Alþýðublaðið - 04.07.1981, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1981, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 4. júlí 1981 VID ANNARRA Ef allt fólk fær i gullsölum himnanna gist / sem gerir sér mat úr aö nudda sér utan i Krist / þá hlýtur aö vakna sú spurning hvort mikils sé misst / þótt maöur aö lokum lendi i annarri vist. Þannig kvaö meistari Jón Helgason aö lokinni óvenjulegri kirkjugöngu. Ef menn setja nú monsieur Mitterrand i staöinn fyrir meistarann frá Nazaret (sem aö visu hvarflar ekki aö leiöarahöfundi Alþýöublaösins) má segja aö satira Jóns Helga- sonar eigi mætavel viö skrif afturbatakomma á Þjóöviljan- um um málefni franska jafnað- armannaflokksins. Svo mikiö þykir viö liggja að nudda sér utan i Mitterrand, að Þjóðviljinn hefur ráðiö til sin bókhaldskennara af Skaga sem sérfræöing i þeirri iöju. Bók- haldarinn stillir samanburði sinum á islenzkum og frönskum jafnaöarmönnum upp i debit og kredit i ritstjórnargrein i Þjóö- viljanum. Niöurstaöan birtist i niu málsgreinum og jafn mörg- um fullyrðingum. Þessar full- iröingar eru allar efnislega rangar. Þaö er einfaldlega rangt fariö meö allar staö- reyndir. Tilgangurinn er sá aö sanna, að hálfbakaður hug- myndafræðigrautur islenzkra allaballa eigi eitthvaö skylt viö stefnu franskra jafnaöar- manna. Hver er stefna franskra jafn- aöarmanna i utanrikismálum? Við skulum gefa hinum nýja ut- anrikisráöherra Mitterrand stjórnarinnar, Claude CheyS- son, orðið: „Atlantshafsbandalagiö er forsenda utanrikisstefnu okk- ar.” (A máli Þjóöviljans heitir vörurnar, en þaö væri pakka- og dósavörur sem héldu uppi hagn- aði verslunarinnar. Þetta væru vörur sem stórmarkaöirnir hefðu smámsaman yfirtekiö. Hinsveg- ar sæju matvörukaupmennimir um að þjónusta fólkiö með land- búnaðarvörum, sem auk þess aö vega i visitölu væru mjög dýrar i geymslu og vinnslu. „Vilji minn til að hafa opiö á laugardögum er aöeins til kominn vegna lélegrar afkomu og nauö- synjar þess aö ná endum saman. Ég er i' Kaupmannasamtökunum og vil gera mitt til aö halda þeim saman. Hinsvegar hafa þau þvi miður ekki haldið þannig á mál- um aö til gagns hafi veriö fyrir okkur smákaupmenn. Þaö þyrfti að ræða þessi mál og reyna að samræma sjónarmiöin.” Aö siðustusagöi Oskar aö hann væri mjög óánægöur meö opnun- artimareglurnar sem bönnuöu laugardagsverslun. Það væri þetta aö vera Bandarikjaleppur og heimsvaldasinni) „Atlantshafsbandalagiö er aöferö til andófs gegn útþenslu alræöisafla ”. (Hvers konar kaldastriösáróöur er nú þetta — spyr Þjóöviljinn). „Viö munum halda áfram aö byggja upp og endurnýja hervarnir okkar, og þá alveg sérstaklega einhliöa vald okkar yfir kjarnorkuvopnum”. (Eru ekki uppvakningar allaballa allra landa á sérstakri „friöar- göngu” fyrir hinni sovézku áróöursherferð um afvopnun Evrópu? — Stefnir ekki gangan til Parisar?) „Frá okkar bæjardyrum séö raska SS-20 eldflaugar Sovétmanna” (sem beint er aö 660 skotmörkum i V-Evrópu), „valdajafnvæginu i Evrópu. Viö getum ekki sætt okkur viö þaö.” („Sovétrikin koma okkur ekkert viö” — segir i fréttabréfi is- lenzkra herstöövaandstæð- inga). 0 g hinn nýi fjármálaráð- herra Mitterrands, Delors bætir um betur. Hann segir: „Mitterrand hefur þegar fullvissað alia um aö Frakkar munu standa viö allar skuld- bindingar sinar i varnarmálum. Enginn annar leiötogi i Evrópu hefur veriö eins einbeittur og af- dráttarlaus i andstööu gegn út- þenslustefnu Ráöstjórnarrikj- anna”. (Hvers konar Rússahat- ur er þetta eiginlega, — gæti Þjóðviljinn spurt). Og f jármálaráöherrann Delors klykkir út meö þessu: „Tilhneigingar til hlutleysis gætir hins vegar í öðrum Evrópulöndum. Viö verðum aö ergilegt að fá lögregluna senda á sig þegar menn vildu reyna að bjarga sér, einkum væri þetta óréttlátt gagnvart kaupmönnum i útjaðri borgarinnar sem þyrftu að hafa lokað á meðan sam- keppnisaðilinn i næsta bæjarfé- lagi hefði opiö, eitt til tvöhundruö metrum frá. —g.sv. Skákdeitan 1 koma i ljós i Atlanta. En það er vert að minnast á það, að i'slenska utanrikisþjón- ustan hefur ekki gengið nógu vel fram i þessu máli. Meðan Friö- rik Ólafsson hefur tekið sina af- stööu af dirfsku, hefur islenska rikisstjórnin látið sér nægja að senda sovéskum stjórnvöldum nokkur kurteislega oröuö mót- mælabréf. t þessu máli er full ástæða til aö sýna samstööu meö Friðrik Olafssyni og láta skb’mm sina á sovéskum stjórn- völdum koma berlega i ljós, meö hverjum þeim aögeröum sem tiltækar eru. öbg ELD gæta þess aö samdráttur i efna- hagslifinu veröi ekki til þess aö draga úr vilja og getu Evrópu- þjóöa til árangursríks sam- starfs í varnarmálum.” (Þaö fer ekkert milli mála, hverjir eiga sneiöina: Hér er franski fjármálaráöherrann að vanda um viö vinstri arminn m.a. i þýzka krataflokknum og raunar öörum krataflokkum á megin- landinu, þar sem uppgjafartil- hneigingar hefur gætt i of rikum mæli!). Og til þess nú aö binda enda- hnútinn á þetta, lýsir franski utanrikisráöherrann, Cheysson, aðdráttarafli hinnar sögulegu þjóöfélagsfyrirmyndar Alþýöu- bandalagsins, ráöstjórnarkerf- inu, meö þessum oröum: „A öllum minum feröum um lönd þriöja heimsins er mér til efs, hvort ég hafi á 8 árum komizt i kynni viö svo mikið sem 10 manns, sem raunveru- lega trúa þvi aö stjórnkerfi kommúnismans sé þaö bezta fyrir vanþróuðu löndin. Þaö er beinlínis ótrúieg breyting frá þvi sem var rikjandi viðhorf i stríðslokin.” Og svo segir bókhaldarinn of- an af Skaga, sérfræöingur Þjóö- viljans i málefnum franskra jafnaöarmanna, aö stefna þeirra sé „ekki svo ýkja ólik þvi sem Alþýöubandalagiö hefur veriö aö boða, og gerir enn”. Er ekki aökallandi aö Svavar for- maður, sem er nýkominn úr sólskininu á Cote d’Azur sendi þennan pólitiska bókhaldara sinn á endurhæfingarnámskeiö? H ver er stefna franskra jafn- aðarmanna i efnahagsmálum innan hreyfingar evrópskra jafnabarmanna gætir einkum tveggja strauma i afstöðunni til rikisvaldsins. Hinir gömlu, heföbundnu og ihaldssömu krataflokkar hafa enn ekki los- aö sig með öllu viö oftrúna á út- þenslu rikisgeirans og vaxandi miöstjórnarvald. í samræmi við sögulegar erföir sinar, og þá er átt viö syndikalismann franska, hafa franskir kratar hafnaö þessari leiö. Þeir leggja megin- áherzlu á dreifingu valdsins. Þaö fer ekkert á milli mála, aö i þessum efnum stefndur Al- þýöuflokkurinn á tslandi nær frönskum sósialdemokrötum en t.d. sænskum. Alþýöubandalag- ið islenzka er aftur á móti hefö- bundinn ihaldsflokkur i þessum efnum sem öörum. Allaböllum hefur ekkert dottiö nýtt i hug seinustu áratugina. Hvaö segir hinn nýi fjármála- ráöherra Frakka um þetta ágreiningsefni meöai jafnaöar- manna? Hann segir: „Viö stefnum alls ekki aö rikisforræöi eöa rikiseinokun. Það er Leniniskt hugtak. Viö vísum þvi gersamlega á bug. Viö erum einnig gegn allsherjar rikisreknu velferöarkerfi frá vöggu til grafar. (Þarna mega bæði sænskir kratar og islenzkir allaballar taka sneiðina til sin: Þeir eiga hana meö réttu). A ö ööru leyti er ljóst af yfir- lýsingum og málflutningi nýju stjórnarinnar i Frakklandi, aö forsvarsmenn hennar eru mót- aðir af hefðbundnum keynesisk- um hugmyndum um stjórn efnahagsmála. Ef þeir sækja sér fyrirmyndir eitthvað annab, þá er þaö til reynslu þýzkra og austurriskra jafnaöarmanna, sem hvað beztum árangri hafa náð i stjórn efnahagsmála á Vesturlöndum eftir strið. Þeir sem eitthvað skynbragö bera á tillögur og umfjöllun is- lenzkra jafnaöarmanna um efnahagsmál á seinni árum, vita, að þær hugmyndir eru mjög af sama toga. Þeir sem halda þvi fram, eins og Engil- bert bókhaldari og Þórarinn Timaritstjóri, aö úrræði is- lenzkra jafnaöarmanna i efna- hagsmálum séu sótt til peninga- magnskenninga Hayecks eða Freedmans, vita einfaldlega ekkerthvaö þeir eru að tala um. Hitt er annað mál, að eftir striö hafa jafnaöarmenn i Evrópu endurskoðað afstöðu sina til markabskerfisins. Þeir hafa hvarvetna komizt að þeirri niöurstöbu þar sem markaðs- kerfi veröi viö komið, og frjálsri samkeppni, skili það betri árangri en rikiseinokun og mið- stýring. Dómur reynslunnar er sá, aö i þessum efnum hafa jafnaðarmenn rétt fyrir sér. Þaö fer ekkert á milli mála, aö fjáí-málaráöherra Frakka er þessarar skoðunar. Hann segir: „Viö viljum viöhalda opnu og virku markaðskerfi og leggja fram okkar skerf til þess aö stuðla að nýjum hagvexti i hinu evrópska hagkerfi.” | þjóðmálaumræöu um leiðii i efnahagsmálum á Islandi á siöustu árum hafa aöeins komiö fram tvennar hugmyndir: Ann- ars vegar eru leiftursóknarhug- myndir Sjálfstæöisflokksins, sem að hluta til byggja á pen- ingamagnskenningum, en þó hvergi nærri að öllu leyti. Hins vegar er jafnvægisstefna Al- þýöuflokksins, sem byggir á samræmdum aðgeröum i rikis- fjármálum, peningamálum, og fjárfestingamálum, ásamt með samræmdri tekjustefnu, kjara- sáttmála, til þess að ná settu marki um hjöönun verðbólgu og vaxandi kaupmátt. Á undanförnum árum hefur Alþýðubandalagið, einn is- lenzkra stjórnmálaflokka, ekk- ert haft fram aö færa i þeirri umræðu. Frá Alþýöubandalag- inu er ekki komin ein einasta hugmynd um eitt né neitt i stjórn islenzkra efnahagsmála. Viöbrögð slikra manna eru ein- att þau „aö verma sitt hræ, við annarra eld.” —JBH Benedikt 1 Sviþjóö og Finnlandi. Efni þeirra viöræöna var fyrst og fremst, aö finnski fulltrUinn skýrði máliö og gat þess, að Finnar teldu það enn veröa til umræöu. Upphaflegum tillögum Kekkonens var diki vel tekið af hinum Noröurlöndunum, sagði Benedikt ennfremur. Rikis- stjórnir þeirra landa bentu á, að löndin væru nú þegar kjarn- orkulaust svæöi og þyrfti ekki frekari yfirlýsingar um þaö mál. Ætti hins vegar aö taka það formlegum tökum, mundi óhjá- kvæm ilegt aö benda á, að kj arn- orkuvopn væruá næstu grösum, á Murmansksvæðinu og allri Eystrasaltsströnd Sovétrikj- anna, svo og i Þýskalandi. Þegar þessi svæði voru tekin inn í umræöuna, dró skjótlega Ur áhuga risaveldanna, sérstak- lega I austri. Aöeins getgátur eru fyrir hendi um ástæöu þess, að Kekkonen tillögurnar náöu ekki til tslands og ekki var við tslendinga rætt fyrr en 1979. Sennilegast er, ab fjarlægbin ráöi mestu, ef til vill ameriska herstööin i Keflavik en liklegast þó sU staðreynd, aö Atlantshafið er morandi i' kafbátum beggja risaveldanna meö kjarnorku- vopn. Benedikt Gröndal sagði að lokum, aö hann teldi tslendingum ekkert aö van- bUnaöi aö veröa þátttakendur i norrænum aögeröum i þessu máli. Þó yröi aö lita á það i heild og f samhengi viö önnur öryggismál Evrópu. Þaö er til- gangslitiö aö tala um Noröur- lönd sem kjarnorkulaust svæði, ef hvert kjarnorkuhreiöriö er viö annað I næsta nágrenni, allt frá Murmansk umhverfis Eystrasalt til Þýskaíands, og raunar á Uthafinu milli Ncx-egs, Færeyja og Islands að auki. Staöa tslands I þessu máli er ljós, og þaö er grátbroslegt, aö ábyrgðarlausir islenskir stjórn- málamenn skuli tróna á norrænum ráöstefnum og láta sem svo sé ekki. Staða byggingarfulltrúa fyrir Eskifjarðarkaupstað og Reyðar- fjarðarhrepp er laus til umsóknar. Æski- leg menntun er byggingartæknifræðingur. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Bæjarstjórinn Eskifirði. Garðabær — lóðaúthlutun Úthlutað verður um 30 einbýlishúsalóðum . á svæðinu austan Silfurtúns. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Umsóknareyðublöð afhent á bæjarskrif- stofunni. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar gefur byggingarfulltrúi i sima 42311. Bæjarritari. Verðtilboð Sjómannadagsráð óskar eftir verðtilboð- um i eftirtalda verkþætti við byggingu hjúkrunarheimilis Hrafnistu i Hafnar- firði. 1. Stálklæðning á þak og veggi. 2. Einangrun i þak. Gagna má vitja á skrifstofu Sjómanna- dagsráðs að Hrafnistu Reykjavik alla virka daga næstu viku, nema laugardag, kl. 14:00-16:00 Stjórnin. A Lóðaúthlutun Auglýst er eftir umsóknum um lóðir við Brekkutún og Daltún i Ástúnshverfi i Kópavogi. Úthlutað verður til einstaklinga 27 lóðum undir einbýlishús og lóðum undir 28 ibúðir i parhúsum. Sýning verður á skipulagi hverfisins og húsagerðum á skrifstofu bæjarverkfræð- ings i Félagsheimilinu, Fannborg 2. Opið er virka daga kl. 14-19 frá þriðjudegi 7. júli til 17. júli n.k. Umsóknareyðublöð verða afhent á sama stað og þar verður einnig til sölu kynning- arbæklingur með skilmálum og teikning- um. Umsóknum skal skila á fyrrnefndu eyðu- blaði i siðasta lagi 21. júli n.k. á bæjar- skrifstofum Kópavogs. Endurnýja þarf allar eldri umsóknir. Bæjarverkfræðingur Óskar 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.