Alþýðublaðið - 29.04.1981, Page 4
Síðari umferð forsetakosninga í Frakklandi 10. maí n.k.:
Jafnaðarmenn eiga góða möguleika
á sigri undir forystu Mitterand
í STYTTINGI
Gagnkvæmar greiðslur
almannatryggingabóta
milli Bandaríkjanna og
íslands
Samkomulag hefur veriö gert
milli rikisstjffrna íslands og
Bandarikjanna um gagnkvæmar
greiöslur bóta almannatrygg-
inga.
Rikisborgarar annars rikisins,
sem réttindi hafa öölast til
greiöslna bóta frá almannatrygg-
inum hins rikisins, munu nú halda
slikum réttindum, þótt þeir flytji
búferlum.
Fram til þessa hafa þeir is-
lenskir rikisborgarar, sem
starfaö hafa i Bandarlkjunum og
öölast réttindi til greiöslna bdta
frá bandariskum almannatrygg-
ingum, veriö bundnir takmörkun-
um á greiöslum slikra bóta, hafi
þeir yfirgefiö Bandarikin og
dvaliö lengur en 6 mánuöi utan
Bandarikjanna.
Orkuþing ?81
veröur haldiö aö Hótel Loftleiöum
13., 14. og 15. mai, 1981.
Dagskrárefni: Allir helstu þættir
islenskra orkumála. Erindi og
pallborösumræöur.
Auk fyrirfram ákveöinna erinda
er auglýst eftir erindum, einkum
á sviöi undirbúnings orkumann-
virkja og nýtingar orkulinda.
Þeir sem áhuga hafa á aö halda
erindi (10 min. 4-5 min. fyrir-
spurnir) eru beönir aö snúa sér til
Agústs Valfells I sima 21320.
(Rannsóknaráö rikisins) fyrir 24.
april n.k.
Tilkynniö þátttöku til
Rannsóknaráös rikisins sem
fyrst.
Aö Orkuþingi ’81 standa eftir-
taldir aöilar:
Iönaöarráöuneytiö, Orkustofnun,
oliufélögin, Rannsóknaráö rikis-
ins, Samband islenskra hita-
veitna, Samband islenskra raf-
veitna, Verkfræöingafélag Is-
lands.
Eftir fyrri umferö frönsku
kosninganna er Francois
Mitterand I sterkri stööu, sér-
staklega eftir aö Jacques Chirac
hefur ekki fengist til aö veita
Giscard D’Estaing afdráttar-
lausan stuöning og jafnvel gefiö
tii kynna aö hver og einn kjós-
enda sinna veröi aö gera þaö
"liþp "viö samvisku sina hvern
hann kýsi. Forystumenn jafn-
aöarmanna hafa nú hafiö
ákafan áróöur fyrir þvi, aö sam-
eina vinstri og miöjumenn uin
Mitterand i seinni umferöinni,
og er hann nú talinn eiga góöa
möguleika á sigri, sérstakiega
ef tekst aö vinna fylgi viö
Mitterand meöal kommúnista,
en eins og kunnugt er töpuöu
þeir miklu fylgi. Formaöur
þeirra George Marchais fékk
rétt rúmlega 15% atkvæöa og
hefur flokkurinn aldrei fengiö
minna fylgi siöan fimmta lýö-
veldiö var stofnaö. Hann hefur
enn sem komiö er ekki gefiö út
neinar yfirlýsingar um stuöning
viö Mitterand.
Valery Giscard d’Esting mun
veröa I mikilli varnarstööu I siö-
ari umferö kosninganna. Þetta
er ljóst er skoöaöar eru ábyggi-
legar skoöanakannanir, sem
teknar hafa veriö undanfarna
mánuöi. Fyrir fimm mánuöum
siöan var búist viö aö forsetinn
núverandi fengi 35% atkvæöa I
fyrri umferöinni og nálægt 60% I
þeirri slöari. Var i þeim spám
gert ráö fyrir þvi, aö Francois
Mitterand yröi keppin-autur
hans i siöari umferöinni.
Margar ástæöur eru fyrir þvi aö
þetta hefur nú breyst. Vaxandi
áróöur jafnaöarmanna gegn.
atvinnuleysi og atvinnustefnu
forsetans hefur haft tilætluö
áhrif. jafnframt þvi sem athygli
manna hefur beinst aö ýmsum
hneykslismálum i stjórnartiö
hans. Fimm skoöanakannanir,
sem birtar voru fyrir kosning-
arnar sýndu svo ekki varð um
aö villast aö fylgi Giscards
hefur á siöustu vikum fariö
minnkandi og féklc hann skv.
þeim 24—28% atkvæöa, en hann
fékk 1 kosningunum um 28% at-
kvæöa og má hann þokkalega
viö una miöaö viö kosninga
spár. Tvær skoðanakannananna
sýndu, aö Mitterand mundi
sigra I kosningunum meö 54% á
móti 51%. Aöeins ein skoöana-
könnun sýndu nauman sigur
Giscards og skoöanakönnun
hins hægrisinnaöa blaös Le
Figaro, sem styöur Giscard, var
aldrei birt og benti þaö ótvirætt
til aö forsetinn heföi ekki komiö
nógu vel út úr henni.
Allt bendir þvi til aö seinni
umferö kosninganna, sem fara
mun fram eftir hálfan mánuö
veröi mjög tvisýn eins og
reyndar siöustu kosningar er
Giscard og Mitterand tókust a
og munaöi þá aöeins rúmum
400.000 atkvæöum. Mitterand
hefur mjög styrkt stöðu sina aö
undanförnu og má benda á, aö
atkvæðatala hans nú i fyrri
umferðinni, tæp 26% er þaö
hæsta sem nokkur frambjóö-
andi jafnaöarmanna hefur
fengiö I forsetakosningum i
landinu
En góðan árangur jafnaðar-
manna nú má ekki siöur rekja
til deilna og innbyröis átaka,
sem átt hafa sér staö I and-
stæöum pólitiskum fylkingum.
Kommúnistar hafa eins og áöur
segir misst mikiö fylgi og traust
jafnaöarmanna vegna ákafs
stuönings viö útþenslustefnu
Sovétrikjanna og hefur for-
maöur þeirra Marchais legiö
undir mikilli gagnrýni vegna
þessarar stefnu. Mikil afbrýöi-
semi rikir i herbúöum kommún-
ista vegna uppgangs jafnaöar-
manna og er óliklegt aö þeir
hvetji almenna flokksmenn
til aö kjósa Mitterand i seinni
umferöinni Þaö er þó talin all-
nokkur hfefö fyrir þvi, aö i seinni
umferö kosninganna muni mik-
ill fjöldi almennra kjósenda
kommúnista styðja Mitterand,
þrátt fyrir hótanir og stóryrt
ummæli Marchais I hans garö á
siöustu vikum.
En klofningurinn á hægri
vængnum i frönskum stjórn-
málum kemur einnig Mitterand
til góöa. Eftir fyrri umferö
kosninganna 1974, þegar ljóst
var aö Chaban-Delmas hafði
oröiö undir I glimunni viö Gis-
card, lýsti hann þegar yfir
stuöningi viö Giscard og er þaö
jafnvel taliö hafa haft úrslita-
þýöingu þá. Jacques Chirac,
sem haföi dregið aö sér mikiö
fylgi undanfarnar vikur var
oröinn bjartsýnn á aö hann gæti
orðiö keppinautur Giscards i
seinni umferðinni. Þegar siöan i
ljós kom, aö hann fékk þó ekki
meira en 18% atkvæöa (3%
meira en Chaban Delmas 1974)
virðist sem honum og stuðn-
ingsmönnum hans hafi oröiö svo
mikiö um aö þeir vilja ekki enn
sem komiö er hvetja stuðnings-
menn Chiracs til aö kjósa Gis-
card i seinni umferöinni. Margir
voru jafnvel farnir aö gera þvi
skóna, aö liklega yröi valiö milli
Chiracs og Giscards I seinni
umferöinni þar sem fylgi hans
tvöfaldaðist samkvæmt
skoöanakönnunum á siöustu
fjórum mánuðum.
Fylgi Chiracs nú sýnir svo-
ekki veröur um villst aö
franskir kjósendur eru ekki
fylgjandi nýrri og sterkari
hægri sfefnu i Frakklandi.
Helstu slagorö Chiracs i kosn-
ingabaráttunni voru lægri
skattar og minni rikisafskipti og
viröist þessi stefna ekki hafa
hrifið. Reyndar má segja aö
fylgi hafi ekki vaxiö viö flokks-
brot og flokka þá sem lengst eru
til hægri og lengst til vinstri i
frönskum stjórnmálum, en
margir hægrimenn i Frakklandi.
höföu spáö svipaöri sveiflu og
varö I Bretlandi og Bandarikj-
unum fyrir siöustu kosningar
þar.
Þetta bendir til þess aö
Mitterand eigi góöa möguleika
aö sigra i séinni umferöinni, en
ekki e"r óliklegt aö mjótt veröi á
mununum eins og i siðustu
kosningum.
A RATSJÁNNI
Félagsleg meövitund manna
brýst út á mismunandi vegu, allt
eftir þvi, hver á Ihlut.Sumir fara á
fylleri, syngja Internationalinn,
og viröast halda aö þar meö sé
þeirra félagslega samviska friöuö
fram aö næsta fyllerii. Aörir, sem
hafa viökvæmari sálir syngja
gjarna Joe Hill i viöbót, svo
samviskan sofni svefninum langa
fram aö næsta kenderli. Sumir
hafa auðvitað enga félagslega
samvisku, og fara á fylleri þegar
þeim sýnist.
Sumir veröa hinsvegar gripnir
félagssamviskuheljartökum, og
þeim duga ekki fylleri til aö svæfa
drauginn. Þeir sem verst eru
gripnir þessum draugi, gerast
borgarskæruliöar af ýmsum
geröum. Þeir borgarskæruliö-
Skildu eftirsigslóða í mörgum vefunum í miðborginni:
RússneskarsemBráðskot
ur staðnarað búðarhm
rannsóknarlögreglan með lélið tilmeðferðarogsendir ríkissaks((
tilmeðferðar
Borgarskæruliðar utan úr hinum stóra heimi
anna, sem lengst ganga henda
sprengjum og drepa fólk, en af
þeirri tegqnd höfum vér tslend-
ingarekkimikiöhaft aö segja. En
nú hafa þó skotiö hér upp kollin-
um borgarskæruliöar af annarri
en skyldri tegund, útlendingar
meö diplómata vegabréf.
Til aö vekja hiö borgaralega og
daufa samfélag hér uppi á tslandi
af værum svefni og til þess að
sýna samstööu meö fátækum
þjóöum og sveltandi fórnarlömb- ■
um heimsvaldastefnunnar um
allan heim, hafa tvær konur ætJt;.'
aöar úr fööurlandi heimsbylt-
ingarinnar, Sovétrikjunum, gert
strandhögg i tiskuverslunum hér I
bæ. Til þess aö grafa enn frekar
undan borgaralegu siögæöi inn-
fæddra, (sliku sem þaö nú er)
reyndu þær aö bera fjármuni á
réttþenkjandi tslending og gera
hann* þannig meö^ekan, saman-
ber eftirfarandi ffcá'sögn I Dag-
blaöinu:
„Konurnar tóku^þá-til viö aö
hrópa ,,no police” (ekki kalla á
lögreglu!) og buöu fram nokkraít
krónur til aö sætta afgreiöslu-
manninn. En hann lét ekki segj-
ast og kallaði til lögregluna. t
millitiöinni geröist þaÖ þó aö önn-
ur konan tók á rás út úr búöinni.
Ungur Og fótfrár maöur elti hana
. . þá uppi og kom meö hana inn aft-
ur.”
Þaö er engin tilviljun, augljós-
lega, aö þessar félagslega meö-
vituöu konur réöust helst á tisku-
verslanir, þvi fátt er jafn móög-
andi viö fólk, sem er aö deyja úr
hungri, en aö vita aö fólk á Vest-
urlöndum eyöir stórfé I fánýti
eins og tískuvörur.
Menn hafa snúiö upp á sig og
talaö um „þjófnaö”. Þetta er auö-
vitaö hreinn og klár misskilning-
ur. I fyrsta lagi er „eign þjófnaö-
ur”. 1 ööru lagi er hér ekki um
þaö aö ræöa aö stela þýfisins
vegna, heldur er hér um beina
pólitiska yfirlýsingu aö ræöa.
(Þaö er aftur á móti erfitt heim-
spekilegt vandamál, hvort þjófn-
aöur er eign, og þá hvers? en um
þaö þarf ekki aö fjalla hér, þar
sem þaö snertir þessa dialektik
ekki).
Menn hafa einnig snúiö upp á
sig, vegna þess, aö þeir, sem fá aö
fara erlendis á vegum sovéska
ríkisins, tilheyra „elitu”, sem er
ekki einasta hálaunuö, heldur
hefur einnig aögang aö sérversl-
unum sem sjá þeim fyrir öllu þvi,
sem hugur þeirra kann aö girn-
ast. Þetta er augljóslega aftur á
misskilningi byggt, þvi þetta er
ekki „auðgunarbrot” eins og þaö
heitir á borgaralegu lagamáli.
Enn hafa menn gagnrýnt
skæruliða þessa, fyrir aö þeir
taka enga áhættu, þvi þeir eru
meö diplómata vegabréf. Aftur
sýnir þessi gagnrýni skilnings-
skort. Hvaö getur veriö snjallara
fyrir borgarskæruliöa, en aö nota
sér jafn fáránlega borgaralega
siövenju og „friöhelgi dipló-
mata”, sem skjól? Svarið er auö-
vitaö, „ekkert! ”.
—Þagall
alþýöu-
blaöiö
Miðvikudagur 29. apríl
KÚLTURKORN
Fóstbræður frumflytja
12 lög eftir 5 íslensk
tónskáld
Karlakórinn Fóstbræöur efnir
til sinna árlegu vortónleika fyrir
styrktarfélaga sina dagana 29. og
30. april og 1. og 2. mai og hefjast
þeir kl. 19.00 nema 2. mai kl.
17.00.
A efnisskrá kórsins veröa tólf
ný lög eftir 5 islensk tónskáld og
er það áreiðanlega sjaldgæft að
íslenskur kór frumflytur svo
mörg Islensk lög. Fóstbræöur
hafa jafnan leitast viö aö kynna
ný Islensk karlakórslög og þykir
kórnum mikill fengur aö þvi aö
flytja svo mörg ný lög.
Flutt veröa sex lög eftir Jón
Ásgeirsson sem urðu til vegna
umræöu I Kennaraháskóla
Islands um þaö hvort músik-
smekkur almennings væri mótað-
ur af poppmúsiköntum og áhuga-
mönnum um tónsmiöar og eru
lögin svör tónskáldsins viö þess-
ari staöhæfingu.
A s.l. ári kom upp sú hugmynd
aö fá söngstjóra Fóstbræöra til aö
semja lög viö ákveðinn texta. Var
Helgi Sæmundsson fenginn til aö
yrkja ljóö fyrir Fóstbræöur og
orti hann ljóð er hann nefndi
Blómarósir. Fjórir söngstjórar
Fóstbræöra sömdu svo sitt lagiö
hver viö þetta ljóö, þeir Jón Þór-
arinsson, Jón Asgeirsson, Jónas
Ingimundarson og Ragnar
Björnsson, og er óhætt aö segja aö
þau séu hvert meö sinu yfir-
bragöi.
Fyrir um 25 árum fluttu Fóst-
bræður fyrstu lögin af Sjö lög
fyrir karlakór viö miöalda-
kveöskap, eftir Jón Nordal og
nafa þau lög löngu skipað sérsess
meöal bestu islensku karlakórs-
laga. Eftir þetta langa hlé syngur
kórinn nú nýtt karlakórslag eftir
Jón Nordal sem samiö er viö
Lausavisu frá Sturlungaöld eftir
Gizzurv Þorvaldsson.
Þá er á söngskrá kórsins nýtt
lag eftir söngstjórann Ragnar
Björnsson viö ljóö Steins Steinarr
Sult.
Á söngskrá Fóstbræöra eru
einnig 5 færeysk þjóðlög sem eru
raddsett af færeyska tónskáldinu
H.J. Höjgaard, en söngstjóri
kórsins bjó lögin fyrir karlakór.
Sfðast á efnisskránni eru 4 ung-
versk þjóðiög I útsetningu tón-
skáldsins Bela Bartók.
Einsöngvarar meö kórnum
veröa Orn Birgisson, ungur Akur-
eyringur sem Fóstbræöur fá aö
láni hjá vinakór sinum Geysi, og
Hákon Oddgeirsson.
Pianóundirleik annast Guörún
Kristinsdóttir.
Söngstjóri Fóstbræöra er
Ragnar Björnsson.
Fulltrúi KOR og
Einingar í heimsókn
í boði Kommúnista
samtakanna
Hingaö kemur i boöi Kommún-
istasamtakanna og Verkalýös-
blaösins, fulltrúi KOR i Póllandi
og tengill Einingar á Noröurlönd-
um, Jákub Swieciciki.
Hann er búsettur I Sviþjóö og er
þar fyrir KOR-deild landflótta
Pólverja, auk þess sem hann sér
um samskipti fjölmiöla á Noröur-
löndum og Einingar fyrir hönd
landa sinna I Póllandi.
Jákub Swieciciki mun dveljast
hér frá fimmtudegi 30. aprH aö
te’lja i fimm daga og ætlar aö
kynna málstaö KOR, Einingar og
hinnar nýju hreyfingar I Póllandi
fyrir tslendingum.
Fyrirhugaöur er almennur
fundur um Pólland og málefni
þess meö Jákubi mánudaginn 4.
mal kl. 20:30 i kjallarasal Hótel
Heklu.