Alþýðublaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 19. janúar 1980. Pólitískt hlutkesti ^ t jórnarmyndunartilraunir flokksforingjanna taka nú á sig æ kostulegri myndir. Þaö nýj- asta er aö velja forsætisráö- herraefni meö þvi aö kasta upp á þaö. Þettaerkannskiekki vit- lausari regla en hver önnur. Þetta geröist á þsngflokksfundi Alþýöubandalagsins fyrr i vik- unni. Þar sem svo vill til, aö for- maöur Alþýöubandalagsins og varaformatkir sitja hvorugur á þingi, virtist fyrirfram augljóst, aö formanni þingflokks Alþýöu- bandalagsins, Ragnari Arnalds, yröi falíö aö veita stjórnar- myndunartilraunum Alþýöu- bandalagsins forystu. Stjórnar- myndun er viöfangsefni þing- flokka. Ragnar Arnalds var á sl. hausti kjörinn formaöur þing- flokksins. Gamli kommakjarninn I Al- þýöubandalaginu virtist þó ekki geta unnt Ragnari þessa hlut- skiptis. Krónprins gamla kjarn- ans er Svavar Gestsson. Tillaga um aö Svavar Gestsson stýröi stjórnarmyndunarviöræöum af hálfu Alþýöubandalagsins klauf þingflokkinn í tvennt. Þrátt fyrir endurteknar atkvæöa- greiöslur skildu þeir Ragnar og Svavar jafnir. Einn þingmaöur, aö sögn Geir Gunnarsson fékkst ekki til aö greiöa atkvæöi. Þá var gripiö til hlutkestis. Svavar Gestsson er þvi tilvonandi for- sætisráöherra Islendinga skv. hlutkesti. E n þaö er ekki nóg aö vera til- vonandi forsætisráöherra skv. hlutkesti. Ritstjórar Morgun- blaösins höfundar kenningar- innar um hinar „sögulegu sætt- ir” Sjálfstæöisflokks og Alþýöu- bandalags, hafa lýst þeirri skoöun sinni, aö „enginn lýö- ræöisflokkanna þriggja geti tek- iö þátt I rikisst jórn undir forsæti Svavars Gestssonar eöa annars Alþýöubandalagsmanns”. Rök- in fyrir þessu eru sögö þau, aö Alþýöubandalagiö telji sig Marxiskan flokk (sem þaö er aö vfsu ekki) og að þaö sé á móti þvíþjóöskipulagi.semviö búum við. Þaö sé minnihlutaflokkur, sem hafi aö stefnumarki, aö koma á fót Marxisku þjóöskipu- lagi hér á landi. Alþýöubanda- lagiö sé andvigt utanrikisstefnu Islendinga, þ.e. andvigt aöildaö Atlantshafsbandalagi og varn- arsamningi við Bandaríkin. Þaö geti þess vegna ekki tekiö aösér forstööu rikisstjórnar, sem fylg- ir þessari utanrikisstefnu. Aör- ar þjóöir, sem samskipti eigi viö Islendinga, muni ekki treysta slikri rfkisstjórn. Forsætisráö- herra geti ekki verið i andstöðu viö utanrlkisstefnu stjórnar sinnar. Af þessu tilefni er réttaö taka þaöskýrt fram, aö Morgunblaö- ið talaöi ekki I umboöi Alþýöu- flokksins. Forseti Islands, hefur falið einum þingmanna Alþýðu- bandalagsins, aö gera tilraun til stjórnarmyndunar. Þá ákvörö- un forseta Islands má gagn- rýna, en á allt öörum forsend- um. Fari svo, aö Svavari Gests- syni takist að leggja fram stefnuskrá, sem getur oröiö samstarfsgrundvöllur viö aöra flokka, hefur hann nákvæmlega jafn mikinn rétt á þvi aö gerast forsætisráöherra, og veita rikis- stjórn forstööu, og t.d. Geir Hallgrimsson. Atkvæöi kjós- enda Alþýöubandalagsins eru alveg jafn gild og atkvæöi ann- arra Islenzkra þegna. Islenzkir alþingismenn njóta I þessum efnum allir sömu réttinda. Ot- lendingar hafa enn sem komið er ekki atkvæöisrétt á Islandi. Vonandi verður svo áfram. Ef Alþýðuflokkurinn getur ekki sætt sig viö aö Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, eöa einhver annar Alþýöubanda- lagsmaður, sem flokkur þeirra tilnefnir til starfans, veröi for- sætisráðherra i rikisstjórn sem Alþýðuflokkurinn á aöild að, — þá er þaö ekki vegna þess, aö þessir menn eru Alþýöubanda- lagsmenn. Það er þá vegna þess aö Alþýöuflokkurinn getur ekki sætt sig viö þá stefnu, sem þess- ir menn boöa, og vilja fylgja i framkvæmd. Alþýöubandalagiö hefur ekki minnzt á utanrikis- mál I þessum stjórnarmyndun- arviöræöum. Það hefur aldrei gert þau mál aö skilyröi fyrir stjórnarþátttöku, né aö fráfar- aratriöi úr rikisstjórn. Hins vegar hefur Alþýöubandalagið hingaö til verið ófáanlegt til aö setja fram stefnu i efnahags- málum, sem gæti oröiö svo mikiö sem umræöugrundvöllur fyrir traustu stjórnarsamstarfi viö aöraftokka. Um þaö snúast yfirstandandi stjórnarmyndun- arviöræöur. Ef Alþýöubanda- lagið vill einangra sig i islenzk- um stjórnmálum, þá gerir þaö svo skv. eigin ákvöröun — en ekki annarra. —JBH mottó_______________________ „Ég fyrirlít skodanir þínar — en ég mun berjast til sídasta blóð dropa fyrir rétti þínum til ad halda þeim fram” —Voltaire (um Rousseau) Stjórnarmyndunarvidræður 1 ast á. Fjármagns til þessara fjárleiöniaukandi aögeröa á aö afla meö auknu lánsfé Koma á upp sérstökum sparnaöarnefnd- um i fyrirtækjum, til þess aö vinna aö rekstrarhagræöingu. Gert er ráöfyrir þvi, aö til fækk- unar starfsmanna geti komiö og ber þá aö tryggja þeim sam- bæritegstörfá öörum vettvangi. Verðlagsmál Verölag veröi bundiö með lög- um. Frá 1.2.1980 til 30.04 veröi óheimilt aö samþykkja nema 6% hækkun. Frá 1.5. til 30.11 1980 veröi miöaö viö 5% há- mark. Þó er undanþága fyrir þau fýrirtæki og stofnanir, sem ekki hafa fengiö afgreiöslu á veröhækkunarbeiönum sfnum undanfarna 6 mánuöi. Niöurfærslu verölags á þvi næst aö tryggja meö lækkun flutningsgjalda, vátryggingar- kostnaöar, bankakostnaöar og lækkun verzlunarálagningar. Enn fremur segir: „aö rlkisút- gjöld veröi lækkuö nokkuö”, en þaöer díkinánar skilgreint. Þá segir aö aörir þættir verölags- mála lækki einnig „eftir nánari ákvöröun”. Lækkunin á aö nema frá 5-10% „eftir nánari ákvöröun”. Þessu til viöbötar er stefnt aö þvi aö stórauka niöurgredöslur frá þvi sem nú er. Niöurgreiðsl- ur eiga siöan aö nema sama hlutfalli búvöruverös Ut allt áriö 1980. Sunnudaginn 20. janúar kl. 14.55 veröur fluttur 3..þátturinn Ur ftokknum „Stjórnmál og glæpir” og nefnist hann „Trujillo, moröinginn i sykurreyrnum”. Höfundur er Hans Magnus Enzensberger,en Viggo Clausen hefur búiö þáttinn til útvarps- flutnings. Þýöinguna geröi Torfey Steinsdóttir, en Gisli Alfreösson er stjórnandi. Flytjendur eru: Arni Tryggvason, Erlingur Glslason, Benedikt Arnason, Jónas Jónasson, Hjörtur Pálsson og GIsB Alfreösson. Flutningstimi er 70 mi'nútur. Lækkun kostnaðar í atvinnurekstri Til aö auövelda fyrirtækjum og stofnunum aö standa undir lækkun Utsöluverös og þjónustu- gjalda á aö draga Ur kostnaöi i atvinnurekstri meö afnámi launaskatts (5,5 milljaröa tekjumissir rikissjóöa) og lækk- un vaxta I áföngum á árinu 1980 um 5% frá 1. marz og 5% frá 1. ágUst. Ekki kemur fram meö hvaöa hætti tryggja á bygg- ingarsjóði rfkisins tekjustofna i staö launaskattsins, en hann er veigamikill tekjustofn skv. hinu nýja húsnæðismálafrumvarpi MagnUsar H. Magnússonar. Kjaramál 1 kjaramálum eru megin atriöin tvö: Annars vegar sex milljaröa „félagsmálapakki” sem verja skal til byggingar verkamannabústaöa og leigu- IbUöa, dagvistunarstofnana og hjúkrunar- og dvalarheimila fyrir aldraöa. Hins vegar er gert ráö fyrir óbreyttri visitölu launa. Ekki er ljóst, hvort þetta ber aö skilja þannig aö staöiö veröi á móti grunnkaupshækk- unum. Þá er gert ráö fyrir hækkun lifeyrissjóöstrygginga Al- mannatrygginga um 7-10% aö raungildi, á næsta ári og aö frekar veröi gengið til móts viö B.S.R.B. um aukinn samnings- og verkfallsrétt. Fyrir tæpum 20árum fannst lik f farangursgeymslu bils skammt frá höfuöborg Dóminikanska lýöveldisins á Karibahafi. Þetta heföi samt ekki þótt i frásögur færandi ef ekki heföi veriö þarna kominn sjálfur Trujillo, einræöis- herrann sem haföi arörænt og kúgaö þjóö sfna I 30 ár. Hann kallaði sig ýmsum fögrum nöfnum, svo sem „velgeröar- mann fööurlandsins”, en þjóöin valdi honum annaö nafn og óglæsilegra: „Moröinginn I sykurreyrnum”. Landbúnaðar mál Þar er einungis gert ráö fyrir auknum lántökum til aö bæta bændum óverötryggðan Utflutn- ing landbúnaöarafurða frá verölagsárinu 1978-79, auk sér- stakrar lánsútvegunar til Bjargráöasjóös. Nýtt Efnahags- ráðuneyti Gerö er tillaga um nýtt efna- hagsmálaráöuneyti og um sér- stakt áætlunarráð. Efnahags- ráöuneytiö á aö taka viö ýmsum verkefnum, sem nú er sinnt i fjármálaráöuneyti, viöskipta- ráöuneyti, bönkum, Fram- kvæmdastofnun og Þjóöhags- stofnun, Aætlunarrdöiö á aö vera skipað af ríkisstjórninni. Hlutverk þess á aö vera „aö farayfir og samhæfa” atvinnu- vegaá ætlanir, fjárfest- ingaráætlanir, lánsfjáráætlun og þjóöhagsáætlun auk tillögu- geröar um stýringu peninga- mála. Þáergertráöfyrir sérstökum sparnaöarúttektum á einstök- um stofnunum, fyrirtækjum og atvinnugreinum. I þvi skyni skal setja á stofn sparnaðar- nefndir I rlkisfyrirtækjum og stofnunum. Tekiö er undir kröf- ur um aö forstööumenn opin- berra stofnana og ráðuneyta veröi aöeins ráönir til nokkurra ára í senn. Þá eru Itrekaöar tillögur um endurskipulagningu oli'uverzl- unar og fækkun tryggingarfé- laga. Lagt er til aö opinberir aðilar auki kaup á innlendri vöru og þjónustu. Innlendum tilboöum skal tekiö fremur en erlendum, þótt þau séu óhagkvæmari sem nemur 10-15% af innkaupsveröi. Verzlunar- og innflutnings- leyfi skal ekki endurnýja, nema aö uppfylltum ströngum skil- yröum og aö fengnum meömæl- um gjaldeyriseftirlits og verö- lagsstofnunar. Ottekt fari fram á vöruflutn- ingum til landsins! Verðlagsmál Horfiö veröi frá prósertu- álagningu. Sett veröi á laggirn- ar tölvumiöstöö verzlunarinnar, og greiöi verzlunin sjálf kostnaö viö rekstur hennar. Innkaupa- stofnun ríkisins veröi efld. Stofnuö veröi sérstök fasteigna- sala rikisins og skapaöur laga- grundvöllur til þess aö sveitar- félög geti starfrækt fasteigna- þjónustu. Lyfjasala veröi þjóö- nýtt. Skattamál Sjúkratryggingagjald ^ veröi fellt niöur og þaö samræmt tekjuskatti. HUsaleiga veröi frádráttarbær frá skatti. Staö- greiöslukerfi skatta veröi komiö á frá áramótunum 1980-1981, en álagning viröisaukaskatts veröi athuguö meö hliösjön af er- lendri reynzlu. Framhald málsins Meöan tillögur þessar eru I at- hugun hjá viöræöunefndum flokkanna. og liggja til umsagn- ar hjá þjóöhagsstofnun, telur Albvöublaöiö ekki timabært aö leggja á þær heildarmat. Nægir að segja aö tillögurnar um fyrstu aögeröir eru i litlu frá- brugönar þeim skammtímaráö- stöfunum, sem Alþýöubanda- lagiö einkum beitti sér fyrir I byrjun september 1978. Reynsl- an af slikum millifærsluaögerö- um var þá ekki góö. NU eru aö- stæöur aö þvl leyti verri, aö viö höfum oröiö fyrir alvarlegum viöskiptakjaraáföllum og uppi eru kröfur um almenna grunn- kaupshækkun, sem ekki var haustiö>78. Þá erá þaö aö benda aö þær fjáröfiunarleiðir sem Alþýðubandalagið leggur til að farnar verði, þ.e. aukin skatt- heimta á fyrirtæki og einstak- linga, hvilirnú á veikari grunni en þá. Ýmislegt I þessum tillög- um er afar loöið, sbr. kaflana um landbúnaðarmál og kjar- amál. Aö verulegu leyti boöa þessar tillögur heföbundinn leik meö visitölu, t.d. meö auknum niöurgreiöslum og lögbundinni verðstöðvun, þannig aö viöleitn- in felst fremur I þvi aö fela af- leiöingar verðbólgunnar til skamms tlma, fremur en aö ráöast aö rótum hennar. Meöan ekkert er sagt um fiskveiöi- stefnu I tillögunum hvila sett markmið um framleiöniaukn- ingu I fiskvinnslu á veikum grunni. Aö ööru leyti er þess aö vænta, aö umræöur um tillög- urnar skýri betur ýmis atriði, sem þarnast greinilega nánari skýringa. -JBH VSÍ endasambandiö sendi frá sér I gær. Samþykkt VSI er æriö mdt- sagnakennd t.d. er I einu oröinu lýst vilja til viöræðna og I hinu aftekiö aö ræða kröfur ASl. Kröfúr VSlum stórfellda kjara- skeröingu eru I hróplegri mdt- sögn viö þaö heildarmat Vinnu- veitendasambandsins á efna- hagslegum aöstæöum sem fram koma I samþykktinni. Viöræöunefnd ASI Itrácar fram settar kröfur Alþýöusambands- ins og óskar eftir fundi þar sem sjónarmiðin fáist betur skýrö. f.h. v i ö r æ ö u n ef n d a r Alþýöusambands Islands, Ásmundur Stefánsson, framkv.stj. Menningar- sjóður Norður- landa velur listaverk: íslenskt veggteppi vard ffyrir valinu Stjórn Menningarsjóös Noröur- landa ákvaö á sinum tíma aö verja allt aö 50 þús. danskra króna til þess aö kaupa listaverk - handa Menningarmálaskrif- stofunni i Kaupmannahöfn frá aöildarlöndum sjóösins. Var for- stjóranum, Klas Olofsson, og ráöuneytisstjóra danska mennta- málaráöuneytisins, Ole Perch Nielsen, faliö aö annast fram- kvæmd málsins. Eftir athugun töldu þeir hentast aö velja eitt listaverk og ákváöu aö leita eftir aö fá geröa veggábreiöu á Islandi. Var sú tilhögun sam- þykkt á fundi sjóðstjórnar sem haldinn var I Boras i Svlþjóö 12 og 13. júni 1978. Var Asgeröur BUa- dóttir slöan ráöin til aö leysa þetta verk af hendi. Afhenti As- geröur veggteppiö viö athöfn I fundarsal Norrænu menningar- málaskrifstofunnar I Snaregade 101 Kaupmannahöfn mánudaginn 17. þ.m. að viöstaddri stjtíöstjórn- inni, sendiherrum Noröurlanda i Kaupmannahöfn o.fl. Ásgerður segir svo um teppiö: „Vefnaðinn kalla ég „Þar sem eldurinn aldrei deyr”. Nafniö er tvíþætt, og helgast annar þátt- urinn Islandi, þar sem eldurinn undir býr, en hinn er 1 symbólskri merkingu, um þann eld eöa afl- gjafa sem Menningarsjóöur Noröurlanda á aö vera og er I nor- rænni list og menningu”. Asgeröur mun taka þátt i sýningu listamannahópsins „Koloristerne” I Kaupmannahöfn 5. janUar n.k. og sýna þá m.a. þetta veggteppi. Aft skilja 5 sem hún hefur kosið sér, — komi sér saman um starfhæfa rlkisstjórn — sem fær sé um aÖ takast á viö þann mikla efna- hagsvanda sem viö blasir og af- greiða mörg mikilvæg mál sem fyrir Alþingi liggja. Veröur aö vona aö þingmenn bregöist ekki þjóöinni í því efni. Úr flokkstarfinu Akureyr ingar. Bæjarmálafundur veröur I Strandgötu 9 kl. 20: 30, ménudag- inn 21. janúar. Öskjuhlíðarskóli óskar eftir dvalarheimilum fyrir nemendur timabilið 1.2, 1980—31. 5. 1980. Upplýsingar i skólanum alla virka daga i sima 23040. Trujillo moröinginn í sykur reyrnum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.