Alþýðublaðið - 09.01.1980, Blaðsíða 4
STYTTINGUR
Skólaslit
Skólaslit Fjölbrautarskólans i
Breiöholti fóru fram fimmtudag-
inn 20. des. s.l.
61 nemandi luku námi, auk 8
nemenda sem fengu sveinsskir-
teini. 24 nemendur brautskráöust
með stúdentsprófi, af öllum 7
námssviðum skólans.
Bestum árangri á stúdentsprófi
náðu tveir nemar annar á tækni-
sviðinu Einar Þorsteinsson á vél-
smiðabraut er taka varð 185 ein-
ingar og hlaut að stigatölu 417
stig, og Reynir Guömundsson á
almennu bóknámssviði, eðlis-
fræðibraut er tók 137 einingar en
fékk 401 stig og gefur til kynna
frábæran árangur.
Skóiaslit haustannar í Flens-
borgarskóla fóru fram fimmtu-
daginn 20. desember s.l. og voru
þá brautskráðir 37 stúdentar frá
skólanum.
Meirihluti hinna nýju stúdenta
hafði lokið námi á 7 námsönnum
(3 l/2ári), en sumir á9 námsönn-
um og einn á 5 önnum, sem er
óvenjulegt námsafrek.
Bestum námsárangri náðu
Steinunn Hauksdóttir, náttúru-
fræðabraut sem lauk prófi eftir 7
anna nám, en hún hlaut 44 A og 7
B i einkunn, og Höskuldur Björns-
son, eðlisfræðibraut, sem hlaut 39
A, 13 B og 2 C, en lauk prófi eftir
aöeins 5 anna nám i skólanum
(2 1/2 ár).
Skólaslit haustannar fóru fram
i Fjölbrautaskólanum á Akranesi
19. desember. Voru einkunnir af-
hentar á Þorláksvöku sem haldin
er i' skóianum siðasta dag haust-
annar.
Fráskólanum brautskráðust að
þessu sinni 13 nemendur á eftir-
töldum námsbrautum: Málm-
iðnaðarbraut, heilsugæslubraut,
rafiðnaöabraut, tréiðnbraut,
verslunar- og skrifstofubraut,
vélstjórabraut og grunnnámi
hársnyrtiiðna lauk einn nemandi.
Einn nemandi Sólveig Steinþórs-
dóttir lauk stúdentsprófi á heilsu-
gæslubraut og er hún fyrsti
stúdentinn sem lýkur prófi frá
skólanum. Hlaut hún viðurkenn-
ingu skólansfyrir gott námsafrek
enhúnlauk' stúdentsprófi á 3 1/2
ári með góðum einkunnum.
Obreytt vísitölukerfi
gulltryggir áfram-
haldandi verðbólgu
Þótt Verkamannasambandið
hafi nú sveigt stefnu sfna litillega
til móts við ASt, eru menn ekki á
eitt sáttir um, hvort það nægi til
samstöðu innan Alþýðusam-
bandsins. Ljóst var að hefði
Verkamannasambandið ekki
kvikað frá fyrri samþykkt um
verðbætur f krónutölu, hefði ASt
klofnað I því kjaramálauppgjöri
sem framundan er.
Af illri nauösyn
1 samþykktir.ni, sem gerð var á
þingi Verkamannasambandsins i
haust, er gert ráð fyrir að reikn-
aðar séu verðbætur á meðallaun
350-360 þús) og sú krónutala komi
siöan á öll laun. A fundinum um
helgina var hart deilt um, hvort
Verkamannasambandinu væri
stætt á þessari samþykkt með
tilliti til ASt.
Greinilegt var að margir
fundarmenn gerðu það i blóra við
eigin vilja aö hverfa frá þessari
samþykkt. Höfðu sumir formenn
á orði, að þeir gætu vart snúið til
sins heima og horft framan i
félaga sfna ef mikið yrði sveigt
frá fyrri samþykkt.
Eins og greint var frá i gær varð
niðurstaðan sú að öll laun undir
300 þúsund krónum fengju sömu
verðbótakrónutölu og 300 þúsund
krónurnar. Laun á bilinu 300
þúsund til 400 þúsund fengju
prósentuhækkun, en laun þar
fyrir ofan fengju sömu krónutölu
og 400 þúsund.
„oviðfelldin samþykkt"
Andstaða minnihlutans gegn
ofangreindri samþykkt var aðal-
lega af tvennum toga. Þeir sem
einnig voru fulltrúar launþega
meö yfir 400 þúsund töldu eölilegt
aö sinir menn fengju allir fullar
veröbætur, enda væru þeir ekki
ofhaldnir. Þá voru og uppi þær
raddir sem telja það
„prinsippmál” að verðbætur séu
ekki notaðar til launajöfnunar.
Augljóslega var samþykktin
málamiðlun, þar er menn mátu
meir samstöðu innan ASI heldur
en frekari jafnlaunastefnu. Af
Guðjón
gefnu tilefni skal það hér tekið
fram að varla er raunhæft aö tala
um andstöðu hinna aðildarfélaga
ASI gegn fyrri samþykkt Verka-
mannsambandsins um krónutölu-
regiuna. A kjaramálaráöstefnu
Alþýðusambandsins i desember
s.l. reyndi ekki á, hvort meirihluti
væri fyrir krónutölureglunni eða
ekki. En á fundinum um helgina
sátu áheyrnarfulltrúar frá verka-
lýðsfélögum, sem ekki eiga aöild
að Verkamannasambandinu. Af
máli þeirra var ekki annaö að
ráða en að full samstaða hefði
veriö með krónutölureglunni.
Sem fyrr greinir hafa ýmsir
orðið til að gagnrýna samþykkt
Verkamannasambandsins, þrátt
fyrir breytinguna. Einn þeirra er
Guðjón Jónsson formaður Málm-
og skipasmiðasambandsins.
Hefur Guðjón látið hafa þaö eftir
sér að honum þyki „mjög óvið-
felldið að stéttarsamband beini
þvi til stjórnvalda að breyta
kjörum annarra launþegahópa,
eins og gert er i samþykkt Verka-
mannasambandsins”.
vAndsk... viðkvæmni"
Við bárum ummæli Guðjóns
undir Guðmund J. Guömundsson,
formann Verkamannasambands-
ins. Sagði hann að þetta væri nú
Guðmundur
bara þessi eilifa andskotans
viðkvæmni i garð þeirra hæst
launuöu. Þeim, sem á þennan
hátt töluðu, væri tamt að hugsa
meira um að viðhalda og tryggja
sina hæstu taxta, 1 stað þess að
hugsa fyrst og fremst um hag
lægst launaða fólksins. Það þýðir
ekki fyrir þá að emja og kvarta,
sagði Guðmundur.
Aöspurður um árangur þessa
fundar kvaðst Guðmundur
ánægður. Það væri ánægjulegt aö
sjá hve mikil samstaða væri nást
með hinum lægst iaunuðu, ekki
bara innan Verkamannasam-
bandsins heldur og innan ASÍ.
Framhald á 3. siðu
Úr flokkstarfinu
Kjördæmisráð Alþýöuflokksins i
Reykjaneskjördæmi er boðaö til
fundar laugardaginn 12. þ.m. kl.
14 i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði.
Fundarefni: Rikisstjórn með eða
án Alþýðuflokks.
Frummælendur: Kjartan
Jóhannsson, ráðherra, Karl
Steinar Guðnason, alþingismað-
ur.
Stjornin.
RATSJANNI
Geir Hallgrimsson hefur nú
haft umboð forseta, til myndunar
meirihlutastjórnar, I 13 daga. A
þeim tima hefur hann iitiö látið
uppi, um áform sin, i fjölmiðlum.
Þess vegna hafa fjölmiðlamenn
neyðst til aö beita imyndunarafi-
inu i fréttasmið sinni. Ein hugar-
. smiði þeirra var sú að Geir ætlaði
sér i samstarf viö annan hvorn
A-flokkanna. Það kom i ljós á
fundum A-þingflokkanna, á
fimmtudaginn var, aö Geir hafði
ekki taiaö við nokkurn mann úr
þeirra röðum.
Ein staöreynd fannst þó, eftir
nokkra leit, Steingrimur
Hermannsson leit við i kaffi hjá
Geir, enhvaðþeim fórá milli veit
enginn.
Það gerist svo tiðinda, að Geir
boðar formenn allra flokka á sinn
fund, og vill mynda þjóð6tjórn
Þaö skal þó tekið fram, að Geir
sagði i útvarpi i gær, að þetta
væru ekki stjórnarmyndunarviö-
ræður, heldur undirbúningur að
þeim. Sú spurning hlýtur þvi aö
vakna, hvaö Geir var aö gera
fyrstu 11 dagana, fyrir utan aö
drekka kaffi með Steingrimi?
Vonlaust um árangur
Hins vegar má draga ályktanir
af þvi sem Geir sagöi í útvarpi i
gær, en þá sagöi hann að
flokkarnir myndu halda annan
fund um þjóðstjórn á fimmtudag-
inn kemur. Hann sagöist vona aö
þá myndu lfnumar skýrast og
sagöist siðan vonast tii að geta
skilað umboöisinu til forseta eftir
það!
Af þessu er ekki hægt að draga
nema eina ályktun: Geir gerir sér
engar vonir um að stjórnar-
myndun af þessu tagi takist!
Þaö veröur að viðurkenna, að
Ger HaHgrímsson, forsætisrádherra I áramótsévarpi:
I
l
l
l/ið vinnum ekki sigur á
verðbólgu með skyndisókn
Hér fer á cílir I hrlld iramóla-
ivarp Geirs llallRrlmssonar, for-
ætisráðherra, sem flutt var I
■ IJóóvarpi or sjónvarpl i
amlárskiöld:
1 kvðld er 1111« yflr farlnn vrg. bvorl
rldur mrnn rru I hópi fjniikyidu o*
xvlna rða rinir ug rinmana. Tll þrirra
rllar hugurinn rkkl alal. Glróin arlur
vlp >inn i hállðina. þó vlóa hafi orði«
karð fynr aklldi Mmniniiar uK f>rlrhril
vlnnasl saman I hugum okkar
Hril rru unnin — þvl srm miður Krkk
liðnu árl. skal úr b*tl i þvl n#J»
A tlórum alundum rr ofi saKl, að l»-
rndinKar aðu rkki annað rn cin ÍJöl-
kylda. Við iramól i þraai Ifktnii vlð. þvl
■ð öll samrinumst við I hillðarskapi oK
llum Jafnl yfir liðna irið uK Iram i vru.
En sitt oK samlyndi þarf rkkl ivallt að
Ikja innan fjölskyldu I þjóðarfjölskyld-
inni hryrasl óincUuraddlr. barlómur
■t krðfugrrð þrtla K*ti brnl lil þrsa. að
ilutskipti nkkar vini lakara rn skyldi
Ollum brr þó saman um. að vrlmriun-
n m*ld I kaupnurlli nú fyrlr Jólahilið-
na hafi sjaldan rða rldrci vrrið mriri.
krlla rr auðvltað ckkl rlnhlliur m»li-
ivarðl, rn in rfa irllum við að lila af
Mlum barlómi oK óiund Kvrlnslafirnir
•ru aðrint 111 þrta fallnir að draga Ur
Auðvilað tlofnar vrrðbólnari hér af-
komu atvinnuvrianna oK tamkrppnit-
tlöðvunar oK aivinnulrytis. þeKar af
þrirri isteðu lu-r brýna nauðsyn lil að
tnúasl Knn þrttari þróun. Okkur lóksl i
sfðutlu 2 irum að minnka vrrðbólKuna
um hrlminje — uK þóll okkur hafi borið
af Irið i þrssu irt. þi mrKum við rkki
missa sjónar af marklnu Pótt við vrrð-
um um skamma hrlð að vrra f biðslöðu.
þi vrrðum við að nota þann Ifma til að
undirbúa nýja uK öfluKri sókn KrKn vrrð-
bólKuviKrslinum f nsrslu alrrnnu
Krynslan sýnlr okkur. að sigurinn vrrð-
ur ckki unninn mrð skyndisókn Við
þurfum i þolinnurði oK þraultriUu að
halda oK mrKiim rkki inista móðinn. þótt
lrnKri lima laki rn vlð iður vonuðum III
Hrr rr rinntK mrira f vrði rn fjirhags-
lrKir hagsmunlr rinlr. atvlnnulff oK tam-
krppnitsiaða
PrninKaKlldl rr nurlikvarði i flnra rn
fjirmunalcn vrrðnurll oK Krlur cinnli
vrrlð sprillmynd af slðfrrðitþrrki oK
siðgjrðismall
Við ciium að vitu tkýrlmu á vrrð-
bóiKu, cf ckki aftökun. f nnhliða al-
vlnnulffl. Oflun sjivarafurða rr bundin
tvriffum birði um maKn oK vrrð. trm
tamtfðarlnnar. samsklplum þjóðanna oK
IriUi fram okkar tkerf til varðvritlu
friðar I hriminum.
Vlð rrum okkar sjilfra vrina I varnar
bandalagi. þiltlaka I frjiltu tamilarfl
vctlracnna rfkja cr sjilftitrðitmil rn mi
aldrri hnrppa okkur f fjötra fjirhait
lcira Irngsla oK framfscrslu. Við viljun
oK verðum að tlanda i riKin fólum.
XXX
Við llfum f opnu oK frjiltu þjððfélaii.
þar trm ihrif oK fréllir brrasl rintlakl
Ininum f tifrliu. in þrts að hann hafl
riðrúm til fhugunar og ilyktunar srm
skyldl. Fjölmiðlar leggjt ósjilfrill
ihrrslu i nrikvieðu hliðarnar. Kðð hrtlsi
rr rkkl frétlaefnl. en tlys oK tjúklclkl
hvorl hrlduvandleKur. rfnalrnur rði
lfkamlcKur. rr það aftur i móti.
b'pprldl unKu kyntlððarlnnar fwritl
vasandi nurli úr hóndum forrldra II
stofnana þrlm mun lirýnna rr að huKi
að hvrrt tlrfnir f mrnnlamilum oK ððri
uppridistlarfi Ahrrslu brr að lrKKJa I
að þrutka Krlu rinslaklinKslns lil a<
draga tjilfna-ðar ilyklanir uK asla rigii
ibyrnð
XXX
llftfýíhnif1 ^ fyíKl. Aldraðlr rlntnKra»
miðað við það. sem iður var það r
mrnninKarskylda að iryKKJa ölluin sjil
tia-ði uK viðunandi llfsframfrri að lol
Inni atarfsjrfi. mrð þvl að Krra rinstak
iniunum tjilfum fert að búa f hanin
fyrir tijt
•> XXX
Fyrlr nokkrum irum Krkk éK itan
öðrum Krslum um dýraxarðinn I Edii
borK. Að skoðunarfrrð lokinni spurði é
forstððumanninn hvaða dýralrKun
v*rl rrflðasl að fylUasl mrð. Ilann tva
— heldur með þolinmæði og þrautseigju
Geir er ekki einn um þessa skoð-
un. I dagblöðunum i gær var vitn-
að i ummæli margra stjórnmála-
manna, sem luku upp einum
munni um að þetta væri ekki
girnilegt stjórnarform. Það
verður þó aö spyrja, ef Geir og
aðrir aðilar aö þessum viðræöum,
gera sér ekki neinar vonir um
árangur, hvers vegna var þá haf-
ist handa, og hvers vegna skilaði
Geir ekki umboðinu fyrir löngu?
Um verkefni
Geir sagöi I margnefndu viðtali
iútvarpinu I gær, aö hann áliti að
mögulegt væri að mynda þjóö-
stjórnum „takmörkuö verkefni”.
Þau verkefni sagði hann vera
endurskoðun stjórnarskrárinnar
og breytingar á kosningalögum,
annarsvegar, og aðgerðir gegn
verðbóigu, hinsvegar.
1 Timanum i gær, sagði Geir, aö
Sjálfstæðisflokkurinn legöi ekki
fram neinar efnahagsmálatillög-
ur I þessum viöræðum. Stefna
hugsanlegrar þjóðstjórnar ættiað
vera grundvölluö á hugmyndum
allra flokkanna.
Það væri nógu erfitt að ná sam-
stöðu allra flokka um breytingar
á sljórnarskráog kosningalögum,
(vill Framsókn afsala sér forrétt-
indum sinum?) en samstaöa um
aðgerðir gegn veröbólgu er öllu
óliklegri. Það er hverjum manni
augljóst, að hugmyndir hinna
ýmsu flokka stangast nájög á, og
stefna sem soöin yrði upp úr jafn
ólikum sjónarmiðum, yrði varla
vænleg til árangurs.
Þaö er svo annað mál hvernig
Geir getur kallaö aðgeröir gegn
verðbólgu, „takmörkuð verk-
efni”. Veröbólguvandinn er
mesta og I raun EINA vandamál
þjóöarbúsins, þvl ef sá vandi er
ekki leystur, tapar þjóðin sjálf-
stæði si'nu. Þá hverfa vandamál-
in. Við hlið veröbólguvandans,
blikna öll önnur mál, sem undir
öðrum kringumstæöum þættu
erfið úrlausnar.
Stefnuleysi
Þeim, sem mest snúast i
stjórnarmyndunarmálum og
gleggst ættu að vita um mögu-
leikana ástjórnarmyndun, virðist
berasaman um það, að þessi til-
raun muni mistakast. Menn virö-
ast á einu máli um að þjóðstjórn
yröi stefnulaus og gagnslaus. Það
undarlega er, að það er ekki
óhjákvæmilegtstefnuleysislikrar
stjórnar, sem þeir setja fyrir sig.
Hvernig á öðruvisi aö skilja eftir-
farandi tilvitnun I baksiðugrein i
VIsi I gær?
„Einn af forystumönnum
Alþýðubandalagsins sagði að þeir
ætluöu að blöa og sjá. Ljóst væri
að brýn þörf væri aö mynda
stjórn, en það væri viss uppgjöf
aö mynda stjórn, sem hefði enga
stefnu.” (Leturbr. Abl.)
Hvenær er þaö alger uppgjöf,
að mynda stefnulausa stjórn?
Jafnvel frekar, hvenær er það
sigur, að mynda sllka stjórn?
Fjöldi ráðherraembætta og
nefndasæta fyrir flokkinn, gæti
spilaö inni svarið viö þessari
spurningu, en einfaldast væri aö
þessi ónafngredndi stjórnmála-
maöur svaraði þessu I blöðum, og
kynnti sig i leiðinni. I þessari
svargrein gæti hann um leið upp-
frætt saklausa kjósendur um það
hverjum stefnuleysið væri til
góðs?
-þagali.
alþýöu
KÚLTURKORN
Kvikmyndasýn
ingar í tilefni
120 ára afmæl
is A. Tsékhovs
1 janúarjmánuði verða kvik-
myndasýningar I MtR-salnum,
Laugavegi 178, helgaðar leiklist i
Sovétrikjunum og þó einkum
rússneska rithöfundinum Anton
Tsékhov og verkum hans, en hinn
29. janúar eru liðin rétt 120 ár frá
fæðingu skáldsins fræga.
Sýndar verða 7 kvikmyndir,
langar og stuttar, og er skýring-
artal eða textar á norsku og ensku
með nokkrum þeirra, en aðrar
eru sýndar með rússnesku tali
eingöngu, án textaþýðinga.
Kvikmyndasýningarnar verða
sem hér segir:
Laugardaginn 12. janúar kl. 15:
Bolsoj-leikhúsið:kvikmynd gerði
tilefni 200 ára afmælis hins fræga
leikhússl Moskvu áriö 1976. Sýnd-
ir eru þættir úr ýmsum frægum
óperu- og ballettsýningum leik-
hússins, brugðið upp svipmynd-
um af starfinu að tjaldabaki,
kynntir ýmsir af fremstu lista-
mönnum leikhússins, m.a. bail-
ettdansarinn Maris Liepa, sem
dansaði I Þjóðleikhúsinu fyrir
fáum árum, o.s.frv. Tal á rússn-
esku.
Laugardaginn 19. jantiar kl. 15:
Anton Tsékhov, heimildarkvik-
mynd um rithöfundinn fræga, og
Sovésk leiklist.mynd um leiklist-
arllf I Sovétrikjunum. Skýringar
með báðum myndunum fluttar á
norsku.
Laugardaginn 26. janúar kl.
15: Óskilabarn og Sænska eld-
spýtan, tvær kvikmyndir frá
sjötta áratugnum gerðar eftir
samnefndum smásögum
Tsékhovs. Báðar myndirnar með
rússnesku tali, sú fyrri án skýr-
ingartexta, sú siðari með texta-
þýðingu á ensku.
Sunnudaginn 27. janiiar ki. 16:
Harmleikur á veiðum, kvikmynd
gerð 1978 undir stjórn Emils
Lotenau eftir einni af smásögum
Tsékhovs. Meðal leikenda:
Galina Belaéva, Kirill Lavrov og
Oieg Jankovskl. Þessi kvikmynd
var sýnd I islenska sjónarpinu I
febrúarmánuði sl. og vakti þá
mikia athygli. Hún er nú sýnd án
textaþýðinga.
Þriðjudaginn 29. janúar kl.
20.30: Vanja frændi, kvikmynd
gerð 1971 undir stjórn Andreis
Mikhalkov-Kontsalovksi eftir
samnefndu leikriti Tsékhovs,
Meðal leikenda: Innokenti
Smoktúnovski og Sergei Bondar-
tsjúk. Tal á rússnesku, óþýtt.
Aðgangur aðöllum kvikmynda-
sýningunum I MlRsalnum,
Laugavegi 1978, er ókeypis og öll-
um heimill meðan húsrúm leyfir.
— MÍR.
BOLABÁS
Af s tæðis ken ni ng
Guðmundur J. Guðmunds-
son hefur nií tekið upp á arma
sina tillögur I vísitölumálum,
sem eru nákvæm Utfærsla á
febrúarlögum rlkisstjörnar
GeirsHallgrimssonar 1978. Þá
beitti Guömundur J. sér fyrir
verkföllum til að hnekkja
febrúarlögunum. Nú er spurn-
ingin, hvorthann beiti sér fyrir
verkföllum til aö koma
febrúarlögunum efnislega á
aftur!?