Alþýðublaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 3
//Þróun mála/ eftir setningu bráðabirgðalaganna um áramót, hef ur staðfest gagnrýni stjórnarandstöð- unnar. Lögin hafa ekki einu sinni komið til fram- kvæmda ennþá, m.a. vegna ágreinings innan ríkis- stjórnarinnar um túlkun og f ramkvæmd. Kjaraskerð- ingin 1. marz n.k. á eftir að koma óþyrmilega við pyngju launþega. Það versta er, að launþegar eru krafðir um fórnir, án þess að geta gert sér nokkrar vonir um varanlegan árangur. Aðgerðirnar tef ja verðbólguhraðann á fyrri hluta árs, en munu kynda undir verðbólgu þegar fyrir mitt árið. Ríkisstjórnin hefur sjálf magnað efnahagsvandann og fer nú halloka í glímunni við eigin uppvakning." llndan veðri og vindum Fimmtudagur 5. febrúar 1981 alþýðu- UlEI’g'M (Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn Framkvæmdastjori: Jdhann- es Guðmundsson. Stjórnmáiaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaðamenn: Helgi Már Arthúrsson, ólafur Bjarnii Guðnason, Þráinn Hall- grimsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Haf- 'steinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórnog auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. í ritstjóragrein Alþýðublaðs- ins i gær vgr vakin athygli á þeirri staðréynd, að ekki eitt einasta ákvæði bráðabirgðalaga rikisstjórnarinnar frá siðustu áramótum, er enn komið til framkvæmda. Kannski það sé skýringin á prýðilegum viðtök- um almenningsálitsins i Dag- blaðinu? Afnám kjarasamninga sem felur i sér allt að 9% kaupskerð- ingu, kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en 1. marz n.k. Innan rikisstjórnarinnar er allt upp i loft út af vaxtapólitik- inni. Ástæðan er sú að i logunum eru gefin tvenns konar loforð i vaxtamálum, sem þvi miður útiloka hvort annað. Sparifjár- eigendur áttu að fá hærri vexti fyrir innlán á sama tima og lán- takendur áttu að greiða minna fyrir útlánin — án þess að nokk- ur borgaði muninn. Kommarnir hafa neitað að samþykkja til- lögu Tómasar frá Hánefsstöö- um um aukna verðtryggingu innlána, sem óhjákvæmilega leiða til vaxtahækkunar i reynd á útlánum. Við það situr. Engar tillögur liggja fyrir um frestun eða niðurskurð opin- berra framkvæmda. Þrátt fyrir framlengingu veröstöðvunarlaga til 1. mai n.k. er að sjálfsögðu engin verö- stöðvun i gildi, fremur en verið hefur s.l. áratug. Gjaldskrár rikisfyrirtækja hækkuðu um 10%. Margar umsóknir um verðhækkanir, sem orðið höfðu innlyksa i kerfinu, hafa verið heimilaðar. M.a.s. visitölu- brauðin hafa loksins fengizt hækkuð. Erlendar verðhækkan- ir hafa að sjálfsögðu sinn gang. Við þekkjum þessa verðstöðvun af langri reynslu. Hún hefur hingað til ekki komið i veg fyrir 60% verðbólgu. Á þvi er engin grundvallarbrey ting. Sem vonlegt er, er mönnum það hulin ráðgáta, hvaða brýnu nauðsyn bar til að setja bráða- birgðalög i þinghléi um áramót, úr þvi að lögin eru ekki komin til framkvæmda i febrúar. t n hvað er að segja um „efnahagsáætlunina”, eins og stjórnarliðunum þóknast að kalla greinargerð með lögun- um? Þar eru upptalin 31 efnisat- riði i óskalistaformi. Hvernig gengur að láta dagdraumana rætast i veruleikanum? Sumir standa i þeirri trú, að rikisstjórnin hafi tekið upp nýja stefnu i gengismálum. Gengiö skuli framvegis bundið fast. Þar með sé verðgildi nýkrónunnar tryggt. Þetta er mikill misskiln- ingur. Það sem um er að ræða, er frestun gengissigs fram á annað vísitölutimabil á þessu ári. For- senda þess er, annars vegar hið hraða gengissig sem varð á tveimur siðustu mánuðum s.l. árs. Hin var sú, að dæmi rikis- stjórnarinnar um bátakjara- samninga og fiskverö gengi upp. Nýtt fiskverð átti að ákveða I ársbyrjun. Það er ókomið enn. Bátakjarasamn- ingar eru strand. Sjómanna- verkföll eru á næsta leiti. urtséö frá þvi, þá er það ein- faldlega ekki á valdi rikisstjórn- ar, i 50—60% verðbólgu, að festa gengi nema örskamma hrið. Þaö mundi einfaldlega þýða botnlausan haliarekstur útflutn- ingsatvinnuvega, rekstrar- stöðvun og atvinnuleysi I stór- um stil, ef haldið yrði til streitu. Enda hefur rikisstjórnin ekki skuldbundið sig til annars en að fresta gengissigi ca. 2—3 mán- uði. Með hverri viku sem liður, mun röng gengisskráning verða fyrirtækjum I útflutningsiðnaöi æ þyngri i skauti. Nýir báta- kjarasamningar og nýtt fisk- verð á eftir að hækka fram- leiðslukostnað þeirra, á sama tima og tekjur standa i stað. Visitölubætur 1 marz, þótt skertar séu, hafa sömu áhrif. Erlendar verðhækkanir á aö- föngum hafa sömu áhrif. Verð- hækkanir opinberrar þjónustu og aðrar undanþágur frá verð- stöövunarlögum, hafa sömu áhrif. A ð lokum mun gengið bresta undan þessari uppsöfnuöu skriðu kostnaðarhækkana. Vixl- hækkanaáhrif stórrar gengis- lækkunar eru viðurkennd meiri en þau sem hljótast til af jöfnu gengissigi. Þangað tii gengið fellur skuldbatt rikisstjórnin sig til þess að taka upp millifærslu- kerfi, og fara þar með meira en tvo áratugi aftur i timann i efnahagsóstjórn. Þetta milli- færsludæmi er jafnóljóst, nú i byrjun febrúar og það var, þeg- ar lögin voru sett. Enginn veit, hversu mikla fjármuni þarf að millifæra af almannafé til at- vinnurekenda, né heldur nákvæmlega hvar á að taka þessa fjármuni. Kaupskerðingaráhrifin átti aö bæta með skattalækkunum.Þær áttu að nema sem svarar 1.5% i kaupmætti. Um þær hefur ekk- ert heyrzt. Vegna ibúöabygginga og kaupa átti að breyta skamm- timalánum og lausaskuldum i föst lán til lengri tima. Um framkvæmd þess hefur ekkert heyrzt. U m önnur efnisatriði óska- listans, sem fylgdi bráðabirgða- lögunum I greinargerö, þarf ekki einu sinni að ræða. Að visu var þar aðallega um að ræða endurtekningu á ýmsum atrið- um þess óskalista, sem rikis- stjórnin lagði upp með i byrjun og kallaði stjórnarsáttmála. Ellefu mánuðir hafa ekki nægt rikisstjórninni til þess aö koma þeim i framkvæmd. Itrekun þeirra á blaði i greinargerð með bráöabirgðalögum breytir þar engu um. E fnahagsrá’ðstafanir rikis- stjórnarinnar éru þvi sýnd veiði enekkigefin. Bráðabirgöalögin, sem þjóðarnauðsyn bar til að setja i þinghléi fyrir rúmum mánuði, eru enn dauður bók- stafur. Óskalistinn, sem að sjálfsögðu hefur ekkert laga- gildi, en ennþá bara óskalisti. Ennþá eru allir endar og spottar dinglandi i lausu lofti. Haldleysi þessara ráðstafana á eftir að verða lýðum ljóst fyrr en varir, liggi það ekki þegar i augum uppi. Menn munu smám saman sannfærast um, að gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta hálfkák er á rökum reist. Alvöru efnahagsráðstafanir verða ekki mikið lengur umflúnar. Reynsl- an af þátttöku Alþýðubanda- lagsins i þremur rikisstjórnum staðfestir hins vegar, að meðan það á aðild að rikisstjórn, er annars konar og varanlegri úr- ræða ekki að vænta. Þótt ein- staka Framsóknarmaður vilji ann reyna að telja sér trú um annað, munu þeir fyrr en siðar somast að þvi fullkeyptu. — JBH INNLEND SYRPA - INNLEND SYRPA - INNLEND SYRPA - INNLEND SYRPA - INNLEND SYRPA íslandskynning í Luxembourg Dagana 13.—31. janúar 1981 var haldin tslandskynning á Hótel Sheraton Aerogolf. Kynntar voru islenskar iðnaðarvörur, ullar- fatnaður, lagmeti og framleiðsla J.P. innréttinga. Framreiddur var fslenskur matur á hótelinu i tveimur sölum i samvinnu við Hótel Loftleiðir. Kynningin hófst með boöi fyrir blaðamenn og framámenn feröa- mála I Luxembourg. tslenski konsUllinn, Einar Aakrann bauð gesti velkomna. Dieter Wendler frá Frankfurt-skrifstofu Flug- leiða kynnti ferðamöguleika á íslandi og sýndi Islandskvik- mynd. Sveinn Björnsson, við- skiptafulltrúi við sendiráðið i Paris, lýsti i stuttu máli útflutn- ingi íslendinga og vaxandi fram- leiðslu iðnaðarvara til útflutn- ings. Hann sagði frá velgengni islensks fatnaðar á erlendum mörkuðum, nú siðast I Frakk- landi, og kynnti siöan fatnaðinn eftir þvf sem við átti meðan á tiskusýningunni stóð. Sýnd var framleiðsla Alafoss, Hildu, Prjónastofunnar Iðunnar og Röskvu. íslenskar sýningar- stúlkur frá Módelsamtökunum sýndu fatnaðinn við góðar undir- tektir. Kynning-. þessi þótti takast vel og fékk lofsamlegar umsagnir i blöðum I Luxembourg. Að kynningunni stóðu Flug- leiðir, Hótel Loftleiðir, Hótel Sheraton Aerogolf og Útflutnings- miðstöð iðnaðarins vegna fram- leiðenda, með góðri aðstoð Sveins Björnssonar, viðskiptafulltrúa frá sendiráðinu i Paris. Framleiðsla á steypu- styrktarstáli 1983? Nýlega lauk gerð áætlunar á vegum Iðnaðarráöuneytisins um stálbræðslu til framleiðslu á stey pust yrktarstál i hér á landi en Tæknideild TSt tók þátt i athug- unum og áætlanagerð ásamt fleiri aðilum, utanlands og innan. Steypustyrktarstál er eitt af nauðsynlegustu byggingarefnum i landi þar sem hætt er við jarðskjálftum, og færist notkun þess i vöxt. Verksmiðjan mun ýta undir landhreinsun og nýta þá miklu hauga af brotajárni sem upp hafa safnast og halda áfram að safnast. Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um byggingu verk- smiðjunnar, gæti framleiðslan hafist á árinu 1983. Jakob Gíslason kjörinn heiðursfélagi Stjórnunarfélags íslands Aðalfundur Stjórnunarfélags tslands var haldinn að Hótel Loft- leiðum, fimmtudaginn 22. janúar og lauk félagið þá tuttugasta starfsári sinu. Fundinn sóttu um 60 félagar og var fundarstjóri Jón H. Bergs forstjóri. 1 skýrslu Harðar Sigurgests- sonar formanns félagsins kom fram að starfsemi þess hefur ver- ið mjög umfangsmikil á liðnu ári. Meðal verkefna má nefna að efnt var til ráðstefnu um efnið tsland árið 2000, og námstefna um Rekstur veitíngahúsa, Sölu á erlendum mörkuðum og Hagræðingu i heilbrigðisstofnun- um, og Spástefnu þar sem spáð var fyrir um þróun efnahagsmála árið 1981. A árinu lagði félagið sérstaka áherslu á að fá til landsins erlenda fyrirlesara og ráðgjafa i þvi skyni að leiðbeina á námskeiðum og flygja fyrirlestra á ráðstefnum og námstefnum félagsins. Alls komu tólf erlendir gestir á liðnu ári til fyrirlestrar- halda á vegum félagsins. Haldin voru 35 stjórnunar- námskeið með innlendum leiðbeinendum og var þar m.a. fjallað um fjölmörg efni sem ekki hafa verið tekin fyrir á námskeiöum áður. Fjölmörg önnur starfsemi fer fram á vegum félagsins en áður- nefnt ráðstefnu og námskeiða- hald. Klúbbur starfsmannastjóra er starfandi en á fundum hans er fjallaö um starfsmannahald og starfsmannamál. Bókaklúbbur ttík til starfa fyrir rúmu ári, og er hlutverk hans að dreifa til klúbb- félaga gtíðum erlendum bókum um stjtírnun. A árinu var komið á fót ársskýrslunefnd sem ætlað er að veita viöurkenningu til þess fyrirtækis hérlendis sem sendir frá sér bestu ársskýrsluna á hverju ári, og veröur viður- kenningin veitt I fyrsta sinn nú I ár. A árinu fór hópur félags- manna I heimsókn til Landsbanka íslands, og fékk að kynnast skipu- lagi og stjtírnun bankans. Stjtírnunarfélagið gefur út tvö rit. Stjórnunarfræðslan er timarit sem kom tvivegis út á árinu, og var þar kynnt heildaraætlun um starfsemi félagsins. Einnig komu út nfu tölublöð Stjórnunarfrétta, en i' þvi fréttabréfi er kynnt það helsta sem á döfinni er hjá félaginu hverju sinni. Undanfarin tvö árin hefur félagið unnið að þvi að koma sér upp skrifstofu og kennsluaðstöðu að Siðumúla 23, en þar er félagið nú til húsa. A aöalfundinum var stjórn félagsins endurkosin. Formaður félagsins er Hörður Sigurgests- son, en aðrir i stjórn Asmundur Stefánsson, Björn Friðfinnsson, Davið Gunnarsson, Jakob Gisia- son, ólafurB. ólafsson, óskar H. Gunnarsson, Steinar Berg Björnsson og Tryggvi Pálsson. í framkvæmdaráð félagsins voru kjörnir: Erlendur Einarsson, Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson, Guðmundur Einarsson, Jón Sig- urðsson, Jtín H. Bergs, Kristin Tryggvadtíttir, Kristján Sigur- gestsson, Otto A. Michelsen, Ragnar S. Halldórsson, Snorri Jónsson, Sveinn Björnsson og Valur Valsson. A aðalfundinum var Jakob Gislason fv. formaður Stjórn- unarfélagsins gerður að heiðurs- félaga Stjórnunarfélags tslands. Jakob Gislason var aðalhvata- maður að stofnun Stjórnunar- félags tslands, er félagið var stofnað, 24. janúar 1961. Fyrir stofnfundinn haföi Jakob um nokkurt skeið kannað undirtektir manna fyrir stofnun félagsins. Sá grundvöllur sem þá var lagður er enn sá stofn sem félagiö stendur á. Jakob Gislason var fyrsti for- maður félagsins og gegndi for- mannsstarfi til ársins 1973 eða i alls 12 ár og á hann enn sæti I stjtírn félagsins. Auk starfa að stjórnunar- málum á vettvangi Stjórnunar- félags tslands hefur Jakob átt sæti I opinberum nefndum þar sem stjórnunar- og hagræðingar- Ríkisútvarpið 1 byggingu nýrrar langbylgju- stöðvar og nýs útvarpshúss. Þá 'er einnig farið fram á upplýs- ingar um ráðstafanir til að treysta dreifikerfi útvarps og sjónvarps, og hvernig eigi að gera stofnuninni fjárhagslega kleift að nota möguleika á beinu myndsambandi við önnur lönd, sem jarðstöðin Skyggnir gefur. Þá er að lokum farið fram á upplýsingar um það, hvenær stereósendingar útvarps munu ná til landsins alls, og eins um þab, hvort undirbuningur sé hafinn að þvi, aö hefja útvarp á- annarri rás, eða svokölluðu landshlutaútvarpi. t greinagerð með skýrslu- beiðninni er fjallað um menn- ingarhlutverk útvarpsins og það hlutverk þess, að rjúfa ein- angrun afskekktra byggða og bæja. Þá segir i greinagerðinni: ,,En Rikisútvarpið er ekki aðeins menningarstofnun, það er einnig eitt veigamesta öryggistæki okkar ef vá ber aö dyrum. Sýnt hefur sig . á undan- förnum vikum, að dreifikerfi dagskrár er eigi svo traust sem æskilegt væri”. Rik ástæða sýnist nú til, aö menntamálaráðherra geri Al- þingi grein fyrir stöðu og hag Ríkisútvarpsins með itarlegri skýrslu, en Alþingi hlýtur að láta sig málefni þessarar þjóðarstofnunar miklu varða”. mál hafa veriö til umfjöllunar. Framlög Jakobs Gislasonar til stjórnunarfræðslumála á tslandi verða þvi seint fullmetin. t lok aðalfundarins flutti Jón Sigurðsson forstjóri tslenska Járnblendifélagsins erindi sem hann nefndi „Hefur Stjórnunar- félagið gert nokkurt gagn?” Erindið var einkum fróölegt og góö upprifjun á þvi hlutverki sem félagið hefur gegnt i framþróun stjtírnunarmáia hérlendis, og mikil vægi þess að áfram sé haldiö á sömu braut. Togarakaupin 1 að ábyrgjast 20% af heildarkaup- verði skipsins. Nú er hins vegar veriö aö tala um 3500 milljónir og það er ekki við Framkvæmda- stofnun að sakast, þó þingmenn kjördæmisins hafi ekki fylgst meö þróun á kaupveröi skipsins. Við veröum að skoða þessi má að nýju, sagði hann. Eins og fram hefur komið er kaupverð það, sem nú er 3.5-3.6 milljónir nærri þrefalt verð, sem nefnt var i upphafi og nægir „hratt gengissig” ekki til að skýra mismuninn, enda kom fram i des. sl. að hægt hefði veriö að fá jafngott skip og útgerðar- menn á Þtírshöfn/Raufarhöfn 'vilja nú kaupa á helmingi lægra verði. Ekki hefur heldur veriö gengið frá sölu skips úr landi I staö nýja togarans eins og reglur gera ráð fyrir. Alþýðublaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að ráðamenn innan Framkvæmda- stofnunar og stjórnarflokkanna vilji nú jafnvel leysa þetta mál með þvi aö fá kaupáamningi vegna skipsins rift og komst einn þingmaður svo að orði i gær, að betra væri að leysa málin þannig, jafnvel þó, að greiða þurfi seljendum einhverjar bætur. Enda sjá nú flestir, að kaupverð er allt of hátt og kaupendur munu ekki geta staðið við afborganir og vexti, ásamt þvi að greiða laun og • annan reksturskostnað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.