Alþýðublaðið - 10.03.1981, Blaðsíða 4
f STYTTINGi
Álykfun aðaifundar
Sambands
fiskvinnslustöðvanna
Aðalfundur Sambands fisk-
vinnslustöðyanna haldinn föstu-
daginn 20. febrúar 1981, undir-
strikar nauðsyn þess aö óllum
greinum fiskvinnslunnar séu
sköpuð viðunandi rekstrarskil-
yrði. Fundurinn telur að milli-
færsla fjármuna með þeim hætti
sem gert var við siðustu ákvörðun
fiskverðs hljóti að vera algjör
neyðarráðstöfun sem forðast
verði i næstu framtið. Einnig
telur fundurinn að varhugavert sé
að flika vinnugögnum verðlags-
ráðs um afkomu fiskvinnslunnar i
fjölmiðlum nema fyllilega sé
tryggt að allar forsendur komi
fram, þannig að ekki sé hætta á
rangtúlkun.
Einnig telur fundurinn
nauðsynlegt að þegar i stað verði
leitað leiða til að lækka stimpil-
gjald af afurðalánum. Sú fram-
kvæmd sem nú rikir er ósann-
gjörn og sýnist vel mega hafa
annan hátt á framkvæmd núgild-
andi laga um stimpilgjald.
Lágmarksverð á loðnu
Samkomulag hefur orðið i
Verðlagsráði sjávarútvegsins um
eftirfarandi lágmarksverð á
loðnu og loðnuhrognum frá 1.
janúar til loka vetrarloðnuver-
tiðar 1981.
Fersk loðna til frystingar, hvert
kg. ... kr. 1,40.
Fersk loðna til beitu og frystingar
sem beita, og fersk loðna til
skepnufóðurs, hvert kg. ... kr.
0,60.
Loðnuhrogn til frystingar, hvert
kg. ... kr. 3,00.
Afhendingarskilmálar eru
óbreyttir frá þvi, sem verið hefur.
Félagshjálp í Noregi
- stutt yfiriit
Noregur er eitt hinna svoköll-
uðu velferðarrikja og eins og er
með slik ríki yfirleitt, byggist
það m jög á iðnvæddu þjóðfélagi,
þarsem Iýðræðisskipulag rikir.
Undirstöðuatriðin i hinu norska
velferðarríki er rétturinn til at-
vinnu, búsetu og menntunar,
jafnrétti fyrir iögunum, umönn-
un fyrir þeim sem minna mega
sín i þjóðfélaginu og félagslegt
öryggi fyrir alla.
Velferðarþjóðfélagið er
nýlegt fyrirbæri. A siðustu
áratugum hefur góðgerðar-
starfsemi einstaklinga vikið
fyrir réttindum einstaklingsins
samkvæmt lögum. Þessi grund-
vallarregla réði, þegar
almannatryggingum var komið
á i' Noregi 1948 og enn 1966,
þegar tryggingar almennt voru
samhæfðar i eitt skema.
' Tilgangur þess, var að
tryggja það að allir byggju við
ákveðið lágmark efnahagslegs
öryggis, ef kæmi til heilsutaps,
slysa, örorku, atvinnuleysis ofl.
1 raun er ekkert lengur til i
Noregi, sem hægt er að kalla
einkaþjónustu i lækningum.
Tilgangur greiðsla frá trygg-
ingum er sá, að gera einstakl-
ingum það mögulegt að halda
lifsstíl sinum, þegar hann hættir
að vinna, hvort sem það er
vegna aldurs, vegna atvinnu-
leysis eða veikinda. Þettaer það
mark, sem almannatrygg-
ingarnar eiga að ná, með
greiðslum eftirlauna sem nema
allt að tveim þriðju þeirrar
upphæðar, sem einstaklingur-
inn hafði í laun fyrir.
Þá er einnig unnið að þvi, að
hjálpa fólki til sjálfshjálpar,
með þvi að endurhæfa einstakl-
inga til vinnu. Það er gott bæði
fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið, ef hann getur snúið
aftur Ut i atvinnulifið.
Það sama gildir um vinnu-
vernd og atvinnu. Það er ekki
aðeins gott fyrir einstaklinginn,
að gerðar eru lágmarkskröfur
til vinnuumhverfis, heldur er
það einnig gottfyrir þjóðfélagið,
þvi' það leiðir til meiri
framleiðni.
Siðustu áratugi hefur nýtt
viðhorf til skyldna þjóðfélagsins
gagnvart einstaklingnum rutt
sér til rdms og leitt til þess, að
„þjónustu” hliðin á hinu opin-
bera hefur rutt sér til rúms. Nú
er það hlutverk Sérþjálfaðra
manna að vinna að félagshjálp,
manna, sem hafa hlotið þjálfun i
viðeigandi stofnunum. I lögum
um félagslega þjónustu frá
1964 segir að menn sem vinna
við félagslega þjónustu skuli
hjálpa fólki til -að komast yfir
eða laga sig að erfiðleikum, að
hluta, með félagslegri hjálp og
leiðbeiningum. í heilsugæslu i
Noregi vinna nú um 100.000
manns, og í félagshjálpinni um
50.000, en það þýðir að u.þ.b. 10
hver launþegi vinnur við heilsu-
gæslu og félagshjálp.
Þessar staðreyndir ásamt
aukinni og breyttri framleiðslu
hafa gerbreytt þjóðfélaginu frá
þvi sem það var fyrir fáeinum
áratugum. 1 Noregi hefur verið
svotil full atvinna frá þvi eftir
strið og á þessum tima hafa
tekjur jafnast milli einstakra
landshluta og þjóðfélagshópa,
þó enn sé nokkur mismunur.
Noregur er eitt rikasta
þjóðfélag heimsins i dag og býr
svo vel að geta bætt lif þegn-
anna enn, þó það verði að
viðurkenna að velferðarþjóð-
félagið á við vandamál að
striða. Sum þessara vandamála
eru tengd þeim breytingum,
sem hafa orðið sfðustu 25 ár,
eins og eftirfarandi tölur sýna.
Aþessum tima hefur 65 ára fólki
og eldra fjölgað úr 10% af
þjóðinni i 14%, fjöldi fólks sem
vinnur við landbúnað, fisk-
veiðar og skógarhögg hefur
minnkað úr 26% i 10%, á meðan
. t störfum i opinberri þjónustu
hefur fjölgað um 15%. Enn-
fremur fjölgaði giftum konum i
starfi utan heimilis um 15%.
Það er að koma betur i 1 jós að
félagshjálparkerfið getur ekki
annað þvf að hjálpa öllum eins
og þurfa þykir. Það vantar
starfskrafta i félagslegri
þjónustu og heilsugæslu, og
þeim skorti finna menn fyrir,
þvi hin hefðbundnu fjölskyldu-
bönd fjölskyldunnar hafa veikst
eða horfið alveg. Þannig verður
að leggja meiri áherslu en áður
á fyrirbyggjandi aðgerðir i
félagsþjónustu. Auka verður
félagslegar rannsóknir, til að
varpa ljósi á samhengið milli
félagslegra aðstæöna og vanda
mála. Það er nauðsynlegt að
finna aðstæður á ýmsum
stöðum iþj óðfélaginu, sem geta
valdið vandamálum, t.d. getur
samvinna milli umferðaryfir-
valda og heilsugæslu dregið úr
umferðarslysum, og samstarf
við atvinnurekendur og
umhverfismálastjórnir á ýms-
um svæðum, þar sem olia er
unnin, getur hjálpað við að
komast hjá heilsufarsvandræð-
um.
Arið 1979 kostaði það
þjóðfélagið einn fimmta af
þjóðarframleiðslunni að halda
úti heilsugæslunni, eftirlaunum
og félagshjálp, og það er
almennt viðurkennt, að i bili er
ekki svigrúm fyrir frekari
aukningu. I framtiðinni munu
áætlanir miðast við að fá sem
besta nýtingu á þjónustunni,
miðað við lægstan kostnað, þó
enn verði lögð áhersla á
mannlega þáttinn. Það má
vonast eftir þvi, að I framtíðinni
verði frekar miðað við lifsgildi,
en lifskjör.
Reynslan hefur sýnt, að vissir
hópar þarfnast hjálpar og búist
er við i framtiðinni verði lögð
frekari áhersla á að hjálpa
þessum hópum en vikka þjón-
ustuna frekar. Reynt verður að
efla heimahjúkrun, frekar en að
senda fólk á spitala eða hæli.
Fyrirbyggjandi heilsugæsla
verður megináhersluatriði.
Á
RATSJÁNNI
Það berast sorglegar fréttir úr
sjónvarpinu og þjóðin veit ekki
hvernig hún á að bregðast við.
Fjárhagsvandinn svo gifurlegur,
að nú verður að stytta dagskrá og
allt hvað eina. Saklausum sjón-
varpsáhorfendum var vist tjáð
það á sunnudagskvöld, að nú yrði
að hagræða dagskránni m.a. með
þvi, að færa „Gólað á gresjunni”
yfir á miðvikudagskvöld og leyfa
ekki sjónvarp snemma á eftir-
miðdaginn á sunnudögum. Hug-
myndir hafa verið uppi um að
fækka útsendingardögum um
einn i viku, lengja sumarfri sjón-
varps ofl.. Það erþvi alveg ljóst,
að fjárhagsvandi stofnunarinnar
er mikill.
Nú er Þagli alsendis ósárt um
það, þó útsendingartimi sjón-
varps verði styttur. Meðan þeir
ekki skerða enska fótboltann,
mega þeir gera hvað sem er
annað við dagskrána, án þess, að
Þagall heyrist kvarta. En af-
kverju stafa þessi vandræði? Við
vitum auðvitað öll, að afnotagjöld
af sjónvarpi eru fáránlega lág,
tnjög skemmth
Jt segirsigurvegarínil
s^nvarps'ns:
^0bm»^'n#NS0"’
Dægurlagasamkeppnin: ^
Lítill neisti, en kæfður í fæðingu
miðað, t.d. við áskriftagjöld dag-
blaða. Auðvitað væri lika hægt að
benda á það, að gráðugt fjár-
málaráðuneyti hefur svipt stofn-
unina tekjum af innflutningi sjón-
varpstækja. Þessvegna, má með
sanni segja að sjónvarpið sé
blankt.
Engu að sfður fær sjónvarpið
ákveönar tekjur, nóg til þess, að
halda lífi i stofnuninni, þó það sé
ekki meira en rétt til að skrimta
af. Hvernig fer sjónvarpið þá með
þær tekjur sem það hefur. Svarið
hlýtur að vera: Illa.
Nú á laugardag fengu sjón-
varpsáhorfendur að sjá lokaþátt
dægurlagakeppninnar, sem hefur
tröllriðið dagskránni hjá sjón-
varpinu síðustu vikur. Þagall sá
að visu blessunarlega litið af
þættinum, eöa aðeins tvo, en það
fannst honum lika alveg nóg. Þar
lagðist allt á eitt.
1 fyrsta lagi voru lögin léleg.
Það örlaði varla nokkursstaðar á
frumlegri eða skemmtilegri
melódiu i' öllu safninu. t ööru lagi
voru útsetningarnar litlausar og
lélegar, þannig að þar sem vott-
aði fyrir einhverjum neista af
músik frá höfundar hendi, var sá
neisti umsvifalaust kæfður i út-
set.ningu. 1 þriðja lagi var það
orðið nærri þvi óþolandi að sjá
alltaf sömu söngvarana syngja i
hverjum þætti, hversu góðir, sem
þeir kunna nú að vera. (Og Þagli
finnst sumir þeirra hreinlega
lélegir) 1 fjórða lagi var öll
uppsetning á þáttunum leiðinleg.
Sviðsmyndin hefði svo sem verið
ágæt, i einn eða tvo þætti, en ekki
i sex þætti. Kvikmyndatakan var
eins og prógrammeruð, svo að
maður sá alltaf söngvara, hljóm-
sveit og áheyrendur. frá sömu
sjónarhornum, og yfirleitti sömu
röð og jafn lengi i hvert skipti. 1
fimmta lagi fannst Þagli kynn-
ingarnar frá Agli Ölafssyni svo
sem ekkert til að kætast yfir. Að
visu var hann heldur liflegri en
annað i' þættinum og reyndi að
rifa fólkið upp úr kirkjumóraln-
um, en það var vonlaus barátta.
Kynningar Egils hafa hlotiö svo
mikið hrós sem raun ber vitni
vegna þess, að hann hafði ekki
mikla samkeppni i liflegheitun-
um, greyið.
Þessi ósköp kostuöu svo sjón-
varpið formúu fjár á sama tima
og afnotagjaldsgreiðendum var
tilkynnt, að draga yrði saman
seglin hjá stofnuninni. Ef það er
það sem þarf til, væri Þagli sama
þó aldrei batnaði fjárhagsvandi
stofnunarinnar, ef þar með væri
tryggt, að svona lagað yrði aldrei
gert aftur.
— Þagall.
Þriöjudagur 10. mars 1981
itóro&öiT
ömhverfismálastyrkir
Atlantshafsbandalagið (NATO)
mun á árinu -1981 veita nokkra
styrki til fræðirannsókna á
vandamálum er varða opinbera
stefnumótun I umhverfismálum.
Styrkirnir eru veittir á vegum
nefndar bandalagsins,' sem
fjallar um vandamál nútimaþjóð-
félags og er æskilegt að sótt verði
um styrki til rannsókna er tengj-
ast einhverju þeirra 8 verkefna,
sem nú er fjallað um á vegum
nefndarinnar.
Styrkirnir eru ætlaðir til rann-
sókna i 6—12 mánuði. Hámarks-
upphæð hvers styrks nemur
275.000 belgiskum frönkum, eða
röskum 51.000 krónum.
Gert er ráð fyrir að umsækj-
endur hafi lokið háskólaprófi.
Umsóknum skal skilað til utan-
rikisráðuneytisins fyrir 30. april
1981 og lætur ráðuneytið i té
nánari upplýsingar um styrkina,
þ.á.m. framangreind 8 verkefni.
Sýning íslenskra
teikninga á Kjarvals-
stöðum, öllum
starfandi myndlistar-
mönnum boðin
þátttaka
Stjórn Kjarvalsstaða hefur
ákveðið að efna til sýningar á
islenskum teikningum á sumri
komanda. öllum starfandi mynd-
listarmönnum er boðin þátttaka.
Æskilegt er að verkin séu ný, og
hafi ekki verið sýnd opinberlega
áður. Sýningin verður i vestursal
Kjarvalsstaða i júni, júli og ágúst
1981. Sýning sem þessi krefst
mikillar undirbúningsvinnu og
hefur þvi skilafrestur til dóm-
nefndar verið ákveðinn 10. april
1981. Æskilegt er að listamenn
sendi dómnefnd ekki færri en 5
verk. Stærð og útfærsla er frjáls.
Með teikningu er i þessu sam-
bandi átt við eintóna mynd, sem
unnin er á pappir með blýanti,
tússi, koli, krit eða annarri sam-
svarandi tækni. Sýnd verk geta
verið til sölu ef listamenn sam-
þykkja það. Teikningum skal
skila til listráðunauts Kjarvals-
staða fyrir 10. april næstkomandi,
og skal hver mynd vera merkt á
bakhlið með nafni listamanns,
heimilisfangi og nafni listaverks-
ins. Dómnefnd skipa Björn Th.
Björnsson, Hörður Ágústsson og
Jón Reykdal.
bolabAs
i tilefni Norðurlandaráðs-
þingsins látum við fljóta með
fréttir af þinginu. Gro Harlem
Brundtland brá á leik og sagði
eftirfarandi sögu: Það voru
fimm menn i ofhlaðinni flug-
vél. Til að koma I veg fyrir að
vélin hrapaði þurftu þrir að
stökkva fyrir borð. Englend-
ingurinn sagði: ,,Guð blessi
drottningu vora.” Siðan stökk
hann út. Frakkinn sagði: „Lifi
Frakkland”. Og stökk. Daninn
og Norðmaðurinn sögðu i kór:
„L i f i s a m s t a r f
Norðurlandanna”, og köstuðu
Svianum útúr vélinni!