Alþýðublaðið - 28.07.1981, Qupperneq 2
2
Þriðjudagur 28. júlí 1981
Frá Þjóðleikhúsrádi:
Enn um
„hljóðnemamálið”
Hinn 19. jiini sl. barst Þjóð-
leikhúsráði bréf frá Sigurði
Eggertssyni, hljóðmeistara, þar
sem hann óskar eftir „leiðrétt-
ingu” á samþykkt ráðsins frá
18. jiini' 1981, þ.e. þeim hluta
samþykktarinnar þar sem seg-
ir: „Tilað eyða tortryggni hefur
orðið fullt samkomulag um að
fjarlægja hljóðnema þann, sem
nýlega var tengdur segulbandi i
skrifstofu þjóöleikhússtjóra og
annan hljóðnema á Litla svið-
irai, sem tengdur hefur verið
tækjum í herbergi hljóðmanns
þannig að engin samtöl verður
framvegis hægt aö taka upp án
vitundar hlutaðeigandi aðila”.
Astæöan fyrir þvi, að getiö
var um hljóönema á Litla svið-
inu eru eftirfarandi ummæli i
greinargerð Kristins Daniels-
sonar frá 15. júní 1981 þar sem
segir: ,,Mér er kunnugt um að
með litilli fyrirhöfn er hægt að
tengja mikrófóna á Litla sviðinu
við upptökutæki i hljóðstjórn,
vegna leiksýninga þar”.
Hinn 22. jUni sl. barst þjóð-
leikhUsráði greinargerð frá Sig-
urði Eggertssyni, svohljóðandi:
„Tvær h'nur liggja frá klefa
hljóðmanns niöur i ÞjóðleikhUs-
kjallara (Litia leiksviðið). Viö
þær er hægt að tengja hljóö-
nema þegar upptökur eiga að
fara fram. Aö staðaldri eru
hljóönemar þessir geymdir i
klefa hljóðmanns. Allar frum-
sýningar Litla leiksviðsins eru
teknar upp til varöveizlu. Þá
eru hljóðnemar þessir tengdir
sama dag og frumsýning fer
fram og teknir niður að lokinni
upptöku. Þó getur komiö fyrir
að hljóðnemar þessir séu tengd-
irdaginn áður, á aðalæfingu, til
að stilla styrk upptökunnar, og
eru þá ekki teknir niður fyrr en
eftir frumsýningu”.Þessi grein-
argerð Sigurðar er staðfest af
Þoriáki Þórðarsyni leiksviðs-
stjóra.
A fundi þjóðleikhúsráðs 24.
júli 1981 var gerð eftirfarandi
samþykkt. ,,Að gefnu tilefni
tekur þjóðleikhúsráð fram að i
samþykkt þjóðleikhúsráðs hinn
18. júní sl. fólst að sjálfsögðu
engin ásökun i garð Sigurðar
Eggertssonar, sem ráðið ber
fyllsta traust til”.
Á sama fundi var samþykkt
aö senda ritstjóra Visis svo-
hljóöandi bréf:
„t forystugrein og grein
Svarthöföa i blaði yðar 22. júni
sl. er leitt að því getum að úr-
sögn Þórhalls Sigurðssonar úr
þjóðleikhúsráði stafi af flokks-
pólitiskum sjónarmiðum hans,
sem ekki hafi náð fram aö
ganga i leikhúsrekstrinum.
Þjóðleikhúsráð harmar slik
skrif og tekur fram, aö aldrei
hafi veriö hægt að draga störf
Þórhalls i þjöðleikhúsráði i póli-
tiskan dilk. Þar hefur hann
starfaö af stakri samvizkusemi
og trúnaði við leikhúsið og ráðiö
notið góðs af mikilli þekkingu
hans á málefnum leikhússins”.
Á fundi þjóöleikráös, þar sem
þessar samþykktir voru geröar
sátu, auk formanns, Gylfi Þ.
Gíslason, Margrét Guðmunds-
döttir og Þuriður Pálsdóttir.
f.h. þjóðleikhúsráðs
Haraldur Ólafsson form.
Pétur Pétursson, þulur:
Að borða úti og
vera úti að aka
Vilmundur Gylfason er
kunnur áhugamaöur um margt,
bókmenntir, ljóöagerð, stjórn-
mál og verkalýösmál, svo fátt
eittsé nefnt.Hann hefir nýverið
sent frá sér ljóðakver, órimuð
ljóð. Þaö er góöra gjalda vert.
Hitt er verra, aö hann skuli
hnoöa skáldskaparleir i stjórn-
málaskrifum sinum á Alþýðu-
Pétur Pétursson þulur.
blaöinu, og raunar meö þeim
hætti að hann er naumast
svaraverður. Eða hvernig skal
bregöast viö þvi, að hann skuli
þráfaldlega rangtúlka orð and-
mælenda sinn og ekki vera
treystandi frá föstudagskvöldi
til laugardagsmorguns að hafa
rétteftir það sem þeir hafa ritað
um deilumál,en kosta kapps um
að gera þeim upp skoðanir er
þeir hafa hvergi látið I ljós.
Þetta er þeim mun hryggi-
legra sökum þess að pilturinn er
góðviljaður i persónulegri við-
kynningu og hverjum manni
viðræöubetriá góöra vina fundi.
Vilmundur segist fara út að
borða. Veröi honum að góðu. En
hann er lika úti að aka i grein
sinni. Það er öllu verra. Hann
segir að ég boröi heima. Mikið
rétt, en ég læt stundum eftir
mér að matast annarsstaðar.
þótt ég kyngi ekki matreiðslu
Vilmundar. Vilmundur ætti
einnig að boröa heima öðru
hverjum, ef það gæti leitt til
þess að hann væri betur heima i
þvi er hann ritar um.
Vilmundur lætur nú móðan
mása i' gagnrýni sinni á sam-
tökum verslunarmanna. Ber
þeim á brýn ódugnað I starfi og
lýsir ábyrgö á hendur forystu-
lmönnum vegna lélegra kjara.
Hinsvegar er hann harð-
ánægður með þróun mála i Al-
þýðuhúsinu. Þar blómgast hinn
nýi „lífsstill”.
t lögum Alþýðuhússins segir
svo 13. grein: um tilgang félags-
ins: ,,að reisa og reka sam-
komu- og skrifstof uhús fyrir al-
þýöufólk i Reykjavik”. Sam-
kvæmt sömu lögum 25. grein,
félagsslit segir: „allar þær
eignir sem félagiö kynni þá aö
eiga skuldlausar skulu renna til
almennrar menningarstarfsemi
fyrir verkalýöinn í Reykjavík”.
Nú er spurningin: Telur Vil-
mundur að svo hafi fariö um
húsakynni Alþýöuhússins i
Reykjavik, sé tekið mið af þeirri
ráöstöfun húsakynnanna sem
við höfum deilt um?
Með þvi aö mér virðist Vil-
mundur eigi hafa skilið orö min
er ég hefi f fyrri greinum fjallaö
um máiið leyfi ég mér að biðja
Helgarpóstinn n.k. föstudag aö
birta myndasögu er skýrir
málin honum og öðrum er
kynnu aö búa við svipaöa orö-
blindu. Mun þá leitt i ljós hversu
málum er háttað á öld nýkrata
undir merkjum hins nýja „lifs-
stils”.
fl SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI - A SEYÐI- A S
Sýningar
Djúpiö:
Jay W. Shoots sýnir ljósmyndir.
Tema sýningarinnar er Götulif i
Reykjavik 1980—1981, „50 works
in silver”. Jay þessi er fæddur I
Winter Park, Florida U.S.A. og
byrjaöi aö fást við ljósmyndun
14 ára gamall. Hann er fæddur
1951 og sl. fimm ár hefur hann
eingöngu unnið við ljósmyndun.
Sýningin stendur til 22. júli og er
opin daglega frá kl. 11—23.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 13.30—16.00.
Nýja galleríið:
Laugavegi 12
Magnús Þórarinsson sýnir verk
sin. Galleriið er opiö frá klukk-
an 14.00—18.00 alla virka daga.
Árbæjarsafn:
Safniö er opiö alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.30 til 18.00
til 31. ágúst. Strætisvagn nr. 10
frá Hlemmi fer aö safninu.
Norræna húsið
Yfirlitssýning á verkum
Biom
Austurbæjarbió
Úr einum faömi i annan
Bráðskemmtileg og djörf, ný,
kanadisk kvikmynd i litum,
byggð á samnefndri bók eftir
Stephen Vizinczey.
Aðalhlutverk: Karen Black,
Susan Strasberg, Tom
Berenger.
Hafnarbíó
Cruising
Æsispennandi og opinská ný
bandarisk litmynd, sem vakið
hefur mikið umtal, deilur, mót-
mæli o.þ.l. Hrottalegar lýsingar
á undirheimum stórborgar.
A1 Pacino — Paul Sorvino —
Karen Allen
Nýja bió
Lokaátökin
Fyrirboöinn III
Tónabió
„APOCALYPSE NOW”
(Dómsdagur nú)
Leikstjóri: Francis Ford
Coppola.
ÞORVALDAR SKÚLASONAR,
opin daglega kl. 14—19 alla daga
vikunnar. Lýkur 16. ágúst. t
anddyri og bókasafni— Sýning
á islenskum steinum (Náttúru-
fræöistofnun tslands) opin á
opnunartima hússins.
Torfan:
Nú stendur yfir sýning á ljós-
myndum frá sýningum Alþýðu-
leikhússins sl. ár.
Ásgrímssafn:
Safnið er opið alla daga nema
laugardaga frá kl. 13.30—16.00.
Kirkjumunir:
Sigrún Jónsdóttir er með batik-
listaverk.
Gallerí Langbrók:
Sumarsýning á verkum Lang-
bróka stendur yfir. Galleriið er
opið frá 13—18.
Kjarvalsstaðir:
Sumarsýning i Kjarvalssal.
Sýnd eru verk eftir meistara
Kjarval úr eigu Reykjavikur-
borgar. 1 vestursal og á göngum
eru verk eftir 13 islenska lista-
menn sem ber yfirskriftina:
Leirlist, gler, textill, silfur, gull.
Höggmyndasafn
Ásmundar Sveinssonar:
Opið á þriöjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum frá
klukkan 14 til 16.
Epal, Síðumúla20.
Sýning á grafik- og vatnslita-
myndum og textilverkum eftir
danska listamanninn og
arkitektinn Ole Kortzau. Sýn-
ingin stendur yfir til 16. júli og
er opin á venjulegum verslunar-
tima.
Bogasalur:
Silfursýning Siguröar Þor-
steinssonar verður i allt sumar.
Listasafn Islands:
Litil sýning á verkum Jóns Stef-
ánssonar og einnig eru sýnd
verk i eigu safnsins. 1 anddyri er
sýning á grafikgjöf frá dönskum
málurum. Safnið er opið dag-
lega frá kl. 13.30—16.00.
Aðalhlutverk: Marlon Brando,
Martin Sheen, Robert Duvall.
Sýnd kl. 4.30, 7.20 og 10.15.
ATH: Breyttan sýningartima.
Laugarásbíó
Darraðardans
Ný fjörug og skemmtileg
gamanmynd um „hættuleg-
asta” mann i heimi.
Verkefni: Fletta ofan af CIA,
FBI, KGB og sjálfum sér.
Háskólabió
Mc Vicar
Ný hörkuspennandi mynd, sem
byggð er á raunverulegum at-
burðum um frægasta afbrota-
mann Breta, John Mc Vicar.
Tónlistin i myndinni er samin og
flutt af The Who.
Stjörnubíó
Bjarnarey
Hörkuspennandi og viðburðarik
ný amerisk stórmynd i litum,
gerð eftir samnefndri metsölu-
bók Alistairs Macleans. Leik-
'stjóri Don Sharp. Aðalhlutverk:
Donald Sutherland, Vanessa
Redgrave, Richard Widmark,
Christopher Lee o.fl.
Regnboginn.
A.
Lili Marleen
B.
Járnhnefinn
c.
Jómfrú Pamela
D.
Hefnd þrælsins
Hafnarf jarðarbíó
Farþegi I rigningu
(Raider in the Rain)
Æsispennandi hrollvekja. Aðal-
hlutverk: Charles Bronson og
Marlene Jobert.
Bæjarbíó
t nautsmerkinu
Bráðskemmtileg og djörf
gamanmynd.
Útvarp
Miðvikudagur
22. júli
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
Bæn
7.15Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
Morgunorð Jóhannes
Tdmasson talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustgr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Steinn Bollason”, Heiðdis
Norðfjörö les siðari hluta
rússnesks ævintýris.
9.20 Tónleikar. Tilkynningar.
Tónleikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir.
10.30 Sjávarútvegur og sigl-
ingar Umsjón: Ingólfur
Amarson. Fjallaö verður
um skattamál sjómanna
fyrr og nú.
10.45 Kirkjutónlist Martin
Gíinther Förstemann leikur
á orgel Selfosskirkju a.
„Hegn mér ei i reiöi þinni”,
sálmhugleiöingu op. 40 nr. 2
eftir Max Reger. b.
Prelúdiu og fúgu i A-dúr og
„Kem nú fyrirþinn hástól ”,
sálmforleik eftir Bach.
11.15 Garöabrúöa Þorsteinn
Ó. Thorarensen les úr þýð-
ingum sinum á Grimms-
ævintýrum.
11.30 Morguntónleikar
Thomas Brandis, Ulrich
Strauss, August Wenzinger
og Eduard Mliller leika Trió
i Es-dúr eftir Georg Philip
Telemann / Leopold Stastny
og Herbert Tachezi leika
Flautusónötu i A-dúr eftir
J.S. Bash.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Miövikudagssyrpa —
Svavar Gests.
15.10 M ið de gis s a ga n :
„Praxís” eftir Fay Weldon
Dagný Kristjánsdóttir les
þýðingu sina (13).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar David
Rubinstein leikur á pianó
Sónatinuie-mollop. 54 nr. 1
eftir Sergei Prokofjeff /
Harvey Shapiro og Jascha
Zayde leika Sellosónötu i F-
dúr op. 6 eftir Richard
Strauss / Melœ-kvintettinn
leikur Blásarakvintett i A-
dúrop. 43eftirCari Nielsen.
17.20 Sagan: „Litlu fiskarnir”
eftir Erik Christian
Haugaard Hjalti Rögn-
valdsson les þýðingu
Sigriðar Thorlacius (3).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar
19.35 A vettvangi
20.00 Sumarvakaa. Kórsöngur
Liljukórinn syngur islensk
lög. b. Sumarsveit bernsku
minnar Séra Garðar
Svavarsson flytur þriöja og
siðasta hluta minninga
sinna frá þeim árum, er
hann dvaldi i Flóanum. c.
Byggöin kallar Jóhannes
Hannesson bóndi á Egg i
Hegranesi les fimm kvæöi
eftir Daviö Stefánsson frá
Fagraskógi.
21.10 iþróttaþáttur Hermanns
Gunnarssonar
21.30 Útvarpssagan: „Maöur
og kona” eftir Jón
Thoroddsen Brynjólfur Jó-
hannesson leikari les (9).
22.00 Joan Sutherland syngur
lög eftir Dvorák, Mendels-
sohn, del Rigeo o.fl. meö
Nýju fílharmóniusveitinni:
Richard Bonynge stj.
22.35 „Miðnæturhraðlestin”
eftir Billy Hayes og William
Hoffer Kristján Viggósson
les þýðingu sina (13).
23.00 Fjórir piltar frá Liver-
pool Þorgeir Astvaldsson
rekur feril Bitlanna — „The
Beatles”, sjöundi þáttur.
(Endurtekið frá fyrra ári).
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.