Alþýðublaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 4
Eidur Guðnason skrifar:
Verðbólga er ekki
atvinnuforsenda
Þær kosningar. sem nú
eru á næsta leiti snúast
fyrst og fremst um störf
og stefnu Alþýðuflokks-
ins. Þær gera það vegna
þess/ að þær fara fram
vegna frumkvæðis
Alþýðuf lokksins. Þegar
ekki náðist árangur í
stjórnarsamstarfinu við
Framsóknarf lokk og
Alþýðubandalag/ sleit
Alþýðuflokkurinn stjórn-
arsamstarfinu. Enda var
þar engin samstaða um
úrræði í efnahagsmálum.
Allar tillögur Alþýöuflokksins
til úrbóta i efnahagsmálum og
til að ráðast gegn verðbólgunni,
strönduðu á andstöðu Alþýðu-
bandalagsins og tviskinnungi
Framsóknarflokksins. Þess-
vegna snúast þessar kosningar
um störf og stefnu Alþýðu-
flokksins.
Stefna Alþýðuf lokksins.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt
fram skýrt mótaða stefnu.
Við viljum, að kaupmáttur
lægstu launa verði tryggð-
ur.
Við viljum ábyrga
efnahagsmálastjórn og að-
hald i fjármálum rikisins.
Við viljum stöðva erlenda
skuldasöfnun.
Við viljum afnema tekju-
skattinn af almennum
launatekjum og höfum lagt
fram raunhæfar tillögur
þar um, sem rikisstjórnin
hefur kynnt.
Við viljum afnema sjálf-
virknina i rikiskerfinu.
Við viljum beina landbún-
aðarstefnunni inn á þá
braut, að horfið verði frá
taumlausri framleiðslu-
stefnu, sem leitt hefur is-
lenzkan landbúnað i mestu
ógöngur, sem sögur fara
af.
Við viljum jafna aöstööu
landsmanna án tillits til
búsetu, og þar verður aö
byrja á þvi að jafna kynd-
ingarkostnað ibúðarhús-
næðis.
Við viljum jafnvægi og
jöfnuð I islenzku þjóðlifi.
En umfram allt viljum við ná
árangri og standa við stefnu
okkar. Það er mergur málsins.
Þessvegna slitum við stjórnar-
samstarfinu. Það var engin von
um árangur, eins og þar horfði.
Andstæðingar okkar i stjórn-
málabaráttunni leggja nú ofur-
kapp á að koma höggum á
Alþýðuflokkinn. Alþýðuflokkur-
inn liggur hinsvegar ekki vel viö
höggi, þvi hann hefur staðið á
sinni stefnu og hafði frumkvæði
um að leggja málin I dóm kjós-
enda, þegar i óefni var komiö i
rikisstjórninni.
Stjórnleysi fyrri ríkis-
stjórnar
Fyrir siðustu kosningar lögð-
um viö höfuðáherzlu á að berj-
ast gegn verðbólgunni. Það er
enn höfuðmarkmið okkar. t
rikisstjórninni rikti ekki skiln-
ingur á mikilvægi þessa máls.
Alþýðubandalagiö stóð vörð um
verðbólguna með lúðviskuna að
leiðarljósi. Framsókn tvisté og
mannaöi sig loks upp i að láta
bóka „efnahagstillögur” siðustu
fimmtán mlnúturnar, sem
rikisstjórnin átti ólifað. Alþýöu-
bandalags- og Framsóknarráö-
herrarnir áttu þá ósk heitasta
að sitja sem lengst eins og venj-
an hefur verið I öllum rikis-
stjórnum fram til þessa.
Þar hafði Alþýðuflokkurinn
aðra afstöðu. Þingmenn hans,
fjórtán að tölu, voru kjörnir til
að vinna gegn verðbólgunni,
ekki kynda elda hennar eins og
rikisstjórnin var farin að gera
með taumlausri peningaprent-
un og aðhaldsleysi I rikisffjár-
málum.
Þaö voru ekki launamálin,
sem kváðu sföustu rikisstjórn i
kútinn. Það var hennar eigið
stjórnleysi á rlkisfjármálunum.
Þessu viljum við breyta. Þessu
er hægt að breyta, og um það
voru meðal annars ákvæði i lög-
unum um stjórn efnahagsmála,
sem kennd eru viö fyrrum for-
mann Framsóknarflokksins.
Þeim ákvæðum var bara aldrei
beitt.
óðaverðbólga veldur
atvinnuleysi
Bullandi óðaverðbólga er ekki
forsenda þess, að hér sé hægt að
halda fullri atvinnu. öðaverö-
bólgan eins og hún er, og hefur
veriö þann áratug, sem ýmsir
kenna við Framsóknarflokkinn,
skapar ekki aðeins spillingu og
ranglæti I þjóðfélaginu, heldur
grefur hún undan atvinnuörygg-
inu. óðaverðbólga þýðir með
timanum hrun fyrirtækja og at-
vinnuleysi. Þessvegna verður
aö uppræta hana og að þvi vill
Alþýðuflokkurinn vinna. Til
þess að ná árangri þarf hann
aukinn þingstyrk.
I slðustu kosningum sendu
Vestlendingar tvo Alþýðu-
flokksmenn á þing. Þaö haföi
ekki gerst áður. En þaö þarf að
gerast aftur. Því heitum við
Alþýðuflokksmenn á Vestlend-
inga aö duga A-listanum i
Vesturlandskjördæmi vel, og
sjá til þess að tveir Alþýðu-
flokksmenn eigi áfram sæti á
þingi fyrir Vesturland.
Atkvæði greitt Alþýöuflokkn-
um I komandi kosningum er at-
laga gegn veröbólgunni.
Eiöur Guönason.
Eiður Guðnason
Gunnar Már Kristófersson
Guðmundur Vésteinsson
fíannveig Edda Hálfdánardóttir
FRAMBOÐSLISTI
ALÞÝÐUFLOKKSINS
r VESTURLANDSKJÖRDÆMI
Framboðslisti Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi var að hluta
til ákveðinn í prófkjöri, sem fram fór 27. og 28. október, en að
öðru leyti var listinn ákveðinn á fundi kjördæmisráðs sem haldinn
var í Borgarnesi föstudaginn 2. nóvember. Listann skipa:
1. Eiður Guðnason, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík.
2. Gunnar Már Kristófersson, formaður Alþýðusambands Vestur-
lands, Hellissandi.
3. Guðmundur Vésteinsson, bæjarfulltrúi, Akranesi.
4. Rannveig Edda Hálfdánardóttir, húsmóðir, Akranesí.
5. Eyjólfur Torfi Geirsson, framkvæmdastjóri, Borgarnesi.
6. Sigrún Hilmarsdóttir, verkakona, Grundarfirði.
7. Hrönn Ríkharðsdóttir, kennari, Akranesi.
8. Björgvin Guðmundsson, sjómaður, Stykkishólmi.
9. Bragi Níelsson, læknir, Akranesi
10. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur, Mýrum, Reykholtsdal.
Hrönn fíikharðsdóttir
Björgvin Guðmundsson
Bragl Nielsson
Guðmundur Gislason Hagalin
Á RATSJflNN
Af rómantiskum
trúviUingum
Sá borgaralegasti allra borg-
aralegra, Siguröur Magnússon
stórlax i Rafafl (skrifaöur raf-
vélavirki) og frambjóðandi
Alþýöubandalagsins, barmar sér
I nafni verkalýösins á slðum DB i
gær. Aður en Siguröur geröist
hvitflibbi og blúndubolsévlkk,
gekk hann um götur borgarinnar
með Æskulýðsfylkingunni til að
mótmæla öllu milli himins og
jarðar.
Bisnessmanninum Siguröi, sem
þessa stundina dvelur I róman-
tisku Alþýðubandalagi, er að
vonum I nöp við jafnaðarmenn:
„1 kosningabaráttunni höföu þeir
nefnilega tekiö sér stööu viö hliö
Aiþýöubandalagsins og verka-
lýöshreyfingarinnar”, segir Sig-
uröur, og lætur i þaö skina aö ein-
hver tengsl séu milli hagsmuna
ver klýðshr ey f ingarinnar og
Alþýöubandaiagsins.
Og hvaö halda nú menn, aö
Siguröur I Rafafl, kærleiksbróöir
bankastjóranna, hafi mestar
áhyggjur af? Það skyldu þó aldrei
vera raunvextir sem færu i nerv-
urnar á honum. „Vaxtapólitik
kratanna reyndist eins og viö
Alþýöubandalagsmenn höföum
spáö vanhugsuö og vitlaus” —
Fjárfestingaspekúlant eins og
Sigurður I Rafafl mun seint skilja
þaö eölilega lifsviöhorf aö ef
maöur fær eitthvaö lánaö, þá á
hann aö skfla þvi aftur.
Setjum svo að höfundur lúö-
viskunnar, Mr. Jósefsson — út-
gerðarauðvald i tómstundum,
fengi lánað Vodka og kavlar hjá
hinum lúðvitra skósveini sínum i
Rafafl. Ætli það yrði ekki þunnur
þrettándi hjá þeim siðarnefnda ef
félagi Jósefsson skilaöi honum
grásleppuhrognum og bruggi
Súkkulaðisóslalistarnir sem nú
hafa náð tökum á Alþýðubanda-
laginu, hafa meiri áhyggjur af
burgeisunum en alþýðunni. Þeir
skilja ekki að þaö er fullkomið
arörán þegar hvitflibbarnir
Lúðvik og Siguröur hlaða undir
sig með sparifé gamla fólksins.
Magnus Kjartansson skildi þetta,
enda var hann sósfalisti. —G.Sv.
alþýðii'
blaðið
Fimmtudagur 29. nóv
Frá kosninga-
stjórn A-listans
í Reykjavfk
Kjósendaþjónusta
A-listans i Reykjavík
Kosningaskrifstofa A-listans I
Reykjavlk er að Skólavörðustlg
16, slmar 22023 — 20094- og 16736.
A skrifstofunni, sem opin er dag-
lega frá kl. 10-22, eru veittar allar
almennar upplýsingar um kosn-
ingastarfið og aðstoð i tengslum
við þaö.
Kjörskrá
Kjörskrá fyrir Reykjavik liggur
nú frammi og er stuðningsmönn-
um bent á aö kanna hvort þeir séu
á kjörskrá.
Sérstök athygli er vakin á þvi að
lögheimili eins og það var 1. des-
ember 1978, ræður þvi hvar við-
komandi á að kjósa. Er því nauð-
synlegt að þeir sem bjuggu utan
Reykjavlkur á þeim tima kjósi
sem allra fyrst utankjörfunda-
kosningu.
Utankjörfundarkosning.
Minnt er á að atkvæði utan kjör-
fundar geta ráðið úrslitum. Þvi
eru allir þeir sem verða að heim-
an kjördagana hvattir til að kjósa
sem allra fyrst.
Þjónusta vegna utankjörstaöaat-
kvæðagreiöslu er á skrifstofu
Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu,
Hverfisgötu simar 29244 og 15020.
Opiö daglega frá kl. 9-22:30.
Sjálfboðaliðar
Sjálfboðaliða vantar til ýmissa
starfafram aðkjördegiogtil þess
að annast þjónustu viö kjósendur
A-listans á kjördag.
Bif^eiðar
Stuöningsmenn A-listans sem
eiga bifreiöar eru sérstaklega
hvattir til þess að liggja ekki á liði
sinu bæði fyrir kjör
dag og ekki siöur kjördagana 2.
og 3. desember.
Framlög
öll framlög til kosningabarátt-
unnar hvort heldur er með vinnu,
kaffimeölæti eöa beinum pen-
ingaframlögum, sem vel eru
þegin I létta sjóði.
Stuðningsmenn A-listans I
Reykjavik. Látið skrá ykkur til
starfa I simum 22023, 20094, 16736
eöa lítið við á skrifstofunni að
Skólavörðustig 16.
x-A
BOLABflS
A meðan Haraldur ólafsson
berst fyrir auknum tengslum
við Norður-heimskautið,
kveðst Ólafur Jó vera á förum
i „æðra veldi”. Það væri synd
aö segja annaö en að fram-
sóknarmenn séu vlðsýnir á
þessum siðustu og verstu
timurn.