Alþýðublaðið - 25.09.1980, Qupperneq 3
Fimmtudagur 25. september 1980.
3
alþýöu
H hT'TT'M
(Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn
Framkvæmdastjóri:
Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaöamenn: Helgi Már
Arthursson, Ólafur Bjarni
Guönason.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal
Auglýsingar: Elin Haröar-
dóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir.
Dreifingarstjóri: Siguröur
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
aö SiöumUla 11, Reykjavik,
simi 81866.
T il hvers höfum við rikis-
stjórn? Þaö er satt aö segja von
aö spurt sé. Fyrstu skyldur
rikisstjórnar eru viö atvinnu-
lifiö i landinu. Fari atvinnulifið
á vonarvöl, er úti um atvinnu-
öryggi og afkomuöryggi fólks-
ins i landinu. (Jtflutningsfyrir-
tæki veröa aö vera samkeppnis-
hæf. Fyrirtæki, sem framleiöa
fyrir heimamarkaö, veröa aö
geta staðizt samkeppni við inn-
fluttan varning. Fyrirtæki sem
rekið er af viti, verður að geta
skilað hagnaöi. Þetta er hinn
frægi rekstrargrundvöllur at-
vinnuveganna. Hann er nú
brostinn.
N Uverandi rikisstjórn viröist
enga stefnu hafa iefnahagsmál-
um, og þar af leiöandi ekki
heldur i atvinnumálum. Meö
stefnu- og aðgerðarleysi sinu,
hefur hUn velt vanda atvinnu-
veganna yfir i bankakerfið, eins
og Helgi Bergs, bankastjóri,
lýsti i fréttaauka rikisútvarps-
ins i gær.
Fyrirtæki eru flest rekin með
tapi. Hingaö til hefur banka-
kerfiö lánað i þennan tap-
rekstur, með þvi að láta Seðla-
bankann prenta seöla. Það
magnar veröbólgu. Skipi rikis-
stjómin bönkunum að kippa að
sér hendinni, er vandanum velt
yfir á fyrirtækin. Þá kemur til
rekstrarstöövana. Þá er at-
vinnuöryggiö brostið.
Fólk og fyrirtæki:
„f Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum
hefur þjóðunum verið boðað, að þær yrðu að færa
fórnir um sinn upp á betri tíma síðar. Betri tið hefur
látiðá sér standa. Hér á landi hefur Framsóknarára-
tugur Alþýðubandalagsins, með 4 ára hjálp Sjálf-
stæðisf lokksins hins vegar einkennzt af því, aðfólki er
sagt að fórna nú, í vissu um enn meiri fórnir síðar.
Sitjandi ríkisstjórn virðist helzt ráðin í að halda enn
fastar fram en nokkru sinni fyrr atvinnumálastefnu
lífskjaraskerðingarinnar".
AÐ FJARFESTA I FRAMTÍÐINNI
Með þessum hætti hangir is-
lenzkt atvinnulif á bláþræði.
Eina lausnin sem til er, er að
skera á sjálfvirk tengsl gengis,
fiskverðs, búvöruverös, verð-
lags og launa. Þetta treystir nú-
verandi rikisstjórn sér ekki til
aögera. Þess vegna er hún óhæf
til aö stjórna landinu. HUn er
pólitiskt lömuð.
Hefur þessi rikisstjórn þá
enga stefnu I atvinnumálum?
JU, reyndar. Kjartan Jóhanns-
son, fyrrverandi sjávarútvegs-
ráðherra, lýsir henni á eftirfar-
andi hátt i grein i Alþýðublaöinu
i dag:
„Rikjandi atvinnumálastefna
er i þvi fólgin, aö auka land-
búnaðarframleiöslu, stækka
fiskiskipaflotann, skrifa
skýrslur um iðnþróun og skipa
nefndir um iðnaöaráætlanir.
Virkja i Kröflu, nýta ekki orku-
lindir til stóriðju, gera ekkert i
verðbólgumálum og láta at-
vinnufyrirtækin vera á fram-
færi banka og sjóða”.
Hvaö á að gera?
1 sömu grein lýsir Kjartan Jó-
hannsson stefnu Alþýðuflokks-
ins á eftirfarandi hátt:
,,(1) Það verður að hafa hóf á
landbúnaðarfra mleiðslu og
draga Ur framleiöslu á mjólkur-
afurðum og kindakjöti. Viö höf-
um ekki efni á að verja tugum
milljarða á ári hverju i niður-
greiðslur og matargjafir til út-
lendinga. Samdráttur i þessari
framleiöslu myndi létta skatt-
byrði af þjóðinni og bæta lifs-
kjör. Alþýðuflokkurinn hefur
boöaö þessa stefnu. Hinir flokk-
arnir hafa staöiö fyrir gömlu
framleiðsluaukningarstefnunni
I landbúnaöi og tilheyrandi lifs-
kjaraskeröingu.
(2). Það verður að halda
stærð skipastólsins i skefjum.
Það veiöimagn sem unnt er að
sækja I fiskstofnana er tak-
markað. Afköst flotans við nú-
verandi aöstæður eru meiri en
svarar til eölilegs afraksturs
fiskistofna. Þorskveiöar togara
erubannaðar milli þriðjungsog
helmings ársins. Loðnuflotinn
getur lokið veiði á u.þ.b. þriöj-
ungi ársins.
Sérhver viðbót við fiotann
þýðir meiri skömmtun minna I
hvern hiut og lélegri afkomu
sjómanna, Utgerðar og þjóðar-
innar i heild.
aö veröur (3) að auka fjár-
festingu f tækniframförum f
fiskvinnslu og aöbúnaöi verka-
fólks.Framundan er harðnandi
samkeppni við Kanadamenn og
Bandarikjamenn á fisk-
markaöi. Aöeins með þvi að
vera i fararbroddi i greininni,
tæknilega, i gæðum og vegna
lágs vinnslukostnaöar, munum
viö varöveita markaðsstöðu
okkar.
Hagræðing og tækniframfarir
i fiskvinnslu fela i sér einhverja
mestu hagvaxtarmöguleika
sem völ er á. Þess vegna á að
fjárfesta i slikum framförum.
aö á (4) að beizla fallvötnin
til aukinnar iönaöarframleiðslu
með orkufrekum iönaði. Engar
ákvarðanir hafa veriö teknar
umnýjastóriöju, sl. 6ár. Undir-
búnings- og framkvæmdatimi
er a.m.k. fjögur til sex ár. Þess
vegna er ekki ráð nema I ti'ma
sé tekið.
1 fallvötnunum og jarð-
varmanum liggja ónýttar auö-
lindir til iönaðarframleiöslu. A
þeim veröum viö aö byggja
vonir okkar um batnandi lifs-
kjör i framtlðinni. Meö orku-
frekum Utflutningsiðnaði getum
viö skapað ný atvinnutækifæri
og aukiö þjóðarframleiðslu.
(5). Það veröur að skapa skil-
yrði til almennrar iðnþróunar.
Verðbólgan, ‘ööugleiki i efna-
hagsmálum, urelt verðlags- og
tollalöggjöf, eyöileggur alla
vaxtarmöguleika. Forstöðu-
menn fyrirtækja eru gerðir að
sendisveinum i reddingarerind-
um, peningaslætti og verðlags-
þrasi. Þeir fá engan tima til
raunverulegrar framleiöslu-
stjórnar. Þeir sjá litinn ávinn-
ing I tækniframförum eða hag-
ræðingu. Nýskipan verölags-
mála, endurskoöun tollalög-
gjafar, skynsamleg skatta-
stefna, jafnræöi á lánamarkaði,
aukinn stööugleiki I efnahagslifi
og lækkun veröbólgu eru skil-
yrði fyrir eflingu iönaðar.
fi ö lokum segir Kjartan Jó-
hannsson: „1 Ráöstjórnarrikj-
unum og öörum kommúnista-
rikjum hefur þjóðunum veriö
boöað aö þær yröu aö færa
fórnir um sinn upp á betri tima
siðar, sem reyndar létu svo á
sér standa. Hér á landi hefur
Framsóknaráratugur Alþýöu-
bandalagsins með 4 ára tilhjálp
Sjálfstæðisflokksins hins vegar
einkennztaf þvi að fólkier sagt
að fórna nii, i vissu um enn
meiri fórnir siöar. Sitjandi
rikisstjórn viröist helzt stað-
ráðin i að halda enn fastar fram
en nokkru sinni fyrr atvinnu-
málastefnu lifskjaraskerð-
ingarinnar. Ef stemma á stigu
við landflóttanum veröur þessi
stefna aö vikja, og við aö taka
atvinnustefna i þágu lifs-
kjara”.
— JBH
1
Landflótti
Húsnæðismál
4
tækjum. NU er hins vegar gert
ráð fyrir að enginn vöxtur verði
á þessari fjárfestingu og
sjávarútvegsráöherra gerði
tillögur um að allt hagræð-
ingarfé Fiskveiðasjóðs færi i
einungis þrjú fyrirtæki og þá
ekki sérstaklega til véiakaupa.
Þetta er stórt skref aftur á bak.
Hagræðing og tækniframfarir I
fiskvinnslunni fela i sér ein-
hverja mestu hagvaxtarmögu-
leika, sem völ er á. Þess vegna
á aö fjárfesta i slikum fram-
förum. Það bætir afkomu
verkafólks i greininni, styrkir
markaösstöðu okkar og treystir
lifskjörin flandinu.
4. Fallvötnin á að beizla til auk-
innar iðnaðarframleiðslu á svið
orkufreks iönaöar. Engar
ákvaröanir hafa veriö teknar
um frekari stóriðju s.l. 5-6 ár.
Eðlilegur undirbúnings- og
framkvæmdatimi er þó að lik-
likindum um það bil 4. ár. Þess
vegna er ekki ráð nema I tima
sé tekiö.
Fallvötnin eru mesta, ónýtta
auðlind þjóöarinnar ásamt
jarðvarma.Þau verðabezt nýtt
til iðnaöarframleiöslu. 1 þvi eru
ótæmdir hagvaxtamögugleikar
og lifskjarabætur. Samninga-
gerð, sem tryggi islenzka hags-
muni og mengunarvarnir,
verður aö vanda. Það krefst þvi
góðs aödraganda. Virkjun fall-
vatnanna til arðbærs orkufreks
iðnaðar á að skapa ný atvinnu-
tækifæri og auka þjóðarfram-
leiðslu, þannig að meira verði
til skiptanna. Þess vegna er
nýting þessarar auðlindar
mikilvæg undirstaöa fram-
tiðarlifskjara i landinu.
5. Skapa veröur skilyrði til al-
mennrar iðnþróunar. Eins og
efnahagslifi er nú háttað eru
iðnþróunarskilyrði bágborin.
Verðbólga, óstöðugleiki i
efnahagsmálum, Urelt verð-
lags- og tollalöggjöf eyðileggur
allan þróunarþrótt. Forystu-
menn fyrirtækja gerast sendi-
sveinar i reddingarerindum,
peningaslætti og verölagsþrasi,
en gefa sér takmarkaöan tima
til raunverulegrar framleiöslu-
stjórnar. Þeir sjá litinn ávinn-
ing I tækniframförum eða hag-
ræðingu, enda þykjast þeir vita
að allt slikt yrði jafnóöum að
engu gert við rikjandi að-
stasður. Meö jafnræöi á lána-
markaði, nýskipan verðlags-
mála, endurskoðun tollalög-
gjafar, skynsamlegri skatta-
stefnu, auknum stöðugleika I
efnahagslifi og verulegri
lækkun verðbólgunnar mundu
skapast hér eölileg iönvaxtar-
skilyrði.
Spurningin um iönþróun er þvi
ekki sú hvort sérfræðingar og
embættismenn skrifa um hana
færri eða fleiri skýrslur, heldur
einfaldlega hvort efnahagslif-
inu verður komið Ur núverandi
vitahring og á heilbrigðari
grundvöll.
Sama gildir um verzlunina I
landinu, þróunarskily röi
hennar eru undir sömu megin-
þáttum komin.
Landflótti eða atvinnustefna I
þágu lifskjara
1 Sovét-Rússlandi og öörum
kommúnistarikjum hefur þjóð-
unum veriö boöað, aö þær yrðu að
færa fórnir um sinn upp á betri
tima siöar, sem reyndar létu svo
á sér standa. Hér á landi hefur
Framsóknaráratugur Alþýöu-
bandalagsins meö 4 ára tilhjálp
Sjálfstæðisflokksins hins vegar
einkennzt af þvi að fólki ersagt að
fórna nú i vissu um enn meiri
fórnir siöar. Sitjandi rikisstjórn
virðist helzt staðráöin i að halda
enn fastar fram en nokkru sinni
fyrr atvinnumálastefnu lifskjara-
skerðingarinnar. Ef stemma á
stigu við landflóttanum verður
þessi stefna aö vikja og við aö
taka atvinnustefna i þágu lifs-
kjara.
Gervasoni 1
Eigum viö að úthýsa slikum
nauðþurftarmanni? Eigum við
að framselja hann I hendur
frönsku lögreglunnar? Ég segi
nei. Jafnvel þótt það kosti okkur
að umbera þessa rikisstjórn
eitthvað lengur.
V
■ inur minn, Vrazda, þessi
landflótta Tékki i Kaupmanna-
höfn, segir i bréfi sinu:
„Gervasoni-málið snýst um
að finna honum griðarstaö þar
sem hann getur lifað eðlilegu lifi
án þeirrar sálfræðilegu
áþjánar, sem þvi fylgir aö fara
huldu höföi I mannlegu sam-
félagi. Island er okkar siðasta
von.”
Hann segir lika:
„Þetta er ekki pólitiskt mál.
Þetta er mann&ðarmál. Við höf-
um beðið alla aðila á íslandi að
forðast aö gera þetta að flokks-
pólitisku máli. Við höfum beöið
menn að vinna aö þvi málefna-
lega og hljóðlega á bak viö tjöld-
in, og forðast að gera þaö að
opinberu deilumál.”
Alþýðubandalagið, samtök
herstöðvaandstæðinga, Þjóð-
viljinn, SINE og hópar há-
skólastúdenta, hafa orðið við
þeirri bón — eöa hitt þá heldur.
Þurfa þessir abilar ævinlega aö
niðast á öllu, sem þeim er trúað
fyrir?
Góði dátinn
Sveik
Tékkinn Vrazda er nú félagi i
danska sósialdemókrataflokkn-
um. Hann segir að þetta mál
orðið að ágreiningsefni innan
flokksins. Um þaö segir hann
orðrétt:
„Ef danska rikið er reiðubúiö
að veita viðtöku flóttafólki frá
Austur-Evrópu, af sömu
ástæðum og liggja að baki
umsóknar Gervasonis, þá tel ég
það siðferöilega skyldu að eitt
gangi yfir alla, — ella verði öll-
um visaö frá.”
Hann likur bréfi sinu með
þessum orðum:
„Ef þú gætir lagt þessu máli
lið, helzt hljóðlega og á bak við
tjöldin, eöa á annan hátt, ef allt
um þrýtur, myndi þaö árétta
fyrir mér einu sinni enn, að ég
slátraöi ekki kúnum I Tékkó-
slóvakiu forðum til einskis.” —
Sem andófsmaður i Tékkóslóva-
kiu var Vrazda tekinn Ur umferð
og gerður aö verkstjóra á rfkis-
búi. Þegar hann sá að hverju fór
i landi sinu brá hann sér Ut i fjós
slátraði kúnum og hélt meb liöi
sinu úr landi. Hann kom
vegabréfslaus til Danmerkur
frá landi góða dátans Svejks.
— JBH.
vegum sveitarfélaga, sem hús-
næðismálastjórn hefur heimild til
að veita allt að 80%-lán til. A ár-
inu herti stofnunin enn á þvi eftir-
liti og þeim skorðum, sem settar
hafa veriö á samþykktan bygg-
ingarkostnaö og iánveitingar til
byggingar þessara ibúöa, er áöur
höfðu verið teknar upp.
A árinu 1979 voru sett tvenn lög,
sem veittu hUsnæöismálastjórn
nýjar heimildir til lánveitinga.
Var þar annars vegar um að ræöa
heimild til lánveitinga til bygg-
ingar vistheimila fyrir aldrað
fólk, hins vegar heimild til Ián-
veitinga til byggingar dagvist-
unarstofnana. Nokkrar lánsum-
sóknir hafa þegar borizt um lán
þessi, en engin hafa enn verið
veitt.
A árinu 1979 var áfram unnið að
endurskoðun á löggjöfinni um
Húsnæöismálastofnun rikisins.
Var það verk unnið á vegum
starfshópa og nefnda, sem skip-
aðar voru af félagsmálaráðherra.
Haustiö 1979 lagði ráöherra fram
á Alþingi frumvarp til nýrra laga
um stofnunina, sem siöan hefur
verið samþykkt.
Á árinu 1979 var endanlega
gengið frá aðild HUsnæðismála-
stofnunar rikisins að stofnun
Byggingaþjónustunnar, er hún
kom d fdt meö Arkitektafélagi Is-
lands og Rannsóknarstofnun
byggingariðnaöarins. Bygginga-
þjónustan rekur upplýsingaþjón-
ustu á sviði byggingariönaðar,
byggingartækni og byggingar-
listar og er sjálfseignarstofnun.
Tók hún viö starfsemi Bygginga-
þjónustu Arkitektafélags Islands.
Skipulagsskrá hinnar nýju stofn-
unar er undirrituð hinn 8. marz
1979 og var hún staðfest af For-
seta tslands hinn 23. marz 1979.
Tæknideild HUsnæðismála-
stofnunar rikisins veitti mörgum
húsbyggjendum, stjórnum verka-
mannabústaða, sveitarstjórnum
o.fl. aðilum margvislega aðstoö
og þjónustu á árinu. Hún var upp-
haflega fyrst og fremst stofnuð i
þágu hinna dreiföu byggða og er
þeim enn sem fyrr mikil stoð, án
hennar geta þær ekki verið, ef vel
á aö vera.
A árinu 1979 voru sett lög um
húsaleigusamninga og er þeim
ætlað það hlutverk, að tryggja
beturen áður samskipti leigusaia
og leigutaka. Eru þetta fyrstu
lögin um húsaleigumál, sem sett
hafa verið áratugum saman,
þegar lög nr. 58/1973 og nr.
38/1976 um bygginga leigu- og
söluibúöa á vegum sveitarfélaga
eru undanskilin. Lagafrumvarpið
var unnið af nefnd, sem skipuö
var af félagsmálaráðherra, og
starfar hún áfram að undirbún-
ingi löggjafar um hámark húsa-
leigu og fleiri viðfangsefnum.
Útboð
Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i eftirtalda verk- og
efnisþætti 60 ibúða i raðhúsum i Hóla-
hverfi.
1. Pipulögn.
2. Ofnar
3. Gler.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.
Máfahlið 4, gegn 20 þús. kr. skilatrygg-
ingu frá fimmtudegi 25/9.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu V.B. Suð-
urlandsbraut30. miðvikudaginn 8. október
1980.