Alþýðublaðið - 10.03.1981, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1981, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 10. mars 1981 t'tgefandi: Alþýðuflokkurinn. F'ramkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibals- son. Blaðamenn: Helgi Már Arthúrsson. Olafur Bjarni Guðnason, Þráinn Hallgrimsson. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjald- keri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórnog auglýsingar eru aö Siöumúla 11. Reykjavik, simi 81866. Vísitala vitleysunnar Eitt af eilifðarmálum islenzkrar þjóðmálaumræðu snýst um sjálfvirkt visitölukerfi verðlags og launa. Visitölukerfi var fyrst tekið upp hér á landi snemma árs 1939, fyrir upphaf seinni heim- styrjaldar. Visitölukerfið er þvi orðið 42 ára gamalt. Það var tekið upp, áður en verðbólgu fór að gæta að ráði hérá landi á striðsárunum. Siðan hefur það verið við lýði sleitulaust, ef undanskilið er timabilið 1961—1965, þegar visitölukerfið var numið úr lögum. Saga visitölukerfisins á íslandi er um leið saga mikillar verðbólgu. Lengst af á þessu timabili hafa verðhækk- anir verið margfaldar á við verðhækkanir i viðskiptalöndum. Allan timann hafa staðið látlausar deilur um orsakasamhengi sjálfvirks visitölukerfis og verðbólgu. Þær deilur eru óutkljáðar enn i dag. Hitt er óumdeilt, að miklu örari verðbólga hér á landi en i viðskiptalöndum gerir útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar ósamkeppnisfæra. n timabilinu frá 1956 til dagsins i dag hafa rikisstjórnir orðið að gripa til svokallaðra „efnahagsráðstafana” a.m.k. 30 sinnum. Tilgangurinn er að forða útflutningsatvinnuvegum frá stöðvun og bægja frá atvinnuleysi, sem ella hlytist af. Aðferðirnar hafa verið itrekaðar gengisfellingar, millifærslukerfi, skerðing verð- bóta á laun, niðurgreiðslur vöruverðs, „verðstöðvun” o.s.frv. Þegar verðbólgan er komin um eða yfir 60% á ári, liggur við að atvinnulifið sé undir hamrinum á þriggja mánaða fresti, eða við upphaf hvers visitölutimabils. Við þessar aðstæður er atvinnu- lifið upp á náð og miskunn stjórnvalda komið hverju sinni. Allar meiriháttar ákvarðanir, sem varða lif eða dauða fyritækja og at- vinnuvega, eru teknar af stjórnmálamönnum. Markaðskerfi hefur verið afnumið. 1 staðinn búum við viö pólitiskt lénsveldi i efnahagsmálum. Islenska hagkerfið er smám saman að taka á sig mynd austur-evróps rikissósialisma. Reynslan frá A-Evrópu og hér á landi s.l. áratug sýnir, að þetta skipulag efnahagsstarf- seminnar er nokkurn veginn það versta og vitlausasta sem hugsanlegt er. Á þvi er samt enginn breyting fyrirsjáanleg, miðað við óbreytt pólitisk valdahlutföli með þjóðinni. Islenzka óðaverðbólgan á sér enga eina skýringu. Ein er sveiflukennt atvinnulif. Ráðið við þvi er að koma upp verðjöfn- unarsjóðum útflutningsatvinnuvega. Þaö hefur verið reynt, en mistekizt i reynd. Stjórnmálamennirnir hafa klúðrað þvi. Þeir eru t.d. þessa stundina að greiða út fé úr tómum sjóðum. Prenta peninga. Onnur ástæban er langvarandi hallarekstur i rikisbú- skapnum. Það hefur núverandi rikisstjórn reynt að lækna með sivaxandi skattheimtu, i stað niðurskurðar rikisútgjalda. Þriðja ástæðan er langvarandi óstjórn i peningamálum og vaxta- málum. Verðtryggingáttiað vera svarið við þvi. Hálfvelgjan við framkvæmd verðtryggingarstefnunnar hefur hins vegar verið slik, að stöðugt er slegið úr og i. Hún hefur þvi ekki haft tilætluð áhrif á sparif jármyndun né arðsemi fjárfestingar. Þannig búum við nú við arðlitla offjárfestingu i landbúnaði, i fiskiskipastól, i sumum greinum fiskvinnslunnar, i ýmsum iðnfyrirtækjum, i bankastarfsemi o.s.frv. Allt hefur þetta þau áhrif, að halda lifs- kjörum þjóðarinnar niðri. Stærsti ókostur þessa rikisforsjár- kerfis er trúlega sá, að vaxtarbroddar nýrra atvinnugreina fá ekki þrifizt. Hagsmunahópar hefðbundinna atvinnugreina halda öllu i heljargreip. Stöðnun hagvaxtar og lifskjara blasir við. Takist ekki að rjúfa vitahringinn á næsta áratug, bendir margt til þess að okkur blæði smám saman út við sivaxandi landflótta. Okkar sjálfvirka visitölukerfi er aðeins ein af mörgum skýr- ingum þess, að verðbólgan hefur reynzt óviðráðanleg. Visitölu- binding verðlags og launa er að visu ekki óþekkt með öðrum þjóðum. En það kerfi visitölutryggingar, sem við höfum komið okkur upp, ásér ekkisinnlika á byggðu bóli. Ahrif þess eru fyrst og fremst þau, að viðhalda verðbólgunni, magna hana upp og útiloka þýðingarmiklar hagstjórnaraðgerðir, til viðnáms. Þrir fjórðuhlutar þjóðartekna okkar eru laun. Ef launahækkunum er stefnt fram úr hagvexti, eins og iðulega hefur gerzt, magnar visitölukerfið verðbólguáhrifin. Það er ekki tilviljun að þrauta- ráð rikisstjórna er að skeröa verðbætur launa. Þegar innflutn- ingsverð hækkar umfram útflutningsverð bætist launahækkunin ofan á viðskiptakjararýrnunina. Það leiðir til viðskiptahalla, gengislækkunar, sem aftur veldur verðhækkun og launahækkun á ný. Visitölukerfið útilokar sumar hagstjórnaraðgerðir. Mikil- vægustu skattstofnar rikisins. óbeinir skattaf, og útgjaldaliðir eins og niðurgreiðslur vöruverðSj hafa bein áhrif á visitöluna og þar með á laun. Þar með ræður visitölukerfið neysluvenjum þjóðarinnar. Visitölukerfið samrýmist ekki niðurtalningu verð- lags. Það útilokar kjarasáttmála verkalýðshreyfingar og rikis- valds um samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu. Það er meiri- háttar bölvaldur i allri hagstjórn. Ein er sú þjóð Evrópu, sem hefur gert visitölukerfi af hvaða tagi sem er, útlægt með lögum. Það eru V-Þjóðverjar. Þjóð- verjar semja árlega um kaup og kjör og miða við vöxt þjóðar- framleiöslu og framleiðni. Þeir gefa ekki út ávisanir á aukna verðbólgu. Lifskjör þeirra fara ört batnandi. Þeir hafa náö bezt- um árangri i hagstjórn allra Evrópuþjóða eftir strið. 1 50—70% verðbólgu er ekkert pólitiskt samkomulag að fá um afnám visi- tölukerfis. Ekki einu sinni um lágmarksbreytingar á þvi, þ.e. aö taka skatta og niðurgreiðslur út úr visitölukerfinu og miða fremur við þjóðarhag og viðskiptakjör en framfeislukostnað. Meðan það ástand varir, verður ekkert lát á óðaverðbólgunni á tslandi. — JBH Fiskiskipastóll Reglur hafa verið brotnar. „Allar reglur sem hafa verið settar undir þvi yfirskyni að þær ættu að draga úr stækkun skipa- stólsins hafa verið brotnar, eins og dæmin sanna”, sagði Kjartan Jóhannsson, og hann hélt áfram oj» sagði, „Ýmsir hafa orðið til þess að undrast það, aö það skuli sifellt vera ásókn i ný fiskiskip, þótt afkoma sé léleg og erfitt að sjá rekstrar- grundvöll fyrir ýmis þau skip sem i flotann bætast. En skýr- ingin er vafalaust sú, að út- gerðaraðilar byggja það á reynslunni, að stjórnvöld muni hlaupa undir bagga þegar i harðbakka slær”. Kjartan sagði i framhaldi af þessu, að það væri skiljanlegt, að einstakir útgerðarmenn vildu auka aflahlut sinn, án þess að taka mark á þvi að þeim mun meira sem hver einstakur tekur upp úr sjó þvi minna verða ein- hverjir aðrir að taka. 1 heild væri þetta óhagkvæmt, en til skamms tima kannski hagkvæmt fyrir einstaklinga. Spurningin væri hvort beita ætti rikisvaldinu til að tryggja hags- muni heildarinnar, (eða nota rikisvaldið til aö tryggja lang- timahagsmuni), ellegar hvort skammtimahagsmunir eða fyrirgreiðsla rikisvalds við ein- staklinga ætti að ráða ferðinni. Alþýðuflokkurinn vildi tryggja langtimahagsmuni sjómanna, útgerðarmanna og reyndar þjóðarinnar allrar. Rikisstjórn- in væri hins vegar ekki á þeim buxunum, a.m.k. hefði henni ekki tekist að koma þeirri stefnu i framkvæmd. Kjartan sagði, að menn yrðu að hafa það að leiðarljósi, að fiskiskipin væru vel búin og allur aöbúnaður um borð væri sem bestur. Þrátt fyrir ein- hverja erfiðleika viö takmörkun flotans sagði Kjartan, að „nær- tækasta og jafnframt átaka- minnsta leiðin er að setja sér, að viðbætur og endurnýjun fari ekki fram úr tilteknu hlutfalli af úrfalli úr flotanum”. Kjartan sagði, að með frumvarpinu væri þessi stefna mörkuð. Frumvarpið væri flutt til að vilji löggjafarvaldsins kæmi fram í þessu máli, sérstaklega með hliðsjón af þvi hve hörmu- lega til hefði tekist hjá núver- andi rikisstjórn að hafa stjórn á þessum málum. „Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að almenna reglan verði sú, að endurnýjun skipastólsins megi ekki fara fram úr 50% árlega miöað við meöaltal úrfalls næstu tveggja ára á undan, mældu i brúttórúmlestum. Meö tilliti til þróunarinnar hin sið- ustu misseri er gert ráð fyrir, að á árunum 1981—1982 verði al- gert hlé á innflutningi fiski- skipa, og innlendar smiðar verði takmarkaöar. í frum- varpinu eru hins vegar ekki kveðið á um i hvers konar skip- um sd endumýjun sem frum- varpið heimilareigi sérstað. Ég taldi það ekki eölilegt að það væri i frumvarps forminu heldur væri hitt i sjálfu sér eöli- legra að rikisstjórnir, lánasjóðir og aðilar í sjávarútvegi marki stefnuna hvaö þetta atriði varðar”, sagði Kjartan Jó- hannsson i ræðu sinni. Steingrimur skipar nefnd. Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra tók til máls eftir aö Kjartan Jóhanns- son hafði lokið máli sinu. Stein- grími fannst það undarlegt eða furðulegt, að þessi mál kæmu upp nUna. Hann hefði nefnilega skipað nefnd i málið i fyrra- sumar, sem einmitt hefði átt að vinna tillögur á þessu sviði. Nefndin hefði haldið marga fundi, en ekki heföi náðst sam- staða í henni. Efnislega svaraði Stein- grimur Hermannsson ekki neinu af þvi sem Kjartan Jó- hannsson hafði að segja um framkvæmd takmörkunar fiski- skipaflotans frá hendi núver- andi rikisstjórnar. Hann benti á ýmislegt sem gæti orðið erfitt varðandi takmörkun fiskiskipa- stólsins og talaði um að frum- varp Kjartans Jóhannsson og félaga einkenndist af „reglu- striku ákvæðum”. Steingrimur rakti siðan með dæmiimhverja skoðun hann hefði á þessu máli. í lok ræðu sinnar sagði hann þetta: „Menn tala ákaflega mikið um það að þorskveiðiflotinn sé alltof stór. Við einn mikinn afla- mann i Vestmannaeyjum ræddi ég fyrir nokkrum dögum, sem er bæði að hans og annarra dómi með mjög góða áhöfn. Hann mótmælti þessu mikið og sagði, að menn væru að tala um aö auka okkar afla og tekjur með þvi að minnka flotann. Hann sagði: Jafnvel með minni góðu áhöfn treysti ég mér ekki til að leggja á mannskapinn meiri afla, ef vel á að fara með hann og þar eru að sjálfsögðu gerðar miklumeiri kröfuri dag, miklu meiri kröfur. Dæmið er nefnilega ekki svona einfalt eins og sumum reiknimeisturum hættir til að setja það upp, að hver togari getur aflað 30 tonn á dag og það eru 270 vinnudagar i árinu eða m.ö.o., hann getur aflað 8100 lesta. Þetta er öfgafull uppsetning kannske, en þannig i raun og veru nálgast útkoma reiknimeistaranna á stærð bátaflotans. Það er að sjálfsögöu ekkert tillit tekið til þess, þeirra áfalla sem ein- stakar byggðir yrðu fyrir með slikum niðurskuröi, jafnvel 30% niðurskuröi bátaflotans, þannig að min niðurstaða er nú sú eins og ég sagöi áðan, að það ber að leggja á það áherslu að halda honum innan þessara marka, sem hann er nú, en leggja áherslu á endurnýjun bátaflot- ans, þaö sé okkur nauðsynlegt, bæði einstökum byggðarlögum og til þess að tryggja að við sækjum aflann með bestu fáan- legum tækjum”. Misskilningur Stein- grims. Kjartan Jóhannsson tók siðar til máls i umræðunum og svaraði sjavarútvegsráðherra, Steingrimi Hermannssyni. Kjartan hdf mál sitt með þvi að segja, aö ræða ráðherrans hlyti að byggjast á misskilningi. Hann ræddi stuttlega um nefnd þá sem Steingrimur hafi sagt að skipuð hefði verið til að gera út- tekt á málinu. Siðan sagði Kjartan Jóhannsson: „Þaö jaðrar við að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra væri aö þjófkenna mig héðan úr ræðu- stól, geröi það kannske ekki beinlínis, en þaö jaðraði við það. Ég veit náttUrlega ekki um hvaða hugmyndir aðrir hafa verið með I þessum efnum eða hvenær þær hafa komið fram, en drög að þessu lagafrum- varpi, ég get upplýst það hér, voru samin I byrjun desember af mér, og Agústi Einarssyni, varaþingmanni Magnúsar H. Magnússonar, sem sat þá á 1 þingi, þannig að hvort sem aðrir hafa verið með þessar hug- myndir eða ekki þá höfðu þær þróast hjá okkur á þeim tima. Um bann við innflutningi sem mér skildist að hefði verið önnur hugmynd nefndarinnar og tak- mörkun á innlendum skipa- smiöum, þá held ég að það sé nú óhættaðsegja, að varla hefði ég þurft að fara i smiðju til neinnar nefndar um það., Ég veit ekki betur en ég hafi sjálfur sett reglugerð um það meðan ég var sjávardtvegsráðherra og beitt mér fyrir þvi að þannig væri framkvæmd hlutanna, þannig að þó að sd hugmynd komi aftur upp i einhverri nefnd, þá getur það nU varla talist neitt sérlega frumlegt af nefndarinnar hálfu þó að sjálfsagt sé allt gott um hana að segja. En ég held að við eigum ekki að drepa þessari umræður um á dreif, heldur halda okkur við meginefnið, meginkjartnann i þessu máli. Sá meginkjarni birtist m.a. i þeirri ræðu, sem Guðmundur Karlsson hélt hér áðan, þegar hann sagði, að við hlytum að stefna að þvi að reka Utgerðina með hagnaði. Ef við erum sifellt að stækka skipastólinn, þá mun okkur veitast það sifellt erfið- ara. Tilkostnaðurinn vex, en tekjurnar ekki, og það er inn i þann vitahring, sem við erum komnir. Og það er úr þeim vita- hring, sem við þurfum að kom- ast. Það frumvarp til laga, sem hér er flutt snýst eingöngu um þetta atriði. Heildarstefnu i at- vinnumálum verður að ræða á Alþingi. Siðan sagði Kjartan Jóhanns- son orðrétt: „Ég skal ekki fjölyrða öllu frekar um þetta, en ég held að það sé alger misskilningur hjá hæstvirtum ráðherra i fyrsta lagi að ætlast, til þess að úthlut- unarreglur séu settar I lög. Mér finnst, að það hafi verið eðlileg afstaða hjá okkur að það ætti að mótast af bærum aðilum á hverjum tima. En ég tel, að það sé lika alger misskilningur hjá ráðherra, að Alþing eigi ekki aö setja lög um það efni, sem hér um ræðir. Ég tel, að reynslan hafi sannað okkur að það beri nauðsyn til þess að setja lög af þessu tagi, og ég held að Alþingi hafi gert alltof litið af þvi að marka heildarramma, heildar- stefnu i vissum þáttum atvinnu- málanna með þeim hætti, sem reynt er að gera hér með þessu lagafrumvarpi, og öðrum, sem hafa verið flutt. Ég ætla að vona það að þetta mál fái góða umfjöllun I nefnd og farsælan framgang, þvi að ég er sannfærður um að þetta er eitt af meiri háttar málum, sem við höfum til að takast á við og við megum ekki drepa umræður á dreif með þvi að vera að tala um smáatriðin og alls konar útúrdúra eins og tilhneiging er til, en horfa framhjá megin- atriðinu. Og það er megin- atriðið, einungis meginatriðiö, sem verið er að setja hér fram frumvarp til laga um. Ef við höldum áfram að drepa umræð- unni á dreif, hugsa um loðnu- flotann, hugsa um hvað eru margir gamlir bátar og hvort eigifrekar að fara togari af stað A heldur en B, þá komumst við aldrei til þess verks sem er mikilvægast og það er það að marka sér stefnuna um það, hvernigviðeigum að sjá til þess að fá hér hæfilega stóran fiski- skipástól”. Úreldingarstyrkir 1 Óhætt mun aö fullyröa að reynslan af þeim aðgerðum hafi verið allgóð. Hinsvegar virðist einsýnt, að auka beri möguleikana til þess að taka skip úr rekstri með þessum hætti. Fyrir þvi er þetta frumvarp flutt. t frumvarpinu er gert ráð fyrir aö auka hlut úreldingar- styrkja i útflutningsgjaldi og tiltekinn hundraðshluti af rikisframlagi til Fiskveiöa- sjóðs fari sömuleiöis til þessa verkefnis. Eins og nú háttar til mun þaö styrkja afkomu út- gerðarinnar i landinu að verja auknu fé til úreldingar frekar en til innkaupa á fiskiskipum. Meginatriöiö er þó engu siður að skapa með þessum hætti svigrúm til endurnýjunar án þess að fiskiskipastóllinn stækki. Með samþykkt þessa frum- varps mundu fjárráð til úreld- ingar rúmlega tvöfaldast. Tekjur af þessum þáttum, sem ráðstafað er til úreld- ingarstyrkja, færu þannig úr ca. 780 milljónum g.kr. i um 1650 millj. grk.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.