Alþýðublaðið - 16.05.1981, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 16.05.1981, Qupperneq 1
Hnefinn og rósin Málgagn sambands ungra jafnaðarmanna Nokkur atriði úr stefnuskrá ungra jafnaðarmanna Samband Ungra Jafnaöar- manna er stjómmálahreyfing sem starfar á grundvelli jafn- aðarstefnunnar, sem byggir á hinni alþjóðlegu hugmyndafræði sósialismans, og er i skipulags- legum tengslum viö Alþýðuflokk- inn. Jafnaöarmenn berjast fyrir frelsi, jafnrétti, og bræöralagi, gegn einræði, kúgun, og auðvaldi. Jafnaðarstefnan felur i sér hug- sjónir lýöræðis, og félagshyggju. Meö félagshyggju er átt við, að framleiðsla og dreifing lifsgæða mótist af samvinnu og samstööu. Með lýðræði er átt við rétt allra manna til þátttöku i ákvörðunum, sem varða þá sjálfa sem félag i heild. Félagshyggja og lýðræði eiga sameiginlega grundvallarhug- sjón. Sú hugsjón er jafnrétti. Jafnaðarstefnan er jafnréttis- stefna, sem berstgegn forréttind- um i hvaða mynd sem þau birtast Hún er tæki þeirra sem engra for- réttinda njóta, i baráttunni gegn forréttindahópunum. Sú stétt sem jafnaðarmenn berjast gegn, er hin samtvinnaða og samtryggöa valdastétt, sem ræður fyrir fjármagni og hlunnindum, og misnotar aðstöðu sina I eigin þágu, en býr við takmarkað lýð- ræðislegt aöhald. SUJ er stjórnmálahreyfing sem vill efla jafnrétti, mannúð, og mannréttindi, og stuðla að efna- hagslegum framförum i þágu þjóðarheildarinnar. SUJ telur að: — Allir landsmenn eigi rétt til at- vinnu og menntunar. — Allir eigi rétt til heilsugæslu og læknishjálpar. — Allir eigi rétt til að bera mál sin undir dómstóla. — Ailir eigi rétt til framlaga úr almannatryggingakerfinu, þegar út af ber. — Allir eigi rétt til lifeyris þegar aldurinn færist yfir. — Rikja eigi fullur jöfnuður á sviði mannréttinda og persónufrelsis, svo sem með jafnrétti kynja, jafn kosninga- réttur, jafn réttur allra til aö mynda sér skoðanir og berjast fyrir þeim. — Blandaö hagkerfi henti þjóðinni best, breyta beri til frambúðar auðlegðar og valdahlutföllum alþýðunni I hag, það er að atvinnuvegirnir verði reknir i formi einka- reksturs, samvinnureksturs og opinbers reksturs, en þróa beri atvinnulýðræöi innan allra rekstursforma. — Standa beri vörð um stjórnar- farslegt og efnahagslegt sjálf- stæði þjóöarinnar. A alþjóðavettvangi ber Islend- ingum að vinna að friði meðal þjóða heims, styðja snauðar þjóö- ir, gæta þess að réttur smáþjóða verði eigi fyrir borð borinn, og stuðla að aukinni samstöðu allra þjóða. Fyrir ofangreinum mark- miðum, og eim sem á eftir fara i einstökum köflum stefnuskrár þessarar mun SUJ berjast í kom- andi framtið. V. ísland i samfélagi þjóðanna Það er kjarni jafnaðarstefn- unnar að berjast gegn hverskonar ranglæti. Boðskapur hennar er friöur um viða veröld, frelsi öll- um til handa, jafnrétti i skiptingu lifsgæða, og bræöralag með mönnum og þjóöum. Með alþjóðasamstarfi skal vinna að friði i heiminum, og^aö- stoð viö þær þjóöir sem eru afskiptar I efnahagsmálum, eða búa við órétt i stjórnmálum. Utanrlkisstefna tslands skal markast af metnaöi til að varð- veita fullveldi þjóöarinnar, og lýðræðislegt stjórnarfar. Gæta verður efnahagslegs og menn- ingarlegs sjálfstæöis þjóðarinnar. Nauösynlegt er að vinna að vin- samlegum samskiptum við allar þjóðir I þágu friðar i heiminum. Styðja ber lýðræðislegar frelsis- hreyfingar kúgaðra þjóöa, og sem jafnasta skiptingu á framleiðslu jarðar milli allra ibúa hennar. — Utanrikisstefnan skal byggjast á þátttöku i Sameinuðu þjóðunum og norrænu sam- starfi. — Tryggja skal sjálfstæði og fullveldi Islensku þjóðarinnar, öryggi hennar og algjör yfir- ráð yfir landi, landgrunni, og hafinu yfir þvi. — SUJ er mótfalliö hverskonar þátttöku og samstarfi i auðvaldsefnahagsbandalög- um, t.d. EBE. öryggismál Samband Ungra Jafnaöar- manna telur að þjóöin tryggi best öryggishagsmuni sina með þvi að lýsa yfir hlutleysi, og stuðli þarmeð að afvopnun og friði i heiminum. Af þessu leiöir að sambandið er þeirrar skoðunar, að landið eigi ekki að taka þátt i neinskonar hernaöarbandalögum og berst fyrir afnámi þeirra, enn- fremur er SUJ alfarið á móti nokkurskonar hernaðarsamvinnu landsins við aðrar þjóðir. Efla ber Sameinuðu þjóöirnar til að tryggja vopnlausan frið i heimin- um. Stuðningur við þróunarlönd SUJ vill að þróunarrikin verði studd baráttu sinni fyrir efna- hagslegu og pólitisku sjálfstæði. SUJ er alfarið á móti aröráni riku þjóðanna og fjölþjóðafyrirtækja á náttúruauðlindum og vinnuafli fátæku þjóðanna. SUJ styður sókn frelsishreyfinga gegn innlendri og erlendri harðstjórn, og vill stuðla að samstööu smá- þjóöa til verndar rétti sinum. — Þjóðinni ber að greiða 1% þjóö- ártekna til þróunarhjálpar. — SUJ telur, að tslendingum beri að styðja alþjóðlega nýtingu úthafsins, svo að það veröi þáttur i félagslegri baráttu mannkynsins við hungur og fátækt. Orku- og iðnaðarmál Efla skal islenskan iðnað meö öflugum stuðningi hins opinbera. — lslenskan iðnað skal fyrst og fremst byggja á þeim auðlind- um, og þvi hráefni sem fyrir er i landinu. — Hafna ber innflutningi á erlendu auöhringafjármagni til fjárfestingar I landinu. — Byggja skal orkunotkun þjóðarinnar sem mest á innlendn orku, og skal þvi leggja áherslu á hraöa nýtingu vatnsafls og jarðvarma. — Taka skal fullt tillit til náttúru- verndar og byggðasjónarmiða, þegar orkuöflunar- og iönaöar- möguleikar eru metnir. Verzlun Stefnan i verzlunarmálum skal iryggja hag neytenda varðandi vöruverð, vöruúrval, og >öru- vöndun. — Til þess að tryggja hag neytenda skulu stjórnvöld hafa heimild til að beita hverjum þeim aögeröum, sem best henta i hverri verzlunargrein. —-Þjóðnýta skal miliiliðaverzlun i innflutningi. — Verðskyn neytenda skal eflt með virkri upplýsingamiðlun um verðlag og vörugæöi i sam- vinnu vi samtök neytenda. Málefni barna og unglinga — 011 vöruverö, vöruúrval, og börn skulu eiga kost á daggæslu. — Séð skal til þess að alltaf séu íyrir hendi friðuð athafna- svæðifyrir börn. — Börn og unglingar skulu ávallt hafa aðstööu til hollra tómstundaiðkana. — Æskulýðshreyfingum skal tryggt nægilegt fjármagn til starfssemi sinnar. Húsnæðismál Stefnan i húsnæöismálum skal taka mið af þvi aö gott og hæfilegt húsnæði er eitt af frumskilyrðum mannlegs Hfs, og skal þvi tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. — Löggjöf um leiguhúsnæði skal tryggja hagsmuni leigjenda hvað varöar leigutima og leiguupphæð. < — Hið opinbera skal annast fasteigna viðskipti fyrir sanngjarnt verö. — Löggjöf um sölu og kaup fasteigna, skal tryggja hags- muni kaupenda og seljenda. — Reistar skulu með félagslegu átaki fbúðir fyrir þjóðfélags- hópa meö sérþarfir. Alþingi og stjórnskipan — Stjórnarskráin skal tryggja að þingstyrkur stjórnmálaflokka sé i fullu samræmi við kjör- fylgi þeirra. — Kjósandi skal geta valið á milli frambjóðenda á þeim lista sem hann kýs. — Stjórnmálaflokkar sem ná 4% greiddra atkvæða hljóti fulltrúa á þingi. — Kosningaaldur skal miðast við 18 ára aldur. — Alþingi skai starfa i einni deild. — Hlutverk þjóðaratkvæða- greiðslu i stjórnskipan lands- ins skal ákveöiö með löggöf. — óháð umboðsnefnd Alþingis skal rannsaka umkvartanir fólks, sem telur sig órétti beitt i samskiptum við opinbera aðila. 'H*..°PÍnbera Skal annast fasteignaviöskipti fyrir s^nngjarnt / ' , .Greiða skal sömu laun fyrir sömu vinnu.” „SUJ telur að landið tryggi best öryggis- hagsmuni sina með að lýsa yfir hlutieysi og standa utan hernaðarbandalaganna.” ....Jafnaðarstefnan er baráttutæki launþega gegn elnokun og arðráni i hvaða mynd sem sliktbirtist, en berst fyrir aukn- um réttindum og bættum kjörum launþegum til handa.” „011 börn skulu eiga kost á daggæsiu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.