Alþýðublaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. október 1980 3 alþýöu I n hT']['■ titgefandi: Alþýöuflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaöamenn: Helgi Már Arthursson, Ólafur Bjarni Guönason. Auglýsinga- og söiustjóri: Höskuldur Dungal Auglýsingar: Elln Haröar- dóttir Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Aöalritstjóri Þjóöviljans hefur i blaöi sinu vandaö um viö starfsbróöur sinn á Alþýöublaöi fyrir slettirekuskap um málefni Alþýöusambands Islands, og væntanlegt forsetakjör i þeim samtökum. Segist hann ekki hafa reiknaö meö ritstjóra Al- þýöublaösins á komandi Al- þýöusambandsþingi. Þetta er margfaldur mis- skilningur hjá ritstjóra Þjóö- viljans, sem sjálfsagt er aö leiö- rétta. F yrst er þess aö geta, aö rit- stjóri Alþýöublaösins telst full- gildur félagi I Sjómannafélagi Reykjavikur, greiöir þar félags- gjöld og i lifeyrissjóöi o.fl.. Er aldrei að vita nema hann nýti sér félagsréttindi sin og skjóti óvænt upp kollinum á stéttar- þingi i friðri fylkingu sjómanna. Allavega þarf hann ekki aö læö- ast bakdyramegin inn i Versl- unarmannafélag Reykjavikur, nokkrum vikum fyrir ASI-þing, til aö tryggja sér kjörgengi. Hitt er einnig misskilningur, að ritstjóri Alþýöublaösins hafi viljaö segja félögum sinum innan ASI fyrir verkum um for- mannskjör. Hinu er ekki aö leyna aö innan Alþýöusam- bandsins eru skiptar skoðanir i þvi efni, eins og gengur. Þannig hefur staögengill forseta ASt, Alþýöubandalagsmaðurinn Snorri Jónsson, tilnefnt hag- fræöing ASt til forsetakjörs. Hagfræöingurinn hefur hingaö til veriö félagi i Bandalagi há- skólamanna, enda til skamms tima háskólakennari aö starfi. Sem slikur nýtur hann væntan- lega verötryggðra lifeyrisrétt- inda, eins og aörir opinberir starfsmenn. Um þau hefur Pétur Blöndal, tryggingastærö- fræöingur sagt, aö ekkert þjóö- félag i viöri veröld hafi efni á aö veita slik réttindi öllum þegnum sinum. A þaö hefur reynt i yfir- standandi samningaviöræðum, aö ASI gengur ekki greiölega aö sækja þann rétt i greipar fjár- málaráöherra. H agfræðingur ASl hefur að sögn ekki átt félagsaöild aö neinu verkalýösfélagi. Hins- vegar er upplýst aö hann hafi nýlega laumast bakdyramegin' inn i Verslunarmannafélag Reykjavikur, til þess aö tryggja sér kjörgengi á ASt-þingi. Þessar aðfarir þykja nokkuö umdeilanlegar meöal óbreyttra liösmanna i verkalýösfélögum. Þó heföu þær vafalaust hvergi komiötilumræðu, ef staögengill forseta ASI heföi ekki tilnefnt hagfræöinginn til forsetakjörs. annig hefur stjórnarmaöur i Landsambandi iönverkafólks, Steingrimur Steingrimsson, vakiö um þaö umræður i blöð- um, hvort eðlilegt sé aö Banda- lag háskólamanna taki viö stéttarlegri forystu i samtökum láglaunafólks. Þessi einfalda spurning brennur nú á vörum fólks á vinnustöðum vitt og breitt um landið. Þjóöviljinn virðist hinsvegar flokka slikar umræður undir slettirekuskap fólks, sem ekki eigi aö skipta sér aö þvi, sem þvi kemur ekki viö. Athyglisvert er, aö Alþýðu- bandalagsmenn i stjórn Iöju komu i veg fyrir aö Steingrimur Steingrimsson yrði fulltrúi félagsins á ASI-þingi og gæti þar gerst talsmaður þeirra sjónar- miða, að réttast væri að lág- launafólk leiddi sjálft sig i kjarabaráttu sinni. S teingrimur Steingrimsson hefur vakiö athygli á þvi, aö hiö rikisrekna Alþýöusamband i Póllandi er undir öruggri stjórn manna, sem hafa bæöi flokks- skirteini og háskólabréf upp á vasann. Hann minnti einnig á, að þau frjálsu verkalýösfélög, sem alþýöa manna i Póllandi er aö reyna aö koma á fót, i upp- reisn gegn flokksforræöinu, eru undir forystu manns, „sem bara er einn i hópnum”. Hann spyr, hvort fordæmiö muni alþýöu manna þóknanlegra á ASÍ- Einum keimt - öðram bent FORMANNSSTAÐA laus til umsóknar Fjölmenn launþegasamtök, sem m.a. hafa innan sinna vébanda flestallt láglaunafólk landsins. skortir nýjan formann. Umsækjandi uppfylli eftirtalin skilyröi: 1. Hafi háskólamenntun Itelst f hagfroftl. 2. Búi ekki vift sömu skilyrði og féiagsmenn launþegasamtakanna i lífeyrismálum, heldur sé i verfttryggftum lifeyrissjóAi, helst hjá rikinu. 3. Taki ekki laun samkvæmt neinum kjara- samningum félagsmanna launþegasam- takanna, heldur vinni á kjörum háskóla- manna, fái fasta greiðslu fyrir ömælda yfirvinnuog hafi helst ekki undir noo þús. kr. á mán. efta ráðuneytísstjórakjör. 4. Hafialdrei verift félagi i neinu verkalýftsfé- lagi i samtökunum fyrr en fyrir siðasakir á allra slftustu vikum til þess aft öftlast kjör- gengi. 5. Sé i gáfumannadeild Alþýðubandalagsins og njóti þar trúnaðar, sem sé gagnkvæmur. Þar sem framundan kunna aft vera miklir erfiftleikatfmar fyrir samtökin og mikift kann aft liggja vift aft þau hafi trausta og örugga forystu er forystvmönnum i hreyfingunni og öftru félagsbundnu fólki sem ekki hefur há skóiamenntun, ekki aftild aft verfttryggftum iifeyrissjófti, ekki hefur ráðufieytisstjóralaun, ekki fær greitt fyrlr ómatda yfirvinnu Oftékki feefur stáfttft utan verkaiýðsfélaga emdregift ráftift frá þvi að sætga — jafnvei þóH þaftsé i AlþýftobandaUgiflu,; - ' . . flraAFMiAMW f . • - þingi? Þjóöviljinn hefur svaraö fyrir sitt leyti. Þaö svar kemur ekki á óvart. Aöalritistjóri Þjóðviljans, Kjartan Ólafsson, kunni ekki betri ráö aö gefa Pól- verjum en að þeir kynntu sér betur Lenin, — hugmyndafræö- ing flokksræöisins. aö er þvi margfaldur mis- skilningur aöalritstjóra Þjóö- viljans, að kollegi hans á Al- þýöublaöinu ætli sér aö segja mönnum fyrir verkum á ASl— þingi. Það er og verður sérgrein Þjóöviljans og Alþýöubanda- lagsins. Hitt er rétt, aö Alþýöu- blaöiö hefur vakiö athygli á sjónarmiðum óbreyttra liös- manna i verkalýöshreyfingunni i þessu máli. Þ.á.m. höfum viö birt ályktun frá þingi Alþýöu- sambands Vestfjaröa sem varar eindregiö viö þvi, aö „hin sérfræðilegu sjónarmiö ein- staklinga, sem hvorki þekkja til atvinnurekstrar né baráttu verkalýöshreyfingarinnar af eigin raun” veröi ráöandi i for- ystu Alþýöusambandsins. Manni sKÍlst, að fyrir kosningar hafi aöalritstjóra Þjóöviljans jafnvel þótt ómaksins vert, aö hlusta eftir rödd alþýöu manna á Vestfjöröum. Nú þýkir honum sem búandkarlar geri sig helst til digra, og ráöleggur þeim „að þekkja sin eigin takmörk”. JBH Samningamál 1 orlof, enda þaö nánast eini punkt- urinn, sem eitthvaö hald er i á þessu stigi málsins. Tillögumar um tilhögun fæö- ingarorlofs eru hins vegar ekki byltingarkenndar. Gert er ráö fyrir þvi, aö launþegar greiöi sitt fæöingarorlof sjálfir meö því aö ennþá er gert ráö fyrir aö þetta fæöingarorlof veröi greitt úr at- vinnuleysistryggingasjóöi. Lengi hafa menn undrast þá tilhögun aö láta greiöa fæöinarorlof af at vinnuleysistryggingasjóði og var þaö yfirlýstur vilji fyrrverandi félagsmálaráöherra, Magnúsar H. Magnussonar, aö gera þar breytingar á. Það ætlar hins veg- ar aö veröa hlutskipti Svavars Gestssonar aö viöhalda þessu fyrirkomulagi meö smávægi- legum breytingum. Eins og áöur er sagt gekk sam- þykkt ellefu-menninganna innan 43-manna nefndarinnar útá þaö, aö hefja viöræður viö rikisstjórn- ina um skattalækkanir. Þess var krafist, aö rikiö skilaöi aftur til lægst launuöu hópanna þeirri skattaukningu, sem greinilega hefur átt sér staö. Viðræöunefndin hefur átt nokkra fundi meö fulltrúum rikis- stjórnarinnar, en árangur hefur ekki oröiö mikill. Fyrir liggja tölulegir utreikn- ingp.r varöandi skattamál, en ASI -nefndin hefur rkki ennþá gert úttekt á þeim reikningum. Þaö liggur þó fyrir, aö hugmynd- ir, sem menn geröu sér um mögu- leikann á þvi, aö rikisvaldiö skil- aöi aftur einhverjum hluta auk- innar skattbyröi, eiga ekki uppá pallboröiö hjá valdamönnum. Liklegast þykir aö þetta mál veröi látið dragast og þvi veröi frestaö til næsta árs. Þá hefur veriö rætt um aö rlkiö greiöi fimm og hálfan til sex milljarða i" lifeyrissjóö fyrir eftir- launaþega, en ekkert hefur feng- ist upp gefiö, hvernig þvi máli reiöir af. Þegar forystumenn Alþýöubandalagsins innan ASI eru minntir á llfeyrismál veröur þeim oröafátt og vilja helzt ekki ræöa þau mál, sérstaklega ef samanburöurinn viö BSRB er geröur. Þaö er þvi ekkert markvert aö gerasti samningamálunum. Eina hreyfingin, sem oröiö hefur er i viöræöum viö rikisstjómina, en árangurinn af þeim viöræöum er magur eins og segir. Þaö má þvi með sanni segja, aö eina frum- kvæöiö sem leitt hefur til hreyf- ings, sé komiö frá öðrum en forystutoppunum i ASl. Þaö er erfitt aö geta sér til um þaö hvaö gerist næst. Verkalýðs- hreyfingin hótar núaöbeita verk- fallsvopninu veröi ekki breyting á afstööu Vinnuveitendasambands- ins. Þaö er hins vegar óh'klegt aö fariö veröi út f allsherjarverkfall. Komi til verkfalla er ljklegra aö um staöbundin og timabundin verkföll veröi aö ræöa. 1 kjölfar þess má búast viö aö þrýstingur aukist á rikisvaldiö um aö grlpa inn i og krafan um lögbindingu samninga veröi háværari. Þetta getur rfkisstjórn meö aöild Alþýöubandalagsins hins vegarekki gert. 1 fyrsta lagi er Alþýöubandlaginu ekki stætt á þvi pdlitiskt, að gripa inn í verk- föll á þann hátt, sérstaklega vegna þess aö rikisvaldiö getur meö engu móti brúaö þaö regin- djúp, sem er á milli kjara BSRB félaga og ASI félaga. Lifeyris- sjóösmálin ein getur rikiö ekki einu sinni leyst. Gripi rlkisstjórn- in inni og lögbindi samninga verða þvi nauöungarsamningar fyrir verkalýöshreyfinguna, og þvi hefur Alþýöubandalagiö ekki efni á, pólitiskt. Nóg er komiö samt. Aö sögn fulltrúa i 43-manna nefndinni eru VSl menn mjög haröir I afstööu sinni. Þaö sem skilur á milli hjá Verkamanna- sambandinu eru t.d. svo litilfjör- leg mál, sem spurningar um greiðslu vegna matar og kaffi- tima, og kauptrygging i frysti- húsum, Þá munu þaö og vera smámál, sem skilja á milli varö- andi byggingarmenn. Eins og stendur standa samn- ingarnir þannig, aö Verkamanna- sambandiö færi illa út úr samn- ingum. Launastigum hefur form- lega fækkaö, en tilfærslur i stiga vegna aldurshækkana heföu þaö i för meö sér aö launastigarnir yröu áfram frumskógur, á kostn- aö þeirra lægst launuöu. 1 fréttatilkynningu frá VSl vegnastööunnarsem nú er komin upp segir m.a. þetta: „I fyrstu einskoröuöust samn- ingaviöræöurnar viö rööun starfa i launaflokka. Fyrst eftir aö sam- komulag haföi tekist þar um hóf- ust viðræður um sérkröfur. Og þegar hefur oröiö samkomulag rneö VSI og fjórum sérsambönd- um ASI þar aö lútandi. En VSl telur rétt aö þeim hluta viöræön- anna veröi aö fullu lokiö áöur en umræöur hefjast um launastig- ann. Til þess liggja eftirfarandi ástæöur: Eðlilegt er aö staöa einstakra sérsambanda sé sú sama þegar umræöur um launastigann hefj- ast. Óeðlilegt væri aö sum sér- sambönd ættu opna möguleika á að halda sérkröfuviöræðum áfram en önnur ekki. Niöurstaöa i sérkröfuviöræöum setur tillögum um laun ákveöin mörk. útilokaö er þvl aö koma fram meö nýjar launatillögur og hefja viðræður um þær fyrr en sérkröfur hafa veriö endanlega afgreiddar. Þessi afstaöa VSÍ hefur legiö skýr fyrir um nokkum tíma. Meö þvi aö stoppa viöræöur á núver- andi stigi vegna sérkröfugerðar er ASI einvöröungu aö tefja fyrir þvi, aö launþegar a’ almennum vinnumarkaöi fái sambærilegar launahækkanir og opinberir starfsmenn VSIItrekar aö allar launahækk- anir viö núverandi efnahagsaö- stæöur leiöa einungis til aukinna veröhækkana og hraöara gengis- sigs, Kjarasamningar snúist þvi ekki um kjarabætur heldur verö- bólgu. Samningar fjármálaráö- herra viö BSRB hafa á hinn bóg- inn kallaö á samninga á almenn- um vinnumarkaöi til þess aö koma i veg fyrir aukinn launa- mismun opinberra starfsmanna og annarra. VSI hefur þegar sýnt að þaö er reiöubúiö til viöræöna á þeim grundvelli, enda eru þær launahækkanir, sem þegar hefur veriöfallist á i nýrriflokkaskipan i kjarasamningi, svipaöar þeim hækkunum er opinberir starfs- menn hafa fengið.” Minning Þórður Kristjánsson F. 23. júii 1891 D. 28. sept. 1980 Slðastliðinn laugardag var gerö frá ólafsvikurkirkju útför Þóröar Kristjánssonar fyrrum skipstjóra l ólafsvik. Hann var fæddur aö Rauökolls- stööum i Eyjahreppi hinn 23. júll 1891 og ólst þar upp og siöar i Kol- viöarnesi i stórum systkina hópi, en alls voru systkinin 18. Þóröur var af kunnum Snæfellskum stofni, en foreldrar hans voru Elín Jónsdóttir og Kristján Þórðarson af hinni kunnu Rauðkollsstaðaætt. Ariö 1915 hverfur Þóröur úr heimasveit og bregöur á þaö ráö aö flytja til ólafsvikur og átti þar heima meöan starfsævin entist. Hann kvæntist áriö 1916 Svanfriöi Þorsteinsdóttur frá Ólafsvik, glæsilegri konu - skörungi til orös og æöis. Þeim varö 13 barna auðiö, en aöeins 8 þeirra náöu fulloröinsaldri. Þau eru: Elin bú- sett I Reykjavik, Ester búsett i Reykjavlk, Sigrún gift Kristjáni Alexanderssyni verslunarmanni, Rakel, látin fyrir nokkrum árum, Þóröurvélgæslumaðuri ólafsvik, kvæntur Onnu Jónasdóttur, Lilja gift Jóni Magnússyni bifreiöa- stjóra i Keflavik, og Unnurhjúkr- unarfræöingur gift Sverri Berg- mann lækni, Garöabæ. Auk þess dvaldi dóttursonur þeirra Höröur, hjá þeim um árabil. Þóröur lét sér ekki nægja aö sitja i háseta rúmi lengi, heldur fór i Stýrimannaskólann og fékk réttindi til skipstjórnar. Hann var um nokkurt skeiö I skiprúmi á breskum togurum, en geröist siöan um langt skeiö skipstjóri á minni og stærri skipum. A þeim árum stunduöu skip frá Ólafsvik einkum veiöar frá Vestfjöröum og stóö vertiöin frá þvi i aprll mánuöi til loka ágústmánaöar. Dvaldi þvi Þóröur langtimum saman fjarri fjölskyldu sinni, svo sem algengt var i lifi sjómanna undir jökli á þeim árum, en Svan- frlöur stjórnaöi heimili þeirra meö skörungsskap i fjarveru bónda sins.Þegar aldurinn færöist yfir tók Þóröur pokann sinn og fór I land, og starfaöi eftir þaö lengst sem lifrarbræöslu- maöur hjá Hraöfrystihúsi Ólafs- vikur. A manndómsárum Þóröar var mikil fátækt undir Jökli og li'fs- baráttanhörö, en hann var góöur félagshyggjumaöur, og tók virk- an þátt I baráttu verkalýös- hreyfingarinnar og Alþýöuflokks- ins fyrir bættum lifskjörum al- þýöunnar. Hann var einnig sam- vinnumaöur og og sat um skeiö I stjóm Kaupfélagsins Dagsbrún i Olafsvik. Hann tók þvi virkan þátt i uppbyggingu hinnar glæsi- legu byggöar sem nú er risin I Ólafsvik, og var einn af þeim mönnum, sem bar uppi byggöar- lagiö þegar kjörin og afkoma heimilanna var hvaö erfiöust. Þaö var mikil ánægja vinum þeirra Þóröar og Svanfriöar aö koma á heimili þeirra. Húsbónd- inn var greindur og skemmti- legur heim aö sækja, fróöur og hlýr i viðmóti, en húsfreyjan stóö teinrétt og svipmikil og sagöi sinar skoöanir umbúöalaust hverjum sem hafa vildi. Þegar hún féll frá missti Þóröur mikiö og hann flutti eftir lát hennar úr Ólafsvik og dvaldi aö Hrafnistu i Reykjavik frá árinu 1962 til ævi- loka. Svo háttaöi til aö heimili for- eldra minna var I næsta nágrenni viö heimili Þóröar og Svanfriöar. Bæöi heimilin voru barnmörg og börnin á likum aldri. Samgangur var afar mikill milli heimila okkar — og fjölskyldurnar þvi tengdar nánum vináttuböndum. Æskuminningar frá þeim árum efu þvi mér ofarlega i huga er ég minnist Þóröar Kristjánssonar og þakka honum samfylgdina og samstarfiö á liðnum árum. Ég og systkini min vottum börnum Þóröar og öörum afkomendum einlæga samúö. Elinbergur Sveinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.