Alþýðublaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 3
3 ÁÁiðvikudagur 5. Öésemþer 1979 alþýðu- blaðið Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson Blaðamenn: Garöar Sverris- son og Olafur Bjarni Guðna- son Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavlk, simi 81866. Frams&knarflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Hann hefur endurheimt það fylgi, sem hann tapaði i kosningunum 1978. Flokkurinn stendur nú uppi með sama hlutfallsfylgi og sömu þingmannatölu og eftir kosningarnar 1974. Um leið er sigur Framsóknarflokksins per- sónulegur sigur Ólafs Jóhannes- sonar. Sú staðreynd, að stjórn- málaleiðtogi með feril Ölafs Jóhannessonar að baki skuli vinna persónulegan sigur i lok þriggja misheppnaðra rikis- stjórna veröur að skoðast sem alvarleg viðvörun til forystu- manna hinna flokkanna. 0 Rökin fyrir sigri Fram- sóknarflokksins, ef þau kynnu að fyrirfinnast, eru hins vegar i meira lagi hæpin, og benda ein- dregið til þess að flokknum kunni að haldast illa á sigrinum. Fórmaður Framsóknar- flokksins, Steingrimur Her- mannsson, og fjölmargir fram- bjóðendur Framsóknar um land allt, gáfu I kosningabaráttunni ótviræðar yfirlýsingar um að þeir stefndu að nýrri „vinstri” stjórn. Það sem Framsóknar- flokkurinn á við með þvi, er rikisstjórn með þátttöku Al- þýðubandalagsins og undir for- ystu Framsóknarflokksins. Sameiginlega hafa þessir flokk- ar hins vegar aðeins 28 þing- menn og skortir þvi 4 þingsæti i starfhæfa meirihlutastjórn. Þessir tveir flokkar verða þvi að leita sér bandamanna á þingi, en þeir munu vandfundnir að óbreyttum aðstæðum. ^ Þessar kosningar snérust um efnahagsmál. Stefna i efna- hagsmálum og hagstjórn hefur alltaf verið akkilesarhæll Framsóknarflokksins. Flokkur- inn er nýkominn út úr stjórnar- samstarfi, þar sem hann kom ekki fram tillögum sinum um efnahagsaðgerðir, vegna and- stöðu Alþýðubandalagsins. Samt gengur hann til kosninga með yfirlýstum vilja um áfram- haldandi samstarf viö Alþýðu- bandalagið. Hvernig þetta dæmi gengur upp, er ofvaxið skilningi flestra, þ.m.t. Framsóknar- manna sjálfra. 0 Efnahagstillögur Fram- sóknarflokksins voru ein- skorðaðar við tillögur um kjara- og verðlagsmál. Þær áttu að byggjast á samráði við verka- lýðshreyfinguna. En þar sem Framsóknarflokkurinn hafði i stefnuskrá sinni fyrir kosningar ekkert til málanna að leggja um rikisfjármál og peningamál, þ.e. eiginlega efnahagsstefnu, hefur fiokkurinn ekkert að leggja á borð með sér i slikum samningum. Framsóknarmenn játa, a.m.k. hinir skynsamari þeirra, að tillögur þeirra hafi verið fengnar að láni frá Alþýðu- flokknum. Alþýðuflokkurinn fékk ekki þessum tillögum framgengt i fyrrverandi rikis- stjórn vegna andstöðu Alþýðu- bandalagsins og vegna þess að Framsóknarflokkurinn lagði honum ekki lið i stjórnarsam- starfinu. Þessar staðreyndir valda þvi að mönnum gengur enn verr að skilja, hvernig Framsóknar- menn hugsa sér yfirleitt að geta komið fram nauðsynlegum að- gerðum i samstarfi við Alþýðu- bandalagiö. 0 Sjálfstæðisflokkurinn er svo sárt leikinn eftir þessar kosn- ingar að það verður að teljast viðkvæmnismál, að ræða kosningaúrslitin og afleiðingar þeirra fyrir Sjálfstæðisflokkinn opinberlega. Ljóst er að þjóðin hefur lýst algjöru vantrausti á forystu Sjálfstæöisflokksins. Framund- an er timabil innhverfrar ihug- unar og miskunnarlausrar sjálfsgagnrýni. Hvað þetta endurhæfingarskeið tekur lang- an tima, veit enginn fyrir. Að þvi loknu hlýtur flokkurinn hins vegar að gera upp reikningana við forystu, sem leiðir hann til alvarlegs stjórnmálaósigurs, þrátt fyrir hagstæðustu ytri skilyrði. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki lengur skotið þvi á frest, að endurnýja forystulið sitt. 0 A meðan er vandséð að flokkurinn hafi mikið til mál- anna að leggja i stjórnar- myndunarviðræðum. Leiftursókn flokksins gegn verðbólgu snerist upp i leiftur- sókn gegn kjósendum. Klaufa- skapur hugmyndafræðinga flokksins er með miklum enaemum. Þrátt fyrir þá stað- reynd að efnahagstillögur Sjálf- stæðismanna fólu i reynd ekki.i sér meira en 10% samdrátt i rikisfjármálum, tókst þeim að klæða tillögurnar i slikan bún- ing og setja þær fram með þeim hætti, að kjósendur tóku til fót- anna af hræðslu. Auglýsinga- stjóri flokksins, sem lagði til umbúðirnar utan um stefnuna, þarfnast auðsýnilega andlegrar endurhæfingar. 0 Fylgistap Alþýðuflokksins varð ivið meira en búast mátti við. Staðreyndin er samt sem áður sú, að jafnaðarmenn mega allvel una sinum hlut. Allt siðastliðið sumar og eftir stjórnarslitin var flokkur- inn i verulægri lægð. Honum var itrekað spáð fylgi um 12% kjós- enda. Niðurstaða kosninganna varð 17,4% og 10 þingmenn. Ljóst er að flokkurinn var i sókn undir lok kosningabaráttunnar. Hann náöi þvi að rétta hlut sinn verulega frá þeim hrakspám, sem skoðanakannanir siðdegis- blaðanna reyndust vera i næst siðustu viku kosningabarátt- unnar. 0 Menn verða að hafa I huga, að með áframhaldandi stjórnarsamstarfi, þar sem hann reyndist þvl sem næst áhrifalaus, og hafði ekki annað hlutverk en að sætta sig viö og styðja i verki stefnu andstæð- inga sinna, stefndi flokkurinn út i opinn dauðann. Það er vandséð hvern hlut Alþýðuflokkurinn getur átt i stjórnarmyndunartilraunum Framsóknarmanna. Alþýðu- flokkurinn rauf rikisstjórn vegna algers ágreinings i öllum grundvallaratriðum efnahags- mála við Alþýðubandalagið. Reynzlan af síðasta stjórnar- samstarfi sýndi að Alþýðu- bandalagið var, að óbreyttri stefnu, óstjórnhæfur flokkur. Kosningaúrslitin hafa i engu breytt þessum staðreyndum. 0 Þrátt fyrir nokkurn fylgis- mun er niðurstaða kosninganna engu að siður sú, aö Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalag eru þvi sem næst jafnokar að pólitiskum styrkleika. Að þessu leyti tákna kosningaúrslitin ekkert afturhvarf til þeirra tima, þegar Alþýðuflokkurinn fór hvað mest halloka fyrir Al- þýðubandalaginu. Þetta mun Alþýðubandalagsforystunni þykja hvað sizt um kosningaúr- slitin. Framundan biður jafnaðar- manna fyrst og fremst það verkefni að treysta áhrif sin og itök innan verkalýðshreyfingar- innar og treysta þannig hið póli- tiska jarðsamband flokksins. Þessi kosningaúrslit gefa Al- þýðuflokknum all góða vigstöðu til nvrrf.r sóknar á næstu árum. — JBH Kosningaúrslitin: Óvissa um framtíöina Bragi Sigurjónsson skrifar: GEGN ÖNGÞVEITI OG ÚRRÆÐALEYSI Síðan Alþýðuflokkurinn tók við stjórn iðnaðarmála hefur verið unnið að því af alefli að styrkja þann atvinnuveg, sem veröa hlýtur undirstaðan að nýjum áföngum I framfarasókn þjóðarinnar. Við erum nú komin að vaxtarmörkum þeirra atvinnuvega, sem byggja á Ilf- riki lands okkar og hafs og mannauður þjóðarinnar verður I sivaxandi mæli aö fá viðfangs- efni á sviði iðnaðar. Þar er ekki átt við láglaunaiðnaö, sem settur er á fót til að nýta smugur I tolialöggjöf og byggist á þvl að hella vökva úr tunnum á glös, heldur alvöru framleiösluiðnað, sem nýtir saman islenzkt hugvit og atorku, orku unna úr innlend- um orkulindum og hráefni, inn- lend og erlend. Suomi 4 finnskra söngva, jafnt sænskir, norskir, irskir, enskir og amerískir söngvar.. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir visnasöng sinn á Möltu og trlandi og enn- fremur fyrir finnsk-sænskar visur i heimalandi sinu. Hún semur sjálf lög og texta og þýðir þá enn- fremur á erlendar tungur. Auk hljómplötusöngs hefur hún gefið út visnabókina: Vill du visor, min van. Hún er nú formaður félagsins Visna-vinir i Helsinki. Hér er Barbara Helsingius i boði Suomi félagsins og Norræna hússins. A kvöldvökunni verður borinn fram léttur kvöldverður. Allir eru velkomnir meöan húsrýmileyfir. Úr flokkstarfinu Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10, er opin frá 2-5 mánudaga til föstudaga. Fyrsta viðfangsefnið á þessu sviði, var að taka ákvörðun um endurgreiðslu tveggja innflutn- ingsgjalda, sem lögð eru á inn- flutta iðnaðarvöru i þvi skyni aö styrkja samkeppnisstöðu inn- lends iönaðar og um leið skal verja andviröi gjaldanna til þess að styrkja þann iðnað, sem keppir á erlendum mörkuðum eða nýtur ekki tollverndar eða verndar af völdum innflutnings- gjaldanna. Frjóangi islenzks verksmiðjuiðnaðar Um annað gjaldið, svokallað jöfnunargjald, er það að segja, að það er lagt á til þess að vega upp á móti endurgreiðslum virðisaukaskatts til keppinauta okkar i V-Evrópu. Ekki eru skiptar skoðanir um það, hvert þetta gjald eigi að renna, en nú- vergndi rikisstjórn tók þa ákvörðun að minni tillögu, að stærri hluti endurgreiðslnanna en áður skyldi greiddur á út- flutningsframleiðslu ársins, þannig að framleiðendur þurfi ekki að biöa eins lengi eftir greiðslunni til þess að standa jafnfætis keppinautunum. Er þetta mikiö hagræði fyrir iðnað- inn, sem ávalt býr við rekstrar- fjárskort og mikinn fjármagns- kostnað. Hitt gjaldið er aðlögunar- gjald.sem lagt hefur verið á frá 1. júli sl. til þess að bæta islenzkum iðnaði svokallað „uppsafnað óhagræði”. Fyrr- verandi iðnaðarráðherra hafði mótað tillögur um að verja tekj- um af þessu gjaldi aö miklu leyti i svokallaðan iðnrekstrar- sjóð, sem siðan skyldi úthluta þvi aftur efcir reglum, sem ekki er búiö að setja. Ég tók hins vegar þá afstöðu, að ósann- gjarnt væri, að Islenzkur iðnað- ur sé látinn kosta islenzka iðn- þróun. Það væri álika og að skera rófuna af einhverju dýri til þess að gefa þvi sjálfu i mat- inn. Ég gerði þvi tillögu um að gjald þetta yrði að verulegu leyti endurgreitt til útflutnings- iðnaðar, fóðuriðnaðar, veiðar- færaiðnaðar, umbúðaiðnaðar, málm- og skipasmiðaiðnaðar. Ef einhvers staðar er að finna frjóanga islensks verksmiðju- iðnaðar i framtiðinni, þá er það hjá þessum greinum, sem nú standa sig vel i harðri sam- keppni við erlenda keppinauta. Einnig verður tekjum af gjald- inu varið til þess að hefja sér- stakar aðgerðir tii starfsþjálf- unar fyrir fata-, ullar- og skinnaiðnað, nokkur fjárhæð fer til gerðar iðnþróunaráætlunar fyrir Norður- og Ausurland, all- stór fjárhæð fer til tilrauna meö saltvinnslu á Reykjanesi og loks fer nokkurt fé til rannsókna á möguleikum steinullargerðar og stálbræðslu hér á landi. Með þessari ákvörðun var loks efnt það loforð, sem gefið var við inngöngu Islands I Efta, aö islenzkur iðnaður skyldi búa að sama efnahagsumhverfi og iðnaður i samkeppnislöndum okkar. Hagstætt fyrir kjósendur Þessi ákvörðun hefur mikla þýðingu fyrir þjóöina alla, ekki sizt íbúa I okkar kjördæmi, þar sem gamalgróinn blómlegur út- flutningsiðnaður á Akureyri mun njóta góös af henni og sá vfsir að verksmiðjuiðnaði, sem nú er að vaxa upp i öörum þétt- býliskjörnum kjördæmisins mun styrkjast stórlega, bæði sökum endurgreiöslnanna og ekki siður sökum þeirrar starfs- þjálfunar, sem nú skal hefja. Slippstöðin á Akureyri, sem nú er fremsta fyrirtæki i sinni röö hér á landi, mun njóta góðs af þessum aðgeröum svo og af öðrum ákvöröunum rikisstjórn- ar Alþýðuflokksins. Stjórnin stendur öll að baki þeirrar stefnu sjávarútvegsráðherra, að leyfa ekki f rekari innflutning fiskiskipa, heldur láta fslenzk- um skipasmiðjum eftir það verkefni að endurnýja og auka við flotanna, þar sem þörf er á þvi. Reynt verður að bæta þau fjármagnskjör, sem smiöjurnar geta boðið viöskiptavinum sín- um, þannig aö þær verði i hvi- vetna samkeppnisfærar um verð, þar eð um gæöin þarf ekki að spyrja. Iönaðarráöuneytið fylgist af áhuga með þeim samningsvið- ræðum, sem Slippstöðin á nU i um skipasmiðar fyrir Kanada- menn, en einnig mun ráðuneytið I samvinnu viö sjávarútvegs- ráðuneytið reyna aö greiöa fyrir togarasmfði fyrir innlenda að- ila, sem þó verður að halda i hófi eins og á stendurmeð veiði- þol oldcar fiskistofna. Rfkisstjórnin hefur nú sam- þykkt nýjar reglur um Utlán Fiskveiðisjóðs, sem væntanlega munu hafa í för með sér hraöari uppbyggingu Islenzks fiskiðnað- ar. A fáum sviðum mun unnt að auka vinnsluvirði örara I iönaði en á sviði fiskiönaðar og þvi er það forgangsatriði, að beina fjárfestingu i þá grein. öngþveiti Rikisstjórnintók við öngþveiti i virkjunarmálum, raforku- skorti og handahófsstefnu. Þegar hefur verið hafist handa um að bæta hér Ur. Alþýðuflokkurinn vill móta virkjunarstefnu til næstu alda- móta, þ .e. 11vo næstu áratugi og láta hana haldast I hendur við uppbyggingu islenzkra iöju- vera, fyrst og fremst á sviöi venjulegs framleiðsluiðnaöar, en einnig á sviði orkufreks iðn- aöar. Enn er ekki timabært að ákveða röð virkjana, en væntanlega liggja fyrir nægi- legar upplýsingar i byrjun næsta árs til þess að svo megi gera. Ljóst er þó, að á áður- nefndu tveggja áratuga timabili veröur ráöizt i stórvirkjun i Blöndu og I jökulám Austur- lands ásamt 2—3 viðbótarvirkj- unum á vatnasvæöi Þjórsár og Tungnaár. Til þess að gera þetta aö veru- leika, þarf að stofna eitt öflugt landsfyrirtæki og er nú á ný kominn skriöur á sameiningu Lands- og Laxárvirkjunar á grundvelli núgildandi laga, en siðar verður löggjöf um hið sameiginlega fyrirtæki vafa- laust breytt til þess aö styrkja stööu þesstil átaka i virkjunar- málum. Vart verður svo skilizt við virkjanamálin, að ekki sé minnzt á vandræðabarnið Kröflu. Aðvaranir Alþýðu- flokksins um þá virkjun voru ekki teknar til greina og þvi fór sem fór. Nú reyna talsmenn virkjunarinnar helzt.að kenna Alþýðuflokknum um ófarir virkjunarinnar, þar sem hann hefur ekki viljað eyða meiru af fé skattþeganna i óvissar bor- anir eftir gufu, meðan eldf jallið bylti sér stööugt I svefnrofan- um. Nú er útlit fyrir, að þeim umbyltingum kunni að fara aö ljúka og Alþýðuflokkurinn mun að sjálfsögöu láta kanna það gaumgæfilega, hvað hægt sé að gera til þess aö fá einhverja um- talsverða orku frá Kröfluvirkj- un án þess að óhæfilegu fé sé hætt i nýjar og óvissar boranir. A þessu sviði sem öðrum kemur þaö i hlut minnihluta- stjórnar okkar að taka I taum- ana og framkvæma það sem framkvæma þarf. Ekki má gleyma þvi, að Alþýöuflokkurinn hefur lengi barizt fyrir þvi, aö orkulindir þjóðarinnar veröi lýstar þjóðzr- eign. Sú stefna hefur fengið stuðning þjóðarinnar, þótt and- stöðuflokkar okkar hafi ekki vegna þrýstings frá landeigend- um þorað að veita henni braut- argengi. Umbætur A skömmum stjórnarferli hefur minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins komið mörgu til leiðar og flokkurinn er reiöubúinn að halda áfram þvl umbótastarfi. Við væntum þess ekki, að flokk- urinn komist I meirihlutaað- stöðu á þingi eftir kosn- ingar, en við bendum kjósend- um á, aö aldrei verður sigrast á ringulreiðinni, án þess að þing- styrkur Alþýöuflokksins aukist verulega. Þaö ætti reynslan frá siðasta Alþingi að kenna okkur. Andstæðingar Alþýðuflokks- ins hafa aldrei náö samstöðu um neitt nema Kröfluvirkjun, og ekki er Utlit fyrir að það ástand batni aö kosningum loknum. Þvi kann að fara svo, að minni- hlutastjórn Alþýöuflokksins fái lengri lifdaga en henni voru hugaöir i upphafi. Bragi Sigur jónsson ráðherra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.