Alþýðublaðið - 04.10.1980, Page 1

Alþýðublaðið - 04.10.1980, Page 1
Laugardagur 4. október 1980. Trúnaðarráð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Fundur verður haldinn í dag, laugardag 4. október 1980, kl. 10:30 í Iðnó, uppi. Fundarefni: Tiilögurtil uppstillingarnefndar umfulltrúa á þing Alþýðuflokksins. Stjórnin. 149. tbi. 61. árgangur. Skömmtunarkerfi í landbúnaði að springa: Eggja- og alifuglabændur sætta sig ekki við ofríki Framleisluráðs Kjördæmisþing á Vestfjörðum:_ ALÞÝÐU FLOKKURIN N í SÓKN A VESTFJÖRÐUM Alþýðublaðið hefur áður vikið að málefnum eggja- og alif uglabænda. Fyrst þegar Ijóst varð, að fóður- bætisskatturinn kom mjög illa við þessar búgreinar og síðan hafa mótmæli þeirra veriðtíunduð. Þessir aðilar telja,að með fóðurbætis- skattinum muni þeirra bú- greinar lenda í klónum á hefðbundna landbúnaðar- kerfinu, en eggja- og ali- fuglabændur eru því and- vígir. Þessar búgreinar hafa staðið utan hins hefðbundna lar.dbúnað- arkerfis' Greinarnar hafa verið reknar án styrkja og er það vilji forystumanna þeirra, að svo verði áfram. Þeir hafa kynnt sér rekstur slikra búa erlendis og til- einkað sér vinnubrögð, sem sann- að hafa gildi sitt. Þetta rekstrar- form telja þeir heppilegt. Talið er, að með breyttum aðferðum hafi þessum aðilum tekist að halda verðlagi niðri á framleiðsl- unni, en það kemur neytendum fyrst og fremst til góða. Með þvi að i sumar var lagður á fóðurbætisskattur breytist þetta dæmi nokkuð. Fóðurbætisskatt- urinn var i upphafi ákveðinn 200%, en vegna harðorðra mót- mæla var hann lækkaður niður i 50%. Þessi skattur gilti frá þvi i lok júni þar til 1. ágúst. Frá 1. ágúst til 30. september var fóður- bætisskatturinn 40%, og nú, frá 1. október hefur verið ákveðið að hafa skattinn 33,3%. Til þess að fá leyfi til að kaupa fóðurbæti, með þessum afslætti frá 200% reglunni, verða eggja- og alifuglabændur að hafa undir höndum svokölluð skömmtunar- kort, sem Framleiðsluráð land- búnaðarins útbýr handa fimm- þúsundum bænda á landinu öllu. En til þess að fá þessi skömmtun- arkort verða bændur að greiða sjóðgjöld til Búnaðarmálasjóðs, Stofnlánasjóðs landbúnaðarins og Stéttarsambandsins. Nema þessi gjöldum2% af veltu búanna, eðg. miðað við heildarframleiðslu þeirra á ári^eitthvað nálægt átta- tiu milljónum króna. Þessi gjöld vilja eggja- og ali- fuglabændur helst ekki greiða. Þeir benda á, að þeir hafi staðið utan við þetta landbúnaðarkerfi. Þeir hafi ekki þegið neina styrki vegna rekstursins og þeir hafi sitt eigið stéttarfélag, sem taki sig af þeirra málum. Þá eru þeir and- vigir þvi að lenda i svo miðstýröu kerfi sem þeir telja skipulag landbúnaðarins vera. Með þvi að ná eggja- og ali- fuglabændum inn undir þetta kerfi er hægt að hafa veruleg áhrif á þróun þessa atvinnu- rekstrar og telja fulltrúar grein- anna, að slikt myndi aðeins leiða til þess, að reynt yrði að halda stærri búunum niðri, fram- leiöslan gerð óhagkvæmari og verðlagið hærra. Málið er nefni- lega það, að alifuglaframleið- endur eru i samkeppni við of- framleiddar landbúnaðarafurðir og telja forystumenn eggja- og alifuglabænda, að þetta sé ein- mitt skýringin á þvi af hverju Framleiðsluráð vill ná tökum á framleiðslu þessara búa. Þá telja þeir einnig, að fóður- bætisskatturinn sé lagður á þá m.a. i þvi skyni, að jafna hluta hans yfir til hinna hefðbundnu bú- greina og þar með verði haldið áfram á þeirri offramleiðslu- braut, sem hingað til hefur verið gert. Þeir benda á, að sambæri- legt fyrirkomulag sé rikjandi i Noregi og þar sé einmitt verðlagi haldið uppi með þvi að þau bú sem best eru rekin fá enga fyrir- greiðslu úr kerfinu þar. Hingað til hafa þeir aðilar, sem neitaðhafa aðgreiða til sjóðanna, fengið keyptan fóðurbæti hjá Fóðursölufyrirtækjunum. Hins vegar hafa þessi fyrirtæki fengið fyrirmæli um það, að afgreiða ekki fóðurbæti til þessara aðila nema þeir hafi undir höndum hin svokölluðu skömmtunarkort. Komi sú staða upp, að eggja- og alifuglabændur neiti áfram að greiða þessi gjöld, sem allt útlit er fyrir, þá munu þeir verða að kaupa sinn fóðurbæti með tvö hundruð prósent skatti. Fóðursölufyrirtækin munu ekki vera mjög hrifin af þessu fyrir- komulagi og hafa m.a. rætt við landbúnaðarráðherra vegna málsins. Með þvi að fóðurbætisskattur var lögleiddur má segja, að verj- endur núverandi stefnu i mál- efnum landbúnaðarins hafi náð tökum á eggja- og alifugla- bændum. Þessi stefna getur, ef henni verður framfylgt i anda þess sem nú hef ur séð dagsins ljós leitt til þess, að eggja- og alifugla- bændur verði settir undir hæl Framleiðsluráðs og framleiðsl- unni stjórnað þaðan. Þetta mundi án efa hafa það i för með sér að Framhald af bls. 2 Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum, sem jafnframt var aðal- fundur kjördæmisráðsins, var haldið í Flókalundi í Vatnsfirði laugardaginn 27. september s.l. 1 s t j ó r n m á 1 a á 1 y k t u n kjördæmisþingsins segir m.a., að upplausnar- og niöurrifsöflum sem aðeins njóta fylgis litils hluta þjóðarinnar hafi tekist að búa svo vel um sig i fjölmörgum stofnun- um þjóðfélagsins að kjörnum fulltrúum meirihlutans hafi verið gert á umliðnum árum nánast ákleift að stjórna landinu. Lýsti kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Vestfjörðum þeirri skoöun sinni aö fyrr en undirtök þessa litla en hávaðasama minnihluta á stjórn- málum, verkalýðsmálum, menn- ingarmálum og atvinnumálum hafi verið losuð sé borin von að nokkurs árangurs sé að vænta i störfum rikisstjórna. Þá segir einnig i stjórnmála- ályktuninni að reynslan af störl um núverandi rikisstjórnar hafi sýnt að frá henni sé engra raunhæfra aðgerða að vænta. Kjördæmisþingið litur á þátttöku nokkurra sjálfstæðismanna i rikisstjórninni sem metnaðarmál en ekki stjórnmál og bendir á, að allt frá kosningunum 1978, þegar Framsóknarflokkurinn tapaði verulegu fylgi i sveitum landsins yfir til Alþýðubandalagsins, hafi Framsóknarflokkurinn ekki haft kjark til að halda sinu gagnvart Alþýðubandalaginu þegar flokk- ana greinir á um efnahagsmál. Orlög n iðurtalningarstefnu Framsóknarflokksins sé nýjasta dæmið um þetta. Segir i ályktun kjördæmisþingsins að á þetta tvennt — metnaö og valdafikn eins samstarfsaðilans og stað- festu og kjarkleysi hins — spili Alþýðubandalagið i rikisstjórn- inni með þeim afleiðingum að ekkert fá.ist gert, upplausn og rót- leysi fari vaxandi og vonleysi og uppgjöf grafi um sig. Fráfarandi formaöur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, Agúst H. Pétursson, Patreksfirði, sem setið haföi i stjórn kjördæmisráðsins i 18 ár baðst undan endurkosningu, en i hans stað var kjörinn formaður Kristján Jónasson, bæjarfulltrúi, tsafirði. Þá var einnig kosið i stjórn Framhald af bls. 2 ,,Segir í ályktun kjördæmisþingsins að þetta tvennt — metnað og valdaf íkn eins samstarfsaðilans og stað- festu og kjarkleysi hins — spili Alþýðubandalagið í ríkisstjórn með þeim af leiðingum að ekkert f áist gert, upplausn og rótleysi fari vaxandi og vonleysi og upp- gjöf grafi um sig." Alþýðublaðið segir:________________ Verður háskólakennari sjálfkjörin sem forseti ASÍ? A Ut frá þvi að Björn Jónsson, forseti Alþý ðusambands íslands, varð fyrir alvarlegum heilsubresti, hefur setið köttur i bóli Bjamar á forsetastóli ASl. Ótrúlegur seinagangur i samningamálum og sundur- lyndi milli sérsambanda innan ASl staðfestir, að forysta heildarsamtakanna er ekki lengur sú sem hún var. Kjara- málaályktun 24. þings Alþýðu- sambands Vestfjarða, sem kvað á um að Vestfirðingar tækju samningamálin i eigin hendur staðfestir enn þetta ástand. rátt fyrir úrelt skipulag, innbyrðis hagsmunaárekstra og takmarkað lýöræði, sem lýsir sér í fámennisstjórn, eru völd verkalýðshreyfingarinnar á Islandi mikil og vaxandi. 1 reynd er úrelt að tala um þri- skiptingu valdsins I okkar þjóð- félagi. Við höfum löggjafarvald, framkvæmdavald, dómsvald, - og verkalýösvald. Embætti for- seta ASl er valdameira, þegar á reynir, en venjulegur ráðherra- stóll. Þegar stóllinn stendur auöur, eins og verið hefur um sinn, hefur þaö margvíslegar afleiðingar i för með sér. I heila þrjá áratugi, hafa Alþýðusam- bandsþing hafnaö forystu Sósialistaflokks og Alþýðu- bandalags i heildarsamtökum verkalýðshreyfingarinnar. Nú hefur það hins vegar gerzt, að völd og frumkvæði i forystu ASÍ hafa hægt og sígandi færzt inn i flokkskontór Alþýðubanda- iagsins. Alþýöubandalagið rær nú að því öllum árum, að tryggja sér embætti forseta ASl á næsta Alþýðusambandsþingi, sem haldiö verður nú i haust. 1 þvi efni, reiöa þeir sig á stuön- ing stjórnarsinna úr röðum Sjálfstæðismanna. Það vakti þvi óneitanlega verðskuldaða athygli, þegar núverandi staðgengill forseta ASl, Alþýðubandalagsmaðurinn Snorri Jónsson, útnefndi fram- kvæmdastjóra ASÍ,háskóla- kennarann, Asmund Stefáns- son, til forsetakjörs. Þessi til- kynning staðgengilsins segir meira en mörg orð um þá ger- breytingu, sem oröin er á viðhorfum Alþýöubandalags- forystunnar til þess, sem einu sinni var kallað stéttarbarátta. Skrifræðissjónarmiðin eru' al- gerlega rikjandi. Ekki er annað sýnna, en að Alþýöubandalags- menn li'ti svo á, aö þegar þeir eru i rikisstjórn, eigi Alþýðu- sambandið að vera einskonar undirdeild i Félagsmálaráðu- neytinu! Mikill níeirihluti meö- lima ASI kýs aðra stjórnmála- flokka en Alþýðubandalagið i almennum kosningum. En það breytir litlu um stjórn landsins. í skjóli fámennisstjórnar hefur Alþýöubandalagiö tryggt sér lykiltök i forystu verkalýðs- hreyfingarinnar. Þau tök eru þvi næst notuð sem lykill aö stjórnarráðinu, að mestu án til- lits til fylgis flokksins i almenn- um kosningum. Seingrimur Steingrimsson, stjórnarmaður i Iðju, félagi iðn- verkafólks, hefur með eftir- minnilegum hætti sett háls- merkiutanum þessi vinnubrögð Alþýðubandalagsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann hefur i blaðagrein birt auglýsingu, i nafni staðgengisl forseta ASÍ, sem þannig hlióðar: „Fjölmenn launþegasamtök, sem m.a. hafa innan sinna vé- banda, flest allt láglaunafólk landsins„ skortir nýjan for- mann. Umsækjandi uppfylli eftirtalin skilyrði: 1) Hafi háskólamenntun, helst I hagfræði. 2) Búi ekki viö sömu skilyrði og félagsmenn launþegasam- takanna í lifeyrismálum, heldur sé I verðtryggðum líf- eyrissjóði, helst hjá rikinu. 3) Taki ekki laun skv. neinum kjarasamningum félags- manna launþegasa mtak- anna, heldur vinni á kjörum háskólamanna, fái fasta greiðslu fyrir ómælda yfir- vinnu og hafi helst ekki undir UOOþús.kr.á mán.eða ráðu- neytisstjórakjör. 4) Hafi aldrei verið félagi í neinu verkalýðsfélagi fyrr en fyrir siðasakir á siöustu vikum, til þess aö öðlast kjör- gengi. 5. Sé I gáfumannadeild Alþýöu- bandalagsins og njóti þar trúnaðar, sem sé gagn- kvæmur. F élagsbundnu fólki, sem ekki hefurháskólamenntun, en hefur starfað i verkalýösfélögum er loks eindregið ráðið frá þvi að sækja — jafnvel þótt þaö sé i Al- þýðubandalaginu.” Nýafstaðið þing Alþýðusam- bands Vestfjarða tekur ein- dregið undir þessi sjónarmið — en i fúlustu alvöru. Þar segir: „Pingið varar eindregiö við þvi', aö hinn sérfræöilegu sjónarmið einstaklinga, sem hvorki þekkja til atvinnurekstr- ar né baráttu verkalýöshreyf- ingarinnaraf eigin raun séu um of látin ráöa i stefnumörkum og störfum aðila vinnumarkaðar- ins.” Segir þaö ekki umhugsunar- verða sögu um ásigkomulag verkalýðshreyfingar á tslandi, ef það verður niðurstaða ASI- þings að leita til háskóla- kennara úr röðum Bandalags háskólamanna, til þess aö taka við forystu í kjarabaráttu lág- launafólks i landinu? Það skal tekið fram, að þessi spurning er ekki orðuð til þess aö gera lítiö úr störfum As- mundar Stefánssonar hag- fræðings, sem ráðunauts ASl i hagfræðilegum efnum. Þvert á móti skal þaö fullyrt, að As- mundur hefur reynzt vel I starfi og nýtur trausts samstarfs- manna sinna, þótt ekki séu flokksbræður. En þar meö er á engan máta sjálfgert, að hann taki við kjörnunu forystuhlut- verki innan verkalýðsheryf- ingarinnar. U m þetta kemst Steingrimur Stemgrimsson svo að oröi i áðurnefndri blaðagrein: „Kæru kerfiskallar i ASl- forystunni: Þiö, sem senduð kollegum ykkar, i hinu rikis- rekna pólska Alþýðusambandi, stuðningsyfirlýsingu, þegar pólskur verkalýður reyndi aö brjótast undan áþján til frelsis: Ein spurning: Hvemig haldiö þið að þeir myndu nú kjósa i Póllandi? Annars vegar til for- ystu i hinu rikisrekna þarlenda ASt? Hins vegar i þvi frjálsa, sem nú er verið að stofna? Á hvorum staðnum myndi skjóta upp kollinum kerfiskaU með háskólabréfið, flokksskirteinið og ráðuneytisstjórakjörin? Og hvar myndi valið falla á mann. sem „bara” væri einn úr hópnum?” —JBH

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.