Alþýðublaðið - 31.03.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1981, Blaðsíða 4
Bryndís Schram skrífar um leiklist Alls staðar leikaraefni Leikl'élag Menntaskólans viö Ilamrahlíð sýnir V'atzlav eftir Slawomir Mrozek Þýðing: Karl Agúst Úlfsson Leikstjórn: Andrés Sigurvins- son Hvað er réttlæti, hvað er frelsi, heiðarleiki, einlægni, sannleikur? Hver er tilgangur lifsins, ef ekkert stenzt? Slikum og þvilikum spurningum varpar Mrozek fram i leikriti sinu um Vatzlav. Vatzlav er tækifærissinni. Hann velkist um i liísins ólgusjó og leitar aðeinhverju, sem hann veit i rauninni ekki hvaö er. Stundum er hann rikur, stund- um blankur, stundum er hann glaður, stundum dapur. En hann er sú manngerð, sem ekk- ert snertir mjög djúpt og kemst alltaf af. Slawomir Mrozek er mjög svo pólitiskt þenkjandi maður, og eíns og önnur verk hans er Vat- zlav þrælpólitisk ádeiluleikrit. Enda er Mrozek löngu buinn að forða sér vestur fyrir járntjald, þar sem hann fær þó að vera i friði með efasemdir sinar um Stóra sannleik. Mrozek er fæddur árið 1930 i Póllandi. Strax i æsku upplifir hann hörmungar seinni heims- styrjaldarinnar, skiptingu Evrópu, undirokun kommúnismans, kúgun og and- lega niðurlægingu. 011 leikrit hans bera það með sér, að ein- hvern tima hefur Mrozek att sér draum, trúað á eitthvað. Eflaust hefur hann veriö sann- færður kommúnisti. Og þess vegna hafa vonbrigðin orðið ennþá sárari, þegar þaö rann upp fyrir honum, aö fyrirheitna landiö er ekki til, að mennirnir eru rotnir og spilltir, hvaöa flokk sem þeir skipa. Nú finnur hann engan tilgang með lifinu, trúir ekki á neitt. Vatzlav er m jög eríitt verk og torráðið. Það er fullt af tákn- máli, sem má lesa á marga vegu. Og ein kvöldstund nægir alls ekki til aðskilja það til fulls. En eitt fer ekki fram hjá nein- um, — vonbrigði höfundar, efa- semdir og svartsýni. Hvert get- um við leitað? Hvar finnum við fast land undir fótum? Er það nokkur furða, þótt Mrozek hafi orðið að foröa sér? Karl Ágúst Úlfsson hefur tek- ið að sér að snara þessum verki yfir á islenzka tungu, og heíur tekizt það mjög vel. Oröalagið er bæði hnyttið og glettiö, mjög i anda þess hóps, flytur og hlustar. Andrés Sigurvinsson virðist vera tilþrifamikill leikstjóri, bæði hugmyndarikur og kröfuharður við lið sitt. Hann fær írumlegar hugmyndir og hikar ekki viö að koma þeim á framfæri. Hlakka ég til að fylgj- ast með honum i framtiðinni. Hann hefur náð miklu út ur krökkunum, og er faglegt yfir- bragð á sýningunni i heild. Það er annars alveg ótrúlegt, hvaö allt er vaðandi i góöum leikara- efnum út um allan bæ. Maöur fer á hverja skólasýningu á fæt- ur annarri, og alls staöar kunna menn að leika. Magnús Ragn- arsson i hlutverki Vatzlav hefur á sér atvinnumannsbrag, og eru bæði hreyfingar og tal mjög eðlilegt. Sömuleiðis nafni hans Hauksson i hlutverki Bobba, sem dró upp mjög skoplega mynd af yfirstéttarbarninu, sem vill taka Odipus sér til fyrirmyndar, drepa föður sinn og drýgja hór með móður sinni. Annars var þáttur Opidusar i leikmyndinni fyrir utan og ofan minn skilning, en hins vegar þokkalega túlkaöur af Astráði Haraldssyni. Alþýðumennirnir Fahad Jabaly og Þormar Þor- kelsson lifgubu mjög upp á sýn- inguna með ærslaíenginni framgöngu sinni. Þær stöllur Guöný Hauksdóttir og Margrét Gunnlaugsdóttir voru sannköll- uð augnayndi, og Sigriður Guð- mundsdóttir sköruleg i hlut- verki Barbadós hershöfðingja. Aðrir leikendur komu minna við sögu, en lögöu sig fram af mik- illi leikgleði. 1 lokin vil ég svo þakka ljósa- manni eða ljósamönnum öllu heldur, fyrir framlag þeirra, þvi abbeiting ljósanna var til íyrir- myndar og jók áhrif sýningar- innar. Bryndis Dragnótaveiðar i Faxaflóa: SKAPA HRÁEFNI Á DAUFUM TÍMA — sex af ellefu frystihúsum lokað í Keflavík! Umræður um dragnótaveiðar i Faxaflóa hafa nú aftur blossað upp. Tilefnið er frumvarp sem samið hefur verið um dragnóta- veiðar i flóanum. Gert er ráð fyrir að þær verði leyfðar. Margir eru á þeirri skoðun að slikt sé óráð- legt Alþýðublaðið leitaði til 'tveggja aðila sem hafa nokkra revnslu og þekkingu á þessum málum en þeireru Olafur Björns- son, útgerðarmaður frá Keflavík og Björn Dagbjartsson forstjóri Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins. Þeir svara spurningunni hver þeirra afstaða sé til dragnóta- veiða I Faxaflóa. Skarkolann þarf að veiða — Við höfum lagt undir okkur mið og fiskstofna með útfærslu landhelginnar, og það er ekki verjandi, nema við nýtum þessar auðlindir eins og hægt er,” — sagði ólafur Björnsson útgerðar- maöur i Keflavik, þegar blaða- maður Alþýðublaðsins hringdi i hann. ,,Ef það á að veiða fiskinn verður auðvitað að gera það þar sem hann er best vara til fram- leiðslu og sölu. Það þarf að veiða skarkolann þegar hann er geng- inn inn i firði og flóa, þegar hann er orðinn feitur. Það er hrein vit- leysa að tala um að veiða hann þegar hann gengur út aftur, það er eins og að tala um að veiða lax, ekki þegar hann gengur upp i árn- ar, heldur þegar hann kemur nið- ur. Þá er ekki verið aö tala um að fara með dragnót á allan flóann. Við erum ekki að sækjast eftir að fara inn fyrir linuna. Það er vitað mál, að meirihluti botnsins á Faxaflóa er hraun, og það þýðir ekkert að fara meö dragnót á þannig botn. Þannig yröi alltaf meirihluti flóans fyrir önnur veiðafæri. Auk þess eru ekki til tæki til að vinna þennan afla i þessu magni nema á tveim stöð- um, þannig að það yrði að dreifa veiðunum yfir mjög langt tima- bil, til að fá sem besta nýtingu á fjárfestinguna. Svo vil ég benda á það, að nú þegar eru 6 frystihús af 11 hér i Keflavik lokuö, og það þætti al- varlegt atvinnuástand ef það væri á Þórshöfn. Það þarf að fá eitt- hvert hráefni til að vinna”, sagði ölafur Björnsson að lokum. Tilraunaveiðar hafa tekist vel ,,Málið hefur fyrst og hemst verið umdeilt vegna fiskverndun- arsjónarmiða og þar hygg ég að báðir aðilar hafi nokkuö til sins máls, þó að ég vilji sem minnst fullyrða um það, þar sem i-k ég er ekki sérfræöingur 2) á þvi sviði. Hitt , W Á RATSJÁNNI iStytting dagskrár I sjónvarps og vísl- Italan til að hækka vísitölu —hættið úrtölum og bætið þjónustuna Það hefur verið margt rætt og ritað um fjárhagsvanda rikisút- \ arpsins og styttingu dagskrár sjónvarps. Þagall fyllir ekki flokk þeirra, sem eru mótfallnir stytt- ingunni, þvert á móti, er Þagall þeirrar skoðunar að ekki hafi ver- íð nóg gert i þvi máli. Hinsvegar vill Þagall ræða hér litillega les^paabréf, sem birtist i Dag- bla'inu i gær, þar sem bent er á hjákátlegan misskilning Út- varpsráðs. 1 bréfinu segir m.a.: ''Sú umræða sem orðið hefur um fyrirhugaða styttingu dagskrár sjónvarps er hálfhjákátleg. Sagt er að ekki megi hækka afnota- gjöldin þvi slikt hafi áhrif á visi- töluna. Eina ráðið sé að stytta dagskrána um 9%. Litum nánar á þetta atriði. Viljann þarf 1 kg af einhverri vörutegund hefur t.d. kostaö 20 kr. Nú fást að- eins 0.91 kg fyrir sömu upphæð. Hefur þá viökomandi vara ekki hækkaö i verði? Hið sama gildir um þjónustu. Launþegasamtökin eiga auð- vitað að krefjast þess að litið verði á styttingu dagskrár sjón- varps sömu augum og um hækk- un afnotagjalda væri að ræða og krefjast bóta i gegnum visitölu- kerfið. Yrði dagskráin aftur á móti lengd eða bætt, og afnotagjöldin hækkuð i samræmi við það, ætti slikt ekki að hafa áhrif á visitöl- una, sbr. þaö sem áður er rakið* Síðan gerir bréfritari að tillögu sinni, að dagskrá verði lengd en ekki stytt og þar fram eftir göt- unum. Þagall kærir sig ekki um að ræða það nánar, nema að lýsa algerri andstöðu sinni við allar slikar hugmyndir. En það var gaman að lesa at- hugasemdina um styttingu dag- skrárinnar og hækkun afnota- gjalda, eða það sem útvarpsráð vildi ekki kalla hækkun afnota- gjalda heldur styttingu dagskrár. Að visu er þaö lofsvert af út- varpsráði aö vilja koma i veg fyr- ir hækkun vistölunnar með öllum tiltækum ráðum. En það er nú svo að menn ættu ekki að taka upp á sliku upp á eigið eindæmi. Það var einusinni maður, sem vildi fá að hækka verö á vöru sem hann seldi, vegna kostnaðar- hækkana Hann sótti um leyfi til þess, en var synjað leyfisins vegna þess, að eins og lands- föðurlegur embættismaður benti á, að þá myndi visitalan hækka, kaupið hækka vegna þess, og verðbólgan taka undir sig stökk,- sem myndi þýða að lifskjör þjóð- arinnar myndu versna, og em- bættismaðurinn vildi jú ekki trúa þvi, að umsækjandi væri svo óþjóðhollur að vilja slikt. Að visu hefur sýnt sig siöan, og þá sérlega um siðustu áramót, að visitala hækkar ekki af sjálfu sér. Viljier það sem þarf til að visital- an hækki, og viljinn um áramótin var ekki til visitöluhækkunar, heldur til nýsköpunar visitölu- kerfisins. En um áramót fréttist lika af öðru en nýsköpun visitölu- kerfisins. Þá kom maður, sem hér verður ónefndur látinn, fram i sjónvarpi og lýsti þvi yfir að gengin væri i garð tvöföld verðstöðvun. Hann sagði að ekki yrðu leyfðar undan- tekningar frá þeirri tviefldu verð- stöðvun, nema brýna nauðsyn bæri til. Menn vörpuðu öndinni léttar, og sáu framá aö verðlag yrði nokkuð stabilt framvegis. Það er þvi i meira lagi hlálegt, að sá fjölmiðill sem maðurinn til- kynnti um veröstöövunina i.hefur nú hækkað verö á sinni þjónustu, án þess aö Verðlagsráð eöa Háyf- irverölagsráð (stundum kallað „rikisstjórn”) hafi þar fjallaö um. Hvað kom fyrir manninn, sem fékk ekki hækkunina sem hann bað um. Jú hann fór heim, og minnkaöi innihaldið I hverjum pakka, þannig aö hann seldi minna magn fyrir sama verð. Þegar það komst upp, fékk hann kárinur þungar og refsingu aö verðleikum. Hvernig munu verö- lagsyfirvöld taka á máli Útvarps- ráðs? —Þagall alþýöu- blaöíð Þriðjudagur 31. mars, }981 KULTURKORN Styrktarfélagatónleikar Tónlistarfélagsins A morgun, miðvikudaginn 1. april gengst Tónlistarfélagið fyrir niundu tónleikum sinum á þessum starfsvetri. Þá leika Allan Sternfield, Nina G. Flier og Guðný Guðmundsdóttir verk eftir Maurice Ravel og Antonin Dvorak. Franska tónskáldið Maurice Ravel fæddist i Cibourne 1875 og lést í Paris 1937. Hann varð nem- andi Gabriel Fauré á konser- vatoriinu i Paris og fékk þar góða undirstöðu i klassiskum tónskáld- skap. Seinna kynntist hann Cha- bier, sem hafði á hann mikil áhrif og sömuleiðis Eric Statie, sem með sinum smáskrýtnu uppá- tækjum losaði frakka nokkuð við þungbær áhrif úr Þýskalandi, oft- ast kennd við Wagner. Fyrir utan ballettinn um Dafnis og Klói og óperurnar L’Heure espagnole og L’Entant et les sortiléges, og svo auðvitað Bolero, er Ravel áreiðanlega þekktastur fyrir pian'óverk sin. Lagaflokkurinn „Gaspard de la Nuit” var saminn 1908 og einsog oftast byggir Rave 1 hugmyndir sinar á bókmennta- legum grunni, hér á ljóðum fanta- siuskáldsins Aloysius Bertrand. Fyrsti þátturinn, Ondine, lýsir eins og nafnið bendir til, vatna- gyðjum og þar er löng og óreglu- leg melódia sett i móti pianist- iskum flaumi flóknum cg hljóm- miklum. Le Gibet (gálginn), er byggður yfir langt og liggjandi „pedal” B, sem hljómar stöðugt alla, rumlega fimmtiu, takta þáttarins. Gaspard de la Nuit átti stóran þátt I að gera Ravel aö stór- númeri i franska tónlistarheim- inum. Fjórtán árum seinna, 1922 semur hann sónötuna fyrir fiðlu og selló sem er af allt öðrum toga. HUn er næsta klassisk i formi og minnir i þvi tilliti ekki litið á siðasta verk Debussy. Antonin Dvorák (1841—1904) samdi mikið af allskonar kammertónlist og eru kvartettar hans og trio meöal vinsælustu tónverka 19. aldar af þeirri teg- und. Trfó nr. 4 i e-moll, op. 90 sem oftast er kallað „Dumky” trióið, var samið 1890. Dumka er eins- konar saknaðarstef, sem gengur i gegnum allt verkið og gefur þvi sterkan og heilsteyptan svip með „þjóðlegu” ivafi. Sumir segja ’þetta tékkneskasta verk ték'k- neskasta tónskálds Tékka. BOLABÁS Kaupmaður nokkur vildi fá hækkun á hverju kílói strá- sykurs sem hann pakkaði sjálfur i bilskúrnum heima hjá sér vegna þcss að pokarnir hækkuðu. llann sótti um hækkun, en fékk neitun. Hann greip þá til þess ráðs að hafa 100 grömmum minna i kiló- pokunum. Svindlið komst upp. Kaupmaðurinn var sektaöur og honum varpað 1 dýflissu. t framhaldi af þessu er gaman að velta þvi fyrir sér með hvaða siðferðilega rétti ákveðið hefur verið að skcra niður dagskrá rikisfjölmiðl- anna án þess að lækka afnota- gjöldin um leið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.