Alþýðublaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 1
alþýöu- blaðið li Laugardagur 23. mai 1981 . 72. tbl. 62. árg. „Að verma sitt hræ við annarra eld” — Sjá leiðara bls. 3 í VARAAFL Alþingi á síðasta snúningi: EGGERT HAUKDAL NYTTUR Fylgdi steinullarverksmiðjan með í kaupunum? Miklar annir hafa vcriö á Ai- þingi undanfarna daga og hafa fundir staftiö langt fram á nótt. Af þeim málum sem mestur styr hefur staðift um ber hæst Heigu- vikurmálið og frumvarp rikis- stjórnarinnar um raforkuver. Eggert Haukdal haffti lýst þvi yfir aft hann mundi ekki styftja frum- varpið, en stjórnarliöum tókst i gær að fá hann til að samþykkja þaft. Nánast engar stefnumark- andi breytingar hafa vcrift gerftar á frumvarpinu. Heimildir eru nokkuft auknar til stækkunar virkjana á Sufturlandi — aft fengnu samþykki rikisstjórnar- innar og einnig er gert ráft fyrir þvi aft greinargerft verfti lögft fram um þjóöhagsiega hag- kvæmni virkjana. Meginiinur frumvarpsins standa þvi óbreyttar og gera menn þvi skóna á Alþingi, aft Eggert hafi varia samift upp á svo lítift: Steinullar- verksmiðjan i Þorlákshöfn hljóti aft fylgja i kaupunum. Samkvæmt þeim breytingartil- lögum, sem samþykktar voru við frumvarp stjórnarinnar veröur heimilt með samþykki rikis- stjórnarinnar að stækka Hraun- eyjarfoss i allt að 280MW, að stækka Sigölduvirkjun i allt að 200 MW og að gera ráöstafanir, sem nauðsynlegar þykja til aö tryggja rekstur orkuveranna á Þjórsár- svæðinu m.a. með Kvislaveitu, stækkun Þórisvatnsmiðiunar og stiflu viö Sultartanga (Sultar- tangavirkjun) með allt að 130 MW. Vakin skal athygli á k. orðalaginu ,,að fengnu samþykki Ly' Ríkið á virkjunarrétt við Blöndu: Tillaga Árna Gunnarssonar um eignarnám felld naumlega — Alþýðubandalagið á móti! Arni Gunnarsson iagfti fram breytingatillögu vift virkjana- frumvarp rikisstjórnarinnar á þingi á fimmtudagskvöid. Sam- kvæmt tillögu Arna átti að iáta reyna á hvort samningar næðust ekki um Blönduvirkjun vift vift- komandi sveitarféiög, fram til 1. ágdst nk., en ef samningar næft- ust ekki, skyldi ráftherra beita heimiid sem hann hefur skv. iögum um eignarnám. 1 viðtali við blaðamann Alþýðu- blaösins, sagði Ami að hann hefði undirhöndum afsal, undirritað af Jóni Magmíssyni ráðherra Is- lands, þar sem beitarréttur á AuðkUluheiði væri framseldur Svinavatnshreppi, Torfulækjar- hreppi og Blönduóshreppil En i afsalinu væru undanskilin fossar og námur i jörö, svo það er ljóst, að rikisvaldið hefur fulla heimild til aö virkja þarna án þess að spyrja kóng eða prest. Auðvitaö hefur rlkisvaldiö ekki heimild til aö kaffæra beitarlönd, ánþessað bætur komifyrir, sagði Arni en slikar bætur á að ákveða eftir að eignarnám hefur farið fram, ef til þess kæmi að þess þyrfti. Hvað varöar Eyvindarstaða- heiði sagði Ami, að ekkert lægi fyrir um þaö, hver ætti hana. Rikið gæti alveg eins átt hana og bændurnir. Mér finnst það ekki hægt, að ör- fá próm il þjóðarinnar geti staöið i vegi fyrir hagkvæmum stórfram- kvæmdum, sagði Arni. NU stendur málið þannig, að tveir hreppar af þremur hafa ekki á móti virkjuninni. Aðeins i Svina- vatnshreppi er máliö stopp, en þar standa mál þannig i hrepps- nefnd, að tveir eru fylgjandi, tveirá móti, og einn er vaklandi. Það sem ég óttast mest i þessu máli, er að hér sé að koma upp Arni Gunnarsson annaö Laxárævintýri, en það leiddi þjóðina svo Ut i Kröfluævin- týrið eins og allir vita. Tillaga Arna var felld, með 18 atkvæöum gegn 17, en 11 sátuhjá. Arni sagði aö það hefði verið tölu- verður sigur Utaf fyrir sig, að svo mjótt varð á mununum. Hann sagöi að það hefði þó vakið mesta athygli sina, hversu skrýtin af- staða Alþýöubandalagsins hefði veriö. Aðeins einn þingmaður Al- þýðubandalagsins, Garðar Sig- urðsson greiddi breytingartillögu Arna atkvæði. Sjálfur þjóönýt- ingarflokkurinn var á móti þess- airi tillögu sagði Arni að lokum. Karl Steinar Guðnason alþm.: Helguvíkurmálinu lokið með fullum sigri tillögumanna Alþýðubandalagið hefur étið allt ofaní sig A fundi utanrikisnefndar Alþingis á þriðjudag sl. var samþykkt, ályktun þess efnis aft hraftaft yrði sem mest framkvæmdum vift eld- neytisgeyma varnarliftsins. Aiyktunin var gerö samhljófta, m.a. með atkvæfti Ólafs Ragn- ars Grimssonar aiþm. Þetta var umsvifalaust túlk- að, sem uppgjöf Alþýðubanda- lagsins i Helguvikurmálinu svokallaða, þó ólafur Ragnar Grimsson vildi ekki kannast viö að svo væri. Ólafur Jóhannesson, utan- rikisráöherra, sem hefur með þessi mál að gera, skv. venju- legri verkskiptingu sagði um 'þessa áiyktun, að i henni væri ekkert, sem segði aö oliutank- arnir ættu ekki að vera i Helguvik eða nokkuð annað, sem breytti þvi, sem fyrir hefði legið i þessu máli. Hann lýsti þvi yfir, aö hann áskildi sér allan rétt I þessu máii, enda heyröi þaö undir hans embætti. 1 viðtali við blaöamann Alþýðublaðsins, sagði Karl Steinar Guðnason alþm. aö þaö væri skoöun allra i utan- rikisnefnd og allra þing- manna, nema þingmanna Alþýðubandalagsins, að sam- kvæmt ályktun nefndarinnar hafi engar efnisbreytingar orðið. Það má lika benda á það, sagði Karl Steinar, aö hiö svokallaða leynisamkomulag heldur ekki i þessu tilviki, þar sem þingið hefur faliö málið utanrikisráöherra. Þannig hafa Alþýðubandalagsmenn étið ofani sig allt, i þessu máli. Og málinu hefur lokið með fullum sigri tillögumanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.