Alþýðublaðið - 04.10.1980, Page 4

Alþýðublaðið - 04.10.1980, Page 4
4 Laugardagur 4. október 1980. Sjötugur: Guðmundur Daníelsson skáld, Selfossi YFIRSKYGGÐ ERF+EVE Skáldjöfur Sunnlendinga, Guömundur Danielsson, er sjö tuguridag. Fyrstu kynni min af Guömundi voru svona hálf hrnp- in, þvi aldrei mátti heyrast stuna né hósti á minu heimili ef saga eöa leikrit eftir Guömund voru i átvarpinu. Sátu þá allir hljóöir. Seinna kynntist ég manninum I eigin persónu og verö ég aö viöurkenna, aö sá félagsskapur var ekki beint hnipin. Fórum viö Guömundur þá á vit sunnlenskra bænda vopnaöir penna og myndavél og tókum viötöl fyrir blaöiö Suöurland. Eins og nærri má geta, þegar lukkuriddarar Jökulgilssmala- mennskunnar lögöu saman, þá var hnippt i fleiri listgreinar en eina. Ég minnist minnsta kosti einnar heimsóknar, þar sem húsfreyja staöarins kom inn, og spuröi hvort huga þyrfti aö þak- festingum. Nú, — svo kom hún bara I kórinn lika. Viö Guö- mundur eigum rætur aö rekja til jaröar nokkurra i Landsveít en þar sem skáldiö hefur gert þeirri staöfestu svo góö skil, þá fjalla ég ekki frekar um þaö hér. Guömundur er einn af af- kastamestu rithöfundum þjóöarinnar. A fimmta tug rit- verka, i enn fleiri bindum, liggja eftir hann nú þegar. Auk þess ritstýröi hann ööru helsta blaöi Sunnlendinga i tvo áratugi ásamt kennslu og skólastjórn, sem varaö hefur i nær hálfa öld. Guömundur gjörþekkir lax- veiöi ár sunnanlands og ófáar eru lýsingar hans á þeim, sem stiklar fossa sterklega. Hann hefur skrifaö fjölda feröabóka og þátta auk þess hefur hann lofsungiö hvaö feg- urst frelsi og Smaladrengsins léttu spor. Guömundur er kvæntur Sigriöi Arinbjarnardóttir og eiga þau þrjú börn. Heill og hamingja þér og þin- um á þessum timamótum. Menningþjóöanna á sér oftast djúpar rætur i forsögu þeirra. Arfleifö flestra Evrópuþjóöa er rismikil og öllum til sýnis, stórfengleg og fögur i mannvirkjum þeim sem staöist hafa þann brjálaöa berserks- gang sem gripur um sig meöal þeirra ööru hvoru og enn vofir yfir. Allar eiga nærþjóöir okkar lika rikulegar bókmenntir og aörar listaerföir. Ollu er vel viö haldiö. Viö Islendingar, jafn- gamlir eöa eldri flestum nágrönnum okkar sem menn- ingar- og þjóöarheild, eigum ekkert, ekki eitt einasta mannvirki sem talist getur, úr fortiöinni, fyrir utan öxarárfoss og nokkur illa hlaöin grjóthörg, illa haldin flest. Mannvirki for- tiöar eigum viö engin. Engar foldgnáar dómkirkjur, hallir, kastala eöa musteri, brýr eöa furöuverk nein. Hinsvegar er sagnmenning okkar hlaöin gersemum, listaverkum náttúr- unnar sem listeöli þjóöarinnar hefur gætt sinum lifsanda og gert aö lifrænum minnismerkj- um komnum og ókomnum kynslóöum til yndisauka. Munu þau afsprengi náttúruafla og þjóöarsálar vara meöan þau eru ekki sködduö af mannahöndum. Þvi má ekki sprengja dverg- hamra okkar og álfakirkjur til aö rýma fyrir vegum og þvi siöur ýmsu tildri skammtiöar, nema lifsneyö beri til. Ekki má farga undrum og ömefnum þjóöarsögunnar og vistmenn- ingar okkar fyrir tittlingaskit tiöarhagsmuna. Þaö er aö ófrægja og niöurniöa verömæti og æru formæöra okkar og - feöra, niöurlægja okkur sjálf, uppræta menningu okkar. Saga okkar, þjóösögur og munnmæli geyma i örnefna- bundnu gervi sinu erföaminjar okkar og flestar fornleifar. Helguvik, Hólmsberg, Stakksgnipa og Stakkur, Rosm- hvalanes og Stakkafjöröur geyma þrjár sagnir úr Þjóösög- um Jóns Amasonar fyrra bindi bls. 83—88, er segja allar frá nafngift Faxaflóa, Reykjanes og Hvalafjaröar, og undirstrika um leiö eöli og náttúru þessa sjávarháska- og sjósóknar- svæöis. „ST AKKURINN ” sprakk af berginu þar sem FÁXI spyrnti viö, er hann stakk sér I sjóinn, sturlaöur, sem HROSSHVELIÐ mannskæöa. Þessir staöir eru allir helg hof þjóömenningarinnar. Þá má ekki skadda eöa yfirskyggja meö neinu nútima hrófatildri, sist barbarii sem oliugeymum og geymslugimöldum afla berserkjaæöis og véspjalla. Hvaö sem öörum viöhorfum viökemur, sem fjölmörg eru til verndunar en engin gild á móti, þá er þetta mest. Staöbundinn hagnaöur kemur ekki til álita. Hér eru heilög vé okkar erföa. Bj örn J ónsson, læ knir Swan River, Manitoba Guðlaugur Tryggvi Karlsson Guömundur Danielsson á æskuslóöum I Holtunum. 1 baksýn er Hekla. Minning Sigríður Erlendsdóttir Fædd 17. 7.1892 - Látin 27. 9. 1980 Með Sigriöi Erlendsdóttur verkakonu I Hafnarfiröi, er fall- inn einn af brautryöjendum jafnaöarstefnu og verkalýös- hreyfingar hér á landi. Hún varö háöldruö, 88 ára, en ól ald- ur sinn frá bernsku i Hafnar- firöi. Þar starfaði hún fyrst og fremst, en var þekkt i hreyfing- unni um land allt. Sigriöur beindi kröftum sin- um i félagsmálum aöallega aö Verkakvennafélaginu Framtiö- inni og aö samtökum Alþýöu- flokksins, og vann um áratugi mikiö starf fyrir bæöi samtökin. Hún átti frumkvæöi aö stofnun dagheimilis verkakvenna- félagsins og sat i stjórn þess i 30 ár. Innan Alþýöuflokksins tók hún aö sér útbreiöslu Alþýöu- blaösins i Hafnarfiröi og vann þaö starf meö stökum dugnaöi og reglusemi áratugum saman. Hún skildi, aö örlög stjórnmála- flokks geta ráöist af þvl, hvem- ig honum tekst aö koma boö- skap sínum til fólksins. Sigríöur var aösópsmikil kona, og neistuöu frá henni áhrifin, til dæmis á ungt fólk, sem kynntist henni. Hún sýndi i verki fórnarlund, sem vakti aödáun og lotningu félaga hennar og voru öörum til fyrir- myndar. Alþýðuflokkurinn — og sér- staklega Alþýðublaðið — kveöja þessa föllnu hetju meö þökk og viröingu. Minning hennar mun lengi lifa og jafnan veröa hvatn- ing þeim, sem þekktu hana. Benedikt Gröndal Sigrlður Erlendsdóttir var fædd aö Merkinesi i Höfnum 17 júli 1892 og var þvi fullra 88 ára aðaldri er hún lést aö Sólvangi i Hafnarfiröi aöfaranótt laugar- dagsins 27. september sl. Foreldrar hennar voru hjónin Erlendur Marteinsson og Sigur- veig Einarsdóttir. Sigurveig var dóttir Einars Einarssonar vinnumanns á Mýrum i Alfta- veri og Guöriöar Magnúsdóttur frá Guttormshaga i Holtum, en foreldrar Erlends voru Marteinn ólafsson bóndi á Merkinesi (ættaöur úr Fljóts- hliö) og kona hans Guöbjörg Jónsdóttir úr Höfnum. — Þess má geta aö þegar móöurmóðir Guöbjargar lést, Rannveig Simonardóttir á Stafnesi, skrif- ar presturinn i kirkjubók aö hún hafi verið merkiskona, vel gáfuö og góösöm og sinnar stéttar sómi — og eru slikir dómar ekki á hverri blaösiöu I þeirri bók. En vera kynni að einhverjum sem þekkti Sigriöi Erlendsdóttur dytti hún I hug viö aö heyra þessa Iýsingu á formóöur hennar. — Rannveig var raunar noröan úr Fljótum, en Erlendur maöur hennar, kallaöur þjóöhagsmiöur, var fæddur I Þorlákshöfn. Tiu ára gömul fluttist Sigriöur Erlendsdóttir inni Hafnarfjörð meö foreldrum sinum og átti þar heima siöan, alla tiö nema fyrsta sumariö i litlu húsi, Kirkjuveg 10, sem foreldrar hennar komu sér upp. Það hús ásamt innanstokksmunum hef- ur Sigriöur ánafnaö Hafnar- fjaröarbæ til þess aö þaö veröi varöveittsem sýnishorn af litilli verkamannslbúö frá fyrstu áratugum þessarar aldar. Sigriöurtók snemma aðvinna á reitum og slöan i vaski ogþótti bæöi vandvirk og rösk i hand- tökum. Hún gekk i verka- mannafélagiö Hlif jafnskjótt og hún haföi aldur til — og þó heldur fyrr. Og hún var meðal stofnenda Verkakvennafélags- ins Framtiöarinnar 3. des. 1925. Komst hún þar skjótt i forustu- sveit, var kosin i stjórn 1928, og á næstu 25 árum sat hún samtals 17 ár i stjórninni, lengsum rit- ari. 1 samninganefnd félagsins var hún valin æ ofan I æ. Þaö renna kannske ekki margir grun i þaö nú hversu timafrek og vandasöm þessi störf öll voru. En Sigriöur sýndi jafnan i verki aö hún átti skiliö þaö traust sem henni var sýnt. En starfsemi verkalýösfélaga hefur veriö annaö og meira en launabaráttan ein. Hún hefur verið margvisleg menningar- starfsemi til hagsbóta fyrir alþýöu landsins um leiö og hún hefur valdiö stórfelldum breyt- ingum á hugsunarhætti þjóðarinnar á marga lund. Sigriöur Erlendsdóttir hreyföi þvi á fundi i verkakvennafélag- inu á útmánuöum 1932, aö mikil þörf væri á dagheimili hór I bænum fyrir böm verkakvenna. Formaöur félagsins, Sigurrós Sveinsdóttir, tók I sama streng. Og þá um sumariö starfrækti félagiö dagheimili. Seinna reisti þaö dagheimili á Höröuvöllum sem enn starfar. Og 1 þrjá tugi áravarSigriöuri nefndinni sem sá um rekstur dagheimilisins. Má hiklaust segja aö þunginn af framkvæmdunum öllum hafi langþyngst hvilt á hennar baki, þótt aörar konur legöu þar einnig fram drjúgt starf. Ariö 1969 stofnaöi Sigriöur sjóö til minningar um foreldra sina. Skal sjóönum variö „til aö styrkja fátæk börn og hjálpar- þurfi i Hafnarfiröi til dvalar á dagheimili Verkakvennafélags- ins Framtiöin”. Hefur stjórn félagsins meö höndum gæslu og stjóm sjóösins. Mælti Sigriöur svo fyrir i erföaskrá aö eignir sinar aörar en húseignin aö Kirkjuvegi 10 rynni i minningarsjóöinn. Og þaö var ósk hennar aö sjóöurinn yröi látinn njóta þess ef einhverjir vildu láta minningargjöf af hendi rakna viö útför hennar eöa siöar. Erlendur faöir Sigriöar var sjómaöur þótt ekki væri hann maöur heilsuhraustur. Eftir aö hann hætti sjómennsku geröist hann umboösmaöur Alþýöu- blaösins I Hafnarfiröi og sá um dreifingu þess. Sigriöur tók viö þvi starfi af honum og gegndi þvi af miklum áhuga og stakri trúmennsku fram yfir áttrætt. Lét einn af forráöamönnum blaösins eitt sitt svo um mælt, aö fáir eöa engir starfsmenn Alþýöublaösins heföu veriö þvi trúrri og þarfari en hún. Sigrlður Erlendsdóttir gekk snemma ti) fylgis viö Alþýöu- flokkinn' 'Og var ódeigur málsvari hans hvenær sem tækifæri bauöst. „Alþýöu- flokknum á alþýöan mest aö þakka hin batnandi lifskjör,” sagöi hún einu sinni I blaöa- viötali. Og þaö álit hennar breyttist aldrei. En þar fyrir var hún engan veginn alltaf ánægömeöaögeröir flokksins —. eöa aögeröaleysi — i einstökum málum. En hún mat flokkinn eftir heildarstefnu hans og störfum og af samanburöi viö aöra flokka. Veröur ekki annaö sagt en þaö mat sé bæöi heiöar- legt og skynsamlegt. Sigriöur átti lengi sæti i full- trúaráöi Alþýöuflokksins i Hafnarfiröi og var fulltrúi á Alþýöuflokksþingum. Og þegar Kvenfélag Alþýðuflokksins i Hafnarfiröi var stofnaö 18. nóv. 1937 var hún kosin gjaldkeri félagsins og gegndi þvi starfi samfleytt til 1977, i 40 ár. Má segja meö fullum sanni aö Sigriður væri um langt skeiö aö ötulleik, ósérhlifni og atorku meöal fremstu manna Alþýöu- flokksins I Hafnarfiröi. Þaö var ekki einungis viö fisk- verkun sem Sigriöur reyndist vandvirk og vel verki farin. Hún var svo á öllum sviöum, ekki siður I félagsstörfum en öörum. Þess má geta aö hún var mjög vandvirk og smekkvis hannyrðakona og kenndi ungum stúlkum hannyröir um skeið. Hún las jafnan töluvert og var vel aö sér um marga hluti, þvi að hún var bæöi skarpgreind og minnug. Gott átti hún meö aö koma hugsunum sinum i orö og var rökföst i málflutningi og ekki undanlátssöm, enda fylgdi þar jafnan hugur máli. Hún var skapmikil og gat veriö þykkju- þung, en jafnframt trölltrygg vinum sinum, bæöi mönnum og málefnum. Og aö leiöarlokum baö hún guö aö vernda og varöveita alla vini sina og fyrir- gefa sér ef hún dæi meö kala I huga til nokkurs manns. Þaö er stórbrotin kona og óvenjuleg sem viö eigum á bak aö sjá eftir mikiö og merkilegt lifsstarf þar sem Sigriöur Erlendsdóttir er. Ólafur Þ. Kristjánsson. • Þaö kemur margt upp i hug- ann, þegar viö konurnar i Kven- félagi Alþýöuflokksins i Hafnar- firöi kveöjum Sigriöi Erlends- dóttur hinstu kveðju. Viö munum hana berandi út Alþýðublaöiö, hvort heldur var frost og snjór eða sumar og sól. Viö munum hana innheimtandi árgjöldin, en gjaldkerastörfum I félaginu okkar gegndi hún i fjóra áratugi. Viö munum hana á kven- félagsfundunum, á fundum i Al- þýöuflokksfélagi Hafnar- fjaröar, á fundum i fulltrúaráö- inu, þar sem hún flutti mál sitt kjarnyrt og hispurslaust, af hita og sannfæringu, þar sem hún geröi glögga grein fyrir viöhorf- um sinum og skoöunum. Hún talaöi tæpitungulaust, mál sem allir skildu. Viö vitum um baráttu hennar fyrir stofnun dagheimilis á Hörðuvöllum upp úr 1930. Við vitum hve mjög hún bar hag barnanna og dagheimilisins fyrir brjósti alla tiö. Hún skildi vel, og fyrr en margur annar, nauösyn þess að börn væru i öruggri gæslu og nytu góörar umönnunar meöan mæöur þeirra ynnu utan heimilisins. Hún vissi lika, aö aldrei höföu verkakonur átt nokkurt val um þaö, hvort þær vildu vinna úti eða ekki. Lifsbaráttan var meö þeim hætti, aö þeim var þaö nauösyn. Hún Sigga okkar baröist alla ævi fyrir rétti hins veika, — barðist fyrir jöfnuöi og réttlæti. Hún var alla tiö sannfærö um, aö I þeim efnum færu saman leiöir sinar og leiöir Alþýðu- flokksins. Sigriöur Erlendsdóttir var einn af stofnendum Kvenfélags Alþýöuflokksins i Hafnarfiröi. Hún var gjaldkeri þess frá stofnunog til ársins 1977 eöa i 40 ár. A 40 ára afmæli félagsins var hún gerö aö heiöursfélaga þess, sá fyrsti og eini hingað til. Aö leiöarlokum er mér oröa vant. Þó vil ég segja viö okkur allar hinar kvenfélagskonurnar sem eftir lifum: Hugsum sem oftast til Sigriöar Erlendsdóttur, til elju hennar og atorku öll þessi ár. Hugsum til tryggöar hennar viö hugsjónir og háleit markmiö. Já, hugsum til Siggu Ellindar og þá verðum viö betri félags- konur, betri baráttumenn fyrir rétti hins snauða, baráttumenn fyrir framgangi jafnaöarstefn- unnar, fyrir réttlátu þjóöfélagi. Sigriöi þakka ég samfylgdina á liönum árum, þakka þaö sem hún kenndi mér og öörum sam- feröamönnum sinum á lifsleiö- inni. Heiöur og þökk fylgir minningu Sigriöar Erlends- dóttur. Ásthildur ólafsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.