Alþýðublaðið - 06.05.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. maí 1981
3
myndir, sem fram koma i
greinargerð Borgarskipulags
um Austursvæðin, þar sem gert
er ráð fyrir ..blandaðri byggð”
ibiíðarlnísa og bygginga fyrir
atvinnustarfsemi? Já. ég vil
gera miklar athugasemdir við
þau vinnubrögð, sem þarna eru
viðhöfð. Það er auðvelt að gera
eins og þarna er gert að setja
skipulag niður á blað og teikna
siðan inn á það nokkur grá
svæði og segja áð þetta séu at-
vinnusvæði. Það fylgir siðan
ekki stafkrókur um það hvernig
atvinnufyrirtæki eiga að hafa
aðsetur þarna, eða nánara
skipulag, og við lögðum fram
sérstaka bókun um þetta atriði
og sama veit ég að skipulags-
stjóri rikisins hefur gert: þetta
eru auðvitað forkastanleg
vinnubrögð. Ég vil leggja
áherslu á það að ekki er hægt að
marka stefnu með svona vinnu-
brögðum. Þegar við Sjálfstæðis-
menn lögðum fram Aðalskipu-
tagið 1977 var gert ráð fyrir at-
vinnusvæðum og það var vand-
lega Utfært i smáatriðum, en
þessi vinnubrögð eru fyrir neð-
an allar hellur.
Almennt um það að blanda
saman ibúðabyggð og atvinnu-
svæðum vil ég segja það, að það
er að mörgu leyti æskilegt, þvi
með þvi má koma i veg fyrir
myndun svokallaðra svefn-
borga en það verður þá að vera
vandlega unnið og ekki i þeim
stilsemnU hefur verið lagður til
grundvallar.
NU hefur verið haldið fram
undanfarna daga að þið Sjálf-
stæðismenn hafið forðast að
ræða þær forsendur sem liggja
að breyttu skipulagi. þ.e. að
ihdðum mun ekki fjölga i
Reykjavik i þeim mæli sein
búist hafði verið við þegar
skipulagið frá '77 var samþvkkt.
Hvað vilt þU segja um þetta?
Það er auðvitað af og frá að
halda sliku fram. Ég ræddi til
dæmis töluvert um þetta ivið-
tali, sem MBL tók við mig
daginn, sem skipulagið var
samþykkt. Ég tel að þær
forsendur sem menn gefa sér
fyrir að þurfa ekki að skipu-
leggja séu uppgjafar og aftur-
haldsforsendur. Ef menn ætla
ekki að hafa nægilegt framboð
af lóðum, þá náttúrlega fækkar
ibúum hér eða fjölgar ekki. 1
skipuiaginu er ekki gert ráð
fyrir fjölgun á Stór-Reykja-
vikursvæðinu. Þvi er spáð að öll
sú fjölgun sem hér verður, um
þUsund manns á ári muni færast
til nágrannasveitarfélaganna Ut
á land eða tilUtlanda. Hvað tvo
fyrri möguleikana snertir hefur
afar mikið að segja hvernig
borgin stendur sig við að bjóða
fram lóðir og hins vegar at-
vinnuuppbyggingin. A hvorugu
sviðinu hefur nokkuð verið
aðhafst. Þetta eru eftirárök,
sem meirihlutinn kemur nU með
til að réttlæta aðgerðarleysið i
skipulagsmálum. Þeir eru með
þessu skipulagi að segja að hér
þurfi ekkert að skipuleggja, þvi
að hér muni ekki verða nein
fjölgun. Þetta er mjög hættuleg
þróun, með þessu eru þeir að
ákveða að tekjuháar f jölskyldur
eigi að setjast að annar staðar
en i Reykjavik.
Kn eru tillögur vkkar nú ekki
h r e i n s y n darmennska? V i ð
I oka a fgr ei ðs I u s kipu I ags i ns
lágðirþií fram gamla skipulagið
sem valkost. Kru þetta ekki
dæmigerðar stjórnarandstöðu-
tillögur. sein ekki eru raun-
hæfar miðað við breyttar for-
sendur'.’Það er náttUrlega alveg
makalaust að segja að skipulag,
sem lagt var fram i borgar-
stjórn '77 eftir rnargra ára
undirbúningsvinnu sé bara
s y n da r m e n n s k a . öllum
flokkum bar saman um það að
þær tillögur voru mjög vel
unnar og jafnvel Alþýðubanda-
lagið viðurkenndi það, þó að
þeir væru ekki sammála
forsendunum. Það er gjarnan
látið þannig með tillögur
stjórnarandstöðu að þær séu
einungis sýndarmennska af þvi
að þær geta ekki fengist sam-
þykktar. En tillöguflutningur-
inn er viljayfirlýsing frá minni-
hlutanum um hvað hann mundi
gera ef hann væri i meirihluta.
Þetta er engin sýndarmennska
heldur yfirlýsing um það hvað
við ætlum að gera ef við fáum
meirihluta.
Sænsk orðuveiting
Þann 18. marz siðastliðinn var
Sigurjóni Sæmundssyni, ræðis-
manni Svia á Siglufirði veitt
orðan „Riddari hinnar konung-
leeu Norðurstjörnu”, sem veitt er
Sænski sendiherrann, frú Ethel
Wiklund nælir oröuna i barm Sig-
urjóns Sæmundssonar.
af Sviakonungi fyrir vel unnin
störf og dygga þjónustu i þágu
Sviþjóðar. Orðuveitingin fórfram
að heimili sænska sendiherrans á
Islandi frú Ethel Wiklund að viö-
stöddum nánustu ættingjum og
starfsmönnum sendiráösins.
Sigurjón Sæmundsson hefur verið
ræðismaður Svia á Siglufirði frá
árinu 1968.
Veiðar i þorskanet
háðar leyfum
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
nýlega sett reglugerð, þar sem á
timabilinu 21. mai til 31. desem-
ber 1981 eru bannaðar allar
veiðar i þorskfisknet án leyfis
ráðuneytisins.
Ráðuneytið getur bundið leyfi
og úthlutun þeirra þeim skil-
yröum, sem nauðsynleg þykja
m.a. i þvi skyni að stuðla að
auknum gæöum afla og takmarka
fjölda eða veiðar einstakra gerða
skipa.
Aðhaldslögin 1
að hún vilji taka á þeim málum af
raunsæi.
Sighvatur bætti þvi við, að
ýmislegt það sem rikisstjórnin
hygðist framkvæma jaðraði við
stjórnarskrárbrot, en einmitt það
sýndi að rikisstjórnin vissi ekkert
um það hvert skyldi halda né
heldur hvernig hún ætti að kom-
ast á ákvörðunarstað. „Efna-
hagsaðgeröirnar nú eru haldlitl-
ar, framhald kuklsins frá þvi i
ársbyrjun og'munu ekki skila
neinum árangri, rikisstjórnin
hefur nú endanlega ekið út af
sporinu”, sagði Sighvatur Björg-
vinsson að lokum.
Hrollvekja 4
það vandasama hlutverk að
þýöa leikrit Shepards. Shepard
þykir skrifa kjarnyrt mál, og
verður ekki betur séð, en að
Birgi hafi tekizt dável að kom-
ast að kjarnanum, án þess aö
vera uppáþrengjandi.
Enn fáum við að lita samstarf
þeirra Stefáns Baldurssonar og
Þórunnar Sigriðar. Þau hafa oft
gert frábæra hluti, en nú finnst
mér eins og finlegur smekkur
þeirra og stilbrögð fái ekki full-
komlega notið sin. Litiö sviðs-
rými takmarkar auövitaö
möguleikana, auk þess sem
leikgerö Shepards setur þeim
ákveöin mörk.
Hins vegar hefur leikendum
tekizt undir hófstilltri stjórn
Stefáns að skapa eftirminnileg-
ar persónur. Steindór Hjörleifs-
son dró t.d. upp átakanlega
mynd af hinum vonsvipta, deyj-
andi Dodge. Þó aö hann væri
mjög fráhrindandi persóna, þá
tókst Steindóri san t aö vekja
meö honum samúö. Þvi aö innst
inni voru i honum mannspartar
þrátt fyrir allt.
Hanna Maria Karlsdóttir er
hætt aö koma okkur á óvart.
Hún skilar hverju hlutverkinu á
fætur ööru listavel. Shelly er
ósköp venjuleg stúlka, en samt
veröurhún aðlaöandi i meöför-
um Hönnu.
Þorsteinn Gunnarsson og
Siguröur Karlsson gera sér of
mikinn mat úr bæklun persóna
sinna. Þar af leiöandi vekja þeir
ekki nægilegan áhuga, veröa of
einhliöa. Þorsteinn reynir þó aö
draga fram hið mannlega i
Tilden, en Siguröur er ómennsk-
ur i hatri sinu.
Hjalti náði vel aö lýsa
vonbrigöum unga mannsins,
drykkjulátum og algerri
uppgjöf i lokin.
Margrét ólafsdóttir og
Guömundur Pálsson áttu gott
samspil I seinni hlutanum, en i
upphafi virtist Margrét óörugg
og náöi ekki verulegum tökum á
þessu örlagakvendi.
Niöurstaöan er sem sagt sú,
aö ádeila höfundar hafi falliö i
skuggann af hrollvekjunni, sem
var svo Ismeygileg, aö heitt
kaffi dugði ekki til aö hrista
hana af sér.
Bryndls.
FLOKKSSTARF
Alþýðuflokksfélagar
Munið að tekið er á móti greiðslum félagsgjalda á skrif-
stofnnni Ilverfisgötu 8—10 alla virka daga frá kl. 14—18.
Aðalfundur Alþýðuflokks-
félags Húsavikur
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags llúsavikur vcrður haldinn
i llótel llúsavík. fimmtudaginn 7. þ.m. kl. 20:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
UTBOD
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i stækkun aðveitustöðvar að
Eyvindará við Egilsstaði. Útboðið nær til
byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e jarð-
vinnu, stöðvarhúss og undirstaða fyrir
stálvirki, spenna og girðingu.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofum Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavik og að Dvergaklettum, Egils-
stöðum frá og með 29. april 1981 og kosta
kr. 100 hvert eintak.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Raf-
magnsveitnanna Laugavegi 118, eða á
skrifstofu Rafmagnsveitnanna á Egils-
stöðum fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 12.
mai n.k. og verða þau þá opnuð.
Tilboð sé i lokuðu umslagi merkt RARIK-
81011.
Verki á að ljúka fyrir 10. júli 1981.
Góð orð duga skammt,
Gott fordæmi
skiptir mestu máli.
I UMFEROAR
1 RÁD
Reykjavikurhöfn
Reykjavikurhöfn vinnur að þvi að gera
byggingarhæfar lóðir á tveim athafna-
svæðum við höfnina:
i. A fyliingu utan Grandagarðs.
Lóðir þarna eru ætlaðar fyrir fyrirtæki
sem tengd eru sjávarútvegi, fisk-
vinnslu og þjónustu við útgerð
II. Svæði við Skútuvog við Kleppsvík:
Þar eru lóðir hugsaðar fyrir fyrirtæki,
sem áherslu leggja á skipaviðgerðir.
Þeir sem áhuga hafa á að koma til greina
við lóðaúthlutanir á svæðum þessum,
sendi skriflegar umsóknir til Hafnar-
skrifstofunnar Hafnarhúsinu v/Tryggva-
götu fyrir 20. mai n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir undirrit-
aður.
Hafnarstjórinn i Revkjavik