspróf úr verzlunar- skóla eða samvinnuskóla æskilegt. Skrif- legar umsóknir um starfið sendist fyrir 8. desember n.k. ÍÞjóðhagsstofnun Rauðarárstig 31, Reykjavik simi 25714. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða Aðstoðarlæknis við Barnaspitala Hringsins er laus til umsóknar. Staðan veitist til 6 mánaða frá 1. febrúar 1980. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 3. janúar 1980. Upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitala Hringsins i sima 29000. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á handlækningadeild, bæklunarlækninga- deild og Barnaspitala Hringsins nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. Reykjavík, 25. nóvember 1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 KópavBnskaipstaðir ía! Bátur 14 feta plastbátur óskast til kaups með eða án mótors. Ýmsar gerðir koma til greina. j Tilboð er greini verð og tegund, aldur og í lýsingu á ástandi, sendist i pósthólf 119, j Kópavogskaupstað fyrir 30. þessa mánað- ! ar. ! T-ir-r Félag járniðnaðarmanna FÉLAGSFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember 1979 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, uppi. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Uppsögn kjarasamninga. 3. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Samkeppni um merki fyrir Grindavikurkaupstað Dómnefnd hefur ákveðið að framlengja skilafrest i samkeppni um merki fyrir Grindavikurkaupstað til 15. mars 1980. Keppninni er hagað samkvæmt sam- keppnisreglum FíT og er opin öllum áhugamönnum og atvinnumönnum. Tillögum sé skilað i stærðinni A4 (21x29,7 sm) og merkið sjálft skal vera 12 sm á hæð. Tillögur sendist Eiriki Alexanderssyni, bæjarstjóra, bæjarskrifstofunum, Vikur- braut42, Grindavik, og gildir póststimpill siðasta skiladags á póstsendum tillögum. Sérhver tillaga verður að vera nafnlaus, en greinilega merkt kjörorði. 1 lokuðu, ógagnsæju umslagi, sem einnig er merkt kjörorði, skulu fylgja fullkomnar upplýs- ingar um nafn, heimilisfang og aldur teiknara. Veitt verða tvenn verðlaun. Fyrstu verðlaun: kr. 500 þúsund. önnur verðlaun: kr. 250 þúsund. Greitt verður síðan fyrir teiknivinnu vegna frágangs þess merkis sem notað verður. Dómnefnd skipa: Bogi G. Hallgrimsson og Eirikur Alexandersson tilnefndir af bæjarstjórn Grindavikur. Friðrika Geirsdóttir og Lárus Blöndal tilnefnd af FIT. Oddamaður er Stefán Jónsson arki- tekt. Nánari upplýsingar gefur trúnaðar- maður og ritari nefndarinnar, Guðlaugur Þorvaldsson, Skaftahlið 20, Reykjavik, simi 15983 og vinnusimi 18365. Stefnt verður að þvi að ljúka mati og birta niður- stöður dómnefndar 1. mai 1980. Um leið verður tilkynnt um sýningarstað og sýn- ingartima tillagnanna Bæjarstjórn Grindavikur áskilur ser rétt til að velja eða hafna hvaða tillögu sem er, án tillits til verðlaunaveitinga. Dómnefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.