Alþýðublaðið - 16.05.1981, Page 3
Laugardagur 16. maí 1981
TAKIÐ
ÞATT f PðLITfSKU STARFI
Stjórnmál eru i hugum
margra, eitthvað ljótt og svik-
samlegt. Sömuleiðir lita ýmsir
svo á, að stjórnmálamenn séu
upp til hópa, metorðagjarnir
eiginhagsmunaseggir, sem
hugsi um litið annað en maka
krókinn fyrir sig og sina. Af
þessum sökum heyrist ekki
ósjaldan: „Pólitik. Ég vil ekki
hugsa um hana. Ég vil ekki
koma nálægt slíkum viðbjóði”.
Hvað sem annars má um
stjórnmálsegja, eða þá sem þar
eru fremstir i flokki, þá verður
þvi ekki á móti mælt, að pólitik
er hreyfiafl þeirra hluta sem
gerast i tilverunni. begar þú
ferð út i búð og kaupir mjólk, þá
er það stórpólitisk aðgerð. Þú
ert þar með orðinn þátttakandi i
pólitiskri hingiðu, hvort sem
þér likar betur eða ver. Þú ert
t.a.m. orðinn þátttakandi i land-
búnaðarpólitikinni, verðlags-
pólitikinni, verðbólgunni, efna-
hagsmálaþróuninni o.s.frv. Þú
ert nefnilega ab taka þátt i póli-
tik nánast hvenær sem þú segir
eitthvað, hvenær sem þú gerir
eitthvað. Það er af og frá, aö þln
þátttaka miöist einungis við að,
mæta með hangandi hendi á
kjörstað reglulega og krossa við
einn eöa annan flokk, sem þú ert
ef til vill sáróánægður með.
Þegar þú bölvar þannig póli-
tikinni og stjórnmálamönnun-
um án þess að risa upp á aftur-
fæturna og gerast virkur þátt-
takandi og meðvitaður. Þú ert
þá aðeins að viðurkenna van-
mátt þinn og jafnframt að
leggja blessun þina yfir núver-
andi ástand. Þú ert þar með
orðinn samsekur þeirri vitleysu
sem þú bölvar. Félagsleg deyfð
og áhugaleysi um stjórnmál og
gang þeirra, gerir nákvæmlega
ekkert annað en það, en undir-
strika „status quo” ástand. Þú
ert sem sé, óvirkur en þó með-
vitaður þátttakandi i stjórnmál-
um, ert óánægður með stöðu og
gang mála, en styður engu að
siður rikjandi ástand.
Er hægt að standa sig
ver — en þetta?
Að sönnu erum við ungir jafn-
aðarmenn alls ekki ánægðir
með stöðu mála og margt það
sem viðgengst i þjóðfélagi nú-
timans. Sömuleiðis erum við
ekkert allt of ánægðir með sið-
ferði allra stjórnmálamanna.
Við viljum þvi gera betrum-
bætur á þjóðfélaginu og berjast
fyrir þeim. Og okkar baráttu-
vettvangur er jafnaðar-
mennskan, sem byggir á frelsi,
jafnrétti og bræðralagi.
En það þarf að taka þátt i
baráttunni og gefa ekkert eftir
til að breytingar sjái dagsins
ljós. Það verða allir aö gera. Þú
lika.
Ungir jafnaöarmenn vilja
ýmsar grundvallarbreytingar á
þjóðfélaginu. Við viljum þó ekki
gera það með valdbyltingu,
heldur með starfi og krafti
innan hins lýðræðislega
stjórnarforms.
Ungir jafnaðarmenn vilja
koma á efnahagslegum jöfnuði
allra þegna þjóðfélagsins. Við
mótmælum sérhagsmunapólitik
Sjálfstæðisflokksins, sem
býggir á þvi að hlaða undir þá
sem meira mega sin. Við afneit-
um haftastefnu og sveitaróman-
SAPAFRONT + ál-forma-kerfið (profilsystem) er hentugt
byggingarefni fyrir islenzkar aðstæöur. Einangraðir álformar i
útveggi, glugga og útihurðir. óeinangraöir álformar innanhúss.
Útlitið er eins á báöum geröunum. I sérstökum leiöbeininga-
bæklingi eru upplýsingar um buröarþol, varmaleiðni og hljóö-
einangrun álformanna, ennfremur vinnuteikningar, sem léttir
arkitektinum störfin.
Byggingarefni framtiðarinnar er SAPAFRONT +
SAPA — handriðið er hægt að fá i mörgum mismunandi útfærsl-
um, s.s. grindverk fyrir útisvæði, iþróttamannvirki o.fl. Enn-
fremur sem handrið fyrir veggsvalir, ganga og stiga
Handriðiö er úr álformum, þeir eru rafhúöaðir i ýmsum litum,
lagerlitir eru Natur og KALCOLOR amber.
Stólparnir eru gerðir fyrir 40 kp/m og 80 kp/m.
Með sérstökum festingum er hægt að nota yfirstykkið sem hand-
lista á veggi.
SAPA — handriðiö þarf ekki að mála, viðhaldskostnaður er þvi
enginn eftir aö handriðinu hefur veriö komið fyrir.
Gluggasmidj an
Gissur Símonarson Siðumúla 20 Reykjavík — Simi 38220
tik framsóknar, sem er ekki i
takt við timann. Við berjumst
gegn hentistefnu Alþýðubanda-
lagsins sem byggir á skoðujium
gamalla Stalinista annars vegar
og kerfiskalla i ráðherrastólum
hins vegar.
Ungir jafnaðarmenn eru i
skipulagstengslum við Alþýðu-
flokkinn og styðja hann i hinni
pólitisku baráttu. Þrátt fyrir
það, fylgja ungir jafnaðarmenn
flokknum ekki blint og eru ekki
sammála honúm á nokkrum
sviðum.
Samband ungra jafnaðar-
manna er stjórnmálaafl, sem
byggir á alþjóðlegri hugsjón:
Jafnaðarstefnunni. SUJ hefur
þar af leiðandi góö samskipti
við bræðrahreyfingar erlendis,
enda telja ungir jafnaðarmenn
að baráttan fyrir frelsi, jafnrétti
og bræðralagi, hljóti að vera al-
þjóðleg.
Hvers vegna ekki að kynnast
nánar starfi félaga ungra jafn-
aðarmanna?
Punktar úr stefnuskrá SUJ:
skal eiga
Þjóðin
ísland
Jafnaðarmenn berjast fyrir
lýðræði og vilja að það móti alla
gerð samfélagsins. Lýðræði felur
i sér rétt allra manna til að móta i
samfélagi viö aðra þær ákvarð-
anir sem varða þá sameiginlega.
Lýðræðisleg stjórnskipun tryggir
öllum jafnan rétt til að velja
stjórnendur og veita þeim aðhald
og jafna möguleika til að taka að
sér forystustörf.
Lýðræðislegir starfshættir
stjórnmálaflokka og almanna-
samtaka, réttur til frjálsrar
allt
félagastarfsemi, og frjáls
aðgangur að upplýsingum eru
nauðsynlegir þættir lýðræðisþjóö-
félags. En á öllum sviðum
stjórnmála, stjórnsýslu, og
skoðanamyndunar, er nauðsyn-
legt að draga úr áhrifum
fjármálavaldsins, þvi misskipt-
ing þess leiðir til mikillar mis-
skiptingar stjórnmálavalds.
Stjórnmálaflokkar
og verkalýðssamtök
— Stjórnmálaflokkum og verka-
lýðssamtökum skal tryggt
nægilegt fjármagn til starfs-
semi sinnar.
— Efla skal tengsl SUJ við sam-
tök launþega i landinu.
— Efla ber fræöslustarf innan
verkalýðshreyfingarinnar
þannig, að einstaklingurinn
innan hennar verði sem hæf-
astur til þátttöku i starfi
verkalýðsfélaganna. A þann
hátt verður best tryggð
lýðræðisleg starfsemi verka-
lýðshrey fingarinnar.
Eignaráð á landinu
Þjóðin skal eiga Island allt,
gögn þess og gæði, og miðin um
hverfis það.
— Orkulindir náttúrunnar I fall-
vötnum og jarðvarma skulu
vera sameign þjóðarinnar.
— Eins og þjóðin á sameiginiegan
rétt til landsins og gæða þess,
ber henni sameiginleg skylda
til að varðveita náttúru lands-
ins og auka gróðurríki þess.
Jafnréttismál
Allir skulu njóta sömu réttinda
og jafnrar aðstöðu á öllum
sviðum þjóðlifsins.
— Greiða skal sömu laun fyrir
sömu vinnu.
— Tryggja skai fötluðum og
þroskaheftum rétt til atvinnu
og menntunar.
Menntamál
Skólastarfiö skal kenna
nemendum að starfa með öðrum
og undirbúa þá undir þátttöku i
lýðræöisþjóðfélagi, sömuleiðis að
temja þeim að beita hæfileikum
sinum á sjálfstæðan hátt.
— Allir skulu eiga rétt til ókeypis
skólagöngu, við sitt hæfi.
— Séð skal fyrir nægjanlegri
verkmenntun og skipulagðri
endurmenntun og fullorðins-
fræðslu.
— Tryggja skal tengsl ungs fólks
við atvinnulif landsins, meðal
annars meö starfsfræðslu I
skólum og þátttöku skólafólks i
atvinnuiifinu.
— Tryggja skal fjárhagslega af-
komu nemenda á framhalds-
skólastigi með námslauna-
kerfi.
Menningarmál
og tómstundir
Tómstundir eru mikilvæg llfs-
gæöi.
— Styöja skal frjálst menningar-
starf.
— Stuðla ber að þátttöku sem
flestra I iþróttum og hvers
konar útilifi.
— Rikisvaldið skal stuðla að þvl
að lista- og menningarlif auögi
lif þjóðarinnar allrar.
— Vernda ber náttúrufegurð
landsins og auðvelda fólki að
njóta hennar.
FAGMENNIRNIR
VERSLA
HJAQKKUR
Þvi að reynslan sannar að
hjá okkur er yfirleitt til
mesta úrval af vörum til
hita- og vatnslagna.
BURSTAFELL
byggingavöruverslun
Réttarholtsvegi 3
simi 38840