Alþýðublaðið - 30.01.1980, Page 1

Alþýðublaðið - 30.01.1980, Page 1
AAiðvikudagur 30. jan. 1980. 15. tbl. ól.árg. Davíd fær ölid sitt: Heimildir til ferda- manna rýmkaðar Hiö svokallaöa bjórmál hefur veriö mikið til umræöu undan- fariö. Málinu var hreyft af Davlö Thorsteinssyni. Hann kom þá frá útlöndum og keypti sér kassa af bjór, eöa 12 flöskur og vildi fá aö hafa þær meö sér inn i landiö. Þetta fékk Daviö hins vegar ekki eins og alþjóð veit. Afengislöggjöfin segir svo fyrir um, aö rikisstjórninni einni skuli heimilt aö flytja til landsins áfenga drykki eöa áfengisvökva og skuli ATVR annast innflutn- inginn. I reglugerö frá 1975 segir aö ferðamenn og áhafnir flugvéla og skipa megi þó hafa með sér á- kveöið magn áfengra drykkja til landsins. Bjór hins vegar er bannað aö flytja til landsins, nema fyrir áhafnir skipa sem eru 20 daga eöa lengur i ferö, Þær mega hafa meö sér til landsins 48 flöskur pr. mann. Flugliöar mega hafa meðferöis 12 flöskur. Nú er hins vegar breytinga von. Alþýöublaöið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, aö fjármálaráöherra muni i dag gefa út reglugerð i sambandi við innflutning á bjór, en nýja reglu- gerðin er frábrugöin þeirri sem i gildi var aö þvi leytinu til, aö nú verður heimilt feröamönnum að hafa með sér til landsins eina flösku af sterku og 12 flöskur af bjór. Þaö þarf ekki að taka fram aö þessi breyting á reglugerö- inni,sem heimilar feröamönnum sem öðrum aö hafa meö sér 12 flöskur af tollfrjálsum bjór til drykkjar mun mælast vel fyrir og sennilegt að áhugamenn og konur um bjórdrykkju muni not- færa sér breytinguna. Ættu þá allir að vita hvar Davið keypti öl- iö. — HMA NÝ HLUTAFÉLAGA- LÖG TAKA GILDI Hinn 1. janúar 1980 gengu i gildi ný lög um hlutafélög nr. 32. frá 12. mai 1978 en jafnframt féllu úr gildi fyrstu Isiensku hluta- félagalögin frá 1921. í nýju lögunum eru fjölmargar breytingar og nýmæli, t.d. um stofnun hlutafélaga, hlutafé, stjórnun hlutafélaga, endur- skoðun, ársreikninga, arösút- hlutun, varasjóðsskyldu, félags- slit og loks skráningu hluta- félaga sem verður nú á einum stað fyrir allt landið. Lögin taka til allra hlutafélaga hér ■ á landi, nema annað sé ákveðiö i lögum, og með vissum undantekningum til hlutafélaga sem stofnuð hafa verið fyrir gildistöku laganna. Vegna undantekningarákvæöis i lögunum þurfa eldri hlutafélög ekki aö hækka hlutafé sitt upp i tvær milljónir króna ef þau hafa veriö stofnuö fyrir gildistöku þess ákvæöis laganna hinn 18. mai 1978. Hlutafélög sem stofnuö hafa veriö fyrir gildistöku laganna hinn 1. janúar 1980 skulu á fyrsta aðalfundi eftir gildistöku þeirra samræma félagssamþykktir sinar ákvæðum laganna. 1 105. gr. laganna segir aö staðfest endurrit ársreiknings hlutafélaga ásamt endurskoðunarskýrslu skuli hafa borist til hlutafélagaskrár eigi siðar en mánuði eftir samþykkt reikningsins þó eigi siðar en tiu mánuöum eftir lok reikningsárs. 1 lögunum eru f jölmörg ákvæði sem mæla fyrir um tilkynningar til hlutafélagaskrár, strax eða Framhald á bls. 2 Vandræðaástandið í hús- næðismálum og áhrif þess á f jölskyldulíf Eftir farandi grein var fyrst birt I Kirkjuritinu, 2.-3. hefti 45 árgangs, igreininni gerir höfund- ur, Sigurður E. Guömundsson grein fyrir skoöunum sinum á þeim ýmsu vandamálum, sem upp koma i fjölskyldulifi fólks, vegna húsnæðiserfiðleika. ,,Hver er sú stefna?” Hver er sú stefna i húsnæðis- málum, sem mest myndi „stuöla aö vernd fjölskyldunnar á timum hraöfara breytinga og rótleys- :iis?” eins og þaö er orðaö i bréfi þvi, sem ritstjóri Kirkjuritsins Isendi greinarhöfundi vegna þessa greinarkorns. Og „hvaöa þættir þjóöli'fsins koma fyrst og fremst til álits sem áhrifavaldar á ýmist veika eöa styrka stööu fjölskyld- unnar” á þessu sviöi: Þessum spurningum er ekki auösvaraö, en þó skal þaö reynt ef þaö gæti oröiö öörum til nokkurrar um- hugsunar. Óskadraumurinn Oft er gripið til þess ráös aö svara spurningu meö annarri spurningu. Hver skyldi vera óskadraumur lslendinga i hús- næöismálum? Vafa litið sá, aö sérhver fjölskylda eigi þess kost að búa öruggt I hæfilega stórum, hlýjum og björtum húsakynnum, ; sem hún þarf ekki aö óttast brott- vikningu úr og getur veriö I viö -hæfilegu endurgjaldi sem ekki sé jiema mjög hóflegurhluti vinnu- jlauna fyrir dagvinnu. t rauninni :verður aö staöhæfa, aö verði ‘þessu marki ekki náö aö öllu leyti .skorti þó nokkuö á aö þær fjöl- skyldur, sem höllum fæti standa að þessu leytinu til, búi viö full- komin mannréttindi. Sennilega ;eru flestir sammála um óska- drauminn, eins og honum hefur verið lýst hér, en menn hafa ekki verið sammála um leiöirnar sem fara skuli til þess aö hann megi rætast. Engu aö siöurhljóta flest- ir að vera sammála um það, að mikiöhefur áunnizt á siðustu ára- tugum og i rauninni hefur þjóðin lyft grettistaki i húsnæöismálum frá þvi um 1940, einkum þó siö- ustu 2-3 áratugina. En þeim ár- angri hefur ekki verið náð án mikils erfiðisog mikilla fórna. Og fjarri fer þvi, aö þvi markmiöi hafi verið náð, aö allar fjölskyld- ur i landinu búi i húsnæöi, sem sé i samræmi viö óskadrauminn of- angreinda. Hefur leiðin verið rétt? En þótt mikiö hafi áunnizt i húsnæöismálum landsmanna á siöustu áratugum er þaö ekki ó- tviræö staðfesting þess, aö sú stefna hafi veriö alls kostar rétt, sem fylgt hefur verið. Segja má i fáum oröum, aö hún hafi einkennst af þeirri hugsun að sérhver f jölskylda skuli eiga sér eigin ibúö, helzt sem stærsta og rikmannlegast búna. Þaö hefur nánast veriö litið á þaö sem manndómsþraut aö hver og einn gæti lyftsem stærstu grettistaki á þessusviöi og skyldi þá ekkert til sparaö og engin fórn of stór til þess aö þaö mætti takast. Undir þetta viöhorf hefur ýtt sú óöa- veröbóiga sem löngum hefur rikt i landinu. Ekkert væri viö þvi aö segja þótt menn heföu tekiö á sig hóflegar byröar vegna öflunar eigin húsnæöis, en sennilega hafa þær ekki i neinu nágrannaland- anna veriö jafn ómanneskjulegar og hérlendis. Þúsundir manna, ef ekki tugþúsundir, hafaum ára- og áratugaskeið unniö margfalt ler.gri vinnudag af þessum sökum en viðgengizt hefur i nokkru ööru landi i Evrópu eöa Noröur-Ame- riku. Ótalin eru þau hundruö manna, sem missthafa heilsu eöa jafnvel týnt lifi sinu vegna þessa þrældóms. Jafnframt þessu hefur það veriö lenzka, aö menn hafa reist sér hurðarása um öxl, stofn- aötil fjárskuldbindinga, sem hafa verið langt umfram getu þeirra og þeir hafa i rauninni ekki ráöiö við um langa framtiö, ættu þeir og fjölskyldur þeirra aö eiga manneskjulegt lif fyrir höndum. Siölaust ástand I efnahagsmálum þjóðarinnar hefur löngum gert margar þessara skuldbindinga minni og viöráðanlegrien ella, en engu aö siöur hafa nær ókleifir erfiðleikar af þessu tagi átt sinn rika þátt i aö skapa los og upp- lausn meöal mikils fjölda fjöl- skyldna hér á landi um mjög langt skeið. Framhald á bls. 2 %Þetta maskinukennda erf iðislif er dæmigert fyrir að- stæður alltof margra/ sem vilja og þurfa að eignast íbúð af hóflegri stærð." S/AAönnum hefur verið ,,sigað " út á almenna hús- næðismarkaðinn og sagt að leysa sín húsnæðismál á þeim vettvangi." B/Undirritaður er þeirrar skoðunar að skilningsskortur stjórnvalda í húsnæðismálum húsbyggjenda, leigjenda og ibúðarkaupenda á umliðnum árum og áratugum hafi haft mjög óheillavænleg áhrif og afleiðingar fyrir fjöl- skyldulíf þeirra hópa, sem þar eiga hlut að máli." eftir Sigurd E. Guðmundsson Samið um kaup og kjör í Noregi: Hafa Norðmenn nád tökum á verðbólgu? t janúar hófust umfangsmiklir samningar milli aöila vinnu- markaöarins i Noregi. Þessir samningar eru nokkuð sérstakir aö þvi leyti, aö nú veröur samiö um kaup og kjör cftir 15 mánaöa veröstöövun. Rikisstjórn Odvars Nordlis hefur lagt grundvöllinn aö efnahagspólitik ársins 1980 svo: atvinnuieysi skal haldiö i lágmarki svipaö og á liönu ári, veröhækkanir veröi lægri en i helstu viöskiptalönd- um, minnkun þess halia sem er á ríkisreikningum og aö tryggö veröiáfram góö afkoma fólksins i iandinu og réttlát lifsgæöaskipt- ing. Þessum grundvelli, eöa stefnumörkun hefur aiþýöusam- bandið norska lýst sig samþykkt en ennþá á eftir aö ræöa þessi mál nánar og þaö á eftir aö koma i ljós hvort kröfur einstakra hópa innan norska alþýöusam- bandsins stangast á viö yfirlýs- ingar stjórnvalda. Efnahagsmál hafa verið mikiö til umræöu i Noregi undanfariö, eins og hér á tslandi. Spurning er hvort við getum fengiö ein- hverjar hugmyndir um lausn mála þar, eöa hvort Norömenn eru yfirleitt aö ieysa efnahags- vanda sinn. En þaö er vert aö fylgjast meö framvindu mála meöai frænda vorra, enda um- ræöan þar notuö alloft i barátt- unni hér fyrir siöustu kosningar. 1 siðustu kosningabaráttu heyrðist nafniö Israel nefnt. Framsóknarmenn notuðu dæm- ið Israel óspart til að sýna fram á, aö stefna Framsóknar i efna- hagsmáhim væri betri en Sjálf- s tæöis-leiftur-sóknin! Framsóknarmenn lögöu einnig áherslu á „það sem Norömenn eru aö gera”, og áttu þá við verö- stöövunaraögeröir norsku rikis- stjórnarinnar. Sumum, þar á meöal framsóknarmönnum á Islandi, þykir Norömönnum hafa tekist vel, en aörir efast um langtimavirkni þessara aö- geröa. Verdstöðvun komið á Þaövar 15. september 1978, að veröstöövun var komiö á i Noregi, og átti hún aö gilda til ársloka 1979. 1. janúar 1980 heföi þvi timasprengja veröhækkana, sem gengið hefur i fimmtán mánuði, átt aö springa. Þaö var ekki auðvelt fyrir rikisstjórn Odvar Nordli á sinum tima, aö koma á veröstöövun. Samt getur skapast ennþá alvarlegra ástand, þegar verðstöövunar- lögin veröa munin úr gildi. Rikisstjórnin er bundin af lof- oröinu um, aö nema verö- stöðvunina úr gildi. En það er ljóst af núverandi ástandi, að eitthvaö veröur aö gera, ef fimmtán mánaöa verðstöövun og þeim árangri sem náðst hefur, á ekki aö skola burt i þeirri verð- hækkunarbylgju, sem fyrir- sjáanleg er. Biðröð þeirra, sem krefjast launahækkana, lengist stööugt, Arið 1970 boðaöi norska alþýöu- sambandiö til 15 minútna verk- falls gegn veröhækkunum, en i þvi tóku nær allir meölimir sam- bandsins þátt. Sporvagnar og lestar hættu aö ganga, en leigu- bflarnir óku. 1 dag hafa leigubil- stjórar hótaö aö stööva alla leigubila ef þeir fái ekki að hækka taxtana verulega eftir 1. januar 1980. Rafveiturnar norsku hafa far- iðfram á 30% hækkun eöa meira, strax. Þetta hefur vakið mikla reiöi hjá formanni norska alþýðusambandsins, Tor llalvorsen. Slik hækkun mun, að hans mati, torvelda væntanlega kjarasamninga, sem eiga að fara fram núna á næstunni. 1 fimmtán mánuöi hefur verka- lýöshreyfingin ekki sett fram neinar kröfur og sjálf tekiö ýmis samningsákvæöi kjarasamninga úr sambandi. Þeir hafa einnig lofaö, aö stilla kröfunum i hóf núna, i komandi kjarasamning- um, til aö sá ávinningur, sem náöst hefur, megi verða varan- legur og til að styrkja efnahags- stööu landsins. Formaöur verkalýöshreyfingarinnar hefur varað þau yfirvöld viö, sem hafa látiö i ljós þá skoöun að verölag og skattar — „veröi aö hækka verulega er veröstöövun lýkur”. Ekki haft sam- ráð við verka- lýðshreyfinguna Þaö var ekki haft samráö viö verkalýöshreyfinguna þegar veröstöövun var komið á 15. sept. 1978. Þá var lögö á þaö rik áhersla, af fulltrúum verkalýös- /Einn þeirra þátta, sem stungið hefur verið uppá, til að tryggja hag hinna lægstlaunuðu, eraðkoma á fót einhvers konar sjóði/ og greiða úr honum til hinna lægstlaunuðu með ein- hverjum hætti." hreyfingarinnar, að verö- stöövunin væri sett á ábyrgö rikisstjórnarinnar. A hinn bóg- inn liggur þaö ljós t fyr ir, aö heföi verkalýöshreyfingin sagt nei, og farið sinar eigin leiöir, hefði þaö þýtt slit á öllu samstarfi jafnaö- ar mannas tjórnar innar og verkalýöshreyfingarinnar. Norska alþýðusambandiö varö að taka það gott og gilt, aö verö- stöövun var komið á og aö fr jáls- ir samningar voruteknir úr gildi þó aö verkalýöshreyfingin hafi alltaf litið á slikt sem „verra en andskotann s jálfan”, eins og for- maöur sambandsins nefndi þaö á sinum tima. 1 eitt ár hefur verið bannaö aö brjóta lögin um tekjustöövun og hafa bæði launþegar og launa- greiðendur átt yfir hötöi sér sektir ella. Þaö hafa ekki ein- ungis veriö laun heldur allar tekjur, ef frá eru taldar ellilif- eyrisgreiðslur, sem hafa veriö frystar. Bankarnir hafa getaö hækkað innlánsvexti en útláns- vextir hafa verið frystir. Það hefur verið erfitt aö hafa eftirlit með sjálfstæöum atvinnu- rekendum og fólki, sem á ein- hvérn hátt getur sloppið undan eftirliti rikisins. A húseigna- markaðinum fara viöskiptin fram undir boröiö, eins og verö- stöðvun væri meö öllu óþekkt fyrirbæri. Frá og með 1 ágúst urðu verölagsyfirvöld aö breyta verðlagsgrundvelllinum fyrir leiguibúöir, þ.e.a.s. hækka leig- una, til aö vega upp á móti hækk- andi fasteignamati. A árinu hef- Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.