Alþýðublaðið - 04.07.1981, Blaðsíða 8
alþýðu-
LIEI'JXJ
Laugardagur 4. júlí 1981
Innkaupasamband
Matvörukaupmanna
vítir Kaupmanna-
samtök Islands
IMA — Innkaupasamband
Matvörukaupmanna eru sam-
tök 41 matvöruverslana, en
eru öllum opin. Þau reyna að
gæta hagsmuna íélagsmanna
sinna eftir bestu getu. Al-
mennur fundur I.M.A. Inn-
kaupasambands Matvöru-
kaupmanna haldin að hótei
Esju 2. júli 1981. samþykkti
einróma meðfylgjadi ályktun.
—Ályktun.—
Almennur fundur I.M.A. —
Innkaupasambands Matvöru-
kaupmanna samþykkir vitur á
Kaupmannasamtök Islands,
fyrir þann skort á íélagsanda
að senda lögregluna á sina
eigin félagsmenn.
Ennfremur væntum við
skýringa á þvi, hvers vegna
samtökin berjist ekki íyrir
frjálsum verslunarháttum
undir eigin stjórn, i stað þess
að viðurkenna vald hins opin-
bera I úrskurðarmáium viö-
vikjandi frjálsri verslun. Að
okkar mati er þetta barátta
fyrir opinberri einokun.
Formaður frjálshyggjum:
MISSKILNINGUR í
VISÍSRITSTJÖRA
Dagblaðið Visir hefur að und-
anförnu fjallað um opnunar-
reglur verslana i Reykjavik.
Ellert B. Schram, hefur ekki
tekið afstöðu með þeim sem
vilja frjálsan opnunartima. Rit-
stjórnin hefur þvert á móti tekið
undir með Verslunarmanna-
félaginu, Kaupmannasamtök-
unum og að eigin sögn neytend-
um.
Alþýðublaðið hafði i gær tal af
formanni Félags frjálshyggju-
manna, Friðriki Friðrikssyni,
og spurði hann hvernig frjáls-
hyggjumenn litu á þessi mál.
Friðrik sagði: „Það er mis-
skilningur sem fram kom i
skrifum Visis. Frelsið á að vera
fyrir fólkið og ef einhver vill
þjóna neytendum á laugardög-
um þá á hann að fá það. Það er i
fullkomnu samræmi við frjáls-
hyggjima og ég álit að sjálf-
stæðisstefna felist i að gefa fólki
möguleika á sem flestum val-
kostum. Frjáls opnunartimi er
einn angi af þvi.”
Alþýðublaðið spurði Friðrik
hvað hann hefði að segja um
þau orð Visis að sannleikurinn
sé sá ,,að með hæfilegri blöndu
af frjálshyggju og jafnaðarhug-
sjón, frjálslyndi og fræðikenn-
bolabAs
Stefán Valgeirsson og Stein-
gri'mur Hermannsson deildu eitt
sinn all snarplega á göngum
Alþingis. Ber þá að þriðja mann
sem segir: Svona hættið nú
þessu pexi strákar og komið
með niður I kaffí. Sættast menn
nd og setjast sköm mustuiegir
niður við kaffiþamb. Allt f einu
er vandræðaleg þögn rofin.
Steingrímur: Jæja, Stebbi
minn. Ég skal óska þér þess
samatvinur, og þd óskar mér.
Stefán: Byrjar þú nd aftur,
böl vaöur.
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON:
LVÐRÆÐI í verkalýðsh reyfi ngu
OG ÞOLANLEGA LlFSAFKOMU MEÐ
40 STUNDA VINNUDAG
Það hefur borið töluvert á
svokallaðri vinstri andstöðu
innan verkalýðsfe'Iaganna nú
síðustu ár. Þar er skemmst að
minnast tilraunar nokkurra
félagsmanna I Verkalýðsfélag-
inu Einingu, á Akureyri, til að
breyta kosningafyrirkomulagi
innan félagsins, til að gera
minnihlutahópum innan þess
kleift að bjóða fram. SU tilraun
mistókst, eins og kunnugt er.
Þá hafa nokkrir meðlimir I
Kommiinistasamtökunum tekið
þátti'umræðu um utanrikismál,
og hefur málflutningur þeirra i
þeim efnum verið allóvenjuleg-
ur, miðað við það sem íslend-
ingar hafa átt að venjast. Al-
þýðublaðið átti samtal við Ara
Trausta Guðmundsson, sem
hefur verið formaður samtak-
anna, til að forvitnast um starf-
semi þeirra. Hann var fyrst
spurður um fjölda meðlima i
samtökunum.
— Við höfum reyndar ekki
gefið það upp opinberlega, hver
fjöldinn er. Skipulagiðhjá okkur
var þannig, að við störfuöum i
einingum að ákveðnum verk-
efnum, og engin félagsskrá
haldin. Annaðhvort vinna menn
innan flokksins eða þeir eru ekki
i honum. Ég er ekki viss á töl-
unni, en get þó fullyrt að félaga-
talan nær ekki hundrað.
— Hvemig er þá starf sam-
takanna nil?
— Það hefur breyst mikið og
látið á sjá. Félögum hefur fækk-
að og starfsemin er minni. Það
fer mikið eftir verkefnum hjá
okkur. Við höfum breytt starfs-
skipulaginu nú, þannig að við
komum öll saman á hálfs mán-
aðar eöa mánaðar fresti til að
funda, og svo eru ýmis verkefni
auðvitað, svo sem Utgáfa blaðs-
ingum, er mögulegt. að vinna
umtalsverða stjórnmálalega
sigra.”
Friðrik svaraði: „Þaðer af og
frá að hægt sé að byggja upp
eitthvaðkokteilþjóðfélag. Svona
hugsunargangur er fráleitur,
þegar menn vilja semja i allar
áttir. Reynslan i iðnrikjum hins
Vestræna heims hefur sannaö
að svona efnahagsstjórn kemur
mönnum i koll fyrr eða siðar.”
— g.sv.
ins, leshringir, og starf innan
félaga, svo sem verkalýðs-
félaga, Samtaka herstöðvaand-
stæðinga ofl.
Hreint Ut sagt var gamla
skipulagið orðið ómögulegt. NU
er flokkurinn minna miðstýrður
en áður. Það skipulag reyndist
ekki vel, þvi fylgdi mikið álag
og umræðuskortur.
— ÞU nefndir starf innan
Samtaka herstöðvaandstæð-
inga. 1 sjónvarpsþætti um utan-
ríkis- og varnarmál, sem þú
komst fram i i vetur leið, var
ekki að heyra, að þU, a.m.k.
værir í öllu sammála málflutn-
ingi herstöðvaandstæðinga.
Hvað viltu segja um það?
— Okkar stefna gengur i
sömu átt hlutleysis og stefna
herstöðvaandstæðinga, en ég er
ósammála þvi hvernig þeir
leggja það mál alltsaman upp.
Þeirra málflutningur nær of
skammt. Þeir leggja aðeins
áherslu á annað risaveldið en
lita framhjá ógnun hins.
— 1 sjónvarpsþættinum sem
var nefndur áðan, lýstir þd þvi
yfir, að ísland yrði að ráða yfir
einhverjum vamarmætti sjálft.
Erþað stefna Kommúnistasam-
takanna?
— Nei, það verður vist að
skrifa það á mig. Félagar úr
samtökunum eru ekki sammála
um þetta, þó við nokkrir séum
þessarar skoðunar. Það sem ég
átti við var að gera þyrfti stór-
átak i almannavörnum og eins
að vinna upp eitthvað kerfi
birgðasöfnunar, til að þjóð-
félagið geti starfað áfram, þó
komi til striðs.
Ég er lika þeirrar skoðunar,
að Islendingar verði að geta
boriðhönd yfirhöfuð sér, ef þess
þarf með. Þá er ég ekki endilega
að tala um að koma hér upp her,
en einhverskonar heimavarn-
arsveitum.
— En teljið þið óvopnaö hlut-
leysi raunverulegan möguleika
fyrir Island?
— Við höfum ekki svarað
þeirri spurningu innan samtak-
anna og skoðanireru skiptar um
þetta mál innan þeirra.
— NU eru þrjú hlutlaus riki I
Evröpu, JUgóslavia, Sviss og
Sviþjóð, og öll eru þau hervædd.
— Já, ég hef kynnt mér nokk-
uð jUgóslavneksa fyrirkomulag-
ið, og það finnst mér skynsam-
legasta fýrirkomulagið og að Is-
lendingar ættu að taka það sér
til fyrirmyndar. Ég veit auðvit-
að að við næðum aldrei einum
tiunda að hernaðarvigbUnaði
JUgóslava, en þar er þó góð fyr-
irmynd.
— En hvað með almanna-
varnir? NU má t.d. nefna, að i
hinu hlutlausa riki Sviss, eru
loftvarnarbyrgi, sem eiga að
þola kjarnorkuárásir, og þau
duga fyrir 95% þjóðarinnar.
— Ég vil vitna i Ágúst Val-
fells, en hann geriS fyrir nokkru
siðan Uttekt á þessum málum,
og komst að þeirri niðurstöðu,
að með þvi að eyða sem svaraði
tdcjunum af ATVR á einu ári,
mætti gera skýli fyrir 90—95%
ibUanna á höfiiiborgarsvæðinu.
Mér finnst alltof litið hugsað
fyrirþessum málum hér. Menn
tala eins og kjarnorkustrið þýði
að þar með sé allt búiö. Það er
fáránlegt. — NU sagðir þú áð-
an að þið ynnuð innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Hver eru
ykkar stefnumörk i verkalýðs-
málum?
— Já við leggjum áherslu á
þrjU atriði. 1 fyrsta lagi, að
breyta skipulagi og starfshátt-
um verkalýðshreyfingarinnar,
og auka lýðræði innan hennar.
Þá viljum við breyta fyrir-
komulagi samninga, og hætta
við þessi stóru samflot, sem nU
tiðkast, og gera samninga fyrir
minni hópa ieinu. Þá viljum við
að fólk geti lifað af sinni fjertiu
stunda vinnuviku, og breyta
ýmsum hlutum eins og þeim,
hvað verðbætur koma seint á
laun, o.s.frv.
Þá eru félagar okkar virkir i
andófinu innan BSRB, og i iðn-
nema samtökunum og meðal
járniðnaðarmanna. Þetta er þó
allt smátt í sniðum.
— Hafið þið ekki hugleitt, að
gera það sem menn lengst til
vinstri hafa gert á Bretlandi, að
leggja undir ykkur einhvern
flokk innan frá?
— Ja, ég geri ráð fyrir að þU
meinir, hvort við ættum að
ganga i annaðhvort Alþýðu-
bandalagið eða Alþýöuflokkinn.
Ég vil ekki kalla þá verkalýðs-
flokka, þvi' þó mestur hluti
fylgis þeirra komi frá verka-
mönnum gerir það þá ekki að
verkalýðsflokkum. Það er
stefnan, sem ræður þvi hvort
flokkur er verkalýðsflokkur eða
ekki.
En hvað spurninguna um
hvort við ættum að ganga I þá
flokka, varðar, þá væri kannski
ekki Utilokað að það væri hægt.
Hinsvegar td ég að það væri
rangt og óheiðarlegt. Það er
ekki hægt að ganga i flokk til
þess að kljUfa hann. Mér finnst
þetta heldur fráleit hugmynd,
þvi þegar við göngum I flokkinn,
mun fólk auðvitaö spyrja okkur
hvort við ætlum að kljUfa hann,
og ef við segjum nei, erum við
að ljUga, og ef við segjum já, er
sú saga þar með búnin. Ef
flokkarnir eru hinsvegar jafn
lélegir og við höldum, og and-
stæðurnar innan þeirra fara að
skerpast, munu þeir hvort eð er
ekki eiga langt lif fyrir höndum.
— En eruð þið ekki að dæma
ykkur til pólitísks getuleysis,
með þvi' að rigbinda ykkur við
kennisteningar og þar með lit-
inn flokk?
— JU það er töluvert til i
þessu. Við eigum á brattan að
sækja auðvitað. Hér eru fyrir
fjórirstórir flokkar, með fjölda-
fylgi. Við byrjuðum á þessu,
með eiginlega krakka. Það voru
studentar aðallega, og við ætl-
uðum að byggja upp pólitiskan
flokk. Þvf höfum við verið að
vinna að i tiu ár.
Við höfum ekki leyst þann
vanda, hvemig við eigum að
koma boðskap okkar til fólksins.
Að visu hefur okkur tekist það
stundum, en nU hallar undan
fæti. Ef samtökin lognast Ur af,
þá eigum við það skilið.
— Þið ætlið samt ekki að láta
deigan si'ga?
— Ekki ótilneydd. Þetta er
ekki aðeinsokkur að kenna. Það
er almenn pólitisk deyfð nU, og
áðrlega á vinstri vængnum, og
margt það sem hefur gerst er-
lendis hefur dregið Ur áhuga og
vilja manna. Við studdum þjóð-
frelsisöflin i Vietnam, en eftir
sigurinn hafa stjdrnvöld þar
gengið alfarið til liðs við Sovét-
menn. Albania hefur tekið upp
allskyns kreddur, t.d. styðja
Albanir ekki Einingu I Póllandi.
I Kina hafa orðið breytingar og
nú er þar ýmislegt gagnrýnt,
sem okkur þótti gott i ana tið.
Þetta hefur allt sin áhrif.
— ÓBG
í Helgarpóstinum i gær, gaf að
lita athyglisverða grein. Ekki svo
að skilja, að þar séu ekki oft at-
hyglisverðar greinar. Þær eru
ærið oft þar að finna. En þær eru
þá um ýmsar tegundir popptón-
listar, matargerðarlist, lifið og
tilveruna, i rabbtón ofl. En grein-
in I gær, sem Þagall gerir hér aö
umræðuefni, er merkileg fyrir
það, að þar er liklega að finna
lausnina á Hjörleifsvandanum.
Hjörleifsvandanum? Lesendur
Þagals reka eflaust upp stór
augu. Allir vita að Hjörleifsvand-
inn erfyrir hendi. Hann er stund-
um kallaður „orkuvandi”, en
þessir tveir vandar eru i raun
einn og sami hluturinn. Vandinn
er sá, að æðsti maður orkumála á
landinu, vill ekkert af orku vita.
Hann hefur þar að auki tekið þá
meðvituðu afstöðu, að ef á að
neyða hann til að virkja, er hann
tilbiíinn að leggja allt i sölurnar,
frekar en að leyfa að orkan frá
þeim verði nýtt.
Vilcjum nil að greininni i Helg-
arpóstinum. Ung stúlka er komin
að utan, og hefur lært nudd- og
matarkúratækni, sem gefur
mönnum betri heilsu. í viötali við
hana má m.a. lesa eftirfarandi:
„Þetta er kinversk teoria, þar
Hyggið að líkamanum
— segir Soffia Karlsdóttir sem efnir til
kynningardags á japönskum og
kinverskum alþýðulækningum
Soffla Karlsdóttir heitir hún.
Hefur dvalist meira og minna í 7
ír í útlöndum — lengst af I Frakk-
landi. Lærði
London og stúderaöi undirstöðu-
atriöin f austrænni læknisfræöi._
Verður
Nuddað í orkumálaráðherra
sem gengið er út frá þvi að orkan
skapi og haldi liffærunum gang-
andi. Ef ójafnvægi skapast I þess-
ari orkugjöf, þá þýðir það, að
meiri orka fer i' ákveðin líffæri og
of lítil til annarra. Nuddið felur
það i' sér, að jafna þessari orku
ogleysa Ur læðingi orku, sem ekki
fær að streyma hindrunarlaust.
Þessar orkustiflur verða af mörg-
um orsökum, t.a.m. vegna
streitu, þreytu og misbrúkunar á
likamanum.”
Lesendur Þagals reka liklega
enn einusinni upp stór augu.
„Hvað er svo merkilegt við
þetta?” spyrja þeir „Enn einn
austurlenskur sérvitringasöfnuð-
ur upp risinn. Hvað með það?”
Lesið það sem á eftir fylgir af
athygli. Lausnin er fundin, þegar
menn skoða vandann. Hjörleifur
vill ekki virkja. Hann vill ekki
jafnt orkustreymi um landið! Af
tilvitnuðum kafla má sjá að jafn-
vægisskortur i orkustreymi er
stórhættulegur mannslikaman-
um, og slikur skortur hlýtur að
vera jafnhættulegur þjóðarlik-
amanum. Það er greinilegt, hvað
að er. Hjörleifur er með orku-
stíflu. Hjörleifur ER orkustifla.
Af Alþýðubandalagsmenn vilja
þjóðinni vel, ættu þeir að senda
Hjörleif i' svæðisnudd, til að f jar-
lægja orkustlfluna. Þjóðin þolir
ekki orkustiflur svona endalaust.
Hugsið ykkur hvað gerist, þeg-
ar Hjörleifur er búinn að vera i
nuddi nokkra daga, og orðinn
vanur grænmetinu. Alltieinu
munu raforkuver og stóriðjuver
spretta upp um allt land, eins og
gorkúlur. Lifskjör þjóðarinnar
munu batna. Allir verða glaðir og
ánægðir og vinna þjóðinni til
heilla. Og allt vinnst þetta með
þvi að Alþýðubandalagið leggur
útfyrirnokkrum nuddtimum fyr-
ir Hjörleif!
En þeir munu eflaust segja,
sem maðurinn forðum: „Hvað
varðar okkur um þjóðarhag?”
— Þagal!