Alþýðublaðið - 14.02.1980, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 14.02.1980, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 14. febrúar 1980 Lodna 1 mun minni og aö hlutfallslega mun meira gengi noröur meö landinu. Þaö væri þvi ekki óeöli- legt aö svo virtist sem loönu- gangan úti fyrir noröur- og austurlandi væri stærri. Þegar fiskifræöingar hafa nefnt aö veiöa mætti 1-1,5 milljón lestir af loönu, byggöu þeir vitanlega á ákveönum for- sendum. Forsendurnar voru, að seiðafjöldi væri svipaöur og hann var á árunum 1972-1975. Hrygningarstofninn á aö þola nefnt heildarveiðimagn á þessum forsendum. A árunum 1975-1978 hefur seiðafjöldinn hins vegar fariö ört minnkandi. Þaö er einmitt i ljósi þeirra staðreynda, sem fiskifræöingar byggja á mat sitt á loðnustofn- inum, og takmörkunum loönu- veiöa. Jakob Jakobsson benti á, aö hrygningarstofninn væri um 600.000 þús. tonn núna og ef tekið væri af þeim stofni þaö sem skipstjórar og útgeröa- menn krefjast þá yröi anzi litið eftir og þætti þeim fiski- fræðingum þaö glæfralegt. Hagsmunir sjómanna og útvegsmanna Hagsmunir sjómanna eru eölilega fyrst og fremst þeir, að fá hlut i samræmi viö það sem aflað er, og skiljanlegt aö þeir krefjist þess aö fá aö veiða meira i ljósi þess, aö hlutur þeirra hefur verið skertur hlut- fallslega meira en annarra at- vinnuhópa i landi. 1 þessu sam- bandi má benda á, að fulltrúar sjómanna voru fylgjandi stöövun loðnuveiöanna fyrir áramo't, en nú þegar allt bendir til þess, að um verulega kjara- skeröingu veröur aö ræöa hjá loðnusjómönnum, setja þeir spurningarmerki viö réttlæti loðnutakmarkana. Fulltrúar útvegsmanna draga mjög i efa þær aöferöir, sem fiskifræöingar beita við ákvörö- un stofnstærðar loönunnar og hafa bent á, að þetta sé ekki fiskifræöi, heldur spurning um að lesa rétt af góðum mælum. Það geti skipstjórnarmenn gert á sama hátt og fiskifræöingar, enda hafa þeir miklum og góöum tækjabúnaöi . yfir aö ráöa. Mál þeirra er náttúrlega að tryggja hagsmuni út- geröarinnar, aö tryggja fiski- skipaeigendum hámarksafköst og afrakstur skipa sinna. Þaö er þvi ljóst, aö fiskverndunar- sjónarmiö og það sjónarmiö aö tryggja hag eigenda fiskiskip- anna fer ekki alltaf saman. Viöbrögö viö loðnubanninu eru skiljanleg, að mörgu leyti, en viðbrögöin byggjast náttúr- lega á mismunandi forsendum: Sjómenn vilja tryggja hlut sinn vegna stórfelldrar kjaraskeröingar, útvegs- menn vilja tryggja hámarkshagnaö af skipum sinum, fulltrúar vinnslu- stööva þurfa aö framleiöa eitthvað til aö fjárfestingar i byggingum og loðnuvinnslu- tækjum borgi sig og stjórn- málamenn nota tækifæriö til atkvæöaveiöa. Þaö er athyglisvert, aö ekki hefur verið minnst á í þessum hamagangi öllum, aö ástæöan fyrir takmörkun loðnuveiöa og svo sem hvaöa veiðum sem er, er sú að atvinnutækin eru of af- kastamikil. Flotinn er of stór. Geti útgerðarmenn ekki stjórn- að þvi, aö skipulagning veiöa fari fram á sem hagkvæmastan hátt, verður rikisstjórnin aö gripa inn i og vinna aö þvi, að afkastageta heildarflotans minnki og aö þær veiöar sem stundaðar veröi, séu skipu- lagðar á skynsamlegum grund- velli með hag fólksins i landinu fyrir augum, en ekki stundar- hagsmuni þeirra sem gera út. Stundarhagsmunirnir koma fram i kröfunni um gengdar- lausar veiöar fyrir alla, en lang- timahagsmunir þeirra hljóta aö vera viöhald fiskistofnanna og hagkvæmur rekstur útgerðar- innar á þeim forsendum. —HMA Tekjusk. 1 fjárlagafrumvarp gefur til skattlækkunar, fyrst og fremst til hagsbóta þeim tekjulægstu og um leiö til eins mikillar hækkunar skattfrelsismarka tekjuskatts til rikis og mögulegt er. önnur afleiöing þess er sú, aö meö þessu skapast aukinn hvati tii þess að hjón afii bæöi tekna. Hafi td. annar maki tekj- ur yfir 6 m.kr. markinu en hinn engar þyrfti samkvæmt þessum tillögum aö gjalda 50% af tekjur i skatt hjá þvi hjóna, sem tekju- auka heföi umfram fyrrnefndar 6 m. kr. en einungis 15% af tekj- um þess, sem áður var tekju- laus. 1 útreikningum fjármálaráöu- neytis og samanburði, þó slikur samanburöur á skattheimtu sé alltaf erfiöur, er stuöst við athugun sem gerö var á 20. hverju framtali i landinu og þannig fundnar út meöaltekjur þær sem reiknaö er meö. Samanburöur sá, sem geröur var á álagningarkerfinu eins ög það er samkvæmt gildandi lög- um og þvi sem gilda myndi, ef frumvarp Alþýöuflokksins heföi náð fram aö ganga, leiddi eftir- farandi i ljós: 1. Meöalskattgreiöslur einstakl- inga til rikissjóös lækka um 16%. Hjá hjónum er meðaltals- lækkunin um 10% en hjá einhieypingum um 29%. Skatta- lækkunin veröur tiltöluiega meiri hjá barnmörgum fjölskyldum en barnfáum. 2. Sé hjónum skipt i flokka eftir tekjuöflun eiginkonu er skatta- lækkunin vel yfir meöallagi hjá þeim hjónum þar sem eiginkon- an aflar engra tekna eöa tekna allt aö 1 m.kr. Skattlækkun hjóna, þar sem eiginkonan aflar á milli 1. og 2 m.kr. i tekjur, er náiægt meðallagslækkun, en lækkunin litil sem engin f þeim hjónahópi sem eiginkonan aflar meira en 2 m.kr. 3. Skattalækkunin er veruleg hjá gjaldendum meö meöaltekj- ur, en þeir tekjuhæstu lækka ekki og skattar hinna allra tekjuhæstu fjölskyldna hækka I sumum tilfellum nokkuö. 4. Skattfrelsismörk hækka hjá öllum fjölskylduhópum. Sé miö- aö viö aö almennur frádráttur sé 10% af tekjur veröa skatt- frelsismörk einhleypings I tekjuskatti 2.870.000 kr. en sé miðað viö aö frádráttur sé 15% af tekjur veröa mörkin 3.040.000 kr. Af þessum tölum má sjá, aö hér er á ferðinni gott framlag i skattamálum og vel þess viröi að eftir þvi sé tekiö. 1 þvi felst grundvallarstefna Alþýöu- flokksins i skattamálum og verður aö öllum likindum tekiö fram þegar nýja rikisstjórnin hyggst gera stórátak i þvi aö „gera skattheimtuna réttlátari”. HMA Ull 4 erfiö. Þróun framleiöslukostn- aöar annars vegar og gengis- skráningar hins vegar varö í heild óhagstæö og vitaö er um fyrir- tæki, sem voru rekin meö veru- legu tapi. Þær hækkanir, sem uröu á erlendum veröum prjóna- fllka um siöustu áramót duga yfirleitt ekki til að mæta hækkun hráefnis og vinnulauna i desem- ber, svo aö augljóst er aö afkoma ullariönaöarins er mjög slæm nú og yfirvofandi hækkanir á rekstr- arkostnaöi hljóta að leiða til enn rekari tapreksturs, ef ekkert veröur aö gert. Þjóöhagsstofnun hefur nýveriö sent frá sér yfirlit um afkomuna i útflutningsiönaöi. Þar kemur fram aö i heild er útflutningsiön- aöurinn rekinn meö tapi og ennfremur aö áriö 1979 er þriöja áriö i röð, sem útflutningsiön- aöurinn er rekinn meö tapi, sömuleiöis þegar á heildina er lit- iö. Þaö veröur aö fara aftur til ársins 1976 til aö fá jávkæöa niöurstööu. „Astæöan”, segir Þjóöhagsstofnun, „er fyrst og fremst mikil hækkun innlends kostnaöar umfram veröhækkun á erlendum mörkuöum og hefur breyting á gengisskráningu ekki nægt til þess aö jafna þennan mis- mun.” FISKVEH) IAÐ STOÐ Aðstoð íslands við þróunarlöndin mun á næstunni hefja framkvæmdaáætlun á sviði fiskveiða á Cap Verde. Verður sent þangað 200 smálesta fiskiskip er stunda mun tilraunaveiðar með ýmisskonar veiðarfærum. Við útgerðina munu starfa 3 tslendingar: útgerðarstjóri, skipstjóri og vélstjóri. Skipið mun aðallega stunda neta- og togveiðar, en fleiri veiðarfæri verða notuð. Auglýst er eftir mönnum til starfa með reynslu á þessum sviðum. Ráðningartim- inn er 18 mánuðir. Umsóknir þar sem greind eru fyrri störf sendist fyrir 25. febr. nk., til Aðstoðar íslands við þróunarlöndin c/o Björn Þorsteinsson, Digranesvegi 24, Kópavogi. Lögtök Auglýsing um lögtök Samkvæmt beiðni rikisútvarpsins dag- settri 13. febrúar 1980/úrskurðast hér með samanber 20 gr. laga nr. 19 frá 1971 að lög- tök fyrir ógreiddum afnotagjöldum út- varps og sjónvarpstækja ásamt vöxtum og kostnaði skulu fara fram að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Reykjavik 13. febrúar 1980, Yfirborgarfógetinn i Reykjavik. Eflið málgagn jafnaðar- stefnunnar, / > Alþýðublaðið Út- og innflutningur f des. 1979 Hagstofan hefur gefið út töflu fyrir desembermánuð 1979, taflan yfir verðmæti inn- og útflutnings fylgir hér á eftir. Verðmætiútflutnings og innflutnings i desember 1979, i millj. kr. Verðmæti útflutnings og innflutnings i desember 1979, i millj. kr. 1978 1979 Desember Jan.-des. Desember Jan-des. Útflutt alls 1) 25.397,5 176.285,7 36.803,4 287.451,5 Innflutt alls 2) 20.688,6 183.923,2 32.355,4 291.307,2 Vöruskiptajöfnuður 4.708,9 + 7.637,5 4.448,0 + 12.855,7 1) Þar af útflutt: 37.454,5 A1 og álmelmi... 380,7 23.652,0 1.827,3 Kisiljárn " - 608,9 3.312,4 2) Þar af innflutt: 472,6 Skip 131,1 190,2 377.1 Flugvélar 2.020,1 5.111,0 3.673,4 9.135,4 Isl. járnblendifél. 562,0 3.851,6 1.417,5 3.727,1 Landsvirkjun ... 38,4 499,1 2,7 1.288,5 Kröfluvirkjun ... 10,8 116,2 0,7 10,0 Islenska álfél. ... 2.474,5 13.802,4 782,6 20.102,5 Alls 5.236,9 23.570,5 6.349,5 35.040,9 3) Hér er um ab ræöa eftirtalin skip, flutt inn á seinni helmingi 1979 (i millj. kr.) 1 vöruflutningaskip frá Bretlandi.............................1.725,0 ltankskipfrá Vestur-Þýskalandi............................... 1.904,5 1 fiskibátur frá Bretlandi...................................... 13,3 lfiskibátur frá Noregi.......................................... 30,6 Alls 3.673,4 Athugasemd.Við samanburð viö utanrikisverslunartölur 1978 verður aö hafa i huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris i janúar-desember 1979 er talið vera 33,9% hærra en það var i sömu mánuðum 1978. Námskeið fyrir dagmömmur Um þessar mundir stendur yfir námskeiö fyrir „dagmömmur”, þ.e. konur sem taka börn til dag- gæslu á heimilum sinum. Er námskeiöiö á vegum Félags- málastofnunar Reykjavikurborg- ar og Námsflokka Reykjavikur. Annast Námsflokkarnir fram- kvæmd námskeiöins, en innritun er á höndum umsjónarfóstra Fé- lagsmálastofnunarinnar meö daggæslu barna á einkaheimil- um. Þetta er i fyrsta sinni, sem námskeið fyrir þennan starfshóp er haldib á vegum Námsflokk- anna og er aö þvi stefnt, að fram- haldsleyfi fyrir daggæslu barna verði bundið þátttöku i slíku nám- skeiði. Námsefni er: Uppeldis- og sálarfræöi Börn með sérþarfir Heimilisfræöi Heilsuvernd Hjálp i viölögum Leikir og störf barna Fjölskyldu- og barnavernd Uppeldi til jafnréttis. Kynning á stofnunum Reykja- vikurborgar, sem snerta fjöl- skyldur og börn sérstaklega. Námskeiöiö var sett 24. janúar s.l. af Geröi Steinþórsdóttur, for- manni félagsmálaráðs og stendur til 18. marz. Kennt er tvisvar i viku, alls 60 kennslustundir. Námskeiöiö er tviskipt og eru þátttakendur alls 60. Fiskibátar til sölu Til sölu eru tveir nýlegir fiskibátar, 17 og 29 rúmlesta. — Upplýsingar i sima 24310 á venjulegum skrifstofutima, en i sima 33954 á kvöldin og um helgar. Fiskveiðisjóður íslands !---------------------------------------1 Auglýsing Greiðsla oliustyrks i Reykjavik fyrir timabilið október—desember 1979 er haf- in. Oliustyrkur er greiddur hjá borgargjald- kera, Austurstræti 16. Afgreiðslutimi er frá kl. 9.00—15.00 virka daga. Styrkurinn greiðist framteljendum og ber að framvisa persónuskilrikjum við mót- ! töku. Frá skrifstofu borgarstjóra. Guðlaugur Kristmannsson. Frá lögreglunni: LÝST EFTIR MANNI Lýst er eftir Guölaugi Krist- mannssyni, Granaskjóli 4, Reykjavik. Guölaugur fór að heiman áleiö- is til vinnu kl. 07.20, þriðjudaginn 12. febrúar sl. og hefur ekkert til hans spurst siðan. Guðlaugur er 56 ára að aldri um 180 cm að hæö þrekvaxinn, skol- hæröur og þunnhærður. Hann er meö yfirvaraskegg. Hann var klæddur brúnni beltisúlpu meö skinnkraga, gráköflóttum jakka, grárri skyrtu, brúnum buxum og i brúnum reimuöum skóm, meö derhúfu á höföi. Þeir sem geta gefiö upplýsing- ar um ferðir Guölaugs eftir kl. 07.20, þriðjudaginn 12. þessa mánaöar, vinsamlegast láti lög- regluna vita.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.