Alþýðublaðið - 09.01.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.01.1980, Blaðsíða 1
Vísitölukerfi og kaupmáttur launa: Raunhæfar aðgerðir gegn verdbolgu hljóta að fela í sér afnám núverandi aiþýou blaöiö =í1i Miðvikudagur 9. jan. 1980. 3. tbl. 61 árg. Fréttafölsun Dagblaðsins: Þjóðhagsstofnun hef- ur ekkert mat lagt á efnahagstillögur Alþýðuflokksins DAGBLAÐIÐ I fyrradag slær þvl upp á baksiðu, og ber fyrir Þjóðhagsstofnun, að efnahagstil- lögur Alþýðuflokksins hafi reynst óútreiknanlegar vegna þess að i þær vanti ýmsa pósta. Þar sem Alþýðuflokksmönnum er ekki kunnugt um að fyrir liggi nein umsögn um efnahagstillögur flokksins frá Þjóðhagsstofnun, sneri Alþýðublaöið sér til for- stjóra Þjóðhagsstofnunar og spurðist fyrir um, hvað hæft væri i frétt Dagblaösins. Alþýðublaðiö fékk þau svör, aö á vegum Þjóðhagsstofnunar heföi engin umsögn veriö unnin, að þvi er varðar efnahagstillögur Alþýðuflokksins, sem lagðar voru fram i vinstristjórnarviðræðun- um. Þjóðhagsstofnun væri með öllu ókunnugt um, á hvaða forsendum þessi frétt Dagblaðs- ins væri byggð. Sem kunnugt er, óskuöu Fram- sóknarmenn eftir þvi að Þjóð- hagsstofnun legði hlutlægt mat á það, hvort tillögur Framsóknar- manna um aðgerðir i efnahags- málum dygðu til aö ná þeim markmiðum, sem þeir settu sér um verðbólguhjöönun á næstu tveimur árum. Slik umsögn um tillögur Framsóknarmanna ligg- ur fyrir. Formaður Alþýðubandalags- ins, Ragnar Arnalds, hafnaði hins vegar ósk Steingrims Hermanns- sonar um að „áherzlupunktar” þeir, sem Alþýðubandalagið lagði fram i viðræðunum, væru lagðir undir mat Þjóöhagsstofnunar. Skriflegar tillögur Alþýðu- flokksins voru lagðar fram, skv. ósk Steingrims Hermannssonar, undir bk viðræðnanna. Aður en að þvi kom, að þær væru nánar ræddar, skilaði Steingrimur af tur umboði sinu til forseta með þeim ummælum, að frdcari stjórnar- myndunarviöræður á þvi stigi væru tilgangslausar vegna „skorts á tillögum Alþýðubanda- lagsins”. Staöa ríkissjóds vid Sedlabanka: Nettóskuld 26.7 milljarðar vísitölukerfis Skv. bráðabirgðayfirliti um stöðu rikissjóðs gagnvart Seðla- banka, nú um s.l. áramót, reynd- ist rikissjóður eiga inneign á hlaupareikningi að upphæð rúm- lega 6 milljarða króna. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna um heildarstöðu rikis- sjóðs. Enn sem fyrr er heildar- skuld rikissjóðs við Seðlabanka mjög veruleg eða alls kr. 26.679 milljarðar. Þar er um að ræða skuldaraukningu á árinu sem nemur 321 milljón króna. Heildarskuld rikissjóðs við Seðlabankaskiptist þannig, að 8,5 milljarðar eru i formi skammtimalána, sem greiðast eiga uppáþessu ári. 24 milljarðar eru hins vegar langtimaskuldir. Alls nemur skuldin þvi 32,5 milljörðum, að frádregnum 6 milljörðum sem eru inneign á hlaupareikningi, þannig að nettóskuld rikissjóðs við Seðla- banka er sem fyrr segir 26.7 milljarðar. A s.l. sumri var langtimalánum rikissjóös við Seðlabanka breytt i skuldabréfalán með vaxtaauka- kjörum. Aður höfðu lánskjör ver- 10 margvísleg, bæði gengistryggð og án gengistryggingar. Inn I heildarskuldinni er þannig verð- bótaþáttur að upphæð 2.3 milljarðar. Óvissa i rikisfjármálum Mikil óvissa rikir nú um inn- heimtu á tekjum rikissjóðs á þessu ári. Álþingi hefur ekki enn samþykkt ný lögum tekjuskatt né heldur innheimtuheimildir og hlutfall fyrirframgreiðslu. Þar sem fjármálaráðuneytið tölvu- keyrir launaseðla sina venjulega um 20. hvers mánaöar, og Gjald- heimtan þarf t.d. á sama tima að vinna fyrirfram innheimtu af Framhald á 2 siðu Margvislegur samanburður hefur verið gerður á kjörum launþega á Islandi og i nágrannalöndunum. Um niður- stöður sýnist sitt hverjum, en allir eru þó sammála um, að engin þjóð I Evrópu og Noröur-Ameriku hefur komið á hjá sér launakerfi, þar sem samningar kveða svo á, að öll laun og verð innlendra landbún- aðarafurða skuli breytast sjálf- krafa með vissu millibili. Þetta er visitölukerfið svonefnda, sem þó væri nær að nefna verðlags- visitölukerfi. Gamalt og rótgróið kerfi Þetta kerfi er orðið gamalt og rótgróið hér á íslandi og hefur mótað mjög þróun I launamál- um og efnahagsmálum yfirleitt á undanförnum áratugum. 1 hartnær f jóra áratugi hefur höf- uöreglan verið sú, að laun og verð landbúnaðarafuröa breyt- ist sjálfkrafa i hlutfalli við breytingar á visitölu fram- færslukostnaöar, eða einhverju afbrigði hennar.sem nú er nefnt verðbótarvísitala og hefur þessi skipan mála annað hvort veriö i gildi skv. kjarasamningum eða lögum, með undantekningum þó. Fyrsti visirinn að verðlags- visitölukerfinu var lögleiddur á tslandi 1939 og var rökstuðning- urinn þá, að kerfi þetta væri nauösynlegt til þess aö tryggja kaupmátt launa. Æ siðan hefur þetta veriö meginröksemdin fyrir verðlagsvisitölukerfinu. Að tryggja kaupmátt launa. Spurningin er bara sú hvort þetta kerfi tryggi i raun og veru kaupmátt launa. Flestir eru á einu máli um það, að verðbólgan á tslandi sé skaðleg og að hún sé of mikil. Samt sem áður hefur þessi ára- tugur ekki markast af öðru fremur en verðbólgu. Orsakir verðbólgunnar eru margþættar og á henni er engin ein og ein- föld skýring. Rætur verðbólg- unnar hérlendis liggja að ein- hverju leyti I þeirri staöreynd, að lslandingar eru mjög háöir einum atvinnuvegi, sjávarút- vegi, og að sveiflur tekna af honum er miklar. bæöi vegna breytilegs afla og verðbreytinga erlendis. Tekjuaukning i sjávarútvegi breiðist fljótt út um allt efnahagslifið. Tekju- minnkun veldur hins vegar ekki hliðstæðum samdrætti. Pen- ingatekjur góðærisins haldast, en þjóðarframleiðslan minnkar. Bætist við þetta mikil og jafnvel aukin fjárfesting rikisvaldsins verður munurinn á peninga- eftirspurninni og ráöstöfunarfé ennþá meiri. Þrýstingurinn á verölagiö vex. Noti rikissjóöur þar fyrir ytan meiri fjármuni en hann aflar með þvi að taka inn- lend eöa erlend lán, er enn ausiö oliu á verðbólgubálið. Og sé kaupgjald og verðlag helztu neyzluvörutegunda, tengt breytingum á framfærslukostn- aði eftir föstum reglum, getur ekki hjá þvi farið, að kaupgjald og verðlag hækki á vixl. Verö- bólguhjóliö snýstmeð sivaxandi hraða. Stjórn efnahagsmála lslenzka þjóðin bjó við mesta góöæri, sem hún hefur nokkru sinni notið I upphafi áratugar- ins. Þetta leiddi eðlilega til batnandi lifskjara. Stjórn efna- hagsmála fór hinsvegar illilega úr böndunum. Fjárfestingar stórjukust, bankar og fjarfest- ingarlánasjóöir juku útlán sin, erlendar lántökur voru stór- auknar. Rikissjóður notaði méira en hann aflaöi. Kaup- gjald og verðlag hækkaði á vixl með meiri hraða en áður hafði þekkzt. Þegar góðærinu lauk og viðskiptakjör versnuðu, var hægara sagt en gert að hægja á ferðinni, enda til þess gerðar til- raunir I takmörkuðum mæli. Afleiðingin er öllum kunn. Hér hefur veröbólgan haldizt u.þ.b. þrisvar til fjórum sinnum meiri en hiln var áratuginn á undan. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra 1978, sagði i áramóta- ræðu þaö ár: ,,Við vinnum ekki sigur á veröbólgu með skyndi- sóknum — heldur með þolimæöi og þrautseigju.” Þetta er lauk- rétt hjá fyrrverandi forsætis- ráðherra. Enginn þarf að láta sér það til hugar koma, aö 30-40% veröbólga verði stöðvuð skyndilega eöa verulega úr henni dregið meö neinu einu átaki. Undirrót slikrar verð- bólgu verður ekki upprætt nema á mörgum árum. Það var tekið fram hér að of- an, að i tæpfjörutiu ár hefur það kerfi rikt hér á landi varðandi kaupgjald að þaö hefur breyzt sjálfkrafa I kjölfar breytinga á visitölu framfærslukostnaöar. Verðbólgan á Islandi er jafn- gömul þessu kerfi. Með þvi er ekki átt við, að kerfið sé undir- rót eða aðalorsök veröbólgunn- ar, heldur aðeins á þaö bent, að milli þessara tveggja fyrirbæra er skyldleiki i_þeim skilningi, að slikt launakerfi eflir veröbólg- una. Heppilegt launakerfi Rökin fyrir sliku launakerfi eru og hafa verið, að tryggja kaupmátt launa, einkum lægstu launa. Þetta eru sterk r<ac. Það er óbærilegt fyrir þá, sem hafa mjög lág laun, aö bera byröar verðla gsh ækkunar. Rökin eru veikariað þviersnertir há laun. Spurmnginer hvort slikt launa- kerfi getur talizt heppilegt til frambúðar. Spurningin er hvort kerfi þetta tryggir hag laun- þega. Allt bendirtil þess, að svo séekki. Verðbætur á laun koma eftir áyþannig að kjaraskerðing hefur átt sér stað þegar verð- Framhald á bls. 2. 9 Flestir eru á einu máli um það, að verðbólgan á islandi sé skaðleg og aö hún sé of mik- il. Samt sem áður hefur þessi áratugur ekki markast af öðru fremur en verðbólgu. t't Rökin fyrir siiku launakerfi eru og hafa verið, að tryggja kaupmátt launa, einkum lægstu launa. Þetta eru sterk rök. 41 Það er skiljanlegt að þeir sem lægst hafa launin vilji hafa tryggingu fyrir þvi, að kaupmáttur þeirra rýrni ekki i kjölfar verðlagshækkana. ^Mikil veröbólga er ekki að- eins hemill á heilbrigðan hag- vöxt. Hún veldur einnig stór- kostlegu þjóðfélagslegu mis- rétti. Helgi Már Arthúrsson skrifar 80 ár frá upphafi raforku- framleiðslu á íslandi Söguiegt ytirlit Raforkan hóf innreið sina hér á landi árið 1899, þegar Eyjólfur Þorkelsson úrsmiður setti upp bogalampa á vinnustofu sinni i Austurstræti 8 og sömuleiðis i prentsmiðju og skrifstofu ísafold- ar i sama húsi. Orkugjafinn var steinolluhreyfill. A næstu árum komu fleiri sams konar rafvélar, sem voru eingöngu notaðar til ljósa. Arið 1903 kom klæöaverk- smiðjan Iðunn upp gufuvél, sem knúði ýmsar vélar verksmiðjunn- ar og þar á meðal ljósavél. Fyrsta vatnsaflsstööin var sett uppiHafnarfiröi árið 1904 af Jóhannesi Reykdal. Settti hann á stofn trésmiðaverkstæði við Læk- inn og keypti frá Noregi 9 kW jafnstraumsrafal, sem hann setti i samband við vatnshjólið, sem knúði vélar verkstæðisins. Þann 12. desember 1904 var kveikt á fyrstu ljósunum frá þessari vél, en alls fengu 16 ibúðarhús auk verkstæðisins rafljós frá vél Jó- hannesar. Þetta var fyrsta vatnsorkuver islendinga og fyrsta rafmagnsveitan til al- menningsnota. Á næstu árum stækkaði Jóhannes Reykdal stöð sina. Arið 1921 tók Elliðaárstööin til starfa og var afkastageta hennar 1.500 kW en það afl var tvöfaldað siðar, starfar sú stöð enn og var önnur aðfærsluæð stöðvarinnar endurnýjuð á árinu 1978. Fyrsti á- fangi Sogsvirkjunar þ.e. Ljósa- fossvirkjun komstl gagnið 1937 og tveimur árum siöar var fyrsti á- fangi Laxárvirkjunar tekinn I notkun. Segja má, að um þetta leyti hafi verulegur skriöur verið kominn á rafvæðingu Islands og var talið að 60% landsmanna nytu þá rafmagns, en samanlögð af- kastageta rafstöðvanna var 20.500 kW. Framleiðsla rafmagns nam þá 36 GWst. Upphaflega voru rafveitur nær eingöngu reknar af sveitarfélög- um, en á seinni árum hafa rikis- rafveitur rutt sér meira og meira til rúms. Voru fyrst sett um þær lög árið 1942, nefndust þau lög um Rafveitur rikisins. Árið 1946 voru samin mun itarlegri lög og nefnd- ust þau raforkulög (nr. 12/1946). Samkvæmt raforkulögunum skyldi rikið framvegis hafa einkarétt á þvi að reisa raf- magnsstöövar, þó skyldu þeir að- ilar, sem áttu eða höfðu i smiðum þá, er lögin voru samin, stærri aflstöðvaren lOOhestöfl, hafa rétt til aö reka þær áfram. I framhaldi af þessum lögum var sett á stofn embætti raforku- málastjóra og sérstök stofnun, Raforkumálaskrifstofan, sem reka skyldi Rafmagnsveitur rik- isins, sem var heildsöluaðili, Hér- aðsrafmagnsveitur rikisins, sem var smásöluaðili, Rafmagnseftir- lit rlkisins og Orkusjóð, sem lánar fé til raforkuframkvæmda. Landsvirkjun var stofnuð skv. lögum nr. 59/1965 meö helmings- aðild rikisins og Reykjavikur- borgar. Yfirtók Landsvirkjun skv. þeim rekstur Sogsvirkjana og varastöövarinnar við Elliðaár. Hún hefur ráðizt I mestu stór- virkjanir á Islandi, þ.e. Búrfells- virkjun, Sigölduvirkjun og nú slð- ast Hrauneyjarfossvirkjun. Arið 1967 voru sett ný raforku- lög nr. 58/1967. A grundvelli þeirra var Orkustofnun sett á laggirnar, sem yfirtók fyrra hlut- verk Raforkumálaskrifstofunnar, nema Rafmagnsveitur rfkisins. Yfirmaður Orkustofnunar nefnist orkumálastjóri. Með málefni Rafmagnsveitna rikisins fer Raf- magnsveitustjóri rikisins. Arið 1977 voru sett lög um Orkubú Vestfjarða. Yfirtók sú stofnun allar rafveitur á Vest- fjörðum frá og með 1. janúar 1978, nema rafveitu Snæfjalla sem féll undir Orkubúið 1. janúar 1979. Meö tilkomu svonefndrar Norö- urlinu, sem tengd var á árinu 1977 og Austurlinu, sem tengd var i desember á siðastliðnu ári er far- iö að styttast I hringtengingu landsins alls og eru á döfinni ýmsar skipulagsbreytingar á raf- orkudreifingu og rekstri orku- veitna, sem ekki verður fariö nánar út i hér. Mörg önnur lög um einstakar rafveitur hafa verið sett. Helxtu áfangar i raforkusögunni eru: Elliöaár 1921 Sog 1. áfangi 1937, Ljósafoss Sog 2. áfangi 1953 og siðar, trafoss Sog 3. áfangi 1959 og slðar, Stein- grimsstöð. Laxá I 1939, II 1944, III 1973. Andakill 1947 Grimsá 1958 Mjólká 1958 Búrfell 1969 Námafjall, gufuvirkjun, 1969 Lagarfljót 1975 Sigalda 1977 Krafla, ólokiö Hrauneyjarfoss, framkvæmdir hófust 1978.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.