Alþýðublaðið - 09.09.1980, Page 3
2
Fjórðungsþing
4
að ná þessu marki.
Um tekjustofna sveitarfélaga.
Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið á Akureyri 31. ágúst til 2.
september 1980 leggur áherslu á
aukna valddreifingu m ,a. þannig
aðsveitarfélgum verði falin fleiri
verkefni og aukið frumkvæði
gagnvart rikisvaldinu.
Samhliða þessu telur þingiö
nauösynlegt að fram fari hlutlægt
mat á tekjustofnaþörf sveitar-
félaganna miöað við hlutverk og
verkefni sem þeim verði falin. A
niðurstööum sliks mats veröi
tekjustofnar markaöir.
Um umdæmaskipulag
Fjórðungsþing Norölendingu
haldið á Akureyri 31. ágúst til 2.
september 1980 telur að samein-
ing og samvinna sveitarfélaga sé
æskileg og leiði til félagslegrar
jöfnunar I landinu. Sveitar-
stjórnir eru eindregið hvattar til
að kjósa sameiginlegar nefndir
innan ákveðinna svæða. Nauð-
synlegt er að nefndirnar hafi að-
gang aö sérfræðilegri aðstoö við
könnun á þeim breytingum, sem
til greina koma á umdæmaskipu-
lagi. Þingið skorar á Félagsmála-
ráðuneyti að veita fé til þessarar
starfsemi.
Fjórðungsþingið varar ein-
dregiö viö þvi að lögbinda um-
dæmaskipulag og sameiningu
sveitarfélaga nema að undan-
genginni könnun á þvi, hvort al-
mennur vilji sé fyrir þeirri
skipan, sem stefnt er að.
V erkamenn
í byggingarstörf
Nokkra verkamenn vantar i byggingar-
vinnu. Góð vinnuaðstaða, mötuneyti á
staðnum.
Upplýsingar hjá verkstjóra i vinnuskála á
horni Austurbergs og Suðurhóla.
Stjórn Verkamannabústaða.
*■■ Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
f j ^ DAGV1STUN BARNA’ FORNHAGA 8 S1MI 27277
Staða forstödumanns
við nýtt dagvistarheimili við Fálkabakka
er laus til umsóknar fóstrumenntun áskil-
in, laun samkvæmt kjarasamningi
borgarstarfsmanna.
Einnig er óskað að ráða talkennara til
starfa við dagvistarheimili Reykjavikur-
borgar.
Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er
til 22. september. Umsóknir sendist til
skrifstofu dagvistunar Fornhaga 8.
En þar eru veittar nánari upplýsingar.
Laus staða
Stáða deildarstjóra við freðfiskdeild
Framleiðslueftirlits sjávarafurða er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skulu sendar
sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 1. október
1980.
Sjávarútvegsráðuneytið,
3. september 1980.
TILKYNNING TIL NEMENDA
í SÆNSKU OG NORSKU
TIL PRÓFS í STAÐ DÖNSKU
Nemendur mæti til viðtals i Miðbæjarskóla
sem hér segir:
10 og 11 ára .... miðvikudag 10. sept. kl. 16.00
12 ára....... miðvikudag 10. sept. kl. 17.00
13.ára....... miðvikudag 10. sept. kl. 18.00
14ára......... fimmtudag 11. sept. kl. 17.00
15ára......... fimmtudag 11. sept. kl. 18.00
Framhaldsd. .. fimmtudag 11. sept. kl. 19.00
Áriðandi er að nemendur mæti með stundaskrá
sína.
NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR
Utanrlkisráðherrar
einkenndi orkumálin, yfir efna-
hagslegu misrétti, sivaxandi
veröbólgu og þar af leiðandi
verndunarhneigðum einstakra
rikja. Lausnin á þessum vanda-
málum felst i sameiginlegu átaki
innan hinna ýmsu alþjóðlegu
samstarfsstofnana til aö tryggja
aukna útþenslu og tryggja þannig
atvinnu manna til lengri tima.
Ailar þjóöir veröa, eins fljótt og
auðið verður, að leggja sitt að
mörkum viö lausn félags- og
efnahagslegra vandamála þriðja-
heimslandanna, en lausn þeirra
1
vandamála kemur iðnrikjunum
til góöa þegar til lengri tima er
litið.
Að lokum gáfu utanrikisráð-
herrarnir út yfirlýsingu um það,
að þeir vonuðust til þess, að frum-
kvæði Norðurlandanna á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, undir
heitinu: „Umræður um virkari
reglur vegna verndunar, öryggis
og sjálfstæðis sendiráða og
starfsfólks þeirra”, yröi til þess
að auka virðinguna fyrir sendi-
ráðum og málum sem snerta
sendiráð.
Skýrsla Flugleiða til rlkisstjórnar:
Eignarfjárstaða
jákvaeð en greiðslu-
fjárstaða erfið
gert ráð fyrir jákvæðum rekstri
upp á 900 milljónir á næsta ári
Stjórn Flugleiða sendi i gær
Steingrimi Hermannssyni sam-
gönguráöherra skýrslu um fjár-
hagslega stöðu Flugleiða og
rekstaráætlun félagsins fyrir
tólf mánaða timabilið 1. nóvem-
ber 1980 til 31. október 1981.
Innihald skýrslu þessarar var i
stórum dráttum kynnt blaða-
mönum á fundi i gær.
t skýrslunni kemur fram að
þrátt fyrir tap félagsins á árinu
1979 og á yfirstandandi ári eru
eignir Flugleiða verulegar um-
fram skuldir. Samkvæmt bréfi
endurskoðanda félagsins, og
miðað við þær forsendur sem
þar eru raktar, er endurmetið
eigið fé félagsins 30. júni 1980
um 13 milljaröar króna.
1 bréfi til Steingrims Her-
mannssonar samgönguráð-
herra, en afrit af þvi voru einnig
send forsætisráðherra, utanrik-
isráðherra og fjármálaráð-
herra, kemur fram að skv.
þeirri áætlun sem nú liggur fyr-
ir um rekstur Flugleiða ofan-
greint timabil er gert ráð fyrir
að rekstur félagsins verði
jákvæður um 900 milljónir
króna á þvl timabili. Afskriftir á
timabilinu eru þá reiknaðar 3
milljarðar króna. Tekið er fram
að áætlun þessi sé mjög var-
færnisleg. Höfuðahersla er lögð
á að komast út úr taprekstri
sem félagið hefur verið i undan-
farna mánuði.
Skýrsla Flugleiða sem send
var samgönguráðherra i dag,
var gerö samkvæmt beiðni ráð-
herra og rikisstjórnar Islands
þann 20. ágúst 1980. Fram kem-
ur að vegna mikillar hækkunar
á eldsneyti samfara gifurlegri
samkeppni á Norður-Atlants-
hafsleið félagsins, svo og sam-
dráttar i efnahagslifi vestur-
landa og minnkandi flutninga,
hefur enn orðið tap á rekstri
Flugleiða fyrri hluta yfirstand-
andi árs. Mikil verðbólga hér á
landi hefur einnig aukið á
vandann. Þetta hefur gert það
nauðsynlegt og óhjákvæmilegt
aðstarfsemi félagsins á Norður-
Atlantshafsleiðinni veröi færð
niður i algjört lágmark, jafn-
framt þvi að framkvæmd er
hagræðing á öllum sviöum
starfseminnar. Starfsemi
félagsins á Evrópuflugleiöinni
og i innanlandsflugi verður með
hefðbundnum hætti.
Eftir þær breytingar og end-
urskipulagningu á starfsemi
félagsins sem nú hefur átt sér
staö og enn er unnið að, telur
stjórn félagsins tryggt að mynd-
aður hafi verið öruggur
rekstrargrundvöllur fyrir
áframhaldandi starfsemi innan
þeirra marka sem fyrirhuguð
eru.
Samkvæmt skýrslu endur-
skoðanda er eignarfjárstaöa
Flugleiða jákvæð. Rekstrar-
áætlanir til októberloka 1981
gefa til kynna að fyrirtækið
verði rekið með hagnaði á fyrr-
greindu timabili. Greiöslufjár-
staða félagsins er hinsvegar
mjög erfið. í lok bréfsins sem
undirritaðer af Erni Ö. Johnson
formanni stjórnar Flugleiða og
Sigurði Helgasyni forstjóra, er
óskað eftir viðræöum við rik-
isstjórn íslands um úrlausn
þeirra mála, m.a. um aðstoð
rikisins til að breyta skamm-
tima skuldum i föst lán.
I ofangreindri áætlun1 er gert
ráð fyrir sölu tveggja Boing-
véla, en að sögn forráðamanna
félagsins eru þær ekki auð-
seljanlegar þar sem um 50
slikar vélar eru þegar á mark-
aðnum. Þá gerir þessi áætlun og
ráð fyrir að Atlantshafsflug
félagsins dragist ekki meira
saman en orðið er. Haldist
þessi áætlun kveðst Sigurður
Helgason forstjóri vongóður um
að þeim takist að koma félaginu
á réttan kjöl á nýjan leik.
Forráöamenn félagsins voru
spurðir álits á fullyrðingum
þess efnis að rangt haf i verið aö
loka söluskrifstofum erlendis i
þeim mæli sem gert var. örn O.
Johnson stjórnarformaður
kvaðst ósköp feginn aö þeir
skyldu ekki hafa valið þann kost
aöhalda söluskrifstofunum opn-
um, „enda sætum við þá varla
hér á fundi með ykkur núna”,
sagði örn.
Varðandi samningaviöræð-
urnar i Luxemburg vildi örn að
fram kæmi að hvert einasta orð
sem haft hefði verið eftir for-
stjóra félagsins i fjölmiðlum þar
um væri sannleikanum sam-
kvæmt. Þar ytra hefðu umræö-
ur aldrei komist á það stig að
fjallað væri um fjárframlag
Flugleiða.
Siguröur Helgason sagöi að
ekki væri enn ljóst hve margir
yrðu endurráðnir þann 1.
nóvember n.k., það væri tals-
vert háð leigusamningum sem
nú stæöu fyrir dyrum.
Styttingur
lækni. Við athöfn þessa voru og
viðstaddir nokkrir læknar af
Austurlandi, starfsfólk sjúkra-
hússins, starfslið verktaka, hönn-
uðir, bæjarfulltrúar, fréttamenn
og fulltrúar félaga, sem eru
styrktaraöilar sjúkrahússins.
Heilbrigðismálaráðherra flutti
ræðu þar sem hann m.a. rakti
þróun heilbrigöismála á Austur-
landi. Vilhjálmur Hjálmarsson
f.v. menntamálaráöherra flutti
ávarp og færði sjúkrahúsinu kr.
500 þúsundir að gjöf frá Mjóa-
fjarðarhreppi.
Stefán Þorleifsson
framkvæmdastjóri sjúkrahússins
lýsti húsinu og rakti sögu þess.
Kom þar fram, að byggingar-
framkvæmdir hófust árið 1973 og
4
samið hefur verið við verktaka
um aö byggingunni verði aö fullu
lokiö árið 1981.
Húsiö er á þremur hæðum og er
hver hæö um 1000 ferm, auk kjall-
ara að flatarmáli 240 ferm, en þar
veröa ýmsar geymslur sjúkra-
hússins, verkstæði og vararaf-
stöð. Á neðstu hæð verður endur-
hæfingarstöð, þvottahús, bún-
ingsklefar starfsfólks o.fl. A ann-
arri hæð eru heilsugæslustöð,
röntgendeild, rannsóknarstofa,
skurðstofa ofl. A þriðju hæð verða
sjúkrastofur með 31 sjúkrarúmi
ásamt ýmsum vinnuherbergjum.
Verktakar eru Byggingarfélagið
Valmi h.f. Neskaupstað og arki-
tektar Arkitektastofan s.f. Ormar
Þór Guðmundsson og örólfur
Hall, Reykjavik.
Þriðjudagur 9. september 1980 Priðjudagur 9. september 1980
Ur flokkstarfinu
Dagana 10.—16. ágúst siðast
liðinn héldu sambönd alþýðu-
flokkskvenna á öllum Noröur-
löndunum sina árlegu námsviku.
Námsvikan var að þessu sinni
haldin á skólasetri Norska
Alþýðusambandsins i Sörmarka i
grennd við Oslo. Þátttakendur
voru 32 talsins.
Fulltrúar Sambands Alþýðu-
flokkskvenna á tslandi voru þær
Hólmfriður Friðriksdóttir, for-
maður Kvenfélags Alþýðuflokks-
ins á Sauðárkróki, Asta Bene-
diktsdóttir, varaformaður Kven-
félags Alþýðuflokksins i Reykja-
vik og Sólveig Helga Jónsdóttir,
ritari Kvenfélags Alþýðuflokks-
ins i Kópavogi.
Aðalefni námsvikunnar var: 1)
Ofbeldi á heimilum. 2) Afvopnun.
Samband Alþýðuflokkskvenna
hefur tekið virkan þátt i starfi
norrænna jafnaðarkvenna allt frá
árinu 1975, en sambandið var
stofnað árið 1972. Framkvæmd og
umsjón námsviku sem þessarar
var i höndum islensku jafnaðar-
kvennanna i júni á siðasta ári,
1979, og var hún haldin i Hús-
mæðraskólanum á Laugarvatni.
Að öllu forfallalausu verður
framkvæmd hennar öðru sinni i
okkar höndum sumarið 1984.
alþýdu
i n et.tt.
Ctgefandi: Alþýöuflokkur-
inn
Framkvæmdastjóri:
Jóhannes Guðmundsson
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Már
Arthursson, ólafur Bjarni
Guðnason.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal
Auglýsingar: Elin Harðar-
dóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir.
Dreifingarstjóri: Siguröur
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavik,
simi 81866.
Vissulega ekki. Viðhorf
pólsku þjóðarinnar til hinna
kommúnisku valdhafa eru eink-
um blandin tvenns konar tilfinn-
ingum: Ótta og fyrirlitningu.
Rikisstjórn Póllands er lepp-
stjórn erlends valds. Kommún-
istaflokkur Póllands saman-
stendur af örfámennum minni-
hlutahópi meðal þjóðarinnar.
Hann komst til valda i lok seinni
heimsstyrjaldar i skjóli sovézks
vopnavalds. Hver einasti Pól-
,,Pólskir verkamenn ganga ekki að því gruflandi að
kröf um þeirra og aðgerðum er beint gegn kjarna þess
ráðstjórnarsósíalisma sem byggir á kenningu Leníns
um algera valdaeinokun flokksins. Frjáls verkalýðs-
félög samrýmast ekki þeirri kenningu. Málfrelsi, rit-
frelsi, félaga- og fundafrelsi, samrýmist ekki þeirri
kenningu. Efnahagsleg valddreifing, sem byggir á
efnahagslegum sjálfsstjórnareiningum, i samkeppni
á markaði, samrýmist ekki þeirri kenningu. Lýð-
ræðissósíalismi samrýmist ekki kenningum Leníns."
Á húsgangsklæðum Lenmismans
,,Sá dagur mun koma að verka-
menn munu ekki gera sig
ánægða með hálfan sigur. Þann
dag verða meiri háttar átök
óhjákvæmileg”. (Jecek Kuron,
formaður félagslegrar sjálfs-
varnarnefndar pólskra verka-
manna).
M eð hvaða rétti fara
Kommúnistar með völd i Pól-
landi?
Hafa þeir fengið umboð
þjóðarinnar til þess i almennum
kosningum, þar sem hugmyndir
og stefna kommúnista hefur
hlotið dýpri ijJjómgrunn og
meira fylgi en stefna andstæð-
inga þeirra?
verji veit, að núverandi vald-
stjórn i Póllandi stæðist ekki
deginum lengur, ef hún nyti ekki
við kúgunartækja leynilögreglu,
efnahagslegrar og pólitiskrar
nauðungar og erlends hervalds.
Eina réttlætingin sem til er á
völdum þessarar erlendu lepp-
stjórnar i Póllandi, jafnt sem
öðrum löndum Austur-Evrópu,
er grimulaust ofbeldið. Full-
trúar Kommúnistaflokksins
hafa aöeins einn boðskap að
flytja þjóðinni: ,,Ef hróflaö
verður við völdum okkar,
verður gerð innrás I landið, þá
verður blóðbað”.
H verjum einasta ærlegum
Pólverja býður við þvi að þurfa
að heyra þetta hyski réttlæta of-
beldið I nafni sósialisma og lýð-
ræðis. Þess konar þulur þýðir
ekki að fara með frammi fyrir
pólskum verkalýð. Þær eru
aðeins til útflutnings, handa
gáfumannafélögum á Vestur-
löndum, sem enn kenna sig við
einhvers konar marx-lenin-
isma, en piskra eitthvað um
söguleg mistök og senda sam-
úðarkveðjur þegar upp úr sýöur
á fárra ára fresti.
A fturbatapikur Stalinism-
ans i Vestur Evrópu, sem sumir
hverjir kenna sig nú orðið við
„evrópukommúnisma” ræða
gjarnan ástand mála i Austur-
Evrópu út frá þeirri forsendu,
að þar hafi átt sér stað einhver
söguleg mistök við framkvæmd
sósialismans.
Stalinisminn á að hafa verið
mistök. Þeir vilja gera ræki-
legan greinarmun á honum og
stefnu Lenins, hins upphaflega
kennimeistara þessa þjóð-
félagskerfis. Þannig telur aðal-
ritstjóri Þjóðviljans pólskum
verkamönnum það helzt til
hjálpræöis að glugga betur i
Lenin þennan. Ekki er vitað til
þess, að nokkur fulltrúi hinna
sovésku leppstjórnar i Póllandi,
hafi dirfst að láta uppi slika
ósvifni i áheyrn pólskra verka-
manna.
K jarninn i kenningu Lenins
þessa var sá, aö kommúnista-
flokkurinn, sem sjálfskipaður
úrvalshópur og framvarðar-
sveit öreiganna, skyldi hafa
óskoraða einokun á öllu efna-
hagslegu og pólitisku valdi i
þjóðfélaginu. Kenning hans var
i innsta kjarna andlýðræðisleg.
Dreifing valds, sem er forsenda
lýðræðislegrar þróunar, er ger-
samlega ósamrýmanleg þjóð-
félagskenningum Lenins.
Lenin boðaði eins flokks kerfi.
Þessi eini valdaflokkur átti ekki
aðvera fjöldaflokkur. Hann átti
að vera samsærishópur, úrvals-
lið. Honum átti að stjórna meö
valdboöi, ofan frá og niður úr.
Innan flokksins mátti hvorki
þola skoðanaágreining, né and-
stöðuhópa. Aðrir stjórnmála-
flokkar, eða fjöldahreyfingar,
utan flokksins, áttu ekki tilveru-
rétt, samkvæmt kenningum
Lenins. Alkunna er, að Lenin
fyrirleit innilega verkalýðs-
hreyfingu af þvi tagi, sem verið
hefur bakhjarl Sósialdemó-
krataflokka á Vesturlöndum.
Skv. þessari kenningu tók
hinn fámenni samsærishópur
Lenins öll völd i Rússlandi með
ofbeldi. Til þess aö halda völd-
um, varð skv. bæöi kenningu og
reynslu, að beita kerfisbundnu
ofbeldi. Otrýma andstöðuhóp-
um, afnema skoöanafrelsi, rit-
frelsi, fundafrelsi, mýla og
gelda verkalýöshreyfingu, og
beita stéttahópa og þjóðernis-
minnihlutahópa valdi. Þessir
höfuðdrættir Ráöstjórnarsósial-
ismans voru að fullu mótaðir i
tið Lenins. Stalinisminn var
rökrétt niðurstaða af þessari
hugmyndafræði. Hann er stað-
festing á kenningunni, ekki frá
vik frá henni.
Polskir verkamenn ganga
ekki að þvi' gruflandi, aö kröfum
þeirra og aðgerðum er beint
gegn kjarna þess ráöstjórnar-
sósialisma, sem byggir á kenn-
ingu Lenins um algera valda-
einokun flokksins. Frjáls verka-
lýðsfélögsamrýmast ekki þeirri
kenningu. Málfrelsi, ritfrelsi
félaga- og fundafrelsi, sam-
rýmist ekki þeirri kenningu.
Efnahagsleg valddreifing, sem
byggir á efnahagslegum sjálfs-
stjórnareiningum, i samkeppni
á markaði, samrýmist ekki
þeirri kenningu.Lýðræðissósial-
ismi samrýmist ekki kenning-
um Leníns.
An lýðræðis er enginn sósial-
ismi hugsanlegur. Þaö varð lýö-
ræðis jafnaðarm önnum á
Vesturlöndum ljóst á seinustu
áratugum 19. aldar. Um það
hefur deila þeirra viö Sovét-
kommúnista/ og fylgifiska
þeirr%.staðið i tæpa öld. Atburð-
irnir i Póllandi staðfesta rétt
einu sinni enn, hverjir þaö eru,
sem hafa haft rétt fyrir sér allan
timann. —JBH
Feilar á fimm ára áætlunirmi:
Vitlaust skipulag, vitlaus verdlagning,
vitlaus taekni
Þótt Sovétstjórnvöld vilji allt til vinna, að halda þegnum sinum i
einangrun, frá umheiminum, gcta þau það ekki, þegar efnahagslegir
erfiðleikar gripa um sig. 1 grein þeirrisem hér fylgir á eftir, og þýdd er
úr bandaríska timaritinu Time, er fjallað um þann efnahagsvanda,
sem nú biasir viö Sovétmönnum, og gæti reynst áhrifameiri sem afl til
þjóðfélagsbeytinga, en andóf litils hóps manna.
1 vinsælum Moskvubrandara,
sitja Stalin, Krúsjof, og Brezbuef
saman I járnbrautarlest. Þegar
vélarbilun verður, Iætur Stalin
skjóta vélstjórann og aðstoðar-
menn hans. Lestin hreyfist ekki.
Eftir nokkurn tima, endurreisir
Krúsjof áhöfnina. Enn hreyfist
lestin ekki. Að lokum dregur
Brésnéf niður gluggatjöldin i
klefanum, stynur og segir:
„Jæja, við skulum þó alla vega
þykjast vera á hreyfingu.”
Síðustu mánuði hafa leiötogar
Sovétrikjanna átt i erfiðleikum
við að þykjast vera á hreyfingu.
Eftir stórkostlegar efnahagslegar
framfarir síöustu hálfa öldina,
hefur nú komið upp kreppuástand
i sovésku efnahagslifi. Hag-
vöxtur, sem var 5,3% árlega frá
1966 til 1970, og var 7,2% fyrir ekki
lengra siðan en 1973, hefur nú
dottið niður i 0,7% fy.rir áriö 1979.
Stálframleiösla, sem hefur alltaf
þótt gefa góða hugmynd um
frammistöðu sovésks iðnaðar,,
minnkaði um 1,6% siðasta ár, en
það er i fyrsta sinn, sem fram-
leiðsla minnkar milli ára, siðan
seinni heimsstyrjöld lauk.
1 staö þess að efna gefin loforö
um paradis verkamannanna, þar
sem allir heföu hagsæld og góð
lifskjör, hefur Marx-Lenin-
isminn, sem Moskva boðar búið
til stétt skriffinna, sem eru tregir
til breytinga, og draga úr hvatn-
ingu til framleiðslu og vanmeta
uppáfinningasemi.
Fyrir sovéskan iðnað, er fimm
ára áætlunin eins og boðorðin tiu.
GOSPLAN, sem er rikisstofnun,,
sem vinnur að gerð slikra áætl-
ana, ræður hvert fjármagni til
fjárfestingar er beint, ákveöur
verð á framleiðslu og magn
hennar, og ræður utanrikis-
verslun. Fimm ára áætiunin, sem
setur um 350000 fyrirtækjum og
stofnunum verkefni, hefurþannig
áhrif á lif hvers einasta þegns
Sovétrikjanna. Lögfræöingar
verða að taka sinn kvóta af
málum á ári hverju, rakarar
verða að klippa sinn fjölda af
hausum, leigubilstjórar verða að
"keyra sinn fjölda af milum.
Aætlunin ákvaröar hvaða hráefni
verksmiðjan fær, hve marga
verkamenn hún fær að ráða, eini
mælikvarði á frammistööu, er
hversu vel eða illa hefur tekist til
við að fylla kvótann.
Sovéskir hagfræðingar segja að
þaö hafi aðeins verið vegna fyrir-
skipana stjórnarinnar, að landinu
tókst að ná sér eftir hörmungar
striðsins. Með gifurlegum fjár-
festingum og vinnu, hefur land-
búnaðarframleiðsla aukist um
3% árlega siöan 1953. Þó fæöa
almennings sé enn of sterkjurik
og þó dreifingarkerfið sé undir of
miklu álagi og of gamaldags,
hefur fæðuneysla aukist um meir
en helming siðan 1959, en þaö er
meir en nokkur önnur iðnþróuð
þjóð hefur náð. Aukning i iðn-
framleiðslu hefur lika verið stór-
kostleg, heildarframleiðsla
Sovétrikjanna var aþeins 40% af
heildarframleiðslu Bandarikj-
anna 1955, nú er hún 60%.
En nú þurfa Sovétleiðtogarnir
að takast á viö annað vandamál,
sem er erfitt viðfangs. Aðal-
vandamálið er að kerfið er ekki
fært um að nýta framleiðslutæki
sin nóg og vel. Sérfræðingur i
efnahagsmálum Sovétrikjanna
segir: „Hið sovéska kerfi of
miðstýrðrar áætlunargerðar,
reyndist vel áður fyrr, þegar
vandinn var að skipuleggja
nýtingu mikils fjármagns og
fjölda verkmanna. En nú, þegar
ástandið krefst þess, að þeir nýti
það sem til er i framleiöslunni
betur, reynist þetta kerfi ekki nóg
og vel.” Þegar fimm ára áætlanir
eru gerðar, eru markmið oft kos-
in, vegna þess aö þau eru sláandi
á pappirnum. Sovétrikin hafa i
raun sett upp hagkerfi, þar sem
framleiösla 100 vörubifreiða, sem
bila oft og endast illa, er megin
meir en framleiðsla 10 slikra
bifreiða, sem eru betur smiðaðar,
bila sjaldnar og endast lengur.
Aætlanirnar leggja mesta áherslu
á fjölda framleiddra eininga, en
taka ekki tillit til gæða.
Hið kapitaliska hagkerfi
vestursins verölaunar þá, sem
taka áhættu og tekst vel til.
Sovéska kerfið verðlaunar þá
sem fara varlega og fylgja fyrir-
skipunum. Sá verksmiðjustjóri,
sem reynir að beita nýjum
aöferðum við framleiðsluna,
tekur þá áhættu, að tilraunin mis-
takist og hann nái ekki að upp-
fylla sinn kvóta. Þess vegna er
það, að metnaður framleiðslu-
aðilanna, er sá aö breyta sem
minnstu. Ef framleiðsluháttum
er breytt, þýðir þaö óhjákvæmi-
lega að framleiðslan fer úr
skorðum um einhvern tima.
Dæmi um ihaldssemi i
sovéskum stil, eru nýmörg. Efna-
iðnaðurinn sovéski var ófær um
að takast á við framleiðslu á
plastpipum, i stað steyptra járn-
pipa, sem þó voru til vandræða
vegna þess hve mikið þær
ryðguðu. Astæðan var sú að i
pipuframleiðslu áætlun GOS-
PLAN, eru kvótarnir ákveðnir
eftir þyngd framleiðslunnar og
hvaða verksmiðja, sem breytti
framleiðslu sinni á pipum úr járn-
i plastpipur, myndi þar með
dragast aftur úr öörum verk-
smiöjum, og gæti ekki fyllt
kvótann.
Sovétleiðtogarnir hvetja verk-
smiðjustjóra og verkamenn til að
auka framleiðsluna, en ekkert
virðist nókkurntima verða af
sliku. Arið 1965 beitti Kosygin sér
fyrir stjórnunarbreytingum, sem
áttu aö hvetja til meiri afkasta.
Verksmiðjur og fyrirtæki áttu að
hafa meiri völd til þess að ákveða
framleiðslu sina sjálf, koma á
beinu sambandi viö neytendur og
áttu lika að halda eftir meira af
gróða sinum til endurfjár-
festingar. En þessar umbóta-
áætlanir urðu að engu i meðferð
rikisapparatsins. Efnahagslegar
umbætur verða alltaf aö engu, þvi
þær krefjast þess, á endanum, að
umbætur verði lika gerðar á póli-
tiska sviöinu.
Þó fjárfesting i landbúnaði sé
meirien 500milljaröardollara, er
landbúnaðurinn þó vandræða-
barnið i sovésku efnahagslifi.
Landbúnaðarverkamenn eru átta
sinnum fleiri i Sovétrikjunum en i
Bandarikjunum, eða um 23% af
vinnuafli Sovétrikjanna.
Landbúnaðurinn dregur til sin um
fjórðung alls fjármagns til fjár-
festingar, eða fimm sinnum meiri
upphæð en i Bandarikjunum.
Þrátt fyrir þaö er landbúnaðar-
framleiösla Sovétrikjanna aöeins
80% af framleiðslu Bandarikj-
anna. Eins og einn sérfræðingur
orðaöi það: „Skipulagið er vit-
laust, verðlagningin er vitlaus,
tæknin er vitlaus. Þetta er allt
vitlaust.”
Landbúnaður Sovétrikjanna á
við loftslagsvandamál að eiga,
sem engin rikisstjórn getur
bjargað. Að visu er kornfram-
leiðsla Úkrainu gifurleg, en
meginhluti ræktanlegs lands
liggur norðar, þar sem miklar
sveiflur eru i meðalhita og
úrkomu. Þessar sveiflur leiða
siðan til sveiflna i landbúnaðar-
framleiðslu, sem getur farið allt
upp i 40%. Þessi vandamál eru
svo gerð erfiðari með stjórnunar-
kerfinu.
Þótt samyrkjubúin séu oft borin
saman við hin stóru landbúnaöar-
fyrirtæki i Bandarikjunum þá er
munurinn gifurlegur þar á, þvi
verkamennirnir hafa engar
áhyggjur af framleiðni á rikis-
jörð. Sönnun þessa er sú, að á
þeim 2—3% landrýmis i Sovét-
rikjunum, sem eru i einkaeign, er
framleidd 25% af landbúnaðar-
framleiöslu i Sovétrikjunum,
aðallega grænmeti, ávextir,
mjólk og kjöt.
Framleiöni i landbúnaði er enn
frekar heft af skorti á þjálfuðum
starfskrafti. Þegar fleiri og fleiri
hinna yngri fara frá sveitunum i
verksmiðjuvinnu i borgum, er
landbúnaðarframleiðsla skilin
eftir i höndum hinna eldri, sem
kunna minna til verka. Vinnuafls-
skortur er reyndar alvarlegt
vandamál á öllum sviðum so-
vésks efnahagslifs. Atvinna i
iðnaði eykst aöeins um 0,7% ár-
lega, miðað við 1,8% á ári
1976—78.
Þegar litil vandamál i land-
búnaði verða að stórum vanda-
málum, bregðast sovéskir skrif-
finnar þannig við, að lausnin
verður oft jafnmikið vandamál.
Þegar uppskeran af korni verður
meiri en við var búist til dæmis,
verða yfirmenn að leita um stór
svæði að vinnuafli og flutningsbif-
reiðum, sem þeir veröa aö taka
frá öðrum verkefnum, sem
verður auövitaö aö hætta við i
bili.
Afleiðing þessa er samfellt
kapphlaup um vinnuafl og tæki,
sem allt of litið er til af, hvort eð
er. Þó Sovétmenn vilji allt til
vinna að komast yfir vestræna
tækniframleiöslu og kunnáttu,
t.d. tölvur og vélar, þá eiga þeir
erfitt með að koma sinni fram-
leiðslu á markað vestan járn-
tjalds. Fyrir utan vodka eiga
Sovétmenn ekki auðvelt að selja
annað en hráefni, eins og hráoliu
og gull. Þó vara eins og Yak-40,
farþegaflugvélin eða Lada bilar
séu boðin á góöu verði, hefur ekki
gengið vel að selja það i Vestur
Evrópu. Yfirleitt verða Sovét-
menn að selja sinn útflutning til
hinna Austur-Evrópu rikjanna
eða þriöja heimsins.
Sovéskir borgarar hafa vanist
þvi, siðan striðinu lauk, að lifs-
kjörfæru batnandi. Nú verða þeir
að búast við afturför. Mið-
stýringin, sem geröi Sovét-
rikjunum kleift aö iðnvæðast
hratt, hefur nú breyst i hindrun á
framfarabrautinni.
(Þýttog endursagt
úrTime,
23. júní 1980!.
Þó f járfesting í landbúnaði sé meiri en 500 milljarðar
dollara, er landbúnaðurinn þó vandræðabarnið í sovésku
efnahagslífi. Landbúnaðarverkamenn eru átta sinnum
fleiri í Sovétríkjunum en í Bandarikjunum, eða um 23%
af vinnuafli Sovétríkjanna. Landbúnaðurinn dregur til
sin um fjórðung alls fjármagns til fjárfestingar, eða
fimm sinnum meiri upphæð en í Bandaríkjunum. Þrátt
fyrir það er landbúnaðarframleiðsla Sovétríkjanna
aðeins 80% af framleiðslu Bandaríkjanna. Eins og einn
sérfræðingur orðaði það: „Skipulagið er vitlaust,
verðlagningin er vitlaus, tæknin er vitlaus. Þetta er allt
vitlaust."