Alþýðublaðið - 01.08.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1981, Blaðsíða 4
S P A N 1 e/n / a I U4 Algeciras^Qjg * UJ Tte i s,r.».*<^£2L IU t- P . H 'lfKC) ~ / ÍLTanger f M A/R O K K O \ »0 KW t Gibraitar er litið landsvæði sem hefur hernaðarlega þýðingu þar sem þaðan er hægt að fylgjast meö umferð um Miðjarðarhaf. Af brúðkaupi aldarinnar: Vandamálið Gíbraltar varp- ar skugga á brúðkaupið — talið nauðsynlegt að leysa deilumálin áður en Spánn verður meðlimur i NATO og EBE Juan Carlos konungur og drottningin, Sofía, voru ekki meðal þeirra gesta sem voru viðstödd brúðkaup aldarinnar, eins og það hefur verið kallað. Ástæðan fyrir því að þau mættu ekki til veislunnar var einföld: Gamla striðið á milli Englendinga og Spán- verjar um Gíbraltar. Prinsinn af Wales og lafði Diana hafa nefnilega ákveðið að byrja Miðjarðarhafssiglingu sina á hinu konunglega skipi „Britannia” á Gibraltar. Þetta finnst mönnum á Spáni mjög óviðeigandi þar sem yfirráðin yfir Gibraltar eru viðkvæmt deilumál milli rikjanna. Með þvi að sitja heim hefur spænska konungsfjölskyldan náð þvi að skapa þjóðarsamstöðu sem er óvenjulegt á Spáni. Menn styðja þessa ákvörðun konungsfjöl- skyldunnar hvar i flokki sem menn standa. Allt frá ysta vinstri, til ihaldsaflanna. Þ- jóðarstoltið blossar upp i öllum Spánverjum um leið og nafnið Gibraltar er nefnt á nafn. Nú er það ekki svo, að heim- sókn prinsins sé opinber heim- sókn. Konungafólkið mun aðeins dveljast eina klukku- stund og fjörutiu minútur á klettinum áður en þau halda til hafs. En ibúar Gibraltar hyggj- ast nota þennan tima til að gera stuttan stans þeirra hjóna sem allra ánægjulegastan. Þannig leggja menn áherslu á samstöðu Gibraltar með Eng- landi og itreka þann vilja sinn að hafna samruna viö Spán. Arið 1967 tókst þáverandi vald- hafa á Spáni,Frankó,að fá Eng- lendinga til þess að hafa þjóðar- menn utanrikisþjónustunnar reyna allt til að afsaka skoðana- ágreining rikisstjórnanna, sér- staklega vegna hræðslu um að Englendingar muni draga til baka stuðning sinn við inngöngu Spánar i EBE. Spánverjar hafa sótt um inn- göngu i EBE og NATO. í báðum þessum samsteypum eru Eng-' lendingar fullgildir meðlimir og þess vegna hefur verið lögð á það mikil áhersla, að vanda- málið Gibraltar verði að leysa áður en Spánn verður formlegur meðlimur samsteypanna. Lega Gibraltar á Suðurodda Spánar hefur mikla hernaðar- lega þýðingu, þar sem þaðan er hægt að hafa eftirlit með ferðum skipa um Miðjarðarhaf. Bretar feignuðu sér Gibraltar 1704 og ísiöan hafa Spánverjar ár- angurslaust reynt að ná land- svæðinu. Gibraltar hefur fyrst og fremst gildi fyrir Englend- inga sem flotastöð. A Gibraltar er rikjandi heimastjórn. Þar er þing, sem telur fimmtán menn. Þingið fjallar um málefni nýlend- unnar, en hefur engin afskipti af utanrikismálum. Þar eru þrir flokkar. atkvæðagreiðslu um málið. Svarið sem hann fékk var, aö 44 vildu sameinast Spáni, en 12138 vildu áframhaldandi rikjasam- band við Englendinga. Sam- kvæmt upplýsingum stjórn- valda á Gibraltar myndi at- kvæðagreiðsla fara á sama hátt nú. Margir héldu að samninga- viðræður sem fram fóru fyrir rúmu ári siðan myndu leiða til einhverra breytinga varðandi Gibraltar. 1 uppkasti að sam- komulagi þvi sem þá var gert var m.a. sagt að landamærin skyldu opnuð, en Frankó lokaði landamærum Spánar þannig að um«Pð-fpá Gibraltar varð að fara um Afriku, en þannig hefur ekki farið,landamærin eru enn- þá lokuð. Vegna reiði spænskra aðila út af stuttri heimsókn kon- ungsfólksins varð Carrington, utanrikisráðherra Englands, að ganga á fund utanrikisráðherra Spánar og ræða málefni Gibraltar. Hans yfirlýsingar benda til þess að landamærin verði opnuð innan tiðar. Starfs- Afboð spænsku konungsfjöl- skyldunnar vegna brúðkaups prinsins af Wales hefur ekki verið aöalefni dagblaða á Bretlandseyjum. A RATSJÁNNI NEW-DEAL A TIMANUM alþýðu blaðið Laugardagur 1. ágúst 1981 Frá Náttútuverndarráöi: Menntamálaráðu- neytið hvatt til dáða Undanfarið hafa orðið miklar umræður á opinberum vett- vangi um þaö, hvernig skipu- leggja megi hópferðir og þá ekki sist hópferðir erlendra ferða- manna um landið, þannig að ekki hljótist af náttúruspjöll. 1 þessu sambandi hefur töluvert verið fjallað um útflutning nátt- urugripa úr landi. Þessi mál komu mjög til umræðu á Nátt- úruverndarþingi siðastliðið vor. Voru þá gerðar ýmsar ályktanir um þau, sem komið hefur verið á framfæri við hiutaöeigandi aðila aö þvi leyti, sem ráðið vinnur ekki sjálft að iausn þeirra eftir föngum. Meðal slikra tillagna var ein, sem ekki sist hefur orðið tilefni til mikilla skoðanaskipta i fjöl- miðlum, en hún fjallar um hert eftirlit með flutningi náttúru- gripa úr landi. Náttúruverndar- ráð hefur á fundum sinum rætt nokkuð, hvernig standa beri að siku eftirliti og hefur i fram- haldi af þvi ritað Menntamála- ráðuneytinu eftirfarandi bréf: „Eins og háttvirtu ráðuneyti er kunnugt var á siðasta Nátt- úruverndarþingi rætt töluvert um hert eftirlit með flutningi náttúrugripa úr landi, og var gerð ályktun um það efni, sem ráðuneytinu hefur verið send ásamt skýrslu um steinatöku á Austurlandi eftir Einar Þórar- insson, og virðist ekki vafi á, að tiltekinna aðgerða sé þörf. 1 framhaldi af þessum umræðum og eins vegna þess, að upplýst hefur verið um brot gegn fugla- friðunarlögum nú nýlega, hafa komið fram i fjölmiðlum ákveðnar kröfur um að áður- greint eftirlit verði aukið. A kjörtimabili siðasta Nátt- úruverndarráðs voru þessi mál könnuð töluvert, en ljóst er, að Náttúruverndarráð eitt sér hef- ur ekki aðstöðu til að koma þessum málum i viðunandi horf, þar sem þau koma inn á vald- svið annarra stjórnvalda, og þar sem þau snerta töluverða hagsmuni fjölda manna, verður að hafa þarna mikla gát á. Sú er skoðun ráösins, að sumt það sem fram hefur komið i orðakasti um þessi mál undan- farið, stuðli engan veginn að þvi að fengin verði viðunanleg lausn. I stað þess sé vænlegra til árangurs að koma á samvinnu þeirra stjórnvalda, sem hér koma helst við sögu, um fram- kvæmanleg úrræði. Þá er átt við, að komið verði á sam- ræmdu eftirliti, þannig að nátt- úruverndarhagsmuna verði vandlega gætt, án þess þó, að al- mennum feröamönnum verði valdið óþarfa óþægindum né heldur sett uppa óþarflega viða- mikiö og kostnaðarsamt eftir- litskerfi. Raðið mælist þvi tii þess, að Menntamálaráðuneytið sem æðsta stjórnvald náttúruvernd- armála beiti sér fyrir þvi aö hið allra fyrsta verði komið á fót samvinnu hlutaðeigandi aðila með þeim hætti, er það telur Framhald á bls. 3 Hörgli reynist oft örðugt að gera sér ljósan muninn á gamni og alvöru i hringiöju daglegs lifs. Um daginn veittist hann hraka- lega að Eliasi Eliasi Snæland fyr- ir þá sök að vera ekki enn á meöal vor. Eins og fram hefur komið i fréttum er Elias ofan moldar, og er þetta i þriðja og siðasta sinn sem Hörgull vekur athygli á þessari liffræðilegu staöreynd. Hann ritstýrir Timanum af festu og einurð með frænda sinum og pólitiskum lagsbróður, Þórarni Þórarinssyni. Skrif þeirra félaga, Þórarins og Eliasar eru athyglis- verð fyrir margra hluta sakir. Þeir velta sér ekki uppúr ópólitiskum smáatriðum eins og við hinir, heldur taka á alvar- legustu kýlum mannfélagsins. Glöggt dæmi um þetta er nýtil- kominn áhugi þeirra á kvenfólki — ekki svo að skilja að þeir hafi ekki haft slikan áhuga áöur, held- ur hitt að nú eru það bara fáklæddar á framabraut sem fá rúm (sbr. rúm og tima) hjá þeim félögum. 1 Timanum i gær greina þeir skilmerkilega frá erlendum viðburðum og segist svo frá: „Þeir segja i Englandi að Carole Needham sé ein fallegasta út- flutningsvara landsins, og þegar litið er á myndina, þá er vist enginn sem mótmælir þvi......” 0, nei. Ekki ætlar Hörgull að mótmæla þvi að hún Karólina Nidham sé falleg, þótt vissulega vanti mikið á að við getum virt hana fyrir okkur i allri nekt sinni. Það er allavega óþolandi að haf þessar fatatuskur nangandi utan á henni. Elias og Þórarinn geta alveg leyft okkur hinum að sjá þó þeir séu sjálfir ihaldsamir i fréttaskýringum. Allir vita að þeir hafa hvort sem er ekki tekið sjálfa myndina sem fylgir með fréttaskýringunni. En hvað segir Þórarinn um efnahagsleg áhrif útflutningsvör- unnar Karólinu Nidham? Jú: „Carole var kosin „Leikfélagi ársins”, si. ár af hlaðinu Piayboy, og siðan hefur hún verið mjög eft- irsótt fyrirsæta i Bandarikjunum, og unnið sér inn mikinn erlendan gjaldeyri, sem kemur inn i banka i Englandi, svo að kannski má kalla hana „útflutningsvöru”, Framsóknarmenn hafa löngum verið úrræðagóðir i efnahags- málum, ekki sist skynsamlegri gjaldeyrisöflun. Einhvernveginn hefur Hörgull samt á tilfinn- ingunni að þeir Þórarinn og Elias muni ekki afla stórra upphæða i erlendum gjaldeyri á sama hátt og hún Karólina okkar, nema hún hreinlega láni þeim múnder- inguna. þegar öllu er á botninn hvolft. — Hörguli. ■5»vor0-. ^ var kn • trplns"- S‘sl "Leikfé. .P,ayb0y : ár af ttUn ver}flgsí«an tfci, |iJUnun, „*ta t P"fc'nn erfj'nnið * ketn endan BnShndi nr inr> K ka,la hl30 fSvöru.. .hana 'otr>‘nn hÞeSar bvolft ro,e l u . Sr Lr0,,y- 'rs*ta xVr>>' vn<iuefta f P\r nu er e» °n> Lfð ?s'*- ► Sr,-, "°ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.