Alþýðublaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 2
2
Auglýsingar I símaskrá
1980
Skilafrestur auglýsinga i simaskrá 1980
rennur út 1. desember n.k. Nánari
upplýsingar i sima 29160.
Simaskrá,
Auglýsingar
Pósthólf 311,
121 Reykjavik
Heilsuverndarstöd Reykjavikur
óskar að ráða
HJÚKRUNARFRÆÐINGA:
við heimahjúkrun
heilsugæzlu i skólum
barnadeild
og til að annast berklapróf i skólum i
nokkra mánuði.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i
sima 22400.
Heilbrigðisráð Reykjavikur
r ©
Afgreiöslutími
verslana
Hocpmhor KAUPMANNASAMTÖK
aesernDer islands
Náðst hefur samkomulag á milli Kaup-
mannasamtaka tslands og Verzlunar-
mannafélags Reykjaviur um að haga af-
greiðslutima verzlana i desembermánuði
þannig, að heimilt verði að hafa verzlanir
opnar til kl. 23.00 laugardaginn 22. desem-
ber n.k. en i stað þess verði lokað kl. 12.00
á hádegi laugardaginn 1. desember n.k.
Samkvæmt ofansögðu verður afgreiðslu-
tima verzlana i desember hagað sem hér
segir:
Alla virka daga nema laugardaga er af-
greiðslutima háttað samkvæmt venju.
Laugardaginn 1. desember til kl. 12.00
Laugardaginn 8. desember til kl. 18.00
Laugardaginn 15. desember til kl. 22.00
Laugardaginn 22. desember til kl. 23.00
Aðfangadag 24. desember til kl. 12.00
Laugardaginn 29. desember til kl. 12.00
Gamlársdag 31. desember til kl. 12.00
Fyrsta vinnudag eftir jól, þann 27. desem-
ber hefst afgreiðslutimi kl. 10.00.
Kaupmannasamtök íslands
Verzlunarmannafélag Reykjavikur
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
Alfheiður Ingadóttir
blaóamaöur
Þjóöviljans
ÉG SPÁI:
Fjöldi þingmanna '78-79 Spá
Alþyðubandalag 14 //
Alþýðuflokkur 14
Framsðknarflokkur 12 /V
Sjálfstæðisflokkur 20 2Z
Aðrir flokkar og utanflokka 0
Samtals 60 60
Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa
spá út og berið saman við aðrar sem birtast.
ALLIR MEÐ!
+
RAUÐI KROSS ISLANDS
HJÁLPARSJÓÐUR
Fimmtudagur 29. nóvember 1979
Vilmundur 1
Við verðum að sigra.
Kosningabaráttan hefur snilizt
um verðbólgu og aftur verðbólgu.
Sjálfstæöisflokkurinn, i skjóli
Morgunblaðsins og mikilla
fjármuna, hefur verið áberandi i
þessari umræðu. En þeir hafa
ekki áhuga á baksviöi veröbólg-
unnar. Þeir sjá ekki spillinguna
og ranglætið, sem þróazt hefur á
undanförnum árum. Þeir hafa
ekki áhuga á þeim félagslegu
umbótum, sem dagað hafa upp i
verðbólgusamfélagi undanfar-
innar ára. Þeirra barátt er þess
vegna innantóm, og viös fjarri
þeim siðferðilegu kröfum sem
Alþýðuflokkurinn hefur gert i
tengslum við þær efnahags-
aðgerðir sem að haldi mega
veröa.
t umræðu þessarar kosninga-
baráttu hefur fyrst og fremst
verið rætt um tæknilegar lausnir.
Það hefur hins vegar ekki verið
rætt um braskið og svinarfiö, sem
við sjáum allt t kring okkur. Fólk,
er skiljanlegum ástæðum, orðið
leitt á þessari umræðu. En sá leiði
má samt ekki verða til þess að
fólk missisjónar á þeim mismun-
andi leiöum og markmiðum, sem
verið er að kjósa um.
Uppreisn
Alþýðuflokkurinn hefur gert
uppreisn gegn verðbólugkerfinu,
gegn misréttinu sem þrifst I skjóli
hennar, með þvi aö krefjast
kosninga og með þvi aö sprengja
rikisstjórn. Ef við verðum sigur-
vegarar þessara kosninga, þá
munu skapasthér nýjar aðstæöur
að kosningum loknum. Þá munu
hinar stjórnmálaflokkarnir loks
skilja, að fólk kann að meta
málefnalega alvöru.
Ef sigurinn hins vegar fellur
öðrum i skaut, þá tekur hér við á
ný það staðnaða flokkakerfi, sem
við munum eftir á árunum
1974-1978.
Ég treysti þvi, að málflutningur
liðins árs sé fólki i fersku minni.
Égtreysti þvi, að fólk beri saman
verk st jórn málaflokkanna,
tillögur þeirra — og afstöðu
þeirra til kerfis og valda. Ég
treysti því, að þegar upp verður
staðið, þá verði sú niðurstaöan,
aðsá flokkur, sem þorir að leggja
allt undir til þess aö ná árangri,
hljóti viðurkenningu verka sinna.
Alþýðuflokkurinn fékk rúm.
11.000 atkvæöi I siðustu kosn-
ingum. Þannig sendu Reyk-
vikingar fjóra jafnaðarmenn á
þing. I þessum kosningum skipar
Jón Baldvin Hannibalsson fjórða
sætið á lista okkar. Hann kemst á
þing, ef við bætum við okkur. Og
ef við bætum við okkur, þá hefur
fólkið krafizt þess að öngþveitinu
Hnni — og að /alvaran taki viö.
Kjartan 1
og muna stefnuleysi og jafnvel
beina andstöðu Framsóknar þá.
Framsókn brást þegar á reyndi,
og þá þýðir ekki að setja upp
spariandlitið rétt meðan kosn-
ingabaráttan stendur yfir.
íhaldið:
óábyrg yfirboðastefna
Fyrst kom Alþýðuflokkurinn
með gerbreytta efnahagsstefnu,
siöan kom Framsókn með
„niðurtalningu” verðbólgunnar.
En Ihaldið bauö þó langbest:
Leiftursókn gegn veröbólgu. Það
er nú sýnt, að „hægfaraaðlögun”
dugir ekki til, bætti ihaldið viö.
Sjálfsagt á ihaldið við það, að öll
þau 4ár, sem þaö var i stjórn meö
Framsókn minnkaði verðbólgan
nákvæmlega ekki neitt.
En þessi nýja stefna ihaldsins,
sem eins vist er að leiði til at-
vinnuleysis ogleiöir örugglega til
stéttastriðs i' landinu, er af sama
toga og annað, sem ihaldið býður
upp á: Þeir vilja bjóða betur en
siöasti ræöumaöur, en skeyta
ekki hætis hót um það, hvort hægt
er að standa við gylliboðin.
Mangús H. Magnússon hafði svo
annaö dæmi sé tekið kynnt frum-
varp sem gerði ráö fyrir þvi að
stefnt yrði markvisst að 80% hús-
næðislánum ánokkurra ára tima-
bili. Ihaldið bauö betur: 80% hús-
næöislánstrax — og tók þá ekkert
tiilit til þess, að þá þurfti að borga
marga tugi milljarða af fjárlög-
um inn I húsnæöislánakerfiö. Og
blessað ihaldið, sem ætlaði að
spara 35 milljarða.
— Nei, ihaldiö var i stjórn i 4 ár
og sýndi þá i' verki hvaða árangri
þaö nær i baráttunni gegn verð-
bólgunni: nákvæmlega öngvum.
Kjósendur eru ekki búnir að
gleyma þvi. Gylliboð rétt fýrir
kosningar breyta engu um það.
Alþýðubandalagið:
engin úrræði
Alþýðubandalagið sýndi það æ
ofan I æ i vinstri stjórninni, a ð það
er á móti öllum aðgeröum gegn
veröbólgunni. Málflutningur
Alþýöubandalagsins er i sem
stystu máliþessi: ,,Að sjálfsögðu
viljum við ná verðbólgunni niöur
en þaö má bara ekki kosta neinar
fórnir.” Þarna rekur sig hvað á
annars horn. Eina leiöin til að ná
verðbólgunni niður er að færa
nokkrar fórnir i bili. Sá sem ekki
er reiðubúinn til aö færa þær fórn-
ir, er alls ekki reiðubúinn til aö
vinna bug á óðaverðbólgunni — i
verki.
Til að breiða yfir þetta stefnu-
leysi sitt, reyna kommar að snúa
umræðunni sem mest aö stefnu
hinna flokkanna og að sjálfsögðu
túlka þeir hana eins og andskot-
inn les bibliuna. Þeir segja, að
Alþýðubandalagiö sé afl gegn
ihaldi, sem þeir eru farnir að
kalla „þrieint” (svo!). Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn eru að þvi er þeir segja aö-
eins nokkurs konar útibú frá
Stóra Ihaldinu, og að sjálfsögðu
segja þeir kommar, að þeir séu
allir sem einn hvers manns nið-
ingar, sem eigi sér þá ósk heit-
asta, að ræna sem mestu af kaupi
láglaunafólksins!
— Allur þessi málflutningur
Alþýöubandalagsins er svo fárán-
legur, að ekki er bjóðandi kjós-
endum.
Sterkur Alþýðuflokkur:
afl gegn óðaverðbólgu
Nei, Alþýöuflokkurinn sker sig
greinilega Ur meöal flokkanna.
Hann mótaði þegar fyrir siðustu
kosningar einn flokka útfærða
stefnu í atlögunni gegn verðbólg-
unni, stefnu, sem staðfest er að
heföi borið árangur, hefðu hinir
flokkarnir i vinstristjórninni
fengisttilaðfallastá hana.Þegar
útséö var um aö samstarfsflokk-
arnir vitkuðust, lagði Alþýðu-
flokkurinn á ný stefnu slna undir
dóm kjósenda.
Þetta, að standa og falla með
stefnu sinni, eru ný og áður
óþekkt vinnubrögö i islenskum
stjórnmálum. E.t.v. hafa gömlu
kerfisftokkarnir ekki enn áttað
sig til fulls á þessum ný ju viðhorf-
um. E.t.v. hafa þeir gert ráð fyrir
þvi, aö Alþýöuflokkurinn mundi
fórna málefnunum fyrir stólana,
að flokkurinn mundi reyna að
njóta sem lengst fylgisaukn-
ingarinnar úr siðustu kosningum.
Það fylgi kölluðu andstæðingar
flokksins lausafylgi, og gerðu
ráö fyrir að flokkurinn mundi
tapa þvi öllu aftur i næstu kosn-
ingum, með þvi móti aö sam-
starfsflokkarnir leggðust á eitt
um að setjast á stefnumál
Alþýðuflokksins.
Nú ríður á að treysta það fylgi,
sem Alþýðuf lokkurinn fékk I síö-
ustu kosningum og helst auka
þaö. Haldi Alþýöuflokkurinn sinu
fylgi eöa auki þaö, sjá hinir flokk-
arnir sér ekki annaö fært en aö
taka f ullt tillit til tillagna Alþýöu-
flokksins. Þaö er eina von kjós-
enda um raunhæfa atlögu gegn
veröbólgunni.
Kjartan Ottósson
Kosningaskrifstofa
Alþýðuflokksins í Reykjavík
er að Skólavörðustíg 16
Símar 16682 og 16736
v.
FLOKKSSTARFIÐ
Reykjavik
Reykjavik:
Skrifstofa Alþýöuflokksins,
Hverfisgötu 8-10, simi: 29244 og
15020. Opin daglega kl. 9.00-22.30.
Þjónusta vegna utankjörfundar-
atkvæöagreiðslu er þar. Umsjón,
Guðmundur Haraldsson.
Skólavörðustigur 16, simi:
22023-16736-20094-
Opin daglega kl. 10.00-22.00.
Vesturlandskjördæmi
Alþýðuflokkurinn hefur opnaö
kosningaskrifstofu að Röst, Akra-
nesi. Skrifstofan verður opin kl.
14.00-22.00 alla daga fram til
kosninga. Simi 1716.
Borgarnes:
Böðvarsgata 1.
Vestfjarðakjördæmi
isafjöröur:
Aöalstræti 22, simi: 3070.
Bolungarvik:
Verkalýösfélagshúsiö, simi 7108.
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks-
ins á Patreksfirði er á Aðalstræti,
simi 1466.
Norðurland-eystra
Siglufjöröur:
Borgarkaffi, simi 71402.
Akureyri:
Strandgata 9, simi: 24399.
Suðurlandskjördæmi
Kosningaskrifstofur og trúnaðar-
menn Alþýðuflokksins fyrir Al-
þingiskosningarnar i Suðurlands-
kjördæmi.
Selfoss:
Kosningaskrifstofa. Þóristúni 13,
simi: 99/1737 Gunnar B.
Guðmundsson, simi: 99/1490.
Vestmannaeyjar:
Kosningaskrifstofa, Miðstræti 14,
simi: 98/1539
Sólveig Adolfsdóttir, simi:
98/1816
Eyrarbakki:
Kristján Gislason, simi: 99/3350
Hella:
Sigurður Þorgilsson, simi:
99/5864
Hverageröi:
Guðmundur Einarsson, simi:
99/4112
Hvolsvöllur:
Helgi Hermannsson, simi:
99/5276
Stokkseyri:
Olöf Steinunn Þórarinsdóttir,
simi: 99/3324
Þorlákshöfn:
Erlingur Ævar Jónsson, simi:
99/3766