Alþýðublaðið - 16.05.1981, Qupperneq 2
2
Laugardagur 16. maí 1981
Þorvaldur Viktorsson:
Lengi getur
Verksvið almennrar stjórn-
málanefndar SUJ er að fjalla um
stjórnmál innanlands hverju
sinni. Nefndin heidur fundi eftir
föngum og eru þá tekin fyrir þau
málefni sem efst eru á baugi þá
stundina. Einnig heldur nefndin
ráðstefnur um ákveðna máia-
flokka, efnahagsmál, húsnæðis-
mál, mennta- og mcnningarmál
svo eitthvað sé nefnt.
Stjórnmál um þessar mundir
einkennast af duglausri og
sundurlyndri rikisstjórn. Birtist
dugleysi stjórnarinnar einkum i
efnahagsmáium, en verðbólgan
æðir áfram og lifskjör i landinu
hriðversna með hverjum degin-
um sem líður. Hið slæma efna-
hagsástand bitnar verst á ungu
fólki, sem er að komast yfir eigið
húsnæði og á elli- og örorkulíf-
eyrisþegum, sem er ætlað að
framfleyta sér á sultarlaunum.
Rikisstjórnin er máttlaus gagn-
vart efnahagsvandanum og beitir
helst skammtimaaðgerðum, sem
oftast verða til þess að vandinn
vex siðar. Uppáhaldsaðgerðir
stjórnarinnar er að svikja laun-
þega um umsamdar kjarabæt-
ur og hefur kaupmáttur sjaldan
verið lakari en nú. Rikisstjórnin
hefur enga heildarstefnu en
helsta markmið hennar er að
sitja sem lengst i ráðherrastólun-
um.
1 því tilliti er Framsóknarflokk-
urinn tilbúinn að sitja i hvaða
rikisstjórn, að þvi tilsettu að forn-
eskjuleg landbúnaðarstefna
flokksins haldist. 1 siðustu
kosningum boðaði Framsókn
fagurlega niðurtalningu verð-
bólgunnar. í rikisstjórninni hefur
þetta stefnumið breyst i niður-
talningu lifskjara og er ekki að
sjá að Framsóknarmenn skamm-
ist sin fyrir þessi svik við kjós-
endur.
Mellan og Alþýöubanda-
lagiö
Alþýðubandalagið, sem eitt
sinn var hliðholt verkalýðnum,
fórnar hverju sem er fyrir stólana
og hefur kastað helstu stefnumið-
um sinum fyrir róða. 1 efnahags-
málum er Alþýðubandalagið orð-
ið sama sinnis og ihaldið, að of há
laun verkamanna sé meginorsök
verðbólgunnar. Helsta verkefni
Alþýðubandalagsins i rikisstjórn-
inni er að fá forkólfa sina i verka-
lýðshreyfingunni til að
samþykkja kauplækkun og hefur
Nýjar islenskar bækur
og bækur fyrri ára Litið
inn — CSAn
w|Uil er
sögu rikari
Sendum i póstkröfu um allt land
Markadshús Bókhlöðunnar Laugavegi 39 — Simi 16180
vont
þvi tekist lygilega vel að draga
verkalýsforustuna á asnaeyrun-
um. Hermálið er Ur sögunni og
hlæja forystumenn Alþýðubanda-
lagsins að þeim herstöðvaand-
stæðingum, sem viljafylgja þess-
ari stefnu eftir. Á viðreisnarárun-
um réðst Þjóöviljinn daglea á
Alþýðuflokkinn fyrir samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn og var
Alþýðuflokkurinn fyrir bragðið
kallaður mella Ihaldsins. NU er
Alþýðubandal agið i hlutverki
mellunnar og leikur það dável.
Sjálfstæðisflokkurinn er marg-
klofinn og er pólitiskt séð i lama-
sessi. I þvi flokksræskni ræða
menn frekar brotareikning en
pólitik. Fara þar fram háalvar-
legar umræður um hvaða brot sé
stærst og i hvaða broti þessi og
hinn er. Erfitter að henda reiður
á hvaða stefnu þessi ræfilsflokkur
hefur. Þó er ljóst að Gunnarsbrot-
ið hefur það eitt að leiðarljósi að
sitja sem lengst i rikisstjórninni.
Að öðru leyti virðist stefna járn-
frUarinnar i Bretlandi kærust öll-
um brotabrotunum og kemur það
ekki á óvart þvi það var stefna
Sjálfstæðismanna i siðustu kosn-
ingum. Allir hafa séð hvernig
járnfrUin hefur lagt efnahag
Breta i rUst. Þar er svipað at-
vinnuleysi og var á kreppuárun-
um. Ef ræfilsflokknum tækist að
koma þessari stefnu I fram-
kvæmd yrði þjóðfélagslegt mis-
rétti i landinu miklu meira en nU
er.
Fegursta stjórnmálastefn-
an
Stjórnarandstaða Alþýðu-
fiokksins hefur verið ábyrg og
markviss en ekki nægilega hvöss
til að ná eyrum landsmanna.
Þingmenn flokksins hafa starfað
ágætlega og flutt mörg góð mál.
Þó ereins og vanti sannfæringar-
Skyldi ekki vera til neinn
skynsamlegur millivegur,
strákar?
Árni Hjörleifsson:
versnað
tslenskt verkafólk er orðið langþreytt á langlundargeði verkalýös-
forystunnar.
kraftinn i gagnrýni þeirra á rikis-
stjórnina. En málefnastaða
flokksins er nU svo góð, að hefja á
stórsókn til sigurs. Til að svo
megi verða verður að stórbæta
innra starf flokksins.
Stefnumál Alþýðuflokksins frá
siðustu kosningum eru enn i fullu
gildi. Ber þar hæst, að i stað
skammtímaaðgerða komi gjör-
breytt efnahagskerfi og markviss
uppbygging efnahags- og at-
vinnumála. Þetta verður best
gert á grundvelli áætlunarbU-
skapar, þar sem markað er hlut-
verk atvinnugreina i framtiðar-
mynd þjóðfélagsins. Byggja
verður upp sterkt atvinnulif, sem
tryggir aukningu kaupmáttar og
stöðugleika í verðlagi. Hætta út-
flutningi á óarðbærum land-
búnaðarvörum. Fella niður tekju-
skatt á almennum launum. Stór-
auka hUsnæðislán og lengja láns-
tima svo að fólk geti eignast eigin
ibUðir án óhóflegs vinnuálags.
Hér eru ekki tök á að nefna
fleiri stefnumál Alþýðuflokksins
en að lokum minnt á að hann
byggir á fegurstu stjórnmála-
stefnunni, jafnaðarstefnunni,
hugsjóninni um frelsi, jafnrétti og
bræðralag.
Frá verkalýðsmálanefnd SUJ
Nefndina skipa formaður auk
þriggja meðstjórnenda sem
kosnir eru á árlegu sambands-
þingi S.U.J. einnig eiga sæti I
nefndinni meö fullum réttindum
varaformaður framkvæmda-
nefndar S.U.J. og svo form.
S.U.J.
í 2. gr. reglugeröar fyrir verka-
lýösmálanefndar S.U.J. stendur
að nefndin skuli annast alla mála-
fiokka er heyra undir verkalýðs-
mál fyrir hönd S.U.J.
Eitt af verkefnum nefndarinnar
er að Utbúa drög að ályktun um
verkalýðsmál, sem ber að Ieggja
fyrir sambandsþing S.U.J.
A 33. þingi S.U.J. sem haldið
var 1981 var samþykkt ályktun
um verkalýösmál, þar sem lýst er
áliti ungra jafnaðarmanna til
ýmissa þátta verkalýðsmála, svo
sem að breyting verði gerð á
lánakerfi húsnæöismálastjórnar,
þar sem miðað er við að auövelda
fólki að eignast sina fyrstu ibúð.
(Minna má á frumvarp
Magnúsar H. Magnússonar um
húsnæðismál).
Krafist var þess að forystu-
menn verkalýðshreyfingarinnar
stæðu vörð um þá frumskyldu
sina að bæta kjör þeirra, sem
minnst hafa og verst eru settir, en
reynsla undanfarandi ára sýni að
þrátt fyrir fögur orð um bætt kjör
hinna lægst launuðu, hefur lág-
launafólk ávalt borið skarðastan
hlut frá boröi, þegar upp hefur
verið staðið.
Bent var á að i þvi veröbólgu-
flóði sem tröllriðið hefur öllu
efnahagslifi á Islandi undanfarin
ár, og sist viröist i rénum, er aug-
Ijóst að krónutöluhækkun launa
ein og sér er ekki einhlit til þess
aö ná fram launajöfnuði.
Eins var krafist sömu réttinda
til handa félagsmönnum al-
mennra lifeyrissjóða og rikis-
valdið hafði samiö um við starfs-
menn sina.
Alyktað varum málefni og rétt-
indi aldraðra, öryrkja og þroska-
heftra til að tryggja þeim sóma-
samleg lifsskilyröi.
Vakin var athygli á að tafalaust
þyrfti að breyta fyrirkomulagi
kosninga i verkalýðsfélögunum,
og persónukosning tekin upp, en
ekki viöhöfð sú ólýðræðislega
listakosning sem nú tiðkast, og
staöið hefur í vegi fyrir eðlilegri
endurnýjun i forystuliðinu.
1 framhaldi af þessu er rétt að
minnast þess að Vilmundur
Gylfason hefur lagt fram frum-
varp til laga um breytingar á lög-
um um stéttarfélög og vinnu-
deilur, en I lögum þessum er
meðal annars stuðlað að meiri
virkni launþega, — þvi gert er ráð
fyrir að stofnuð séu starfsgreina-
félög á vinnustöðum með 25
starfsmenn eða fleiri, og séu þau
samningsaðili allra launþega hjá
sama atvinnurekanda. Um frum-
varp Vilmundar eru skiptar skoð-
anir, en ljóst er að það er engin
algild lausn, en er þó litið skref á
þeirri braut að breyta verkalýös-
félögunum i virkari hreyfingu.
Það er ljóst að starfsvið verka-
lýðsmálanefndar getur verið á
ýmsan hátt f jölbreytilegt ef öllum
öngum verkalýðsmála á að vera
sinnt sem skyldi, en það er þó
megin verkefni nefndarinnar aö
stuðla að auknum áhuga ungs
fólks á verkalýðsmálum, og að
störf þeirra innan verkalýðs-
hreyfingarinnar séu i anda jafn-
aðarstefnunnar.
Árni Hjörleifsson
form. verkalýðsmálanefndar
Hradfrystistöðin
i Reykjavik