Alþýðublaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.06.1981, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 3. júni 1981 Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fó- getaúrskurði—uppkveðnum 2. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum sem féllu i gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. april, 1. mai og 1. júni 1981. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði til- skyldar greiðslur ekki inntar af hendi inn- an þess tima. Reykjavík, 2. júní 1981, Borgarfógetaembættið i Reykjavik. pMn Húsnæðisstofnun lYYj rÉHisins TæHnideíld Laugavegi 77 R ÚtboÓ Stjórn Verkamannabústaða Borgarfirði- Eystri óskar vftir tilboðum i byggingu þriggja parhúsa með samtals 6 ibúðum. íbúðunum skal skila fullbúnum: 2 ibúðir 15. des. 1981, 2 ibúðir 14. feb. 1982, 2 ibúðir 15. apr. 1982. Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Hr. Magnúsi Þorsteinssyni, Borgarfirði Eystri, og hjá tæknideild Húsnæðisstofn- unar rikisins frá 9. júni 1981 gegn 500.00 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi sið- ar en þriðjudaginn 23. júni ’81 kl. 14:00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðend- um. Stjórn Verkamannabústaða. ERLEND SYRPA Lestin með hjólin á þakinu Hangbrautin i Wuppertal sem einstæð í heiminum og enn er er orðin 80 ára gömul, er enn talið að ferðamenn i henni séu 420 tonna kíkir Þessi stjörnusjónauki, sem er um 3,5 metrar i þvermál, er nánast risavaxinn. Með undir- byggingunni vegur hann 420 tonn, og hreyfanlegir hlutar hans, m.a. sjálf sjónpipan vega 225 tonn. Nii i sumar verður sjónaukinn fluttur til Max Planck stofnunarinnar i Heidelberg. Þaðan verður hann svo fluttur i hlutum, til Spánar, með skipti, næsta vor. Sjónauk- inn, sem kostaði 55 milljónir þýskra marka, i byggingu, verður siðan settur upp i þýsk- spænskri stjörnurannsóknar- stöð i Calar Alto, nærri Almeria. Þar eru þegar fyrir fjórir sjón- aukar, sem v-þýskir smiöir hafa smiðað. öruggari en i öðrum farartækj- um. Brautin var opnuð við hátfðlega viðhöfn af þýska keisaranum árið 1900 en ekki opnuð til almenningsnota fyrr en ári siðar. Siðan hafa ferðast með henni um 1,3 milljarðar farþega, en brautarlögnin er um 270 kilómetrar. A brautinni eru 17. stöðvar og ferð eftir braut- inni endilangri tekur um hálf- tíma. NU ferðast um 50.000 farþegar með lestinni i dag, lengstum eftir borginni löngu, sem liggur i' hinum þrönga dal meðfram Wupper. A árunum 1972 til 1974, var skipt um alla vagna á linunni, nema hvað að gamla keisaralestin fékk að lifa áfram. Menn geta leigt hana sérlega fyrir skemmtiferðir. Ekki sama hvaðan erlendir verkamenn koma 4,5 milljónir erlendra verkamnna bUa og vinna i V- Þýskalandi. Af þeim eru þriðjungurinn frá Tyrklandi. Af þessari 1,5 milljónum Tyrkja eru rUmlega þriðjungur svokallaðir „gest-verkamenn”. Fjölskyldur þessara manna eru hinn hlutinn. Fjöldi skyldmenna Tyrkjanna, sem koma til Þýskalands, gætu leitt af sér þá hættu, að Tyrkir yrðu fjöl- mennari en önnur þjóðarbrot i landinu, en sum þeirra eru þegnar EBE rikja, og njóta sem slik ákveðinna forréttinda. Þetta vandamál á eftir að verða æ meira umrætt á næstu árum i v-þyskri pólitik. Til að gera sér grein fyrir vandanum, verða menn að lita vel á tölurnar i þessu sambandi. Þar með tölur frá EBE. NU þegar bUa 1,8 milljón þegna EBE rikja i V-Þýskalandi. Vandamálið verður erfiðara við það, að V-Þýskaland hefur i vinnu 370.000 verkamenn frá Júgóslavi'u, sem ekki tilheyrir EBE. Samkvæmt hefð og vegna aðildar að EBE, hafa italskir innflytjendur það best i Þýskalandi, og lika Grikkir, Enef fjöldi Grikkja og Itala er lagður saman, (140.000 og 300.000) ná þeir hvergi nærri fjölda Tyrkja. Þvi aðeins, að þar viö sé bætt fjölda Frakka (47.000), Hollend- inga (40.000), Breta (31.000) og Dana, LUxemborgara og Ira, ná EBE þegnar þvi næstum, að verða jafnmargir i V- Þýskalandi og Tyrkir. SKYTTURNAR eftir Alexandre Dumas eldri 20. Þegar þá um kvöldið fengu skytturnar aö vita hvílíkur heiður þeim yrði sýndur. Skytturnar þrjár tóku þessum fréttum með rósemd, en d Artagnan dreymdi stóra drauraa alla nóttina. Klukkan átta um morguninn var hann kominn til Athosar. Athos hafði mælt sér mót við Porthos og Aramis, til að spila boltaieik áður en þeir færu til áheyrnarinnar hjá kóngi, og hann hafði boðið d Artagnan að vera meö. Hinir tveir voru komnir og byrjaðir, þegar þeir Athos komu, og d Artagnan, sem ekki þekkti leikinn, lék með Athosi. En Athos fann það fljótlega að hann þoldi ekki áreynsluna, svo d Artagnan varð að spila einn móti hinum tveimur. Þeir komu sér saman um að spila ekki keppnisleik, heldur bara kasta boltanum fram og aftur án þess að telja stigin. Þegar þeir höfðu leikið þannig um stund, sló heljar- mennið Porthos feiknafastann bolta, sem þeyttist svo nærri andliti d Artagnan, að hann beygði sig frá, svo hann þyrfti ekki að mæta meiddur til áheyrnar hjá kónginum. Svo óheppilega vildi til að einn af varðliöum kardinálans var áhorfandi að leiknum og hann sagði stundarhátt, svo d Artagnan mátti heyra: — Þaö er leitt að þessi ungi maður er hræddur við kúlur, þvi hann er jú skyttulærling- ur. D Artagnan sneri sér við svo hart, að það var eins og hann hefði verið bitinn. — Fjandinn sjálfur, sagði varöliðinn og virtist vera móðgaður. — Gláptu bara ungi herra. Ég stend viö það sem ég sagöi. — Má ég þá biöja yður aö fylgja mér, sagði d Artagnan lágmæltur. — Hvenær, spurði varðliðinn, enn dálitið hæðnislega. — Nú þegar, ef þér megiö vera að. — Ef þér vissuð hver ég er, lægi yöur ekki svo mikið á. — Og hver eruð þér? spurði d Artagnan. — Bernajoux, yöar þénustu reiðubúinn. — Gott og vel herra Bernajoux, ég blð yðar fyrir utan hliðið. 21. —Gott, sagði varðliðinn, forundraður á þvi, að nafn hans hræddi unga manninn ekki neitt. Nafnið Bernajoux var reyndar mjög vel þekkt. Það var best þekkt fyrir þaö, að hann var sifellt að berjast. Það gagnaði litið, fyrir kóng og kardinála, að banna einvigi. Herramenn viðurkenndu ekki aöra aöferö til að gera upp sin deilumál. Porthos og Aramis voru svo uppteknir af boltaleik sinum, að þeir tóku ekki eftir þvi, að hinn ungi vinur þeirra fór út. D Artagnan stóð fyrir utan hliðið og beið, og skömmu seinna kom varöliöi hans náðar, kardinálans. D Artagnan mátti engan tima missa. Hann átti áheyrn hjá kóngi klukkan tólf. Þar sem hann sá engan umhverfis, sagði hann við andstæöinginn: — Þó þér heitið Bernajoux, getið þér prisað yður sælan, að þér eigiö hér aðeins viö skyttulærling. En þér getið verið viss um að ég mun gera mitt besta. Dragiðsverðið. — Þetta er ekki heppilegur staður, sagði varðliöinn. Það væri betra ef við færum bak við St. Germain klaustrið. — Það er að sjálfsögðu rétt hjá yður, sagöi d Artagnan. En ég hef þvi miður mjög lit- inn tima, þvi ég þarf aö vera mættur á ákveönum staö klukkan tólf. Geriö mér þann greiða aö draga sverðið herra minn. Dragið sverðiö. Bernajoux var ekki þannig maður að hann léti biða eftir sér við slikt tækifæri. Sam- stundis blikaði sveröið i höndum hans, og hann réöst með offorsi að d Artagnan. Hann vonaði að hann gæti hrætt unglinginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.