Alþýðublaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 24. maí 1980
Jótiann
Hafstein
Minningarord
Jóhann Hafstein, fyrrverandi
forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, er látinn
langt fyrir aldur fram. Við lát
hans, og raunar þegar er veik-
indi drógu hann frá störfum,
missti islenska þjóðin úr röðum
stjórnmála sinna reyndan og
hæfan forystumann, sem hefði á
eðlilegri starfsævi átt eftir aö
leggja fram drjúgan skerf á
erfiðum timum.
Jóhann var vel menntaður
lögfræðingur og um skeið kenn-
ari i þeim fræðum við Háskóla
tslands. Hann hóf ungur afskipti
af stjórnmálum og urðu þau að
veigamesta ævistarfi ha’ns.
Skipaði hann sér i raðir ungra
sjálfstæðismanna ogbarðist þá
oft hart, eins og ungum mönn-
um er titt. En að baki hörku og
þrótti reyndist Jóhann við per-
sónuleg kynni hið mesta ljúf-
menni, sem vildi hvers manns
vanda leysa, hlýr, fróður og
glaðlyndur. Það kom og á dag-
inn, eftir þvi sem leið á stjórn-
málaferil hans og meira reyndi
á hann, að hann var sanngjarn
og þægilegur i samstarfi, ekki
siður andstæðinga en samherja,
og honum var lagið að leita
sátta, þegar þess var þörf.
Jóhann hafði hvað mestan
áhuga á stærri málum þjóðar-
heildarinnar, frelsi og öryggi
lýðveldisins, sem og á framþró-
un alþjóðamála. Hann var ráð-
herra mikinn hluta Viðreisnar-
timabilsins og beitti sér þá fyrir
þvi, að íslendingar nýttu hluta
af orkulindum sinum til stóriðju
til að renna stoðum undir fjöl-
breytt atvinnulif.
Þeir sem störfuðu samtimis
Jóhanni og með honum i völund-
arhúsi stjórnmálanna, sakna i
senn andstæðingsins og vinar
við andlát hans. Þjóðin missir
mikils að fá ekki notið starfs-
krafta hans lengur en raun ber
vitni.
Fyrir hönd Alþýðuflokksins —
og ekki siður persónulega —
færi ég eiginkonu Jóhanns og
fjölskyldu hans allri hlýjustu
samúðarkveðjur.
Benedikt Gröndal.
Samviskuf angar í Sovétríl
Ágrip úr skýrslu Amnesty Interi
Fyrir fjórum árum gaf Amnesty International út
skýrslu um ,,Samviskufanga í Sovétríkjunum". Síðan
er vitað um að minnsta kosti 400 manns, sem hafa
verið dæmdir af svipuðum sökum, og eru þar þó ekki
taldir með þeir, sem hafa verið handteknir síðustu
mánuði. Al gaf útskýrslu um þetta efni í lok apríl sl.
Hér fylgir endursögn af efni skýrslunnar, þýdd úr maí
hefti fréttabréfs Al, Amnesty International Newslett-
er.
Samvisku föngum i Sovét-
rikjunum er refsað með svelti,
þrælkun og sálrænum þvingun-
um.
Refsingin getur falist i þvi að
fanginn er dæmdur til
þrælkunarbúðavistar, eða vist-
ar á geðveikrahæli, en þar hafa
fangar enn minni réttindi en i
venjulegum fangelsum, eða út-
legð til fjarlægra staöa i Sovét-
rikjunum eða brottrekstri frá
heimaborg fangans.
Meðal þeirra, sem refsað er á
þennan hátt er fólk, sem hefur
gagnrýnt opinbera stefnu
stjórnvalda, eða hefur reynt að
verja réttindi annarra, eða hef-
ur kvartað við opinbera aðila,
eða haldið trúarlegar samkom-
ur án leyfis eða reynt að yfir-
gefa landið. Þá er mönnum
jafnvel refsað fyrir það að vilja
komast á sinar heimaslóðir,
eins og Törturum frá Krim.
Meirihluti pólitiskra fanga inn-
an Sovétrikjanna er fólk, sem
hefur barist fyrir réttindum
þjóðarbrota.
Þess hefur aldrei heyrst getið,
að menn saksóttir fyrir pólitiska
glæpi haifi verið sýknaðir
sovéskum dómstólum.
af
Lögbundin skerðing
mannréttinda
Stjórnarskrá og lög Sovétrikj-
anna kveða á um hömlur á tján-
ingar-, félaga-, trú-, og ferða-
frelsi. Refsilöggjafir allra
fimmtán ríkjanna i Sovétrikjun-
um leggja hömlur á mannrétt-
indi, til þess að banna aðgerðir
og tal, sem getur talist „and-
sovéskt”, eða „and-félagslegt”.
Lykil-lagagreinarnar sem
hefta tjáningarfrelsi, kveða á
um bann við „múgæsingum” og
„áróðri” sem inniheldur „meið-
andi lygar” eöa er „ætlað að
veikja Sovétstjórnvöld”, eða
félagssamtökum, sem stofnuð
eru til þess að fremja „sérlega
hættulega glæpi gegn rikinu”.
Sakfelling hefur í för með sér
allt að 12 ára fangelsi og útlegð
einhversstaðar innan Sovétrlkj-
anna. Ef um annað brot er að
ræða, verður refsingin allt að 15
ára fangelsi.
„Ctbreiðsla lyga, sem skaða
Frágangur mála og vinnubrögdþingsins hafaekki veriðsem skyldi
Stjórnleysi og gíf urlegt vinnu-
álag hefur einkennt þinghaldið
Síðustu dagar þingsins
einkennast yfirleitt af
miklum önnum. Þing-
fundir standa venjulega
langt fram á kvöld eða
nótt og erfitt reynist að
ná tali á þingmönnum.
Alþýðublaðið náði tali af
Arna Gunnarssyni í þing-
hléi og ræddi við hann um
þingstörfin og þinglausn-
ir.
mönnum tækist að tefja þing-
haldið eöa ekki.
Hvað finnst þér um þessi
strákapör Sjálfstæðisflokksins,
eða þess hluta sem fyikir sér um
Geir?
— Ég vil nú kannski ekki kalla
þetta strákapör. Þeir hafa rétt
fyrir sér I þvf, að mörg þeirra
mála, sem hafa veriö afgreidd
hér i gegn, hafa verið afgreidd I
heldur mikflli skyndingu, til -
þess að sómasamlegt mætti
telja.
óvenjulegu þinghaldi
senn lokið
Þetta þing, sem nú er að
ljúka, hefur veriö afar óvenju-
legt, ekki rétt Árni?
— Jú, það hefur verið það að
mörgu leyti. 1 fyrsta lagi má
segja, að þetta hafi verið mikið
vinnuþing. Það hefur hvilt
gifurlegt vinnuálag á nefndum
þingsins og mikill fjöldi mála
hefur verið afgreiddur á
skömmum tima, á mjög
skömmum tima, liggur mér við
að segja, og má segja, aö þetta
hafi einkennt málin og máls-
meðferð. Segja má, að frágang-
ur mála og vinnubrögð hafi ekki
veriö sem skyldi.
Þaö sem mér finnst hafa ein-
kennt þingið að öðru leyti, en ég
tala nú kannske ekk'i af mikíííi
reynslu, er stjórnleysi á þing-
inu. Það hefur til dæmis oftar en
ekki komið fyrir, að stjórnar-
andstaöan hefur orðið til þess,
að hjálpa i gegn mjög mikilvæg-
um málaflokkum þegar skort
hefur á að nægur f jöldi stjórnar-
þingmanna væru viðstaddir.
Þetta gerðist t.d. I fyrrakvöld og
þetta geröist fyrir rúmri viku
siöan. Þá voru kvöldfundir og
vantaði stjórnarþingmenn til aö
koma málum I gegn en þá urðu
Alþýöuflokksþingmenn til þess,
að stórir og miklir félagsmála-
flokkar kæmust i gegn.
Siðan má ekki gleyma þvi,
sem einkennt hefur þessa sið-
ustu daga þingsins umfram
annað, en það er hin gifurlega
togstreita sem er á milli hinna
svokölluöu Gunnars- og Geirs-
manna um það hvort Geirs-
Málþóf Geirs-arms
Sjálfstæðisf lokksins
Er þetta andóf eða málþóf
innan þeirra marka sem telja
má eðlilegt?
— Ég held að þetta fari ekki út
fyrir þau mörk, en miðaö við
annað þinghald I vetur þá er
þetta fyrir utan mörkin. Miðað
við það hvernig afgreiösla hefur
gengið fyrir sig að ööru leyti, þá
er þetta talsvert meira.
Húsnæðismálastjórnarfrum-
varpið, nýsamþykkt sjó-
mannalög, sem fela I sér
feiknarlega réttarbót fyrir sjó-
menn, frumvarp um jöfnun
oliukyndingarkostnaðar og svo
þessi venjulegu afgreiðslumál,
náttúrulega, eins og lánsfjár-
áætlun og fleira af þvl tagi. Það,
sem skiptir Alþýðuflokkinn og
kjósendur hans langsamlega
mestu máli, eru þau stóru
félagsmál, sem ættu að stuðla
að meira jafnrétti hér I landinu.
ur heldur ekki minnkað, og hér
verður bara þjóðin að dæma um
þingið og störf þess. Það hafa
alltaf heyrst þessar raddir um
þverrandi virðingu fyrir lög-
gjafarsamkundunni, en menn
vega það og meta þegar frá llð-
ur, hvernig til hefur tekist I vet-
ur.
Nú er oft talað um þverrandi
virðingu almennings fyrir
Alþingi og störfum þess er ekki
liklegt að slikt málþóf veröi til
þess, að virðingin fyrir þessari
stofnun minnki?
— Sko, það er alltaf verið að
tala um það að fólk beiri ekki
virðingu fyrir störfum Alþingis.
Þvi er ekki aö neita, að
persónulega finnst mér, að hér
hafi þeir hlutir gerst, sem betur
hefðu verið grafnir einhvers-
staðar á bak við þil og ekki átt
sér staö yfirleitt. Þetta þing ber
þess vott, að til þeirrar ríkis-
stjórnar sem nú fer meö völd I
landinu var stofnað á ákaflega
sérkennilegan hátt. Þingið ber
þess glöggan vott, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er klofinn. Það
ber þess vott, að við mjög alvar-
legan efnahagsvanda er að etja,
þar sem að menn standa ráða-
lausir frammi fyrir þeirri þróun
sem, að mfnu mati, löggjafar-
valdið hefur takmarkaða mögu-
leika á að hemja. Þróun, sem
meira eða minna, er ákveðin ut-
an veggja Alþingis.
Ég segi það, að virðing mln
fyrir þessari stofnun hefur
kannski ekki aukist, en hún hef-
Alþýðuf lokkurinn
tekur alls ekki
þátt í málþófinu
Hver er stefna Alþýðuflokks-
ins varðandi málþóf það sem nú
er haldiö uppi af Geirs-mönnum
i þinginu?
— Alþýöuflokkurinn hefur látið
þetta málþóf algerlega eiga sig.
Flokkurinn lýsti þvi yfir I upp-
hafi, að hann myndi stuðla að
framgangi þeirra mála, sem
rlkisstjórnin óskaði eftir af-
greiðslu á, á venjulegan hátt, og
viö það hefur Alþýðuflokkurinn
aigerlega staöið. Það hefur ekki
einn einasti þingmaður Alþýðu-
flokksins staðið fyrir málþófi af
nokkru tagi. Alþýðuflokksmenn
hafa miklu fremur, bæöi með
störfum sinum i nefndum og hér
á þinginu sjáifu, reynt aö hraða
frekar málum tii þess að verða
við þeirri beiðni rikisstjórnar-
innar um að þing færi heim við
fyrstu hentugleika.
Hvaða máiaflokkar eru það
sem þér finnst merkilegastir og
eru að fara f gegn núna?
— Merkilegustu mála-
flokkarnir eru að mlnu mati:
Skúla Pálssonar
— málið
Þið Sighvatur hafið lagt fram
tillögu til þingsályktunar um
mál Skúla Pálssonar. Týnist
þetta mál nú eöa hvað?
— Ég vona að svo verði ekki.
Ég veit, að það er vilji meiri-
hluta þingmanna fyrir þvi, að
þetta mál komist I höfn, eftir
þrjátlu ára baráttu. Hér á ég
alls ekki við baráttu þingsins.
Heldur baráttu Skúla sjálfs.
Hér hefur verið háð mikil
barátta milli einstaklings og
kerfisins. Ég vænti þess að þetta
mál komist I höfn núna fyrir
þinglok.
Geturöu nokkuð sagt okkur
nánar um það hvað það er sem
valdiö hefur tregðu kerfisins i
þessu máii?
— Þetta er óskaplega löng
saga og þetta er I senn sorgar-
saga og harmsaga. Þetta er
saga, sem sprettur af mis-
munandi sjónarmiðum tveggja
aðila.i. Annars vegar athafna-
sams einstaklings og hins vegar
embættismannakerfis, sem er
mjög á varöbergi gagnvart
sjúkdómum og hvers konar
kvillum í fiskum, er á varðbergi
einna liklegast vegna þess að
íslendingar hafa haft ákaflega
raunalega sögu af sjúkdómum
hér i búpeningi sbr. mæðiveiki
og fleira
Hér er á feröinni tregða, sem
fram kemur af vissum ástæð-
um, sem ég hirði ekki um að
rekja en ég held að máliö hafi
byrjað á þeim tlma þegar byrj-
að var að fetta fingur út I regn-
bogasilungseldi Skúla. Islenskir
sérfræöingar könnuðu heilbrigði
Framhald á 6. siðu
álit Sovétrikjanna” er glæpur
sem er refsaö með allt að
þriggja ára fangelsi.
AI veit af meir en 100 manns,
sem sakfelld hafa verið fyrir
slika glæpi, siðan i júni 1975.
Fólk sem dreifir upplýsingum
um skerðingu mannréttinda á
sérlega á hættu að verða ákært
fyrir slikt brot, þvi þessar
upplýsingar eru taldar meið-
andi fyrir Sovétrlkin.
Þegar andófsmenn eru
handteknir er það oft
hápunkturinn á tilraunum hins
opinbera til þess að hræða við-
komandi, meðan á undan hafa
gengið stanslaust lögreglueftir-
lit, húsleitir, yfirheyrslur eða
brottrekstur úr starfi.
Þegar menn eru ákærðir fyrir
brot á refsilöggjöfinni er það al-
Þess hefur aldrei
heyrst getið, aö menn sak-
sóttir fyrir pólitiska glæpi,
hafi verið sýknaöir, af sov-
éskum dómstólum."
gengt fyrir andófsmenn, að
þeim er haldið I varöhaldi I ár
og jafnvel meir, áður en til
réttarhalda kemur, þrátt fyrir
það aðsamkvæmt sovéskum
lögum sé óheimilt að halda
Þegar sálfræðingar
hins opinbera greina sjúk-
dóm hins ákærða, fylgja
þeir oft mjög svo
undarlegri skilgreiningu á
geðklofa, sem segir að ekki
þurfi að fylgja honum
sjáanleg einkenni."
manni lengur en niu mánuði
fyrir réttarhöld. Þeim er haldið
I „rannsóknar-einangrun”, sér-
stökum fangelsum. Fanga-
klefarnir eru með brennandi
ljósi allan sólarhringinn, ýmist
er málað yfir gluggarúðurnar,
eöa þær múraðar upp, sumir
klefanna hafa klósettskál, en
flestir verða aö láta sér nægja
fötu. Andófsmenn fá vennjulega
ekki gesti, meðan þeir eru I
„rannsóknar-varðhaldi”. Hinn
ákærði hefur ekki rétt til hjálpar
lögfræöings, fyrr en rannsókn er
lokið, en þaö er yfirleitt ekki
fyrr en nokkrum dögum fyrir
réttarhöldin örfáum vikum fyrir
þau, I besta falli.
Sakfelling
óhjákvæmileg
Þeir lögfræðingar sem veljast
til þess að verja andófsmenn,
eru þeir, sem hafa leyfi KGB til
þess að takast á hendur máls-
vörn I málum, sem fjalla um
„landfáð” og „and-sovéskan
áróöur”. Þeir lögfræðingar sem
leggja sig fram I slikum málum
geta átt von á þvi að leyfi KGB
verði tekið af þeim.
Samviskufangar telja aö sak-
felling sé óhjákvæmileg, þegar
mál kemur einu sinni fyrir dóm-
stóla. Flest réttarhöld fara að
nafninu til fram fyrir opnum
dyrum, en venjulega er dóm-
salurinn fullur af fólki, sem hef-
ur verið sérstaklega boðið. Vin-
um og ættingjum hins ákærða er
venjulega ekki leyft að komast
inn.
Þyngsta refsing samkvæmt
sovéskum lögum nú, er 15 ára
fangelsi með fimm ára útlegð i
kaupbæti. Fangar geta þó verið
dæmdir til frekari refsingar
fyrir glæpi, sem þeir fremja
meðan þeir eru að afplána
fyrsta dóminn.
Sumir samviskufangar, eins
og úkralnumaðurinn Danylo
Shumuk, hafa verið I fangelsum
I meira en 30 ár, vegna endur-
tekinna þyngingardóma.
Flestir fangar eru dæmdir I
eina af fjórum tegundum af
refsistofnunum. Þyngsta
refsingin er að vera dæmdur I
fangelsi, þaö er frekar sjald-
gaeft, að samviskufangar séu
sendir á slikar stofnanir. Næst
þyngst er aö vera sendur I