Alþýðublaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 4
I STYTTINGI
Yfirlýsing frá Foreldra
samfökum vegna
vinnudeilu við fóstrur
Foreldrasamtökin lýsa áhyggj-
um sinum yfir þvi að ekki skuli
hafa tekist viðunandi samningar
við fóstrur i nýafstöðnum sér-
kjarasamningum.
Samtökunum kemur ekki á
óvart að langflestar fóstrur hafa
nú sagt upp störfum. Sá mögu-
leiki að fóstrur gangi út af dag-
heimilum og leikskólum i vor eða
sumar knýr samtökin til að
hvetja borgaryfirvöld til að
endurskoða i alvöru þessa samn-
inga.
Þeir sem komið hafa nálægt
starfi dagvistarheimila vita að
starfsmannaskipti þar eru mjög
tið. Þessar „breytingar” og lang-
vinn óánægja starfsliðs með kjör
sin er okkur foreldrum mikið
áhyggjuefni. Við trúum þvi ekki
að hjutverk fóstra við uppeldi og
mótun barna sé ekki metið til
jafns við hlutverk kennara.
Foreldrasamtökin eru ekki
þrýstihópur en þau vilja vekja
athygli á tvennu:
1. Óánægja fóstra er mjög
almenn. Takist ekki endur-
skoðun sérkjarasamninga
kemur án efa til þess að upp-
sagnir þeirra taki gildi.
2. Ringulreiðin sem verður þegar
útivinnandi foreldrar halda
kyrru fyrir heima með börn-
um sinum verður veruleg,
bæði fyrir þá sjálfa og vinnu-
staðina.
Foreldrasamtökin álita að hér
sé á ferðinni mikilvægt og sam-
þætt hagsmunamál foreldra,
fóstra og atvinnulifsins og þau
vænta þess að borgaryfirvöld og
Starfsmannafélag Reykjavikur-
borgar sýni frumkvæði og
jákvæðan skilning á málinu.
Samtökin vilja einnig hvetja
hagsmunasamtök vinnuveitenda
og launþega að ljá málstað fóstra
lið sitt.
Gerist
áskrifendur
að málgagni
ykkar
Borgarmáhi
Um sambandsleysi borgarfulltrúa
og kjósenda
Það er ekki á hverjum degi
sem maður sest niöur og skrifar
i Alþýðublaðið sitt. Reyndar
mættum við jafnaðarmenn gera
dálitið meira af þvi, • svo þetta
blaðokkargeti orðið vettvangur
pólitiskra skoðanaskipta okkar i
milli, i' rikara mæli en nú er. En
nóg um það.
Alþýðublaðið hefur gert þing-
málum liðandi stundar ágæt
skil, en minna hefur farið fyrir
borgarmálum og sveitarstjórn-
armálum á siðum blaðsins og er
það miður, þvi þau mál eru oft
engu siðri en þingmálin.
Borgar- og bæjarmál tengjast
raunar hinu daglega lifi bæjar-
ins mun nánar en flest þingmál,
enda fjalla þau um hluti sem
gerast i okkar nánasta unhverfi
og geta haft veruleg áhrif á at-
hafnir okkar og lifshætti. Ein-
mitt vegna þess arna er þessi
greinarstúfur settur saman.
Þannig er mál með vexti, að
mér ( og vafalaust fleirum)
finnst sem borgarapparatið i
Reykjavik sé orðiö nokkuð fjar-
lægt hinum venjulega bæjar-
búa. Þetta finnst mér að komi
hvað berlegast i ljós, þegar hin
ýmsu ibúa- og hverfasamtök
borgarbúa senda frá sér álykt-
anir um þau mál, sem þau telja
að tengist sér á einhvern hátt.
Virðist manni sem að i mörgum
tilfellum sé hreint ekkert mark
tekiðá slikum ályktunum. Þetta
stafar af sambandsleysi milli
borgarfulltrúa og kjósenda, en
borgaryfirvöld gera alltof litið
af þvi, að kynna fyrirhugaðar
framkvæmdir sinar og leita eft-
ir áliti bæjarbúa á þeim. Ætti
slikt þó að teljast sjálfsagður
meðákvörðunarréttur bæjarbúa
við stjórn borgarinnar. Ég ætia
nú að gerast svo frakkur að
nefna eitt litið dæmi um þetta
sambandsleysi, en reyndar er af
nógu að taka i þvi sambandi.
Fyrir allmörgum árum var
reist á Seljavegi i Vesturbænum
kolsýruhleðsla, sem hlaut það
frumlega nafn Kolsýruhleðslan
sf. Nú er það i sjálfu sér ekkert
merkilegt þott fyrirtæki séu
§
eftir Baldur Ragnarsson
Hagsmunamál stúdenta ekki það vel á
vegi stödd að vert sé að dreifa kröft-
unum frá þeim
— segir Kjartan Ottósson
Þann 11. mars nk. verður
gengið til kosninga meðal
stúdenta við Háskólann um
fulltrúa i Stúdentaráð og
Háskólaráð. Að þessu sinni
stendur baráttan ekki eingöngu
milli vinstri og hægri manna,
heldur hefur nú komið fram
þriðja framboðið, sem umbóta-
sinnaðir stúdentar gangast
fyrir. 1 tólfta sæti á lista
umbótasinnaðra, er Kjartan
Ottósson, formaður Stúdenta-
félags Jafnaðarmanna, og
spurði Alþýðublaðið hann, hver
væru helstu baráttumál sem
umbótasinnaðir stúdentar settu
á oddinn i' kosningabaráttunni,
Við viljum t.d. fá fastari
stjórn á málum Félagsstofn-
unar stúdenta, sagði Kjartan,
og við viljum að nokkur mál
verði tekin þar út og gerð
forgangsmál, t.d. matarverðí i
stofnuninni, en það næst aðeins
með þvf að rikið auki framlag
sitt. Þá viljum við gera bygg-
ingu nýrra garða, bæði fyrir
einstaklinga og fjölskyldufólk
að forgangsverkefni. Við viljum
að slikir garðar yrðu opnir
háskólanemum sem og
nemendum i öðrum framhalds-
skólum á þessu stigi. Best væri
að mynduð yrðu samtök náms-
manna á framhaldsskóla-
stiginu.
Þá viljum við að gert verði
átak i byggingu barnaheimila,
og bendum á að þegar er til lóð
undir slikt, við Hjónagarðana.
Þá viljum við að greint verði
meira á milli einstakra
rekstrarþátta Félagsstofnunar.
Svo, t.d. Bóksalan verði ekki
látinstanda undir áhætturekstri
annarra þátta.
1 sambandi við lánamál höfn-
um við stefnu Vöku um að engar
tekjur skuli draga frá lánum.Ef
um framfærslulán er að ræða,
teljum við eðlilegt að svo sé,
enda mikil hætta á að ef
stúdentar geti tekið lánin burt-
séð frá tekjum, skapist hætta á
að fólk braski með þessi lán. Þá
teljum við, að endurgreiðslur
lánanna eigi að fara eftir tekj-
um, þannig að hún verði hverju
sinni ákveðinn hluti árstekna,
sem menn greiða siðan jafnt og
þétt þar til lánið er endurgreitt.
Við erum á móti fjöldatak-
mörkunum i ýmsar deildir og
leggjum áherslu á að sem fyrst
verði komið upp réttindaskrif-
stofu stúdenta við skólann, til að
aðstoða nemendur i ýmsum
málarekstri innan skólans. t
lögum stúdentaráðs er ákvæði
um þessa skrifstofu en af
einhverjum ástæðum hefur hún
legið i láginni.
Almennt erum við þeirrar
skoðunar að i stúdentapólitik
séu hagsmunamál stúdenta ekki
sett nóg á oddinn. Hún hefur
snúist mest um mál sem eru
óskyld hagsmunum stúdenta.
Ástandið i hagsmunamálum
stúdenta er ekki það gott, að það
sé vert að dreifa kröftunum frá
þvi, sagði Kjartan að lokum.
A RATSJÁNNI
Nú hefur Dagblaðið fundið gott
mál, til að slá upp á forsiðum dag
eftir dag. Þar að auki fyllir þetta
mál ófáa dáika innan i blaðinu og
er gott auglýsingamál. En um-
fram allt, sleppur Dagblaðið við
að birta eins mikið af óþægilegum
fréttum úr pólitikinni fyrir vikið.
Það er nú einusinni svo, að það
getur verið erfitt lifið á stjórn-
arpressunni, þegar ekki berast
nema vondar fréttir af stjórnar-
heimiiinu.
Að sönnu er þessu máli slegið
upp sem meiriháttar máli skv.
stjórnarskrá. Auðvitað verður
þetta heljarmikið spursmál um
réttindi. (Hinsvegar virðist Dag-
fyrir fréttum sinum leyndum. Og
allir rjúka upp og æsa sig út af
prentfrelsi og mannréttindum og
hvað eina.
Nú er Þagall einlægur stuðn-
ingsmaðurprentfrelsis og ýmissa
annarra tegunda frelsis, sem
taldar eru nauðsynlegar lýðræð-
inu. En þegar menn tala um rétt-
indi, verður lika að ræða skyldur.
Til hvers notaði Dagblaðið sér
prentfrelsið? Til þess að verða
sjónarmun á undan öðrum fjöl-
miðlum aðsegja fréttina af þvi að
ólánssöm kona hafði játað á sig
morð.
Þegar talað er um frelsi fjöl-
miðla, er það gjarna gert á þeirri
STÓRT M
ÚRSUTH
KOMAEK
rótunum
„Stjórn Blaðamannafélags íslands /gir-*
jitur svo á, að það séu augljósir HT ?■
hagsmumr blaðamanna, jafnt sem mWC)
skylda þcirra við heimildarmenn sína, '1
að skýra ckki frá þeim. Ef út af þcssu I fSW *
væn brugðið, mundi það verða til að
stórskerða möguleika blaðamanna til V
°8 VCí?a Þannig sljórnarskrárvernduðu
n frds, Óö.ur um fði. „Svo «gi, i Siyk.un „j6,nar
Blaöamannafélagsms i gxr um mál Dagblaösmann.
anna tveggja, sem hafa neílaö aö gefa upp nöfn
heimildarmanna fyrir frétt.
aí skýra ekki frá nSfnum heimilda
Við vitum um réttindin — en hverjar eru skyldurnar?
blaðið fáum skyldum hafa að
gegna, sem koma á móti réttind-
unum, en það er auðvitað annað
mál).
Tveir starfsmenn Dagblaðsins
hafa lent i útistöðum við lögregl-
una fyrir það að neita að greina
frá því hvaða heimildamenn þeir
höfðu fyrir ákveðinni frétt. Það er
auðviiað ljóst, að hver sem heim-
ildarmaðurinn hefur verið, hefur
hann brotið trúnað, sem honum er
lögum samkvæmt skylt að virða.
Engu að sfður er það brot ekki
höfuðatriði málsins. Ónei, höfuð-
atriði málsins, er einhver óljós
réttur blaðamanna til að halda
nöfnum heimildamanna sinna
forsendu, að þeir hafi upplýsinga-
hlutverki að gegna, að þeir eigi að
þjóna lesendum sinum, sem eins-
konar aðhald að rikisvaldinu. T.d.
þegar stjómvöld i Bandarikjun-
um reyndu að þagga niður i blöð-
um, sem sögðu frá Watergate
hneykslinu, varð það öllum ljóst,
að blöð geta gegnt lykilhlutverki
við að upplýsa fólk um það, sem
valdamenn vilja, ranglega, að
fari leynt. Það er ljóst, að til þess
að fjölmiðlar geti gegnt þessu
hlutverki sinu verða þeir að njóta
ákveðinna réttinda og ákveðinnar
verndar.
En á hvern hátt varð það
lesendum Dagblaðsins og þjóð-
inni að gagni, að það blað varð
öllu fyrra til að greina frá játn-
ingu konunnar, en aðrir fjölmiðl-
ar? Voru þegnarnir eitthvað bet-
ur settir með það að vita það deg-
inum fyrr að konan hefði með-
gengið? Nei, auðvitað ekki, nema
einhver ætli að halda þvi fram að
lögreglan hafi ætlað að halda
játningunni leyndri að eilifu.
Staðreyndin er auðvitað sú, að
eini aðilinn, sem var betur settur
með þessa frétt Dagblaðsins, var
Dagblaðið. Eflaust hefur þessi
frétt selt blaðið betur en endra-
nær, enda leikurinn eflaust til
þess gerður. Það er auðvitáð
ósköp ánægjulegt til þess að vita,
að blessað blaðið selst.
Það efast enginn um að til að
þjóna sinum tilgangi verða fjöl-
miðlar að hafa ákveðið frelsi og
njóta ákveðinna réttinda. Það er
hinsvegar þessvegna óhjákvæmi-
legt. að það frelsi og þau réttindi
verði notuð i öðrum tilgangi en
þau voru upphaflega veitt. Þagall
vonar, framtiðarinnar vegna, að
Dagblaðið vinni málið, fyrir
prentfrelsið i landinu. Það er
hinsvegar leiðiníegt að prófmálið
þurfi endilega að vera þetta. Og
Dagblaðið má jarma á forsiðum
og innsiðum að eilifu út af þessu
máli, það fær enga samúð.
—Þagall
NMPU-þing á Islandi
Ákveðið hefur verið að næsta
þing Nordisk Musikpedagogisk
Union, sem eru samtök norrænna
tónlistaruppalenda, verði haldið á
Islandi dagana 5.—11. júli i
sumar. — Þingið verður haldið i
Reykjavik með aðsetri i
Hagaskóla, en fyrirlestrar og tón-
leikar verða viða i borginni.
Þeir aðilar sem standa að þessu
þingi af íslands hálfu, eru: Tón-
menntakennarafélag Islands,
Félag tónlistarkennara,
Kennaradeild Félags islenskra
hljómlistarmanna og Samtök
tónlistarskólastjóra. Ennfremur
munu Kennaraháskólinn og
Norræna húsið leggja sitt af
mörkum til þess að gera kleift að
halda þingið hér a’ landi, að
ógleymdum hlut rikis og borgar.
Eitt megin viðfangsefni
þingsins að þessu sinni verður að
kynna islenska tónlist fyrir
erlendu gestunum. En þeim er
svo ætlað að kynna þau verk, sem
henta fyrir nemendur i
heimalöndunum.
Nordisk Musikpedagogisk
Union er aðili að alþjóðlegum
samtökum um tónlistarfræðslu,
International Society for Music-
education (ISME). Norræna
sambandið heldur þing annað
hvort ár, þegariekkii eru stór
alþjóðleg þing á 'vegum ISME
Siðasta ISME-þing var haldið i
Póllandi, og tóku nokkrir
islenskir tónmenntakennarar
þátt i þvi sl. sumar. Siðasta
norræna þingið var hins vegar i
Finnlandi 1979 og þar áður i örre-
bro i Sviþjóð, en nú er röðin
komin að Islandi að halda þingið.
Dálitill hópur islenskra tón-
menntarkennara hefur jafnan
sótt þessi þing að staðaldri, en nú
eru hæg heimatökin fyrir islenska
kennara að fjölmenna og kynnast
starfsbræðrum sinum erlendis.
fslandskynning á hótel
d’Angleterre
1 tengslum við heimsókn
forseta Islands til Danmerkur
beittu Otflutningsmiðstöð
iðnaðarins, Ferðamálaráð, Sam-
band búvörudeild og Flugleiðir
sér fyrir kynningu og móttöku á
Hótel d’Angleterre 28.02. siðast-
liðinn milli 12.00 og 14:00.
Kynning var fyrst og fremst
haldin fyrir danska viðskipta-
menn tslendinga, sem bæði
versla með vörur frá tslandi svo
og veita þjónustu, bæði til Islands
og á íslandi. Þá var og boðið
miklum fjölda blaðamanna, sem
annars vegar rita um fatnað,
tisku og mat, og hins vegar um
ferðamál.
Sendiráð tslands i Kaupmanna-
höfn veitti verðmæta aðstoð og
tóku sendiherrahjónin á móti
gestum, en sendiherra ávarpaði
samkvæmið. Forseti Islands,
Vigdis Finnbogadóttir, heiðraði
samkvæmið, með nærveru sinni
og fyrir bragðið hafði kynningin
alveg sérstakt gildi, sem er
óneitanlegtfyrir alla aðila sem að
málinu stóðu svo og fyrir
útflytjendur sjálfa.
bolabAs
„Stalín er ekki I Selfossbió”
segir í Dagblaðinu i gær. Við
megum kannski búast við
framhaldsgreinum um hina
ýmsu staði, þar sem Stalín
fyrirfinnst ekki, svo sem,
„Stalin er ekki i þinghúsinu”,
„Stalin er ekki i Hallgrims-
kirkju” og svo framvegis.