Alþýðublaðið - 01.09.1981, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 01.09.1981, Qupperneq 3
Þriðjudagur 1. september 1981 INNLEND STJORNMAL 3 ____ÚR: KLIPPAN Eru stéttaandstæður hér við Isafjarðardjúp? „Nei, þaðer það ekki og min reynsla hér við norðanvert Djúp er, að hér sé ákaflega gott að vera verkamaður og sjömaður. Atvinnurekendur hafa aldrei sýnt á sér aðra hlið en menn fengju kaupið sitt á réttum tima, þetta er mikill kostur. Ég hef ekki orðið var viö stéttaskiptingu milli at- vinnurekenda og sjómanna, sjómenn geta orðið atvinnu- rekendur og jafnvel verka- menn lika, þannig á þaö að vera. Ef menn fýsir, þá eiga þeir aö geta oröiö það sem þeir vilja vera af sjálfum sér. Þetta er einmitt það sem er i sjálfstæöisstefnunni, að menn geti átt þess kost að komast eitthvað hærra, efnast eitt- hvað meira af eigin rammleik, og þessu viljum við halda á lofti.” Hvað með hið óhjákvæmi- lega vinnuafl atvinnulifsins? „Viö getum aldrei náð langt sem atvinnurekendur nema þvi aðeins að viö höfum rikan skilning á kjörum hinna lægst launuðu. Við verðum alltaf aö hafa það i huga, að við sem lifum i svona litlu landi, að skömmtum við einhverjum kröpp kjör, kemur að skulda- dögunum hjá okkur sjálfum. Hafi þeir á lágu laununum það ekki sæmilegt, fer okkur hinum að liða illa innan skamms. Atvinnurekendur vilja hafa þessa lágu taxta i gangi, þeir vilja þá ráða þvi sjálfir hverjum þeir borga meira. Það er talað um verð- bólgu, hún fari upp úr öllu valdi og svo framvegis, en þetta er ekki hægt. Þetta er andskoti skitt einsog þetta er og það er klárt að þetta fyrir- komulag i samningum hefur gengið sér til húðar. Ef það var rétt sem Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði i Samvinnuna 1965 um að Alþýðusambandið væri orðinn óskapnaður, hæna með allt of marga unga undir vængjum sinum, þá er það ennþá meiri óskapnaöur i dag. Ég vil láta kljúfa þetta i miklu smærri einingar og ég vona bara að þeim takist það hérna, þótt ég sé ekki sömu megin i pólitik og Karvel og þeir, en menn hafa vitað það og ég hef talað fyrir þvi að samningarnir eigi að vera i landshlutunum. Samningamálin undanfarin ár hafa verið til háborinnar skammar, það er hörmulegt að vita hvernig þau hafa gengið til. Það er einsog til forystunnar hafi valist slíkir þrákálfar að með fádæmum má heita. Þeir hefðu getað náð miklu betri samningum á báða bóga á skemmri tima en oft hefur verið gert. Er hægt að ná góðum samn- ingum á báða bóga? „Það er hægt að gera það, þú myndir skilja það kannski, ef þú hefðir staðið i samninga- þrefi. Ég hef æði oft verið i samningum hér og ég veit það, að það er hægt aö ná sæmilega hagstæðum samningum og i sambandi við sjómannasamn- inga þó hefur L.í.ú. oft hleypt illu blóði i sjómenn og með alls konar yfirlýsingum og hlaup- um i blöð og útvarp og sjó- menn hefðu oft verið farnir á sjó fyrir minna en um samdist fyrir rest, ef L.í.tJ. hefði komið öðruvisi fram. En i staðinn hefur alls konar þrá- hýggja og illdeilur komiö upp. Og varðandi Vestfirði, þá hafa þeir mikla sérstööu með ein- hæfu atvinnulifi og það ætti að verða einfalt að komast að samkomulagi hér. Viö eigum afskaplega erfitt með að draga andann i samningum fyrir sunnan.” (Halldór Hermannsson frá Barði, útvegsbóndi við Djúp, i viðtali viö Helgarpóstinn.) m agnús H. Magnússon, fyrrv. félagsmálaráðherra, gerði hús- næðismálin að umræðuefni i helgarblaði Alþýðublaðsins. Hann vikur fyrst að orsökum þess neyðarástands, sem nú rik- ir i húsnæðismálum, og segir þá m.a.: Til skamms tima þurfti fólk, sem var að byggja eða kaupa húsnæði i fyrsta sinn, að leggja á sig óheyrilegt og andlegt erfiði, meðan á byggingu stóð. En ef það komst klakklaust yfir fyrstu fimm árin eöa svo, þurfti ekki aö hafa frekari áhyggjur. Verðbólgan sá um að greiða skuldirnar, eða réttara sagt, gamla fólkiö (og skylduspar- endur), en fáir aðrir áttu sparifé i bankakerfinu. TALIÐ ER AÐ ÞAÐ FJAR- MAGN, SEM ÞANNIG VAR HAFT AF SPARIFJAREIG- ENDUM,1 HAFI JAFNGILT VERÐMÆTI 1600 ÞUSUND ÍBUÐA A SIÐASTA ARATUG EINUM SAMAN. Við þessar aðstæður byggðu sumir fjársterkir aðilar bein- linis með útleigu i huga. önnur leið var þá naumast hagkvæm- ari en steinsteypan til að ávaxta fé — og græða á lántökum. A þennan hátt kom talsvert af húsnæði á leigumarkaðinn. Nú er mun hagkvæmara að ávaxta fé i verðtryggöum skuldabréfum eða á verð- tryggðum innlánsreikningum banka. Menn græöa ekki lengur á lántökum. Menn eru þvi hættir að byggja með útleigu i huga. ÞETTA ER EIN ASTÆÐAN FYRIR ÞVl, AÐ HUSNÆÐIS- VANDINN, SEM ALLTAF HEFUR VERID NOKKUR, FER NU VAXANDI. Meginástæða rikjandi neyö- arástands er þó sú, að sögn Magnúsar, að vegna frámuna- lélegrar lánafyrirgreiðslu getur ekkert venjulegt fólk byggt eða keypt, ef það á ekki annaö hús- næöi fyrir til að selja. Lán Húsnæðisstofnunar rikis- ins nema nú aöeins 12 millj. g.kr., eða 15—20% byggingar- kostnaðar. Enda þótt bæði hjón- in vinni úti, geta þau engan veg- inn staðið undir afborgunum og vöxtum af þeim skammtima- lánum, sem i boði eru (ef þau fást). Brúttólaun beggja, þótt allgóð séu, hrökkva hreinlega ekki til. óvissan og taugaálagið, sem þvi fylgir, aö þurfa mörg- um sinnum á ári að leita eftir nýjum og nýjum lánum, til að greiöa afborganir og vexti af eldri lánum, veröur flestum óbærileg. En hvað um verkamannabú- staði? Hefur ekki verið veitt auknu fjármagni tii þeirra? Magnús bendir á, að ákvæði laga um verkamannabústaöi ná ekki til nema u.þ.b. þriöjungs þeirra, sem byggja I fyrsta sinn. Enda þótt það byggingarform, sé gott og sjálfsagt, svo langt sem það nær, má ekki gleyma öllum hinum, sem ekki fá sinn rétt þar. OFT ER ÞAÐ LITILS HATT- AR MISMUNUR 1 TEKJUM, SEM RÆÐUR ÞVI, HVORT MENN ÖÐLAST ÞANN RÉTT EÐA EKKI. EN ÞESSI MISMUNUR SKIPTIR í DAG SKÖPUM UM ÞAÐ, HVORT MENN GETA EIGNAST EIGIÐ HUSNÆÐI A TILTÖLULEGA AUÐVELDAN HATT, EÐA EIGA ALLS ENGA MÖGULEIKA. ÞAÐ GENGUR EKKI. Eina lausnin er verðtryggð 20—30 ára jafngreiöslulán með lágum vöxtum fyrir bróöurpart- inn af ibúðarverðinu. Með þvi móti verða greiðslur afborgana og vaxta álika miklar og húsa- leiga á Reykjavikursvæöinu, eins og hún gengur og gerist. Núverandi löggjöf um hús- næðismál er i stórum dráttum verk okkar Alþýðuflokks- manna. En það kom i hlut nú- verandi stjórnarliða að af- greiða málið endanlega á þingi. Meginefni húsnæðislagafrum- varps Alþýðuflokksins, ákvæðin um verkamannabústaði, hinir ýmsu nýju lánaflokkar, og ákvæðin um leiguibúðir sveitar- félaga, voru samþykkt efnislega óbreytt. EN AD ÖÐRU LEYTI VAR FRUMVARPIÐ STÓR- SKEMMT 1 MEÐFÖRUM STJÓRNARLIÐA. ÞAÐ BITN- AR NU A HINUM ALMENNA HUSBYGGJANDA OG HUS- KAUPANDA. Aðalatriðin i húsnæöismála- frumvarpi Alþýðuflokksmanna má segja að hafi veriö þessi i stórum dráttum: 1. Að þáverandi markaðir tekjustofnar Byggingasjóðs rikisins og Byggingasjóðs verkamanna væru óskertir. 2. Að bein framlög þess opin- bera — rikis og sveitarfélaga — þyrfti að auka um ca. 30% að jafnaði næstu tiu ár. 3. Að lántöku sjóðanna þyrfti að auka um nálægt 30% að raun- gildi næstu árin. Ef þannig væri staöiö að mál- um gætu stjóðirnir aö verulegu leyti staöiö á eigin fótum fjár- hagslega, fljótlega eftir að 80% lánamarkinu væri náö. Þessum tillögum hafa stjórn- arliðar visað svo gersamlega á bug, að i stað þess að auka bein framlög hins opinbera Um 30% hafa þeir skert þau um hvorki meira né minna en 37%. Þar með veröa mörg af góðum áformum laganna litið annað en pappirsgagn. A siðasta Alþingi reyndu þingmenn Alþýðuflokksins aö fá fram úrbætur i þessum efnum. Þeir fluttu tillögur um hækkun lána Byggingasjóös rikisins og um viöbótarlán frá bankakerfi, RITSTJðRNARGREIN sem næmu 50% af lánum Bygg- ingarsjóðs. Rökstuðningurinn fyrir þeirri tillögu er m.a. sá, að innstreymi i bankakerfið hefur aukizt það mikið hin siöustu misseri, vegna verðtryggingarstefnu jafnaðar- manna, að bankakerfið ætti að geta meö góðu móti staöiö undir aukningu lána til húsbyggjenda „Frumvarp Alþýðu- flokksmanna um hús- næðismál, sem Magnús H. Magnússon lagði fram í tíð minnihluta- sjórnar Alþýðuf lokks- ins, var stórskemmt í meðförum stjórnarliða. Fjárhagsgrundvöllurinn var eyðiiagður. • Af leið- ingarnar bitna hú með fullum þunga á hinum almenna húsbyggjanda og húskaupanda." og húskaupenda. Stjórnarliðar, undir forystu Alþýðubandalagsins, sem fer með húsnæðismálin i núverandi stjórnarsamstarfi, visuöu þess- um tillögum á bug. Þess mega húsbýggjendur gjalda nú. Spurningunni um þaö, hvað nú beri að gera, svarar Magnús H. Magnússon á þessa leið: I. Að byggja a.m.k. 700 fbúðir árlega i verkamannabústöð- um. 2. Að byggja leigulbúðir I veg- uin sveitarfélaga I stórum stll. Aðrir koma ekki til með að gera það. 3. Að hækka strax til mikilla muna lán Byggingasjóðs rikisins, einkum tii þeirra, sem byggja eða kaupa I fyrsta sinn. 4. Sjálfsagt er að bankakerfið komi með einum eða öðrum hætti innf þessa mynd, enda á það nú að hafa allgóða mögu- leika til þess. Þetta er leibin til að koma húsnæöismálunum i mannsæm- andi horf á tiltölulega skömm- um tima, svipað og er annars staðar á Noröurlöndunum, þar sem jafnaöarmenn hafa lengst af ráðið gangi mála. — JBH ÚRRÆÐIJAFNAÐARMANNA f HÚSNÆÐISMALUM Árni Gunnarsson skrifar:_______ NORDSAT og iðnaðar- hagsmunir Svía Gervihnettir eru nú mikilvæg- asti þátturinn i fjarskiptaneti, sem spannar alla móður jörð. Fáir gætu hugsað sér að vera án þeirrar tækni, sem gervihnettir hafa fært okkur. Nærtækasta dæmið hér á landi er talsam- bandið við útlönd, en með notk- un gervihnatta er nú hægt að hringja beint frá islandi til fjöi- margra landa. — Við erum ekki lengur háðir sæsimastrengjum, sem ósjaldan hafa bilað á und- anförnum árum. Þróun gervihnatta hefur þó náö lengst og gengið hraðast, þegar þeim hefur verið ætlað að þjóna hernaðarlegum þörfum stórveldanna. 1 þvi sambandi má nefna njósnahnetti, sem m.a, búa yfir þeirri tæknilegu fullkomnun aö geta tekiö mynd- ir af einstaklingum á gangi á götum borga og hleraö marg- visleg fjarskipti. Ekki þarf að minna á gervihnetti, sem notað- ir eru til leitar að málmum og oliu i jöröu, veðurathugunar- hnetti og fleiri af svipuðu tagi. Aö mörgu leyti hafa gervi- hnettir minnkað þann heim, sem við búum i. Milljónir manna i tugum landa geta á samri stundu fylgst meö merk- um atburöum. Vegalengdir veröa afstætt hugtak, og I náinni framtiö verður menningar- og skemmtiefni fjölmargra þjóöa á boðstólum fyrir ibúa heilla heimsálfa. Nordsat NORDSAT, áætlun um sam- norrænan sjónvarpshnött, er hluti af þeirri tækniþróun, sem ekki verður stöðvuö og mun að likindum hafa meiri áhrif á lif milljóna en nokkurn grunar á þessari stundu. Ákvörðun um NORDSAT er I eðli sinu mjög pólitisk. Flestir sérfræðingar eru þeirrar skoð- unar, að hinn pólitíski áróður ólikra stjórnkerfa muni i framtiöinni að umtalsverðum hluta fara fram um gervihnetti, sem endursenda útvarps- og sjónvarpsefni. Frakkar og Vestur-Þjóðverj- ar gerðu samkomulag um að skjóta á loft gervihnetti i likingu við NORDSAT. Nú eru taldar likur á þvi að Frakkar standi einir að verkinu, og að Vest- ur-Þjóðverjar muni þá einnig hugsa sér til hreyfings. Vitað er að Sovétmenn eru byrjaðir aö smíða slikan hnött. Bretar hyggja á smiði annars, og i Luxemborg eru menn aö undir- búa enn annan. Þar munu vera á feröinni fjölþjóðafyrirtæki, þannig að það eru ekki eingöngu stjórnmálaöflin, sem hafa hug á þvi aö koma ágæti sinu á fram- færi. Sú barátta um mótun skoðana ibúa jarbar á margvislegum sviðum getur tekið á sig sér- kennilega mynd áður en þessi áratugur er Iiðinn. Hún mun i auknum mæli verða háö meö gervihnöttum, nýrri tækni, sem hver einstaklingur getur nýtt innan tiöar. Það er bjargföst skoöun min, að sjónvarps- og útvarpsefni, sem sent er um gervihnetti, veröi á þessum áratug sú upp- spretta erlendra áhrifa i já- kvæðum og neikvæöum skiln- ingi, sem framar ööru á sviði fjölmiðlunar mun hafa skoðana- myndandi áhrif á menningar- legu og stjórnmálalegu tilliti. Sumum kann að finnast þetta of djúpt I árinni tekið, en þeir hafa einnig fyllt þann flokk karla og kvenna, sem upphaf sjónvarps töldu þann fjölmiöil litil áhrif myndu hafa. Heimspólitískt menningarstríð Ég hef einhvern timann orðað það svo, að innan skamms hæf- ist heimspólitiskt menningar- strið á öðru, og kannski æðra sviði, en áður hefur þekkst, a.m.k. á hærra sviði. Margir hafa haldið því fram, að það muni tefja göngu hinnar nýju tækni að stjórnvöld 1 hverju landi geti skammtað ibúum út- sendingar gervihnatta eftir smekk. Þetta er auðvitað fjar- stæða, og veröur ekki fremur hægt en að segja eða fyrirskipa fólki að hlusta abeins á ákveðn- ar útvarpsstöðvar I viðtækjum sinum. Það hefur veriö talið, að móttökutæki fyrir útsendingar gervihnatta yröu ákaflega dýr og flestum einstaklingum ofviða að eignast þau. En á þessu sviöi hafa orðið stórstigar framfarir. Þar eru Japanir fremstir i flokki, og hafa þróaö nýja tækni til móttöku á útsendingum gervihnatta, sem verður á færi alls þorra almennings á aö til- einka sér og eignast nauðsynleg tæki. Gömul hugmynd Hugmyndin um NORDSAT er orðin gömul, eldri én áratugur, og má segja, að Norðurlanda- þjóðirnar hafi veriö býsna framsýnar i þessum efnum. Upphaflega þótti mörgum hug- myndin nánast fáránleg og fjar- stæðukennd. Menn óttuöust áhrif NORDSAT á menningu hinna svonefndu minnihluta- hópa, eða áhrifin á hin smærri menningarsamfélög. Þessi ótti á við nokkur rök _k að styðjast. |7/

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.