Alþýðublaðið - 25.02.1981, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.02.1981, Síða 1
alþýðu bladið .VUl'' ^ €?ji Viðtal við Kjartan Jóhannsson vegna breytingatillagna Alþýðuflokksins við efnahags- frumvarp ríkisstjórnarinnar Gróðrarstían — sjá leiðara bls. 2 — sjá opnu Miðvikudagur 25. febrúar 1981 — 30.'+bl. 62. árg. Frumvarp til laga um framkvæmd eignarnáms endurflutt Hvernig á að meta bætur þeg- ar til eignarnáms kemur? Viö hvaða grundvallarreglur eiga dómkvaddir matsmenn að styðjast er þeir meta eignir við eignarnám? Samkvæmt 67. grein stjórnarskrárinnar er tal- að um að „fullt verð” skuli koma fyrir eignina, en augljóst er hve erfitt getur veriö að henda reiður á þvi. í lögum frá 1917 um framkvæmd eign- arnáms, var miðað viö gang- verð, sem eignin hefði i kaupum og sölum. 1 núgildandi lögum frá 1973 er hins vegar enga slika viðmiðun að finna. t skýrslu nú- verandi stjórnarskrárnefndar hafa veriö settar fram tillögur f þessu efni og er þar talað um „sanngjarnar bætur”. t frum- varpi, sem þrir þingmenn Alþýðuflokksins, Eiður Guðna- son, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guönason, hafa tagt fram, er tekið á þessum málum meðnýjum hætti. Þar er lagt til, að þegar fasteign er tek- in eignarnámi skuli miða fjár- hæð eignarnámsbóta við þá notkun, sem fasteign er i, þegar beiðni um eignarnámsmat hef- ur borist matsnefnd. Frumvarp það sem nú hefur verið lagt fram er samhljóða frumvarpi, sem lagt var fram á 100. löggjafarþingi. t greinar- gerð með þvi frumvarpi var minnt á, að nefnd sú, sem undir- bjói lögin frá 1973 hugðist semja sérstakt frumvarp til laga um fjárhæð bóta vegna eignarnáms fasteigna, en úr þvi varð ekki. Þvi virðist einhlitt, að lögfesta þurfi vissar meginreglur um fjárhæð eignarnámsbóta. Með frumvarpinu er lagt til að svo verði gert varðandi ákvörðun eignarnámsbóta þegar fasteign er tekin eignamámi. Helstu viðmiðunarreglur frumvarpsins við mat á bótum vegna eignarnáms fasteigna eru þær að við bótaákvörðun, skuli taka tillit til breytinga á notkun eignar eftir aðstæðum á staðnum og með hliðsjón af þeirri starfsemi eða þeim til- gangi, sem notkun eignarinnar hefur verið tengd. Ekki skal taka tíllit til hugsanlegra verð- hækkana á eigninni i framtið- inni. Ekki skal heldur taka tillit til þess verðs sem eignarnemi hefði þurft að greiða, ef eignar- námsheimild hefði ekki verið fyrir hendi. Þá er mikilvægt ákvæði, sem segir, að ekki skuli meta verðbreytingar, sem leiða kunni af tilgangi eða markmiði eignarnámstökunnar, né heldur af framkvæmdum eða starf- semi, sem eru I tengslum við eignarnámstökuna. „Eitt umdeildasta atriði i sambandi við eignarnámsbæt- ur” segir i greinargerð með frumvarpinu, „er hvort taka skuli tillit til fyrirhugaðra nota lands, eftir að eignarnám hefur farið fram og eignarnemi hefur með skipulagi og siðar fram- kvæmdum breytt möguleikum til nýtingar þess. Margir eru þeirrar skoðunar, að eðlilegast sé, að miða eignarnámsbætur við þá raunverulegu eða eðli- legu nýtingu, sem eigandi hefur af landinu, þegar til eignarnáms kemur”. Með þessu frumvarpi er þessi vandi leystur, ef þaö verður að lögum. Unnur Agústsdóttir, formaður Bandalags kvenna I Reykjavlk, heilsar Benedlkt Gröndal i anddyri alþingishússins i gær, skömmu áður en hún flutti þingmönnum Reykjavlkur stutt ávarp. Bandalag kvennaumáformada skrefatalningu á höfuðborgarsvæðinu Skora á þingmenn að gæta hagsmuna borgarbúa Konur i bandalagi kvenna í Reykjavik gengu á fund þing- manna Reykjavikur sfðdegis f gær og afhentu þeim áskorun þar sem skorað er á þá að gæta hagsmuna Reykvikinga i svo- nefndu „skrefateljaramáli”. Unnur Agústsdóttir ávarpaði þingmenn fyrir hönd banda- lagsins og minnti á fyrri ályktanir bandalagsins þess efnis, aö ef skrefjateljari yrði settur á innanbæjarsfmtöl, verði veitt undanþága til örorku og ellitifeyrisþega. Póst og símamálastjóra var send ályktun um þetta efni eftir ráð- stefnu bandalagsins um málefni aldraðra i mars 1980. Bréfinu hefur ekki verið svarað. Unnur sagði f ávarpi sinu, að þeir sem stjórnuðu þessum málum, ættu að hafa i huga, að siminn væri oft eina leiðin fyrir aldraða og þá sem ekki ættu heimangengt, aðhafa samband við sina náustu Sagði hún að gamalt fólk i bæn- um óttaðist þessa breytingu, sem mundi verða til að rjúfa enn frekar þau tengsl.sem þetta fólk hefur við fjölskyldur sinar. Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Unni i stuttuávarpi. Hann sagði að þingmenn Reykjavikur mundu hafa samráð sin á milli um þetta mál. „Hér er um stjórnvaldsákvörðun að ræða, sem tekin hefur verið I samráöi við Póst og síma. Við munum ihuga þetta mál og sinna þvl eft- .ir bestu getu,” sagði hann. Hann þakkaði að lokum Bandalagi kvenna i Reykjavik fyrir áhuga þeirra á þessu máli og óskaði félaginu allra heilla. I bigerð munu ýmis mótmæli gegn skrefatalningunni á höfuð- borgarsvæðinu, sem áformað er aðtakauppummittár. Hafin er undirskriftasöfnun og til stend- ur að halda borgarafund i byrj- un marsmánaðar. Gisli Jónsson, prófessor, sem manna mest hefur beitt sér gegn skref- atalningunni, sagði i viðtali við Alþýðublaðið á dögunum, að mörgu gömlu fólki hrysi hugur við þessari breytingu og ráða- menn hefðu ekki hugmynd um hvaöa félagsleg áhrif hún hefði. Þaö væri engin lausn, sagði hann, að ekki ætti að beita taln- ingu á kvöldin, þvi á þeim tima væru margir aldraðir lagstir til hvildar. „Erfiðasti timinn fyrir flest gamalt fólk er miður dagurinn”, sagði hann. Tækjabtinaður sá, sem keypt- ur var á sinum tima til að mæla lengd simtala á höfuðborgar- svæöinu var upphaflega pantaöur árið 1979 og var það af frumkvæði Pósts og sima án heimildar eða fjárveitingar Alþingis. Gisli Jónsson, prófess- or, hefur deilt hart á yfirmenn Pósts og sima fyrir að fara ekki að vilja Alþingis i þessum efn- um, en lög frá 1977 um stofnun- ina gera ráö fyrir allt annarri leið. 1 lögunum segir, að stefnt skuli að sömu gjöldum innan hvers númerasvæðis og ráðherra var heimilað að krefj- ast sama gjalds fyrir simtöl til helstu stjórnsýslustofnana rikisins, hvaðan sem hringt væri af landinu. Setja átti reglu- gerð á grundvelli laganna, en hún hefur aldrei séð dagsins ljós. Frumvarp þingmanna Alþýðuflokksins: Greiðslutrygg- ingasjóður fiskafla Þingmennirnir Kjartan Jóhannsson, Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason hafa lagt fram frumvarp til laga um greiðslutryggingasjóð fiskafla. Tilgangur sjóðs þessa er „að tryggja staðgreiðslu afla, sem landað er utan heimahafnar á stöðum sem búa við hráefnis- skortf fiskvinnstu, með veitingu lána til fiskkaupenda”, segir I frumvarpinu. 1 greinagerð meö frumvarp- inu segir: „Margvisleg dæmi eru um að svo mikill afli berist á land á einu landshorni að hann skemmist á sama tima og hrá- efnisskortur rikir I fiskvinnslu i öðrum landshlutum. Ýmsir útgerðaraðilar hafa látið þá skoöun i Ijós, að þeir mundu reiðubúnir til að láta skip si'n landa utan heimahafnar ef staðgreiðsla aflans væri tryggð. Þettafrumvarp er flutt i þeim tilgangi að koma i kring slikri staögreiðslu þegar það mættiduga til að jafna hráefnis- aðdrætti. Samkvæmt frumvarpinu er ætlast til að sjóðurinn verði i vörslu Aflatryggingasjóðs, og fjárreiður og bókhald sjóðsins einnig. Þá er gert ráð fyrir að stjórn Aflatryggingasjóðs kjósi þriggja manna framkvæmda- stjórn fyrir sjóðinn. 1 frumvarpinu er tiltekið, að stofnfé sjóðsins skuli vera 5 milljónir króna, og að það fé komi annarsvegar úr Byggða- sjóði og hinsvegar úr Aflatrygg- ingasjóði. Tilgangur sjóðsins er m.a. að jafna afla milli byggða- laga og draga þannig úr ásókn I stækkun fiskiskipaflotans. Þannig samræmist frumvarpið grundvallartilgangi Aflatrygg- ingasjóðs. Hinsvegar mun sjóðurinn-tuöla að jafnari afla- dreifningu um landið, og stuðlar Frh. á bls. 2 Hvar verður næsta stórvirkjun?: Eggert Haukdal heimtar Sultartangavirkjun - getur ríkisstjórnin gengið framhjá óskum hans? Nú fer senn að liða að þvi, að iðnaðarráðherra verður að taka endanlega ákvörðun um hvar næsta stórvirkjun á að vera. Um þrennt hefur verið rætt i þessu sambandi, Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Sultar- tangavirkjun. Allar þessar virkjanir eru að einhverju leyti undirbúnar, en um Blöndu- virkjun standa miklar deilur I he'raðinu og enn ekki séð, að þar náist sættir strax. Sultartanga- virkjuná vatnasvæði Þjórsár, á sér marga formælendur, sér- lega vegna þess, að þegar eru mörg mannvirki risin á svæðinu þar um kring, sem hægt væri að nýta við byggingu hennar, sem og að bygging hennar myndi draga úr sifeildum is vanda- málum neðan við hana, við Búr- fellsvirkjun. Eggert Haukdal, þingmaður sem styður stjórn Gunnars Thoroddsen hefur nú lýst þvi yfir, að hann styðji þá hugmynd að næst yrði virkjað viö Sultar- tanga. 1 viðtali sem birtist við hann i Morgunblaðinu I gær segir hann m.a.: „Ég mun hugleiða það, hvort ég tel mér fært að veita rlkis- stjórn brautargengi, sem ætlar að ganga framhjá Sultar- tanga.” „Eftir það ástand, sem við höfum búið við i vetur, ligg- ur það fyrir, að okkur vantar stóraukna orku, bæði til al- mennra þarfa og til stóraukinna atvinnuframkvæmda,” sagði Eggert Haukdal einnig, 1 Morg- unblaðinu. Eggert Haukdal er ekki einn um þá skoðun að Sultartanga- virkjun eigi að verða næst á dagskrá. Orkunefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fund- aði um orkumál fyrir nokkru og voru menn þar á einu máli um að virkja ætti við Sultartanga. Þar var gerð svohljóðandi sam- þykkt: „Stjórn SASS skorar á við- komandi stjórnvöld að hefja virkjunarframkvæmdir við Sultartanga i beinu framhaldi af Hrauneyjarfossvirkjun og vísar i þvi sambandi i meðfylgjandi greinargerð.” Greinargeröin með sam- þykktinni er svohljóðandi: Sá vetur sem nú er senn liöinn hefur kennt þjóðinni þá lexiu að fyrirhyggja og forsjálni i raf- orkuöflun er einn mikilvægasti þáttur I lifsafkomu hennar. Um nokkuð langan tima hefur verið um 140 MW skömmtun á raforku bæði til stóriðjufyrir- tækja og almenningsveitna hjá þjóð sem aðeins hefur nýtt 7—8% af nýtanlegri raforku landsins. Slik skömmtun mun væntanlega ekki endurtaka sig á næstu 3—4 árum eftir að Hrauneyjarfossvirkjun hefur verið tekini notkun. Hins vegar er ljóst að miðað við núverandi vatnsbúskap og aukningu á raf- orkunotkun á næstu árum, verður þörf nýrrar virkjunar eigi siðar en árið 1986, ef ekki á þá að koma til skömmtunar að nýju. Er þá ekki miðað við að ný stóriðjufyrirtæki veröi reist á þessum tfma. Stjórn SASS bendir á að lang- eðlilegasti virkjanavalkostur við þessar aöstæöur sé virkjun við Sultartanga á ármótum Þjórsár og Tungnár. Fyrsti hluti þeirrar virkjunar verður að sjálfsögöu bygging stiflu og annarra mannvirkja sem tryggja aukna raforkufram- leiðslu og rekstraröryggi Búr- fellsvirkjunar. Hluti þess lóns er þar myndaðist yrði á mörkum hins svokallaða „eldvirka svæðis”, sem svo mjög er vitnað i nú á dögum, en virkjunin er að öðru leyti alfarið utan þessa svæðis. Stjórnin lýsir undrun sinni á þvi að á siðustu timum skuli hafa komið fram hugmyndir um að kljufa byggingu þessarar virkjunar i tvennt með þvi að ljúka fyrst þeim hluta virkj- unarinnar sem er i jaðri Tungnaárhrauna þ.e. stifli- mannvirkjum, en fresta siðan þeim hluta sem stendur á jafn- aldra jarölögum og Reykjavik á þeim forsendum að þar sé um eldvirkt svæði að ræða. Stjórn SASS bendir einnig á hagkvæmni þess að við Sultar- tanga er fyrir hendi öll hin ák jósanlegasta aðstaða til mannvirkjagerðar sem þess- arar og unnt er að hefjast handa i beinu framhaldi af byggingu Hrauneyjarfossvirkjunar. St jórn SASS bendir á að orku- notkun er aðalforsenda nútima iðnvæðingar og iðnaðurinn verði að skapa aukningu atvinnutæki- færa framtiöarinnar að stærst- um hluta. A þetta ekki sist við um Suðurland þar sem fyrir- sjáanleg er fækkun starfa i frum atvinnugreinum, landbúnaði og sjávarútvegi. Stóraukin iðnaðaruppbygging með hugsanlegri stóriöju sem einum þætti er þvi fyrirsjáanleg á Suðurlandi á næstu árum.” HMMMI ■nMMBNMMMN 'I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.