Alþýðublaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 4
Ólafur Ingólfsson skrifar:
Saga úr veröbólgunni
ÉG hef heyrt um einn mann
sem er óánægður með raun-
vaxtastefnu ' Alþýðuflokksins.
Þetta er fátækur flugstjóri sem
er að berjast við að koma yfir
sig húsi sem er minna en meðal
félagsheimili, ekki nema nokk-
ur hundruö fermetrar hvor hæð.
Og svo þarf hann náttúrulega að
gera Ut Wagoneer jeppa og ann-
an bil, og einnig aö kosta upp á
bát, sumarbústað, 10 hesta og
svona ýmislegt smávegis.Og til
þess að borga þetta þarf hann
auðvitað á hagstæöum lánum aö
halda, þvi að iaunin eru ekkert
verulega hærri en rétt og slétt
ráðherralaun.
Flugstjórar hafa þokkalegan
lifeyrissjóð og þar getur hann
fengiö 20 milljón króna lán, en
til þess aö sjóöurinn étist ekki
jafnóöum upp, eins og ýmsir
sjóðir hafagert — einnig sparifé
fólks — þá tóku menn upp á
þeim skratta, að hafa lánin
verðtryggð, þannig að lántak-
endur borgi aftur það sem þeir
fengu lánaö, en ekki t.d. helm-
inginn, eða minna, eins og
stundum hefur komið fyrir.
Eins og menn sjá, eru bað af-
arkostirað verða að borga aftur
alla upphæðina. Þessi maöur
leitaði vitaskuld til lánastofn-
ana, sem höfðu ekki (enn) tekið
upp verðtryggingu. Jafnvel þótt
greiðslubyrði sé þyngrii byrjun,
þar sem hún dreifist á færri ár.
Þessi maður átti greinilega
ýmsa góöa vini, þvi að hann átti
þess kost að fá töluvert margar
milljónir svona með meðgjöf.
Þeir sem eru svo vitlausir að
leggja inn peninga I banka, eru
ekki of góðir til að borga brús-
Vextir og verdtrygging
Vextir-verðtrygging. Þetta
tvennt er sitthvað og skyldi alls
ekki blandað saman. Þegar tal-
að er um krónutölu, sem vex,
t.d. úr 1 milljón i 1,5 milljónir á
einu dri. finnst mönnum aö um
verulega aukningu sé að ræða.
En i 50% verðbólgu eru þessar
tvær stærðir nákvæmlega jafn
stórar. Þetta verður skiljan-
legra, ef maður hugsar sér ein-
hvern hlut, en ekki krónur.
Segjum að maður taki á leigu
ibúð i eitt ár. Hún er metin á 20
milljónir i upphafi ársins, en 30
miiljónir, eða 50% meira, viö
lok þess, þegar maðurinn skilar
henni aftur. Segjum að verð-
bólga sé einnig 50%. Auk þess
getum viö hugsað okkur að
maðurinn borgi t.d. 600 þús. i
leigu fyrir árið, sem telzt vist
lágt.
Þegar maðurinn skilar ibúð-
inni hefur hann borgað i leigu
sem svarar 3% af andvirði
hennar, eins og það var við upp-
haf ársins, fyrir afnotin og má
hugsa sér það sem vexti, sem
eigandinn fær af eigninni.
En hverju skilar hann að
auki? Tók hann ekki við 20
milljónum og skilaði 30? Má þá
ekki segja að hann hafi borgaö
10,600.00 kr. i vexti af 20 milljón
króna láni? Eða hvað?
Nei, i þessu dæmi sjá allir aö
slikurútreikningur væri rangur.
Þessar 10 millljónir, sem eignin
jókst að verðmæti i krónutölu,
er i rauninni engin eignaaukn-
ing eiganda i 50% veröbólgu.
verðmætið stóð i stað, 10 millj-
ónir voru ekkert annað en verð-
trygging. Þetta er munurinn á
verðtryggingu og vöxtum.
Verðtrygging er svo sjálf-
sagður hlutur að það er furðu-
legt hvað það hefur gengið illa
að fá fólk, og ekki sizt stjórn-
málamenn, til að skilja hvilikt
réttlætismál hún er.
Og þó, það eru nefnilega ýms-
ir sem skilja þetta mjög vel,
Þeir gætu hugsað sér að fá á
leigu 20 milljón króna eign i ár
ogskila aftur t.d. 22 millj (10%
vextir) þótt verðmætið væri
raunverulega 30 millj.
Þeir myndu þannig kunna við
það að þiggja 8 milljónir króna
að gjöf frá öðrum.
Suomi félagid fagnar
þjódhátídardegi Finna
MFA
Fyrir skömmu lauk tveimur 1.
önnum i Félagsmálaskóla alþýðu.
Sú fyrri stóö yfir 7.—20. október
en sú seinni 4.—17. nóvember.
Fyrirkomulag námsins og við-
fangsefni 1. annar er komið i
nokkuð fastar skoröur, en náms-
greinarnar voru þessar: Ræðu-
mennska, fundarstörf, félags-
stjórnun, framsögn, hópefli, saga
og Sögusafn Verkalýös-
hreyfingarinnar, starf og staða
trúnaðarmanna á vinnustöðum,
skipulag og starfshættir ASÍ, út-
gáfustarf verkalýðsfélaga, fjöl-
þjóðasamtök verkalýðs-
hreyfingarinnar, helstu réttindi
launafólks, almannatryggingar,
stefnuskrá ASt, heilbrigði og
öryggi á vinnustöðum. Ennfrem-
ur var skipst á skoðunum við for-
ystumenn verkalýðssamtakanna
um málefni hreyfingarinnar.
Á báðum þessum önnum komu
ýmsir góðir gestir i heimsókn, t.d.
skáld sem lásu úr verkum sfnum,
sönghópur og fulltrúar Nemenda-
sambands Félagsmálaskóla al-
þýðu. Auk þess var leikþátturinn
Vals eftir Jón Hjartarson sýndur
á önnunum, en þeikþáttur þessi
hlaut fyrstu verölaun i leikþátta-
samkeppni MFA sem kunnugt er.
Á meðan skólinn stóð yfir fóru
nemendur i skoðunarferðir um
nágrennið og heimsóttu Garð-
yrkjuskóla rikisins að Reykjum,
litið var inn hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna og Sláturfélagi Suður-
landsá Selfossi. Ennfremur gekk
Þórður Jóhannsson hreppstjóri i
Hveragerði með nemendum um
Olfusborgarsvæðið, og sagði frá
örnefnum og þjóötrú sem tengjast
staðnum og umhverfi hans.
Þrjátiu manns stunduðu nám
við Félagsmálaskóla alþýðu á
þessum tveimur önnum og fimm-
tán leiðbeinendur komu og störf-
uðu við skólann um lengri eða
skemmri tima. Námsstjórar voru
þeir Karl Steinar Guðnason og
Tryggvi Þór Aðalsteinsson.
Eftir áramót verður svo starfi
skólans haldið á'fram og hefur
verið rætt um, aö pa veroi 3. önn
haldin i fyrsta sinn auk 2. annar,
sem verður sú fjórða. Um þetta
mun stjórn MFA taka ákvörðun
fljótlega, og verkalýðsfélögum
og fyrri nemendum tilkynnt um
það i bréfi.
Formaður skólast jórnar
Félagsmálaskóla alþýðu er
Stefán ögmundsson, en stjórn
skólans er jafnframt stjórn MFA.
Farsóttir í Reykjavík
Farsóttir i Reykjavik vikuna
4.—10. nóvember 1979, samkvæmt
skýrslum 8 (7) lækna.
Iðrakvef.................14 (19)
Kighósti ................ 4 (0)
Hlaupabóla .............. 3 (4)
Hettusótt.................6 (3)
Hvotsótt................. 2 (0)
Hálsbólga................28 (39)
Kvefsótt ................84 (83)
Lungnakvef...............22 (8)
Kveflungnabólga.......... 2 (4)
Blöðrusótt ungbarna ..... 1 (0)
Virus ...................10 (9)
Dilaroði................. 1 (0)
Pólitiskttaugaáfal!
Þrátt fyrir ósigur Alþýðu-
flokksins nú i kosningunum, er
ljóst aö flokkurinn hefur
endurheimt sinn sess i islenskum
stjórnmálum, og á fastafylgi
meðal kjósenda. Fyrir þingkosn-
ingarnar ’78 var háleitasta hug-
sjón Alþýðubandalagsins sú að
„þurrka Alþýðuflokkinn út”.
Þessi draumur Alþýðubanda-
lagsins varð aö martröð þegar
flokkarnir stóöu uppi með sina
fjórtán þingmennina hvor. Þetta
pólitiska taugaáfall hljóp svo i
geðiö á LUÖvik og skósveinum
hans aö stjórnarsamstarf reynd-
ist ekki unnt næstu þrettán
mánuðina.
Þótt Alþýöuflokkurinn hafi tap-
aðf jórum þingsætum, hefur hann
100% meira fylgi en hann haföi
fyrir kosningarnar ’78. Alþýðu-
bandalagið missti þrjá og hjakk-
ar þvi I sama farinu með sína
krónisku fylgismenn. Þvi miður
virðist þvi hætta á að sagan
endurtaki sig meö sjúklegri
afbrýðisemi bandalagsmanna.
Draumur þeirra um að safna
krötum ogkommum f afturhalds-
Fimmtudaginn, 6. des. n.k. er
þjóðhátiðardagur Finna. Suomi-
félagið minnist dagsins með fagn-
aði i Norræna húsinu kl. 20:30 um
kvöldið. Þar leikur Hornaflokkur
Kópavogs undir stjórn Björns
Guðjónssonar. Barbro Þórðarson
formaður félagsins flytur ávarp.
Kveðjur frá Finnlandi ber Hans
Ottelin sendiráðunautur.
Hátiðarræðu flytur Sigriður
Thorlacius.
Loks syngur viðfræg finnsk
visnasöngkona Barbara
Helsingius. Hún á litrikan starfs-
feril að baki. Fimleikakennara-
prófi lýkur hún 1961 og fær siðan
samt, en rómantiskt kosninga-
bandalag, virðist endanlega úti.
HeiIIaði
prófessorsglottið?
Engin vafi er á að hin
siglottandi véfrétt, Ölafur Jó,hef-
ur skipt sköpum i kosninga-
baráttu framsóknar. Sakir geö-
og rótleysis i stjórnarsamstarfinu
hefur þessi nitjándualdar söfn-
uður einhvernveginn orðið
útundan I kosningabaráttunni.
Þaö var einfaldlega ekki hægt að
finna þar fastan punkt til að f jalla
styrk til námsdvalar i Kaliforniu
vestur, dvelur þar á árunum
1962—1964 og lýkur M.A. prófi við
Stanford-háskólann. Á Ameriku-
árunum fær hún áhuga á visna-
söng og heim komin kynnir hún
bandariska visnasöngvara fyrst
Finna að einhverju marki.
Bargara hefur frá þvi 1965 unnið
lengur og skemur við finnska
hljóðvarpið. Nú á þessum áratug
sem fréttastjóri tónlistar- og
iþróttaefnis m.a. við útsendingar
á ensku.
Hún hóf feril sinn sem visna-
söngkona með sjónvarpsþætti.
Hún hefur nú gert 15 sjónvarps-
um. Vegna geöleysis kom þaö i
hlut ráöherra framsóknar aö
sætta umbótaöfl krata og ihalds-
öfl Alþýðubandalagsins. OtUr
þessu kom einn allsherjar hræri-
grautur,sem enginn vildi kannast
við, nema auðvitað Ólafur Jó og
hans meðreiðarsveinar. Það hef-
uraldrei vcriö markmið
framsóknar aö stjórna i sjálfu sér,
heldur hittaö vera f stjórn.Þessi
flokkur, sem á ekki sinn lika á
vesturhveli jarðar, er fyrst og
siðast I pólitik til að verja óbreytt
ástand.
Framsóknarflokkurinn átti
dagskrár og hafa flestar þeirra
verið sýndar erlendis. A 7. og 8.
áratugnum hefur hún um skeið
veriðbúsett i Bandaríkjunum og i
Noregi. 1 þessum löndum báðum
hefur hún komið fram i sjónvarpi
margoft og I Noregi hefur hún
einnig unnið fyrir hljóövarp, leik-
iðinn á hljómplötur, haldið visna-
kvöld, skemmt i skólum og viöar
um 6 ára skeið. Þá hefur hún á ný
haldiö söngskemmtanir I Sviþjóð
og m.a. komið fram i hinum vin-
sælu morgunþáttum Lennarts
Hylands.
A söngskrá hennar eru auk
Framhald á 3. siðu
sinn þátt iaðgera SIS aö þvi veldi
sem þaö er. Nú er SIS orðið
auöhringursem heldur úti heilum
stjórnmálaflokki. Auk þess að
vera varðhundar óbreyttrar land-
búnaðarstefnu, veröa þingmenn
flokksins að gæta hagsmuna SIS.
X-verðbólga
Vitanlega er sá aðili traust-
vekjandi sem kemur á sáttum.
Framsóknarflokkurinn hamraði
á þvi linnulaust aö ráðherrar
flokksins, með prófessor Olaf
glottandi I hásæti, hefðu komið á
sáttum i stjórninni. Þessu til
viöbótarhefur flokknum tekist að
gera glottið á Ólafi Jó að einskon-
ar vörumerki, Þótt þvi verði ekki
trúað að óreyndu viröast
kjósendur hafa hrifist af
uppátækjum mannsins. Þessi
sigur framsóknar staðfestir
sinnuleysi islenskra kjósenda
gagnvart verðþenslunni. En það
er, sem betur fer lýðræði i land-
inu, og þegar kjósendur panta
framsóknaráratug, þá eiga þeir
heimtingu á að fá framsóknar-
áratug. G.Sv.
alþýðu-
blaöið
Miðvikudagur 5. desember
KÚLTURKORN
Sýning i Galleri Suður-
götu 7.
Laugardaginn 1. desember
opnaði Sigriður Guðjónsdóttir
sýningu á verkum sinum i Galleri
Suðurgötu 7.
Þetta er fyrsta einkasýning
Sigriðar. Hún hefur áður tekið
þátt i nokkrum samsýningum.
Sigriður stundaði nám við
Myndlista og handiðaskóla ís-
lands, einr.ig var hún eitt ár við
nám i Hollandi.
Sýningin samanstendur af ljós-
myndum og verkum sem unnin
eru með hliðsjón af galleriinu
sjálfu.
Sýningin er opin frá 18 til 22 á
virkum dögum en 14 til 22 um
helgar, henni lýkur þann 10. þessa
mánaðar.
Tónleikar.
Næstu áskriftartónleikar Sin-
fóniuhljómsveitar Islands, hinir
sjöundu á þessu starfsári verða i
Háskólabiói, n.k. fimmtudag 6.
desember og hefjast þeir eins og
að venju kl. 20.30.
Efnisskrá tónleika þessara
verður sem hér segir:
Karólina Eiriksdóttir — Notes,
Mozart — Pianókonsert K V 466,
Bruckner — Sinfónia nr. 1.
Hljómsveitarstjórinn Reinhard
Schwartz fæddist árið 1936 i Ber-
lin. Hann stundaði almennt tón-
listarnám við Borgartónlistar-
skólann i Berlin og hljómsveitar-
stjórn hjá Prof Herbert Ahlendorf
ásamt námskeiðum hjá Herbert
von Karajan í Berlin og Franco
Ferrara i Hilversum.
Hann var stjórnandi við Borg-
arleikhúsið i Basel frá 1960-65, I
Wuppertal hjá Janos Kulka 65 -
69. Reinhard Schwarz hefur
stjórnað mörgum viðurkenndustu
hljómsveitum i Þýskalandi, m.a.
Filharmóniusveit Berlinar og
Borgaróperuhljómsveitinni i
Hamborg, svo eitthvað sé nefnt.
Unnið að upptökum fyrir útvarp
og sjónvarp og verið gestastjórn-
andi m.a. i Þýskalandi, Austur-
riki og Finnlandi. Hinar kerfis-
bundnu tilraunir hans til þess að
auka áhuga æsku- og skólafólks á
leikhúsi og tónleikum hafa vakið
mikla athygli um allt V-Þýska-
land. Arið 1978 varð hann fastráð-
inn hljómsveitarstjóri viö Rikisó-
peruna i Vin.
Pianóleikarinn Jörg Demus
fæddist i Sankt Poelten i Austur-
riki árið 1928. Hann hóf pianónám
sex ára að aldri og aðeins ellefu
ára fékk hann inngöngu i Tónlist-
arskóla Rikisins i Vin. Jafnframt
menntaskólanámi lagði hann
stund á nám i pianóleik hjá Walt-
er Kerschbaumer, orgelleik hjá
Karl Walter, hljómsveitarstjórn
hjá Hans Swarowsky og Joseph
Krips og tónsmiðar hjá Joseph
Marx. Eftir að hann útskrifaðist
frá Tónlistar skóla Rikisins i Vin,
fór hann til Parisar til náms hjá
Yves Nat.
Einnig var hann við Tónlistar-
skólann i Saarbruecken, þar sem
hann var undir handleiðslu Walt-
er Gieseking. Hann hefur tekið
þátt i fjölda sumarnámskeiða
m.a. hjá Wilhelm Kempff, Arturo
Benedetti-Michelangeli og Edwin
Fischer. Jörg Demus kom fyrst
fram á tónleikum þegar hann var
fjórtán ára að aldri og voru það
einleikstónleikar á vegum hins
virta félagsskapar „Gesellschaft
der Musikfréunde” i Vin.
Skömmu siðar fékk hann tilboð
um að leika á Italiu og I Sviss.
Eftir um 1950 má segja að hann
hafi verið á stöðugum tónleika-
ferðalögum og hefur hann nú leik-
ið á tónleikum um nær allan heim
ef frá eru talin Sovétrikin og
Kina.
Arið 1956 vann hann hin eft-
irsóttu Busoni-verðlaun á alþjóð-
legri keppni pianóleikara i Bil-
zano. Hann hefur i mörg ár verið
fastagestur á mörgum virtustu
tónlistarhátiðum i Evrópu og
Ameriku. Hann hefur leikið inn á
yfir 200 hljómplötur sem gefnar
eru út af vönduðustu útgáfufyrir-
tækjum.
Á RATSJÁNNI