Alþýðublaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 4
STYTTINGUR Neytendasam- tökin vara viö lánakortum Vegna umræöu nýlega i blö&um, um notkun lánakorta, hafa Neytendasamtökin sent frá sér yfirlýsingu, sem er birt hér i heild sinni. Undanfarið hafa dagblöö fjallaö nokkuð um svonefnd lána- kort, en það er greiðslufyrir- komulag, sem tiðkast viða er- lendis. Fyrirspurnir um þetta mál hafa borist NS og af þeirri ástæðu telur stjórnin rétt að láta það til sin taka. t Consumer Review, sem gefið er út af Alþjóðasamtökum neyt- endafélaga, birtist á siðasta ári útdráttur úr grein er kom i júni-hefti sænska neytendablaðs- ins Rad och rön. Þar segir: „Vegna nýrra laga (þ.e. i Svi- þjóð), sem takmarka mjög kaup meö afborgunarskilmálum, hafa auglýsingar á lánakortum aukist verulega. Þetta hefur. gerst á sama ti'ma og æ fleiri lenda i vandræðum vegna skulda. Frá þvi á árinu 1973 til 1978 hefur dómsmálum fjölgað um 83%. Astæðan er fyrst og fremst aukin notkun á lánakortum. Þau lána- kort, sem eingöngu er hægt að nota i ákveðnum verslunum verða nú siflellt algengari. Þess háttar kort geta verið óhentug fyrir neytendur, vegna þess að þeir sem hafa þau undir höndum fara siöur i aðrar verslanir, sem kannski bjóöa vörur sinar á lægra verði. Einnig er sú hætta fyrir hendi, að kostnaöinum vegna þessara viðskipta sé velt yfir á neytendur að það bitni lika á þeim., sem greiöa út i hönd.” NS telja sér skylt aö benda á þessa neikvæðu reynslu, sem fengist hefur eftir áralanga notkun á þessum kortum i Svi- þjóð. Hagræðið viðþetta greiðslu- fyrirkomulag er augljóst, en ókostírnir liggja slður i augum uppi. Or þvi' verið er að fara af stað með bessi lánakort hér á landi eiga neytendur heimtingu á að fá sem gleggstar upplýsingar bæði um kosti þeirra og galla. Stjórn INSÍ ályktar Framkvæmdastjórn Iðnnema- sambands Islands ályktar i sam- ræmi við kjaraályktun siöasta þings sambandsins, en þar segir að rangt sé að verkalýðshreyfing- in kaupi félagsleg réttindi með skeröingu á kaupi, aö ofreiknuö séu þau félagslegu réttindi I kröfugerö ASI, sem komu til framkvæmda á gildistima siðustu samninga. Af þeim sökum telur stjórnin 5% grunnkaupshækkun engan veginn vega upp þá kaup- skeröingu sem launþegar þurftu aö þola á siðasta ári. 15% væru nær lagi sem grunnkaupshækkun einungis til þess aö halda i horf- inu. Þá itrekar framkvæmdastjórn INSI þá kröfu sambandsins, að tryggt sé aö ákvæði þau sem svo kölluð vinstristjórn kom á um Framhald á bls. 2 Bráðabirgðalausn til handa olíunotendum Er von á samræmdri orkupólitlk? Þingmennirnir Þorvaldur Gar&ar Krist jánsson, Tómas Arnason, Stefán Jónsson og Eiöur Guönason lögöu fram frumvarp um niöurgreiðslu á olfu til hitunar húsnæöis á mánudaginn var. Hér er hreyft þýðingarmiklu máli. Alþýðuhlaðið fjallaði um þessi mál allitarlega fyrir stuttu, og kom þar fram m.a. hið hróp- lega óréttlæti, sem hefur veriö rikjandi á þessu sviði sfðan oliu- verðhækkanir fóru að dynja yfir. Rauði þráðurinn i frumvarpinu, sem lagt var fram í efri deild Alþingis, er að olíustyrkurinn verði að jafnaði svo hár, að kostnaður verði á hverjum tíma sambærilegur viö upphitunar- kostnað á svæðum nýjustu hita- veitna. Kostnaður við olíukynd- ingu veröur samkvæmt frum- varpinu ákveðinn eftir við- miðunarreglu, sem felur í sér sjálfvirkar breytingar á olíu- niðurgreiðslu eftir breytingum þeim sön verða á oliuverði og á gjaldskrám hitaveitna. Þorvaldur Garðar, sem mælti fyrir frumvarpinu, rakti stuttlega þróun oliuverðs, en studdist aö öðru leyti við athuganir Fjórðungssambands Vestfirðinga sem framkvæmdastjóri þess, Jóhann T. Bjarnason, hefur unn- ið, og eru gagnmerk sönnun þess, að við svo búið má ekki sitja, Aö- gerða er þörf. Það er þó ekki lausn i sjálfu sér að hækka ollustyrkinn, eöa jafna aðstöðuna með styrkjakerfi. 1 umræddri skýrslu Fjórðungs- sambands Vestfirðinga er á það bent, aö undanfarin ár hafi fjár- munir verið bundnir i stórfram- kvæmdum til orkuöflunar fyrir erlend stórfyrirtæki á meðan landsmenn, afskekktir hafa mátt búa viö skertan hlut, og súpa seyðið af veröhækkunum á erlendu eldsneyti. A fundi með forsvarsmönnum Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga kom fram, að at- huganir stæðu nú yfir á vegum Landsvirkjunar og fyrirtækisins um hugsanlega stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar. Þar hljóta raforkumál einnig að vera til um- auka fræðslu og leiðbeiningar um það, hvernig nýta megi þá orku, sem notuð er til fullnustu. Það er ljóst, að olíustyrkur er bráðabirgðalausn. Spurning er hvort ekki verður að ganga lengra og leggja almennan orku- skatt á alla orkusölu i landinu, þar með talið orkusölu til stóriðju og orkunotkun til hitunar húsa. Væri orkuskatturinn ákveðinn 1 króna á kwst miðað við verðlag i september 1979 yrðu heildartekj- ur af orkuskattinum þessar Tekjur af orkuskatti (1 kr/kwst) Orkugjafi Raforka Heitt vatn Olia Samtals Orkunotkun 2700 Gwh 2700 Gwh 6400 Gwh 11000 Gwh ræöu og er mikilvægt að engar ákvarðanir verði teknar i sam- bandi við orkusölu til erlendra stórfyrirtækja, án þéss að haft sé Ihuga fyrstogfremst, hver orku- þörf landsmanna sjálfra sé. Þessi aukning oliustyrks, sem lögð er til, mun hafa i för meö sér útgjaldaaukningu fyrir rikissjóð, sem nemur um fimm milljörðum. Gerter ráð fyrir þvi i fjárlögum að oliustyrkur verði 2,3 milljarð- ar en yrði samkvæmt frumvarp- inu ca. 7-8 milljaröar. Hér er þvi um mikla fjármuni aö ræöa. Brýnt er að hraöa þeim fram- kvæmdum sem stefna aö þvi að minnka oliunotkun. Ber þar fyrst að nefna fjarvarmaveitur, auka notkun svartoliu, þar sem oliu- notkun er nauðsynleg, og stór- Tekjur 2.7 milljaröar 2.7 milljaröar 6.4 milljarðar 11.0 milljarðar Otkoman er 11,0 miljarðar og ; spurning hvort ekki væri nær, aö fara þessa leið, sem nefnd á veg- um iðnaðarráðuneytis leggur til i álitsgerð, skilaðri 1 október siðastliðnum, en að afla tekna til i greiöslu oliustyrksins með sér- . stöku söluskattsálagi, sem haldið i er utan visitölu. i Frumvarpiö lyktar af þvi að vera bráðabirgöalausn, sem fundin er upp til að leysa brýn- ustu vandamálin, en ekki liöur i heildarskipulagningu fyrirkomu- lags orkumála á landinu. Ef svo ætti að vera yrði að taka vísbend- ingar áður getinnar nefndar meö i dæmið. — HMA Notkun innfluttrar orku minnkar hlutfallslega Eftirfarandi upplýsingar, og tafla eru tekin uppúr skýrslu Þjóðhagsstofnunar ..Raforku- búskapur 1969—1976”. 5.4.4. Heildarorkunotkun Tafla 4.4.1. Orkunotkun á islandi 1959—1976 eftir tegund og uppruna og orkunotkun á ibúa sömu ár Tafla þessi sýnir heildarnotkun landsmanna af raforku framleiddri með vatnsafli og oliu, jarðvarma og innfluttu eldsneyti. 1 beinum tölum hefur orkunni veriö breytt i gigawattstundir, en i neðri hluta töflunnar eru sömu stærðirreiknaðari hundraðshluta af heildarorkunotkuninni. 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 Orka alls (Gwst) 8.667 7.685 10.210 10.157 10.959 13.294 12.394 12.283 11.764 Raforka 700 860 1.600 1.600 1.800 2.300 2.400 2.400 2.500 Jaróvanní 1.400 1.600 2.400 2.400 3.000 3.100 2.600 3.300 3.400 Alls lnnlend orka 2.100 2.460 4.000 4.000 4.800 5.400 5.000 5.700 5.900 Lnnflutt orka 6.567 5.225 6.210 6.157 6.159 7.894 7.394 6.583 5.864 Orka, hlutfallstölur 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Raforka 8.1 11,2 15,7 15,8 16,4 17,3 19,3 19,5 21,3 Jeurðvarmi 16,1 20,8 23,5 23,6 27,4 23,3 21,0 26,9 28,9 Alls innlend orka 24,2 32,0 39,2 39,4 43,8 40,6 40,3 46,4 50,2 Innflutt arka 75,8 68,0 60,8 60,6 56,2 59,4 59,7 53,6 49,8 Mannfyöldi l.des. 202.191 203.442 204.578 207.174 210.775 213.499 216.628 219.033 220.918 Orkunotkun á marm á árl: Orka alls, (kwst.) 42.865 37.775 49.908 49.027 51.994 62.267 57.213 56.078 53.251 Raforka 3.472 4.231 7.836 7.723 8.540 10.773 11.042 10.935 11.342 Jaróvarroi 6.901 7.857 11.728 11.585 14.233 14.520 12.015 15.085 15.390 Alls innlend orka 10.373 12.088 19.564 19.308 22.773 25.293 23.037 26.020 25.732 Innflutt orka 32.492 25.637 30.344 29.719 29.221 36.974 34.156 30.058 26.519 Má hér lesa þróunina á árunum 1959-1976. Ef fyrst er litið á raforkuvinnsluna, sézt að þróunin er hæg 1959-1968 en fer siðan ört vaxandi til 1973, en vex hægt úr þvi. Stærst varð stökkið 1970, en þá er Búrfellsvirkjun komin i gagnið. Hlutfallslega er raforkan um og innan við 10% af heildar- orkunni allt til ársins 1970, en þá vex hún snögglega upp i 15.7%. Siöan vexhúnstöðugtoger komin upp i 21.3% heildarorkunnar árið 1976. Jarövarminn er i vexti allan þennan tima, en eitt stærsta Framhald á bls. 2 Á ratsjánni Þrákelkni Framsóknar I opnugrein í Þjóðviljanum i gær gerir Svavar Gestsson að umræðuefni þrákelkni Fram- sóknarmanna, Það er ekki að furða, þvi menn hafa oft velt þvi fyrir sér, hvað komi til, að Framsóknarmenn standa ætiö manna siöastir upp frá samn- ingaborðunum, og venjulega með undrunarsvip. Viökvæðið hjá þeim er venjulega, „Hvaö og viö vorum varla byrjaöir aö tala saman!”Þetta vanaviðkvæði Framsóknarmanna minnir mann eiiitið á þaö þegar gestris- in húsráðandi býöur gesti sem er á förum, einn bolla af kaffi til. Annað þaö sem þvælist mjög fyrir Framsóknarmönnum, er þetta eilifa kif I hinum flokkunum um stefnumál. Þetta skilja ,,vel- þenkjandi” Framsóknarmenn hreint ekki. Hvað sagði ekki einn leiðarahöfundur Tlmans um daginn: „Abyrgir stjórnmála- menn hljóta aö sama skapi aö leggja fleiri ágreinings mál til hliöar, en einbeita sér að þeim sjónarmiöum, sem sameina sem allra flesta.” Þarna er kannski komin skýr- ingin á seinlæti Framsóknar I stjórnarmyndunarviðræöum, þeir hafa iiklega verið rétt að klára aö pakka „stefnumálum” sinum niður, þegar hinir gestirnir i kaffiboöinu þökkuðu fyrir sig og fóru. Þeir sem muna hver viðbrögð Framsóknar- manna voru viö stjórnarslitun- um, kannast liklega við upp- hr ópanirnar. Sögulegar sættir í lok greinar sinnar reynir Svavar aö útskýra fyrir Fram- sóknarmönnum, hvers vegna vins tr is t jór nar viðr æöur nar, sem hann stjórnaði báru engan árangur. Svavar segir þá m.a.: „Vinstri stjórn án vinstristefnu verður ekki mynduö og vinstri- stjórn án stefnu á heldur ekki aö mynda — enda þótt sumir Fram- sóknarmenn eigi erfitt að gera greinarmun á vinstristefnu og hægristefnu, stefnu og stefnu- leysi eins og ritstjóri Tlmans sumariö 1974, þegar hann taldiö rikisstjórn Ihalds og framsókn- ar beint framhald af vinstri- stjórninni.” 1 þessum oröum Svavars bregöur fyrir sama tón og gerði i grein sem Jón Baldvin Hanni- balsson, ritstjóri þessa ágæta blaðs, skrifaði i VIsi, 30. nóv. s .1. undir fyrirsögninni, „Var þetta róttæk vinstri stjórn”? 1 þeirri grein spyr Jón Bald- vin, hvort stjórn, sem ekki hefur nokkra stjórn á verðbólgu, braski, atvinnumálum, og hús- næðismálum, i stuttu máli, stjórn sem ekkert gerir fyrir þjóðfélags þegnana, geti kallast vinstristjórn, og ef svo sé, hver sé þá munurinn á vinstri og hægri stjórn? Þar virðist, sem tveim tals- mönnum Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, hafi komið sam- an um, að stjórn sé sett á lagg- irnar til þess.að stjórna. Þessi gerbylting á öllum hefðum i is- lenskum stjórnmálum, virðist enn ekki hafa eignast neinn post- ula innan Framsóknarflokksins. Meöan svo er ekki, er tilgangs- laust, aö eyða tima i stjórnar- myndunarviðræöur við þann flokk. I Morgunblaöinu gætti talsvert barnalegrar bjartsýni á tima- bili, I greinum sem birtar voru i þvi blaði og fjölluðu um „sögu- legar sættir”. Þær sættir hafa nú orðiö en ekki milli ihalds og Framhald á bls. 2 Miðvikudagur 30. janúar ÚLTÚRKQRN »jódleikhús láttfari og lakin kona I dag- miðvikudag 30. anúar frumsýnir Þjóðleikhúsið o farsa sem hafa hlotiö sam- ;itið „Náttfari og nakin kona” ; eru eftir meistara þessarar gundar leiklistar Georges Fey- peau og Dario Fo, sem báðir eru kkur Islendingum að góðu kunn- . Georges Feydeau þekkjum við fif „Fló á skinni” sem Leikfélag eykjavikur sýndi fyrir nokkrum rum og „Hvað varstu að gera. i ótt?” sem Þjóðleikhúsið sýndi 974. Dario Fo er hinsvegar tvi- ælalaust vinsælastur hérá landi af erlendum samtimahöfundum, en honum höfum við kynnst i erkum eins og „Þjófar, ifk og jalar konur” og „Sá sem stelur jæti er heppinn I ástum”, sem æði voru sýnd i Iðnó á siðasta iratug (eða þá þeim næst síðasta f menn vilja lita svo á) og ,,Við rgum ekki — viö borgum ekki” em Alþýðuleikhúsiö hefurnýlok- vinsælh sýningu á. Farsinn eftir Feydeau heitir Vert’ekki nakin á vappi” i þýð- igu Flosa Ölafssonar og fjallar pólitiskan framagosa sem er röinn þingmaöur og væntir þess ð veröa ráðherra. Elsku litla ;onan hans er öll af vilja gerð að työja mann sinn til upphefðar, n hún getur bara ómögulega sætt ig við að þurfa að dveljast i arisarborg um hásumarið með- n hitinn er óbærilegur. Svo þessi eitfenga kona hreinlega kafni kki i mollunni, tekur hún til inna ráöa og kemur þar með lanni sinum i óendanleg vand- æði. Sigriður Þorvaldsdóttir leikur iginkonuna en Gisli Alfreðsson :ikur eiginmanninn. önnur hlut- erk leika Sigmundur örn Arn- rimsson, FIosi Ólafsson og Valur Hslason sem kemur nú fram eftir okkurt hlé. Benedikt Arnason er úkstjóri Feydeau — farsans. Farsinn eftir Dario Fo heitir Betrier þjófur ihúsi en snurða á ræði” i þýðingu Úlfs Hjörvar. iér segir frá innbrotsþjófi sem ndir i hinni furðulegustu að- töðu þegar innbrothansifint hús íislukkast. 1 rauninni er litið ægt að segja um ganginn i þess- m farsa án þess að segja of mik- >. Ekki má taka skemmtunina •á áhorfendum, en þó má geta ess að hinn sigildi þjófur i verk- m Dario Fo verður hér leiksopp- r óvenjulegra örlaga og úr þvi ann er ærlegur þjdfur óskar ann þess miklu frekar að fá að ira I fangelsi en að flækjast i ann blekkingavef sem hér er oðið upp á. Bessi Bjarnason leikur Þjófinn, n með önnur hlutverk fara ma. órunn Magnea Magnúsdóttir, elgi Skúlason, Þóra Friðriks- óttir, Margrét Guðmundsdóttir, g Erlingur Gislason. Leikstjóri r Brynja Benediktsdóttir, en hún efur kynnst Fo og var m.a. við iklistarnám hjá sama kennara i aris og hann. Leikmyndin i' sýn- igunni er eftir Sigurjón Jóhanns- BOLABAS Sinfónian þjófstartaöi, segir Þjóöviljinn á baksiöu i gær. Ef þeir væru á timakaupi, myndu þeir ekki flýta sér svona mik- iö, og þá heföi maður kannski tima til þess aö njóta tónlist- arinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.