Alþýðublaðið - 04.12.1980, Page 2
2
Fimmtudagur 4. desember 1980
F
OECD
tölukerfi veröi sífellt erfiðara og
erfiðara að leysa þau vandamál
sem þarfnast lausna.
t skýrslunni segir m.a.
þetta:
„Sá farvegur, sem veröbólg-
an fer um, er gamalkunnur, en
hj :tu einkenni hans eru:
óstöðugleiki. Mikilvægi
utanrikisviðskipta i islenzka
þjóðarbúskapnum og samsetn-
ing útflutnings, þar sem sjávar-
afurðir vega langþyngst, veldur
þvi, að áhrifa breyttra ytri að-
stæöna gætir i mun rikari mæli
en gengur og gerist i öðrum
OECD-löndum.
2. Viðbrögð. Eftirspurnar-
stjórn, hefur yfirleitt veriö
heldur aðgerðalitil og hafa
stiórnvöld iðulega gripið til þess
ráðs að lækka gengi islenzku
krónunnar, bæöi til þess að hafa
áhrif á skiptingu þjóöartekn-
anna i þvi skyni að auka tekjur
útflutningsgreinanna og eins til
þess að draga úr kaupmáttará-
hrifum mikilla launahækkana.
3. Aðlögun. í ljósi þess að verð-
lagshækkanir hafa óhjákvæmi-
lega orðið mjög örar, hefur gætt
tilhneigingar i þá átt að laga
ýmsa þætti hagkerfisins að ör-
um verðlagshækkunum i þvi
skyni að draga úr óheillavæn-
legum áhrifum þeirra á ráðstöf-
un framleiðsluafla og hagvöxt.
Þannig hefur vaxið upp á Is-
landi eitt viðtækasta verð-
trygggingarkerfi, sem um getur
i OECD-rikjunum. En rétt er
að vekja athygli á þvi, að þótt
viðtæk verðtrygging kunni að
vera óhjákvæmileg við rikjandi
aðstæður, stuðlar hún jafnframt
að áframhaldandi vixlverkun
launa og verðlags. Viðtæk verð-
trygging veldur þvi ennfremur,
að þegar skyndilegar sveiflur
verða i ytri skilyrðum þjóðar-
búsins, þá reynist afar erfitt að
draga úr vixlverkunaráhrifun-
um.
Meginverkefnið á sviði hag-
stjórnar hlýtur að vera að koma
i veg fyrir óheftan vixlgang
verðlags og launa, sem ella
kynni aö færast i aukana i kjöl-
far nýgerðra kjarasamninga.
Með tilliti til hinna öru verð-
hækkana, sem nú hafa orðið,
virðist ljóst, að öflugra aðgerða
er þörf. Viðnám gegn verðbólg-
unni kallar á ákveðnar aðgerðir
bæði á sviði verðlags- og launa-
mála. Aðgerðir, sem eingöngu
fælu i sér frestun á greiðslu
verðbóta á laun, takmörkuöu að
visu launahækkanir, en þar sem
5ú aðgerð ylli — amk. fyrst um
sinn — rýrnandi kaupmætti
launa, er hætt við, að slfkt yrði
tilefni til kaupkrafna siðar.
Annar möguleiki er sá, að gripið
yrði til viðtækra ráöstafana i þvi
skyni að koma á jafnvægi i
þjóðarbúskapnum, sem einkum
byggðust á lögbundnum aðgerð-
um á sviði verðlags- og launa-
mála ásamt aðgerðum i skatta-
málum (eins og skýrt er nánar i
öðrum kafla skýrslunnar). En
eigi ráðstafanir af þessu tagi að
skila tilætluðum árangri, þarf
styrkari eftirspurnarstjórn en
verið hefur undanfarin ár, ella
er hætta á, að fljótlega fari allt
úr böndunum á nýjan leik.
Myntbreytingin, sem kemur til
framkvæmda i upphafi næsta
árs, gæti orði gott tilefni nýrrar
viönámsstefnu gegn verðbólgu.
Auk brýnna skammtimaráð-
stafana til þess að draga úr
verðbólgu á næstunni, sýnist
þörf á breyttum viðhorfum á
sviði hagstjórnar og öflugri
hagstjórnartækja til þess að fást
við verðbólgu vandann. Vita-
skuld er ekki hægt að draga úr
þvi, hversu háð þjóðarbúið er
ytri aðstæðum. Með hliðsjón af
fámenni þjóðarinnar virðist
þörf á verulegri sérhæfingu
framleiðsluþáttanna, ef takast á
að tryggja til frambúðar lifs-
kjör, sem eru óviða góð. Þar
Hafnfirðingar
Munið hádegisverðarfundinn með
Kjartani Jóhannssyni og Karli Steinari
Guðnasyni i Gaflinum v/Reykjanesbraut
laugardaginn 6. desember n.k. kl. 12.15.
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i raflinuvír fyrir háspennulinur.
Útboðsgögn nr. 80041 fást keypt á skrif-
stofu Rafmagnsveitna rikisins Laugavegi
118 Reykjavik og kostar hvert eintak Gkr.
2.000.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Raf-
magnsveitnanna þriðjudaginn 6. janúar
1981 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðend-
um sem þess óska.
Rafmagnsveitur rikisins
TILKYNNING FRA
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Bótafé stofnunarinnar til hinna tryggðu —
desembergreiðsla — hefur þegar verið send til
banka og annarra lánastofnana, sem haft hafa á
hendi afgreiðslu bóta og eiga því að vera þar til af-
greiðslu nú þegar.
Haft hefur verið samband við umboðsmenn stofn-
unarinnar utan Reykjavíkur og nágrennis og munu
þeir, samkvæmt venju, auglýsa útborgunardaga á
bótum, hver i sínu umdæmi.
Þeir, hinna tryggðu, sem enn fá bætur sínar
greiddar í afgreiðslu Tryggingastofnunarinnar í
Reykjavík, geta vitjað þeirra frá og með föstudeg-
inum 12. þ.m.
3. desember 1980
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
með yrði hlutfall utanríkisvið-
skipta i þjóðarframleiðslunni
enn mjög hátt — jafnvel þótt
innlend orka gæti leyst innflutta
oliu af hólmi. Til þess að svo
megi verða, þarflað halda áfram
á þeirri braut að auka fjöl-
breytni i útflutningsatvinnuveg-
unum jafnframt þvi sem dregið
væri úr áhrifum sveiflna i ytri
skilyrðum á þjóðarbúskapinn
með eflingu hagstjórnartækja,
hvort sem sveiflurnar verða
raktar til verðsveiflna á inn-
flutningshlið eða til sjávarút-
vegs. Að nokkru er unnt að
draga úr þessum sveiflum —
t.d. áhrifum oliuverðshækkana
— með þvi að taka tillit til
breyttra viðskiptakjara við út-
reikning verðbótavisitölu, en
þessi aðferð kynni hins vegar aö
skapa ný vandamál, ef verð á
útflutningsafurðum hækkaði.
Þannig kæmi til greina að taka
upp breytta viðskiptakjaravið-
miðun, sem tæki mið af breyt-
ingum á verði á innfluttu elds-
neyti eða jafnvel verði alls inn-
flutnings. Við rikjandi aðstæður
virðist þessi leið allrar athygli
verð.”
Þingsályktun 1
hneisa fyrir islenska þjóð, siöaða
þjóð, að áfengi er hækkað til að ná
saman endum i fjárlögum en ekki
til að hamla gegn áfengisneyslu.
Þaö er sem sé ógæfa hundruða og
þúsunda manna, sem höfð er að
féþúfu fyrir rikissjóð.”
Arni Gunnarsson minnti á það
kerfi sem Færeyingar nota t.d.
kortasöluna og sagði að með þvi
móti kæmu skattpeningar til skila
og ef slikt kerfi yrði tekið upp hér
á landi ætti kaupverð slikra korta
að verða um 5—10 þúsund krónur
að sinu mati. Hann kvað það sina
skoðun að leggja ætti skrásetn-
ingargjald á áfengisinnflytjend-
ur. „Það er ástæðulaust að tugir
manna hafi af þvi umtalsverðar
tekjur að skrifa ATVR bréf einu
sinni á ári með beiðni um endur-
nýjun á úmboðsleyfi og hafi siðan
ekkert fyrir hlutunum og hirði
bara tekjurnar af áfengissöl-
unni.”
„Hiðopinbera verður að marka
stefnu i áfengismálum, sem
byggist á þeim grundvallaratrið-
um, að dregið verði úr heildar-
neyslu á vinanda, að skipulögð
verði stóraukin fræðsla um þessi
mál. Verslun með áfengi leggur
rikisvaldinu þær skyldur á herðar
að vinna gegn ofneyslu vinanda
með fyrirbyggjandi starfi og
fræðslustarfsemi. Jafnframt er
það skylda hins opinbera að lið-
sinna þeim, er eiga við áfengis-
vandamál að striða.”
1 greinargerð með tillögunni er
fjallað um áfengisvandann og
koma þar fram margvislegar
upplýsingar um þessi mál. Minnt
er á, að afbrotum tengdum
áfengisneyslu fari fjölgandi i
flestum löndum heims. Talið er
að nú séu um 50% brota i mörgum
löndum i tengslum við áfengi og
fullyrt að þetta hlutfall sé nælægt
þvi aö vera það sama hér á landi.
Það er minnt á, að til misnotkun-
ar áfengis megi rekja beina
fátækt og vanrækslu á heimiium,
sjúkdóma, sem tengdir eru
ofneyslu áfengis svo sem skorpu-
lifur, nýrna og hjartasjúkdóma.
Þá sagðist framsögumaður
vilja leggja áherslu á aðalatriði
þessa máls: „Vandamál af völd-
um afengisneyslu eru nú veruleg
á Isiandi. Afengisvandamál
fylgja óhjákvæmilega áfengis-
neyslu. Nokkur hluti áfengis-
neytenda getur ekki haft stjórn á
áfengisneyslu sinni og skaða þeir
sjálfa sig, fjölskyldu sina og sam-
félagið i heild.”
„Markmið áfengismálastefnu
er ekki hægt að setja hærra, en að
halda i lágmarki þeim vandamál-
um sem af áfengisneyslu leiðir.
Leiðir að þessu marki skiptast i
tvo megin flokka: 1) Aðgerðir til
að fást við vandamál, sem þegar
hafa skapast og er þar lang-
stærsta verkefnið meðferð fyrir
áfengissjúka, afvötnunarstöðvar,
endurhæfingarstöðvar, félags-
ráðgjöf, og drykkjuhæli. Enn
fremur skipulögö fræðsla i skól-
um og fjölmiðlum, stuðningur viö
áhugamannasamtök eins og SAA
AA og bindindishreyfinguna. 2)
Fyrirbyggjandi aðgerðir.
Arni Gunnarsson ræddi siðan
um þau stjórntæki, sem beitt hef-
ur verið á neyslu áfengis hér á
landi og sagði:
„Hér á landi hefur stjórntækj-
um áfengisneyslu, þ.e. verðlagn-
ingu og dreifikerfi verið beitt
meira en i flestum öörum lönd-
um. Nauðsynlegt er, að þessi
stýring eigi sér ekki eingöngu
stað i lögum heldur einnig i sterku
almenningsáliti. Skipulagða
fræðslu hefur vantað af hálfu
stjórnvalda.”
Arni Gunnarsson minnti siðan á
margvislega möguleika rikis-
valdsins til að draga úr áfengis-
neyslu með einföldum ákvörðun-
um. Nefna mætti stöðvun áfengis-
veitinga á vegum hins opinbera
svo og stöðvun á sölu á tollfrjálsu
áfengi: „Það er löngu liðin tið,
sagði Arni, að það sé fint að vera
drukkinn eða timbraður og við
verðum að draga úr heildar-
neyslu áfengis og marka opinbera
stefnu i áfengismálum.
Dómsmálaráðuneyti 1
tveggja mánaða fangelsi skil-
orðsbundið, sem i raun má vænta
að félli niður aö fullu. Dómunum
yrðifullnægt i venjulegu aimennu
fangelsi, þvi herfangelsi til
afplánunar eru ekki til. Engar
kvaðir hvila á slikum aðila eftir
afpláun, svo sem um skilriki,
ferðafrelsi eða annað, þar sem
málinuværi aö fuilu lokið. Engum
beiðnum hefur verið beint frá
Frakklandi um framsal Gerva-
sonis i neina átt og ekkert bendir
til þess að nokkurs sliks sé að
vænta.
í Danmörku eru engar skuld-
bindingar fyrir hendi gagnvart
öðrum Efnahagsbandalagsríkj-
um, Natorikjum eða neinum
öðrum um framsal á herþjón-
ustubrotthvarfsmönnum eöa lið-
hlaupum. Framsalslög i Dan-
mörku (nr. 249 frá 1967) heimila
ekki framsal fyrir herþjónustu-
brot. Engin ástæða er til að ætla
að dönsk yfirvöld hafni aö veita
Gervasoni viðtöku á grundvelli
ákvæða Noröurlandasamnings
frá 1957, sem Island gerðist aöili
að 1966, en samkvæmt honum á
það Norðurlandariki, sem útlend-
ingur kemur ólöglega inn i, rétt á
aö endursenda hann til þess
aftur kjarabaráttu banka-
manna hefði verið fróðlegt að fá
fram sjónarmið hans og skoðan-
ir á frjálsum samningsrétti
launþega.
Ráðherrann segir í einu
blaðaviðtalanna i morgun, að
þessséumýmörg dæmiaö rikis-
valdiðgripi inn i kjarasamninga
með lagasetningu. A móti má
benda fáöherranum á, að þess
eru lika dæmi, aö slik lög hafi
ekki veriö virt.
t blaöaviðtölum segir banka-
málaráðherra, að hann telji
ákaflega óheppilegt þegar ein-
stakir hópar eins og t.d.
bankamenn reyni aö, ,brjóta sig
út úr þeim launamálafarvegi
sem samningamálin eru i eftir
samningana við BSRB og
BHM”.
Þetta er einkar at-
Norðurlandarikis er hann kom
frá. Er þvi um endursendingu að
ræða en ekki brottvisun i laga-
tæknilegum skilningi. Eins og
áður segir eru Danir ekki skuld-
bundnir af neinum millirikja-
samningum til að visa honum úr
landi til annars lands og framsal
fyrirþau lagabrot, sem um ræðir,
eins cg áður segir óheimilt að
lögum.
Fyrir réttri viku siöan átti
dómsmálaráðherra Islands
einkaviöræður við dómsmálaráð-
herra Danmerkur varðandi þetta
málefni.Fóru þærviðræður mjög
vinsamlega fram. Er ljóst að
dönsk yfirvöld munu ekki gefa á
þessustigi neinskonar yfirlýsingu
um niðurstöður á athugunum
þeirra á málavöxtum um
framangreint efni, sem alls ekki
hafa getað farið fram þar i landi,
og að þær niðurstöður hljóta aö
verða byggöar a þeirra eigin
kör.nun. Þaö er mat þessa ráöu-
neytis, að tekið verði viö þá könn-
un með skilningi á aðstæðum
Patricks Gervasonis, og að hann
eigi það mest undir sjálfum sér
komið, og afstöðu sinni til gæzlu
danskra lagareglna, hvort honum
verði tekið sem venjulegum
hyglisverð yfirlýsing i ljósi
þess, að meginbarátta Sam-
bands islenskra bankamanna
snýst um aö staðiö verði við
samningana frá 1977, og varöar
3% grunnkaupshækkun, en al-
mennar launahækkanir sem
samið hefur verið um frá þvi
BSRB og BHM sömdu, eru á bil-
inu frá 9 til 15 af hundraði.
Loks er rétt aö minna banka-
málaráöherra á, aö engar raun-
verulegar viðræður hafa átt sér
stað um kjaramál bankamanna
siðan um mánaöamótin septem-
ber-október sl. 011 áform hans
um að brjóta á bak aftur baráttu
bankamanna fyrir sanngjöm-
um kröfum sinum, eru dæmd til
að mistakast. Baráttan mun
halda áfram þrátt fyrir hvers
konar ólög sem engan vánda
leysa, en magna hann hins veg-
ar upp.”
borgara annars Efnahagsbanda-
lagsrikis, en þeir munu eiga með
eðlilegumhætti rétt á þvi sam-
kvæmt reglum Efnahagsbanda-
lagsins, að fá sér atvinnu i öðrum
löndum Efnahagsbandalagsins,
og starfa þar óáreittir.
1 gær tilkynnti dómsmálaráðu-
neytið lögmanni Gervasonis,
Ragnari Aðalsteinssyni, hrl., að
það teldi að ekkert það hefði
komiðfram, sem gæti breytt fyrri
ákvörðun um brottför hans, og að
lögreglustjóranum i Reykjavik
f.h. útlendingaeftirlitsins yrði
falið að annast framkvæmd þess
að venju. Jafnframt var tekið
fram, að Gervasoni væri heimilt
að ákveða sjálfur hvenær hann
kysi að hverfa af landinu á næstu
1-2 vikum eftir nánara samráði
hans og lögmannsins Við ráðu-
neytið, meðhæfilegum fyrirvera,
enda hlyti lögmaðurinn þá að
taka að sér umsjá skjólstæöings
sins þann tima, svo sem veriö
hefur samkvæmt samkomulagi
frá 25. sept. s.l., en að öðrum
kosti, ef hann og lögmaðurinn
óskuðu ekki aö hafa þennan hátt
á, hlyti lögmaöurinn að fylgja
honum til skrifstofu Utlendinga-
eftirlitsins, en af þvi' hafði
lögmaðurinn tekið viðumsjá hans
hinn 25. september s.l.
Geta má þess, að það getur haft
ófyrirsjáarúegar afleiðingar ef
látiö er undan þrýstingi ofbeldis-
aðgerða, sbr. töku sendiráðs
lslands i Paris, þar sem krafist
var „pólitísks hælis” á tslandi
fyrir 450 manna hóp andstæðinga
herskyldulaga þar i landi.
Rétt þykir aö endingu að lýsa
höfuörökum fyrir ákvörðun ráðu-
neytisins i fáum orum:
1. Islansk lög hafa veriö brotin
með ótviræöum hætti við komu
Patricks Gervasonis til landsins
þvert ofan i fyrri neitun á erindi
hans og með fölsuðum skilrikjum
og með röngu nafni.
2. Engir millirikjasamningar
eða alþjóðasamningar kveða á
um, aö herþjónustuneitun veiti
rétt til pólitisks hælis.
3. Engin haldbær rök eru fyrir
þvi að brottför Gervasonis frá
tslandi tii Danmerkur leiöi til
sendingar hans þaðan til
Frakklands.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytiö
2. desember 1980.
1
Bankamenn