Alþýðublaðið - 19.06.1980, Page 1

Alþýðublaðið - 19.06.1980, Page 1
GEGGJUÐ VEROLD OG HINN VITRI SJÁANDI, SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON SKRIFAR UM LISTAHÁTÍÐ bls. 4 Við höfum valið að verðtryggja verðbólguna Listahátlð er senn á enda. Margt hefur veriö rœtt og ritah um þessa hátiö og sýnist sitt hverjum um efnisval hátiðarinnar. Veöur- gu&irnir hafa hins vegar miskunnaö sig yfir hátlöina og veöur veriö prýöilegt hingaö til. Flestir munu sammála um aö Els Comediants hafi sett skemmtilegan svip á miöbæinn þessa daga, en myndin sýnir hópinn á Torfunni. Lif og fjör á Torfunni hefur eflzt mjög og setur sú starfsemi skemmtiiegan svip á bæjarlifið. Vonandi veröur þessi starfsemi til þess aö sýna ráöamönnum fram á þaö I eitt skipti fyrir öll, aö baráttan fyrir varöveizlu Torfunnar var rétt og góö barátta, sem tilallrar hamingju skilaöi árangri. Páll Jensson: Um (ör)tölvubyltinguna — segir IVIár Elísson í Ægi i fimmta tölublaöi Ægis, rits Fiski- félags tslands ritar Már Eiisson annar ritstjóra timaritsins forystugrein sem er nokkuö athyglisverö. Már Elisson fjallar um aukningu afla á tslandsmiöum og bendir á, að fiskaflinn hafi aldrei verið meiri i sögu fiskveiða við Island þrátt fyrir samdrátt í fiskiskipastól og að þrátt fyrir minni afla bræðslufisks hafi orðið smávægileg aukning á fram- leiðslu mjöls og lýsis. Orðrétt segir i forystugrein Más Elis- sonar: „Þrátt fyrir mikinn afla á s.l. ári og það sem af er þessu ári eru þó ýmsar blikur á lofti og fara vaxandi. Ýmist stafa þær af erlendum toga, svo sem sihækkandi verði á oliu og ýmsum öðrum rekstrarvörum og harðnandi samkeppni á helztu markaðs- svæðum og löndum. Er bæði um að ræða mikinn opinberan stuðning við sjávarút- veg helztu keppinauta okkar og afleiðing- ar útfærslu strandrikja i 200 milur, sem raskaö hafa fyrra markaðsjafnvægi. Nokkuð hefur og borið á samdrætti neyzlu fiskafurða, sem og annarri einkaneyzlu, sem án efa stafar að stórum hluta af orku- kreppu og vaxandi verðbólgu meðal við- skiptaþjóða okkar. Að öðru leyti, og er sizt minna um vert, stafa þessar blikur af innlendum toga og þá einkum hinni miklu og vaxandi verð- bólgu, er hér geisar. Er hér við ramman reip að draga þar sem við höfum valið okkur að verðtryggja ver&bólguna. Kaupgjald er visitölubundið. Fisk- verðshækkanir hafa fylgt i kjölfarið. Verðbótaþáttur vaxta hækkar stöðugt. Þrátt fyrir það minnkar sparifjármynd- un. Þar sem þessar hækkanir eru fisk- vinnslunni ofviða, er gengi krónunnar lát- ið siga eins og það er nefnt. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að fiskvinnslan verður strax að taka á sig fyrrnefndar hækkanir en gengið sigur jafnt og þétt á verðlagstima- bilinu. Nauðsynlegu jafnvægi er ekki náð fyrr en i lok tlmabilsins, ef það hefur þá náðst. Bilið verður að brúa með lántök- um. Hið sama endurtekur sig á næsta verð- og kaupgjaldstimabili. Um fast- eignir í Reykjavík 1 Fréttabréfi Verkfræðingafélags ís- lands, sem út kom I slðustu viku birtist grein um fasteignir i Reykjavik eftir Ste- fán Ingólfsson. Alþýðublaðið hefur áður birt athyglisverða grein eftir Stefán Ingólfsson um fasteigna- og brunabóta- mat. Greinin birtist með leyfi höfundar. Söluverð ibúða I Reykjavik hefur hækk- að talsvert umfram almenna verðbólgu siðustu missiri. Greiðslukjör hafa jafn- framt stórversnað. Ekki er útlit fyrir ann- að en að þessi þróun muni halda áfram. Hátt i 80% af kaupverði meðalfbúðar þarf nú að greiða innan árs frá þvl gengiö var frá kaupum. Fyrir örfáum árum var þetta hlutfall rúm 60%. Til samanburðar má nefna að ekki er óalgengt að þetta hlutfall sé 10% I Danmörku. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þessi þróun er að verða óbærileg fyrir ungtfólk sem er að festa kaup á fasteign I fyrsta sinn. Margir hafa á undanförnum árum reynt að byggja sjálfir, einir eða I félagi með öðrum. Nú hefur hins vegar dregið úr framboði á lóðum fyrir fjöl- býlishús með ibúðum viö þeirra hæfi. Sú tregða sem er á framboði byggingar- lóða lýsir sér i hærra lóðarverði sem er jafngilt hærra söluverði ibúöa. Þó einhverjum kunni að finnast þver- sögn I þvi að nefna lóðaverð i Reykjavik Framhald á bls. 2 örtölvubyltingin hefur vakið nokkra eftirtekt og umræ&ur og er þaö vel, enda mikilvægt aö fylgjast meö þvi sem er aö jgerast á tæknilegum vettvangi. 1 „Tölvu- mál” júni hefti 1980 eru nokkrar athyglis- veröar greinar um efnið og birtist hér á eftir grein eftir Pál Jensson og birtist hún meö leyfi höfundar. Almenn umræöa. „Left alone, things tend to go from bad to worse state”. (Þessi og eftir farandi tilvisanir á ensku eru nokkur af „lögmálum tölvusérfræð- .ingsins Murphy). Nýlegir sjónvarpsþættir um örtölvu- byltinguna hafa vakið talsverða athygli, sem vonandi markar upphaf almennrar ;umræðu um tölvunotkun og þróun hennar. Mikilvægi þess, að tölvunotkun komist á almennt umræðustig, sést best i ljósi þeirrar staðreyndar, að almenningur, og sér I lagi i smáriki eins og hér, hefur til þessa haft litil áhrif á þessa geysihröðu tækniþróun, sem margir kalla byltingu. A vinnustöðum, i opinberri stjórnsýslu og nú orðið einnig á heimilunum höfum við leitast við að aðlaga okkur tölvutækn- Iinni, og oft með misjöfnum árangri. Þeir, sem fyrst og fremst hafa ráðið ferðinni, eru seljendur tölvubúnaðar, i hraðri samkeppni hver viö annan, þar sem notendur/kaupendur hafa verið alloft óvirkir. Hér á landi hefur þó á siðustu árum orðið nokkur breyting i þá átt, að segja megi að „notendur kaupi” i stað þess að „seljendur selji” til sæmis færist gnú heldur i aukana að gerö séu útboð. Hjá nágrönnum okkar eru tölvumálefni orðin allverulegur liður i stefnumótum fyrirtækja, verkalýðsfélaga og stjórn- málaflokka, svo og i umfjöllun fjölmiöla og I kennslu allt frá efstu bekkjum grunn- skóla og upp I fulloröinsfræöslu Þar er almenn umræða um tölvuþróunina hafin, og þótt þeim hafi siður en svo tekist „að koma beisli á ótemjuna”, þá eru þeir þó farnir að reyna það. Stefnumótun. „Whencver yo want to do something, you have to do something else first”. 1 áðurnefndum sjónvarpsþáttum var brugðiö upp framtlðarmynd, sem sumir * hrifast af en öörum þykir uggvænleg. Einkum skelfast menn þá tilhugsun að eiga fri 5 til 6 daga vikunnar, þó þaö hljómi mótsagnarkennt. í dag k^nna menn sig við starf sitt, en eftir þáttunum að dæma mun Jón Jónsson blikksmiður eftir 20-30 ár skrifa sig t.d. frimerkjasafn- ari i simaskránni. Vist er að hið tölvuvædda þjóðfélag verður gjörólikt þvi, sem við þekkjum eða getum gert okkur i hugarlund. Fjöl- margar spurningar vakna, sem taka verður afstöðu til og marka stefnu um. Ég nefni hér aðeins örfáar þeirra: Eiga stofnanir og fyrirtæki aö geta skráð og geymt i tölvum hvaöa per- sónupplýsingar sem er um hvern sem er? A a& tryggja að allir viti hvað um þá er skráð? A að takmarka möguleika á sam- keyrslu upplýsinga t.d. úm fjárhag og heilsufar einstaklinga? ^Lagafrumvarp um vernd persónugagna liggur nú fyrir á Alþingi). A að takmarka uppsagnir starfsmanna, sem verða óþarfir með tölvuvæðingu, eða tryggja endurmenntun þeirra? A að stuöla a& auknum áhrifum starfs- manna á töku ákvarðana um tölvuvæð- ingu? A að miöstýra tölvuvæðingu hins opin- bera t.d. frá stofnun, sem ákve&ur for- gangsröð, gefur út staðla og vinnur að samræmingu? Hversu sjálfsagðir, sem margir ofan- greindra möguleika virðast, þá má ekki gleyma þvi, að þeir eru afar dýrir i fram- kvæmd og það sem verra er: Stóraukiö skrifræði yrði óumflýjanlegt. Er jafnvel hætt viö að tölvunotkun á ýmsum sviðum verði svo kostnaðarsöm og þung i vöfum að hagræðing yröi engin, ef taka á fullt til- lit til óska sem þessara. Svo tekið sé dæmi, þá er aðkallandi að tölvuvæða dómskerfið og auka á annan hátt hagræð- ingu i þvi. En þaö er erfitt að benda á ódýra leið til að tryggja fullkomna leynd sakaskrár. („Nothing is foolproof because fools are so ingenious”). Þá má ekki gleyma innlendum iðnaði.þegar rætt er um stefnumótun. Tölvuiðnaðurinn einkennist af kapphlaupi, sem er skiljanlegt þegar þess er gætt að það getur tekiö tvö ár að þróa tölvukerfi, sem siðan hefur e.t.v. ekki nema fimm ára liftíma. Flest hinna tækniþróuðu rikja heimsins stuðla nú að innlendum iðnaði með ákveðinni stefnu hvað snertir rannsóknir, lánaúthlutanir og aðflutningsgjöld. Hin smærri reyna að tileinka sér viss „mark'aðshorn” (niche), sem i okkar tilviki gæti m.a. verið tölvukerfi fyrir fiskiðnað og útgerð. Hér á landi er þó liklega hvergi brýnni þörf á virkri stefnumörkun i tölvumál- efnum en I menntakerfinu. Almenn fræösla er nauðsynlegur undanfari al- mennrar umræðu, sem hlýtur að vera æskilegur undanfari stefnumörkunar á öðrum sviðum þjóðlifsins. Þvi miður er ástandið þannig i dag, að flestir fram- haldsskólanna eru i miklu fjársvelti með tilliti til nauðsynlegra tækjakaupa fyrir kennslu i tölvunarfræðum. í framhaldi af þessum hugleiðingum um stefnumótun vaknar sú spurning, hvort tölvuþróunin verði jafn hröö á næstu áratugum og spáð var I sjónvarps- þáttunum, og hvort þaö sé I rauninni of seint fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á þróunina. Þessu er vitanlega ekki hægt að svara með tilteknum árafjölda, en hér á eftir mun ég leitast við að varpa ljósi á spurninguna. Vélbúnaður. „Every soiution breeds new and more problems”. Einn af okkar færustu rafeindasérfræð- ingum kvaðst nýlega „eiga erfitt með að gera sér i hugarlund stöðu örtölvutækn- innar eftir tiu ár, hvað þá um næstu alda- mót”. Hvernig eiga leikmenn þá að geta áttað sig á þróuninni? Hvern hefði til dæmis fyrir tiu árum órað fyrir þvi, að nú er hægt að kaupa minniseiningar ( sem rúma tugi þúsunda stafi og eru minni en eldspitustokkur) fyrir smátölvur I lausa- sölu i venjulegum rafeindatækjaversl- unum á Broadway? Ljóst er að vélbúnaður verður á næstu árum og áraíugum. sifellt ódýrari, hrað- virkari, umfangsminni og áreiðanlegri. Smátölvur og útstöðvar, þar á meðal ör- þunnir „flatskjáir” (display panels), verða á flestum skrifstofum og heimilum, og simakerfiö mun bjóða upp á flutning upplýsinga innan lands og milli landa á Framhald á bls. 2-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.