Alþýðublaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 10. október 1981 Letti við styttu Leníns: KOMDU ÞÉR NIDUR OD FARÐU HEIM Lífið og tilveran í Eystrasaltsríkjunum Eftirfarandi grein, sem er þýdd og endursögð úr bandaríska timaritinu ,,The New Leader”, er eftir mann sem kallar sig Juris Ozolins, en það er dulnefni. Þar segir hann frá lifi i Eystrasaltsríkjum Sovétrikjanna, og sér- lega frá lifinu i Lettlandi og Riga, höfuðborg þess lýðveldis. Öll nöfn sem gefin eru viðmæiendum sem haft er beint eftir, eru fölsk. Stytta af Lenin á aðalstræti Riga: „Komdu þér niður og farðu heim!” t miðbæ Riga höfuðborgar Lettlandsstendur stór stytta af Lenin, og er fótstallur hennar venjulega skreyttur með bldm- um. Fyrir nokkru sáu þeir borg- arbúar, sem fara snemma á fætur óvenjulega sjón. Blómin við fótstall styttunnar höfðu verið fjarlægðeina nóttina, og i staðinn stóð gamalt skópar framan við stailinn, og á hann hafði verið skrifað með hvitri málningu: „Nokap un ej maja” (komdu þér niður og farðu heim). Þetta minnir á þá sterku þjóð- erniskennd, sem fbúar Eystra- saltsrikjanna þriggja hafa, en þessi riki voru sjálfstæö lýö- veldi, þartil Sovétrikin innlim- uðu þau fyrir 40 árum. Mörg riki viðurkenna innlimunina ekki, og t.d. eru enn viðurkennd sendiráð allra þriggja rikjanna i Washington. bjóðerniskenndin ersterkust i Litháen, sem er eina katólska rikið af þeim þrem. Eins og i Póllandi hefur kaþólska kirkjan reynst sterkt afl i Litháen. f Viinius, sem er höfuðborg rikis- ins, er þröngur en atkvæða- mikill hópur andófsmanna, og það kemur út andófsmanna- timarit einu sinni i viku. f Eist- landi hefur nýlega komið til mótmælaaðgerða meðal há- skólastúdenta, sem vilja mót- mæla auknum 'kröfum um rúss- neskukunnáttu i skólum lands- ins. bó Eistland hafi verið her- numið land i fjörtiu ár, þykjast flestir Eistlendingar ekki skilja rússnesku þegar þeir eru ávarp- aðir á þvi máli. Lettland Andófsaðgerðir hafa ekki ver- ið eins algengar til þessa i Lett- landi. Ein ástæðan er að Lett- land er iðnþróaðasta rikið meðal Eystrasaltsrfkjanna, og efnahagskerfi þess mjög sam- flækt við efnahag annarra rikja i Sovétríkjunum. Mestur hluti sovéksra sima, Utvarpa, is- skápa og ryksuga er framleidd- ur þar ásamtstórum hluta allra mótorhjóla og járnbrautar- vagna. Þá er Riga höfuðborg kventiskunnar i Sovétrikjunum. Umfram allterhöfnin i Riga ein helsta innflutningshöfn Sovét- rikjanna og stór hluti innflutn- ings til Sovétrikjanna fer þar um En þetta fjölþætta atvinnulif hefur skapað vinnuaflsskort sem hefurleitt til fólksflutninga til landsins frá öðrum svæðum Sovétrikjanna. Nú eru Utlend- ingar um 45% af ibUum Lett- lands, en ibúarnir eru um 2,5 millj. talsins. Hræðslan við að verða að minnihlutaþjóð i eigin landiásamtmiklum samdrætti i vöru- og matarframboði, hefur tendrað þjóðernishyggju meðal Letta, sem hafa haft tilhneig- ingu til að telja sig til V-Evrópu- búa, eins og hinar Eystrasalts- þjóðirnar, sem ekki eru af slav- neskum uppruna, og hafa litið niður á sina slavnesku nábúa. Þar að auki hefur innflutningur um Riga leittaf sér mikið smygl frá Vesturlöndum. Sterkasta andstaðan gegn Sovétrikjunum kemur frá ung- .lingum og fólki á aldrinum 20 til 30 ára, en fyrir það fólk, þýðir hugtakið „hiöborgaralega Lett- land”, en þetta nafn er notað i sögubókum um sjálfstæðisárin (1918 til 1940) fagra og rika for- tið. Áhorninu á Padom jugötu og Leninstrætis.þarseni unglingar hittast gjarna, kemur á óvart, hversu auðvelter að kaupa vör- ur frá Vesturlöndum. Gallabux- ur frá Bandarikjunum eru seld- ar fyrir 200 rúblur, eða um 268 doilara og allt sem kemur frá Bandarikjunum er selt fyrir stórfé!. Vestrænt popp Ungt fólk i Riga þekkir nýj- ustu poppgrúppurnar á Vestur- löndum og kannast við vinsæl- ustu lögin á hverjum tima, vegna þess að það hlustar á Radio Luxemburg. Eftir að kassettutækin komu á markað- inn hefur verið mun auðveldara að smygla og fjölfalda útlenska~ tónlist og gefur það góðar tekj- ur. Upptökuraf plötum sem vin- ir og vandamenn gefa, eru seld- ar á 13 dollara stykkið. Einn ungur maður, Ojar Bersins segir að oft opni toll- verðir plötuumslög sem send eru i pósti, og geri nokkrar upp- tökur af þeim, til að drýgja sín- ar eigin tekjur. Ojar Bersins hefur nýlega lokiðnámiog biður nú eftir þvi að verða kallaður i herinn. Hann klæðist gallabux- um, Adidasskóm og hár hans er klippt eftir nýjustu tisku og hann fyrirlítur sovéska kerfið. „Þegar Lettland var sjálfstætt, fluttu Lettar út matvæli. Við vorum á svipuðu stigi og Dan- mörk og Holland. NU verðum við að fara i biðraðir tii að kaupa smæstu hluti og flestar búðireru tómar. Stundum kom- um við saman nokkrir vinir og syngjum gamla þjóðsönginn. Við kunnum hann allir, þó hann sé bannaður”. Ojar og vinir hans hafa sig mjög i frammi og fela ekki þjóð- ernishyggju sina. Sumir hafa látið sauma skjaldarmerki hins sjálfstæða Lettlands á skyrtur sinar.aðrir ganga i bolum, sem á er prentað á ensku „Latvian Power”. A popptónleikum með lettneskum hljóðsveitum dansa þeirog hafa hátt, meðan RUssar sitja grafkyrrir og klappa kurteislega. Hættulegasta og augljósasta formið af andófi þessara ung- linga, er að brjóta niður rúss- nesk minnismerki eða að ráðast á Rússa og berja þá. Fyrir ekki löngu voru nokkrir vinir Ojars i hópi 20 Letta, sem voru hand- teknjr fyrir „ofbeldi” gegn Rússum. Herþjónustu, þegjandi og hljóðalaust Enþrátt fyrir andófiðog háv- aðann, fara allir ungu mennirn- ir i herinn, þegar kallið kemur. Enginn kemst undan tveggja ára herþjónustu. „Ég vona bara að ég verði ekki sendur til Afghanistan eða Póllands”, segir Ojar. Enginn veit hvert hann verður sendur þegar hann gengur í herinn. Flestir her- mennirnirsem eru íherbúðum i kringum Riga, virðast vera frá M ið-Asiulýðveldunum. Miervaldis Vilhelms, er 23 ára og hefur nýlokiö herskyldu sinni. Hann segir frá heræfing- um nálægt pólsku landamærun- um fyrrá þessu ári. „Okkur var sagt að vera viðbúnir andstöðu frá skæruliðum, ef við færum inn’ ’ segir hann. „Flestir menn i minni herdeild vonuðust eftir að fá einhver skyldustörf að baki viglinanna. Enginn vildi berjast við Pólverja. Hann segir einnig frá þvi, að svæðið allt að 50 kiló- metrum frá pólsku landamær- unum er nú lokað og engin um- ferð leyfð um það, án sérstaks leyfis. Miervaldis og aðrir ungir Lettar virðast öfunda Pólverja af þvi sem þeir hafa áorkað á siðasta ári. Það er athyglisvert að þeir benda sifellt á kaþólsku kirkjuna sem uppsprettu styrks Pólverja. Lúteröisk mótmæl- endatrú, sem er ráðandi i Lett- landi og Eistlandi er gagnrýnd fyrir það.að „krefjast of litils af fólki”. Almennt virðist ungt fólk í Riga vel að sér um það sem er að gerast i heimsmálunum. Ot- sendingar frá útvarpsstöðvum eins og Frjáls Evrópa, BBC og sænskum stöðvum eru mikið notuð. Otvarpsstöðin Frjáls Evrópa er gagnrýnd fyrir það að vera of hlutdrægá stundum i fréttaflutningi, hinsvegar er lettneskum útsendingum frá Sviþjóð hrósað, þviþar er einnig sagt frá náttúruhamförum, flug- og járnbrautaslysum sem verða á Eystrasaltssvæðinu, en frá sliku er aldrei sagt i sovéks- um fréttum. Þessi skortur á öllum nei- kvæðum fréttum i fjölmiðlum heima fyrir veldur þvi, að ffétt- ir berast hratt á milli manna. Það eraðeins þegarslikar sögur eru farnar að ganga fjöllunum hærra, viðurkenna stjórnvöld að vandamálséfyrir hendi. Nú ný- lega t.d. gekk orðrómur um að mikill skortur á sykri væri fyr- irsjáanlegur, það leiddi af sér mikið hamstur á sykri og varð þess valdandi að skorturinn varð mjög mikill. Til þess að koma reglu á aftur varð rikis- stjórninað lokum að viðurkenna hvert vandamálið var. Stríðið i Afghanistan Hvað varðar Afghanistan, berast fréttir manna á milli á sama hátt. En fólkið í Eystra- saltsrikjunum veit liklega meira um striðið i Afghanistan, en fiestir Vesturlandabúar þvi það heyrir sögur frá hermönn- um,sem snúa aftur. (Fjölskyld- ur geta dregið þá ályktun að sonurinn sé i' Afghantistan, ef bréf hætta að berast frá honum, þvi'þaðan eru engar bréfaskrift- ir leyfðar). Þvi er almaint haldið fram, að lik um 50 hermanna séu send heim á hverjum mánuði, i sér- legum innsigluðum flugvélum, og aldrei er leyft að opna kist- urnar fyrir greftrun. í Riga má heyra margar hryllingssögur frá Afghanistan, frá ýmsum aðilum. Þæreru venjulega eitt- hvað á þá leið, aö sovéskur her- maður vaknar upp.einn morgun og sér aö mennirnir sem sofa næst honum hafa verið myrtir i svefni. Frásagnir af rússnesk- um hermönnum, sem hafa verið teknir fastir og siðan drepnir, með þvi að loka þá inni með soltnum rottum, hafa einnig heyrst. Yfirleitt virðast allir sem til þekkja vera þeirrar skoðunar að striðið i Afghanist- an sé ekki vinnanlegt fyrir Sovétrikin, að Afghanir verði aldrei kúgaðir. Það sem sóvéskir borgarar eiga erfiðastmeð að skilja hvað varðar li'f á Vesturlöndum, er það hversu auðvelt er að kaupa inn þar. Þegar þeir heyra að innkaup fyrir fjölskyldu i Bandarikjunum kunni að taka aðeinstvo timaá viku i kjörbúð- um,. verða þeir forundraðir, þvi i Riga tekur það allt að þrjá tima á dag, fyrir húsmóður að kaupa inn til daglegra þarfa. Biðraðir myndast áður en búð- irnar oþna og stræti borgarinn- areru full af fúllyndum borgur- um ileitað vörum allan daginn. Vinnutimi er sveigjanlegur og margirtaka sér hreinlega fri til að versla. Þegar svo margir eru að eltast við takmarkað fram- boð á neysluvörum, er óhjá- kvæmilegt að mikið er um hrindingar og dónaskap. Þegar inn i' búðirnar kemur finna við- skiptavinirnir enga brosandi af- greiðshimenn, aðeins þreytta og geðilla verkamenn, sem hafa varla tima til að lita upp frá peningakassanum. Búðakapphlaup „Otlendingar segja alltaf aö við virðumst eldast hraðar hér”, segir Ingrida Lacis, sem er 37 ára gömul, meinatæknir býr i' tveggja herbergja i'búð með eiginmanni sinum og syni. „Þegar þú ert sifellt að hugsa um það hvar er hægt að fá kjöt, eða hvar má kaupa mjólk, er ekki hægt að slappa af. Jafnvel þegar ég fer í leikhús er ég að hugsa um hvern ég geti talað við, eða hvað ég á sem ég get skipt á fyrir vörur. Það er ekki að undra að við virðumst vera eldri hér.” „Ástandið fer versnandi”, segir Viktors Lacis, 38 ára gamall rafmagnsverkfræð- ingur. „Enginn kunningja minna trúir þvf að kom múnism- inn valdi þvi að bæta ástandið. Ekki einu sinni fólkið sem skrifar slagorðin i blöðintrúir þvimeir. Þeirhafa allir augu og geta séð. Kannski einhver af toppunum trúi þvi, en ég efast um það. Fyrir tveim árum voru biðraðirnar ekki svo slæmar. Raunar öfunduðu allir Rússar Rigabúa. En nú hefur þessu verið jafnað út. Biðraðimar hjá okkur eru alveg jafnlangar og búðirnar alveg jafn tómar.” Viktors og Ingrida tilheyra kynslóð Letta sem fara varlega i þjóðernishyggju sinni. Þau hafa lært að lifa undir sovéska kerfinu og nota það sér til fram- dráttar. tbúöin þeirra er litil og þröng, enþau eiga bil, sjónvarp og plötuspilara. Þau eiga sumarbústað við ströndina lika. „Peningamir eru ekki vanda- málið”, segir Viktor. „Viö eig- um nóg af þeim. Vandamálið er að finna eitthvað til að kaupa,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.