Alþýðublaðið - 24.10.1981, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1981, Síða 3
Laugardagur 24. október 1981 3 RITSTJORNARGREIN Rllir þingmenn Alþýöuflokks- ins i neðri deild hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um land i þjóðareign. Hugmyndir Alþýðuflokksins um þjóðareign á landi eru löngu kunnar. Fyrstu tillögur flokksins um þau mál voru lagðar fram á Alþingi af Braga Sigurjónssyni árið 1970. Það var tillaga til þings- ályktunar um endurskoðun lög- gjafar um óbyggðir landsins, vötn, ár, jarðhita og námur. Skv. tillögunni skyldi rikisstjórn láta semja frumvarp að lögum um eignaráð og eignaréttindi yfir óbyggðum landsins, stöðu- vötnum, fallvötnum, jarðhita svo og hverskonar námum og vinnslu verðmæta úr jörðu, þar sem stefnt væri að þvi m.a. að allt hálendi landsins og óbyggðir landsins yrðu lýst þjóöareign. Þessar tillögur hafa tekið ýmsum breytingum við frekari meðferð málsins. Arið 1976 breyttu þeir Bragi Sigurjónsson og Jón Armann Héðinsson þess- ari þingsályktunartillögu um al- menna stefnumörkun i laga- smið. Þá hafa þingmenn Al- þýðuflokksins einnig flutt sér- stök þingmál tengd þessu máli. Má þar nefna lagafrumvarp um breytingu á lögum um eigna- nám, sem flutt var árið 1978. Þetta er eitt allra stærsta hags- munamál sveitarstjórna i þétt- býli, húsbyggjenda og raunar alls almennings. Svipaðs eðlis var frv. tillaga um breytingu á orkulögum, sem þingmenn Al- þýöuflokksins studdu dyggilega en var upphaflega samið og flutt af Magnúsi Kjartanssyni, i ráð- herratiö hans. Allt frá þvi umræður um málið hófust fyrir frumkvæði Alþýðuflokksins, hefur stuðn- ingur við -. méginsjónarmið Al- þýðufl.m. M um þjóðareign á flokksmanpa um þjóðareign á landi farið ört vaxandi. Astæðan er sú, að stöðugt kreppir meira aö almenningi um aðgang að landi og not og nytjar. Þannig hefur t.d. sú tillaga Alþýðu- flokksins nú hlotið almenna viðurkenningu, að náttúruauð- lindir svo sem djúphiti, ásamt orku I fallvötnum landsins, svo og virkjunarréttur, skuli vera eign þjóöarheildarinnar, en ekki tiltekinna einstaklinga. Einnig að sama máli skuli gegna um óbyggðir og hálendi. Með visan til vaxandi stuðnings almenn- ingsálitsins við viss grund- vallaratriði f þessum málum, hefur þingflokkur Alþýðuflokks- ins ákveðið að láta nú reyna á það, hvaöa einstök atriði i tillög- um Alþýðuflokksins um eignar- ráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum, hafi öðlast nægan stuðning til þess að von sé til að þau náist fram á Alþingi Islend- inga. Þingmenn Alþýðuflokks- ins hafa þvi brugðið á það ráð að i stað þess að flytja allt þetta stóra og mikla mál um um eignarráð á landinu I einu þing- máli á Alþingi þá veröi það brotið upp i einstaka þætti og flutt sjálfstætt þingmál um hvern þátt fyrir sig. Þaö frv., sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi, takmarkast við að lýsa öll þau landsvæði þjóöareign, sem skýlausar eignarheimildir annarra en rikisins finnast ekki fyrir, Enn frem.ur, að sama máli gegni um vatnsréttindi, jarðhita, námaréttindi og önnur fasteignaréttindi. t framkvæmd mundi þetta þýða að allar óbyggðir Islands yrðu lýstar þjóðareign ásamt flestum eða öllum afréttum og hálendissvæðum. A þeim svæðum myndi Islenzka þjóðin gera tilkall til allra fasteigna- réttinda,svo sem vatnsréttinda, jarðhita, námuréttinda og ann- arra réttinda, sem bundin eru eignarétti landsins. Beitarétt- indi sem fylgja einstökum bú- jörðum, upprekstrarfélögum eða sveitarfélögum, stæðu óskert, svo og veiðiréttindi og allar aðrar eignarheimildir annarra en ríkisins, sem sönnur eru færðar á. Auk þessa, flytja þingmenn Alþýðuflokksins, sem sjálfstæð mál, tillögu til þingsályktunar um orlofsbúðir fyrir almenning, fyrirspurn um meðferð og leigu rikisjarða, ásamt lagafrum- varpi um framkvæmd eigna- náms. Þá munu þingmenn Al- þýðuflokksins einnig endur- flytja frv. tillaga um þjóðareign á háhitasvæðum og virkjunar- rétti þeirra. Slðar á þinginu eru væntanlegar aðrar tillögur frá þingmönnum Alþýðuflokksins um þetta stórmál. Þessi lagasetning myndi út- kljá ýmis deilumál, sem uppi hafa veriö um eignarréttar- heimildir á landi og lands- gæðum. Slik lagasetning er t.d. nauösynleg i kjölfar niðurstöðu dómstóla um, hver eignarrétt hafi á botni Mývatns. Þá mun þessi lagasetning taka af tvi- mæli um eignarrétt á afréttum sem dómstólar hafa komist að niðurstöðu um, að bændur, upp- rekstrarfélög eða sveitarfélög geti ekki talist eigendur að. Slík landssvæði ber að taka með ótviræðum hætti i almannaeign. Beitarréttindi geta hins vegar staðið óskert eftir sem áður. Með þessu frv. er ekki gerö tillaga um eignaupptöku eða eignanám á landssvæði, hlunn- indum eða öðrum eignarétt- indum, sem eru eign annarra en rikisins. Samþykkt frumvarps- ins myndi engu breyta um það. Einasti tilgangur frv. er sá, að lýsa yfir, að land og landsrétt- indi, sem aðrir eigendur finnast ekki að, skuli eftirleiðis talin eign þjóðarheildarinnar. Enn fremur, að um þá þjóðareign verði settar ákveðnar reglur sem tryggi bæði rétt og skyldu almennings gagnvart landi og landsgæðum. Veröur að teljast vel við hæfi að slíkt sé gert ein- mitt nú, þegar þjóöin hefur variö miklum fjármunum til þess að bæta fyrir spjöll geng- inna kynslóða á landinu. # // Frumvarp þaö, sem þingmenn Alþýðu- f lokksins í neðri deild nú flytja um þjóðareign á landi, takmarkast við það, að lýsa þau land- svæði þjóðareign, sem skýlausar eignarheim- ildir annarra en ríkisins finnastekki fyrir. Sama máli gegni úm vatns- réttindi, jarðhita, námu- réttindi og önnur fast- eignaréttindi. Eftir sem áður munu beitarrétt- indi, sem fylgja einstök- um bújörðum, upp- rekstrarfélögum eða sveitarfélögum, standa óskert, svo og veiðirétt- indi og allar aðrar eignarheimildir, sem færðar eru sönnur á." Það fer ekki saman að biðjast I öðru orðinu fjár til slikra verka, þar sem Island sé eign þjóöarheildarinnar, en krefjast i hinu orðinu frumlaga af al- mannafé, sem aðeins koma fá- einum einstaklingum til góöa, m.a.s. án þess, að eignarréttur þeirra sé óvéfengjanlegur. — JBH ísland fyrir fslendinga RITSTJÖRNARGREIN ðetjum sem svo að Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, kallaði saman blaðam annafund fyrir upphaf landsfundar, og gæfi þar út svo- hljóðandi yfirlýsingu: „Hin gamla einfalda skipting milli fylgismanna einkafram- taks, markaðsbúskapar og pólitisks lýðræðis annars vegar og fylgismanna þjóðnýtingar, rikiseinokunar og miðstýrðs áætlunarbúskapar hins vegar heyrir nú sögunni til, bæöi hér á landi og i okkar heimshluta jfir- leitt.” Þvi næst myndi formaðurinn leika nokkur vel valin tilbrigði við það stef, ,,að v.ið erum allir sósialistar nú til dags”. Þá mundi formaðurinn leggja pent Ut af þvi, að hið stéttlausa sæluriki, þeirra Lenins, Stalins og Bréshnevs hefði nú sýnt i reynd slika yfirburði umfram sundurvirkni og stéttastrið kapitalismans, að einsýnt væri að Sjálfstæðisflokkurinn sættist nú „heilum sögulegum sáttum” við sína fornu fjendur. Hiðgamla kjörorð „stéttmeð stétt” væri sýnilega úrelt og óþarft i hinu stéttlausa þúsund ára riki sósialismans. Loks mundi formaðurinn biðja landsfundarfulltrúa kur- teislega að forðast að vekja upp gamla drauga úr fortiðinni, eins og Jón kallinn Þorláksson, Ólaf heitinn Thors og Bjarna Benediktsson. Pólitískt bardús þeirra hefði sýnilega byggst á leiðum misskilningi, sem nU værileiðréttur.Drottinn gefi þvi dauðum ró, en hinum likn sem lifa. Að endingu mundi formaðurinn klikkja Ut með þvi aö tilkynna, aö vinur hans og samsósialisti, Svavar Gestsson, hefði tjáð sér, að hann myndi bjóða sig fram til varaformanns i þessum allsherjarflokki sósialismans, á moti Friðrik Sóphussyni, sem væri enn þungt haldinn af sögulegum misskiln- ingi. Ætli það yrði ekki upplit á þeim ritstjórum Morgun- blaðsins, Styrmi og Birni, höfundum kenningarinnar um hinar „sögulegu sættir”. Matthias Bjarnason myndi trúlega láta grafa skurð milli Þorskafjarðar og Bitru og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs rikis á Vestfjörðum. Ætli SUS mundi ekki halda til fjalla undir forystu Hólmsteins og Haarde og hefja skæruliðabaráttu ofan af Ódáðahrauni? Sigurgeir bæjarstjóri mundi auðvitað láta reisa BerlinarmUr þvert yfir Nesið, og lýsa yfir sjálfs- stjórnarstatus eins og Hong Kœg. Það yrði heldur betur lif i tuskunum. Samt sem áður er það nU svo, að þessi imyndaða yfirlýsing Geirs flokksfor- manns, er ekkert vitlausari en hvað annað, sem nú gengur út af munni helztu hugmynda- fræðinga Alþýðubandalagsins og birtist daglega i Þjóðviljan- um. nin imyndaða yfirlýsing Geirs formanns er nefnilega tekin beint upp úr Þjóðviljan- um. Aðeins með öfugum for- merkjum. Þeir fóstbræöur, Svavar formaður og Kjartan aðalritstjóri, lýsa þvi nú yfir kvölds og morgna, að héðan i frá sé fortið þeirra i ösku. Þeir kannast ekkert við nein ágrein- ingsefni kommúnista og sósial- demókrata. Helzt er á þeim að skilja, að þeir séu endurfæddir nýkratar. „Born Again”—eins Carter baunabóndi. Þeir lýsa sjálfum sér sem pólitiskum flóttamönnum frá fortiðinni, sem nú hafi allt i einu frelsast fyrir guðlega opinberun eins og Páll frá Tarsus.. Þeim mun kynlegra er, að þegar Alþýðublaðið vill ná tali af Guðmundi Jaka um kjaramál og Verkamannasambandsþing, má hann ekki mæla fyrir sorg og sút. Hélt sig vera lausan við pólitiskar afturgöngur Einars, Brynjólfs og Lúðviks, en sjái samt ekki betur en enn sé mjög reimt i Þjóðviljahúsinu. Veit ekki Jakinn að Kjartan er ekki afturgenginn — heldur endur- fæddur — frelsaður eins og sjálfur Jakinn. Bara krati. Aldrei verið neitt nema krati. Hvers vegna finnst Guðmundi þá allir kratar vera i skessu- leik? Þegar Lúövik Jósepsson fann Bjarna Guðnasyni það til foráttu á framboðsfundum aust- ur á fjörðum að Bjarni hefði verið í þremur flokkum, svaraði Bjarni þvi fullum hálsi. Hann sagði, að Lúðvik hefði að visu alltaf verið i sama kommúnista- flokknum, en undir þremur nöfnum. Það er aö visu rétt hjá prófessor Bjarna, að á launhelgum flokksins eins og t.d. á hinum lokaða landsfundi haustið ’80, þykir við hæfi, að vekja upp draugana, þessar pólitisku afturgöngur, eins og E in ar, B ryn jólfur og L úðv ik eru nú uppnefndir i Þjóöviljanum — og fullvissa þá um, að hinn „rauði þráður” frá árdögum Kommúnistaflokksins sé, þrátt fyrir allt, órofinn. En þetta er stranglega til heimabrúks. Svona tala menn ekki við hvurn sem er. Sú var tið, aö islenzkir kommúnistar þóttust vera i fararbroddi hinnar „óhjákvæmilegu sögulegu þróunar”. Sovét-Island — óskalandið, hvenær kemur þú? — var sungiö við raust á safnaðarsamkomum, og aldrei hirt hver heyrði þann söng. Þá var nú ekki verið að læðast með veggjum, hvaðþá heldur mönn- um dytti i hug, að biðjast hælis sem pólitiskir flóttamenn hjá erkióvininum, — sósíal- demókrötum. Hin gamla einfalda skipt- ing, i sósialdemókrata og kommúnista”, var þá ekkert að vefjast fyrir mönnum. Hún var sjálft grundvallaratriðið. A henni hefur allt pólitiskt starf hins þrieina islenzka kommún- istaflokks byggst i hálfa öld. Hvorki meira né minna. 1 nafni hennar var Alþýðu- flokkurinn klofinn. í nafni hennar var Verkalýðshreyf- ingin klofin. I nafni hennar var samstarf, hvað þá sameiningu, við Alþýöuflokkinn hafnað með fyrirlitningu. í nafni hennar var árás Rauða hersins á eina Norðurlandaþjóðanna, Finna, varin út i rauðan dauðann. 1 nafni hennar var griðasáttmáli Hitlers og Stalins fagnað. I nafni hennar var utanrfkisstefnu Sovétstjórnarinnar fylgt i blindni, hvenær sem var og hvar sem var. Inafni hennar var hik- laust gert bandalag við hvern sem var um hvaö sem var, ef það mátti verða til þess að klekkja á erkióvininum, jafn- aðarmönnum. I nafni þessarar kenningar, fyllti söfnuðurinn Austurbæjar- bió og flóði allur i tárum við fráfall læriföðurins mikla, Stalins, árið 1953. í nafni hennar litu menn undan þegar uppreisn verka- manna var brotin á bak aftur með sovéskum skriðdrekum i Berlin 1953. I nafni hennar var blóðbaðið i Ungverjalandi variðog réttlætt. 1 nafni þessarar kenningar þótt mikið við liggja á 7. áratugnum, að koma i veg fyrir að villu- ráfandi sósi'aldemókratar eins og Hannibal, Björn Jónsson, Karl Guðjónsson o.fl. fengju þvi tilleiðar komið, að gertyrði upp við hina ömurlegu fortið þessa flokks, og saurguðu þannig hin helgu vé. Þá gekk „litla ljóta klikan”en framkvæmdastjóri hennar var þá núverandi aðalritstjóri Þjóð- viljans,ekkiað þvigruflandi, að „hin gamla einfalda skipting i sósialdemókrata og kommún- ista” — skipti enn meginmáli. Gamanværiaðheyrahvar og hvenærnákvæmlega, þau undur gerðust, að „hin gamla einfalda skipting i sósfaldemókrata og kommúnista”, sem áður skipti öllumáli, varð að þessum voða- lega misskilningi, sem enginn botnar i lengur. Gerðist þaö á þessum áratug, sem Arni Bergmann sat i Moskvu? Einhverra hluta vegna láðist honum að segja félögunum frá þviá siðum Þjóð- viljans. Eða var það á áratugn- um sem HjörleifurGuttormsson nam hjá Ulbricht? Um það var hvergi stafkrók að finna i Þjóö- viljanum. Gerðist þetta undur á áróðursnámskeiðinu, sem Svavar Gestsson sathjá austur- þýzka Kommúnistaflokknum? Hann hefur gleymt að gefa skýslu um það. Hvar og hvenær uppgötvuðu þessir menn að öll þeirra pólitiska hugsun var tómt hindurvitni og pólitiskt starf hreyfingarinnar áratugum saman á misskilningi byggt? Hvar er að finna hið örlaga- þrungna uppgjör við Sovétið og hina marxisku greiningu á mis- tökum aldarinnar'Siðanhvenær hefur Alþýðuúandalagiö hættaö styöja hina sovésku utanrikis- pólitik? Hvar er að finna yfir- lýsingar um það, að þeir hafi falliöfrá afnámi markaðsbúskapar og séu and- vigir miöstýrðum áætlunar- búskap? Það er ágreiningslaust við aðra menn, aö fortið þeirra er i ösku, en hingað til hefur þá skort bæði kjark og heiðarleika til þess að horfast i augu við hugmyndalegt gjaldþrot sitt og draga af þvi nýtilegar ályktanir. Þess vegna vill það vefjast fyrir jafnvel hinum lærðustu mönnum, að finna muninn á þeim sósialisma, sem Þjóðviljinn telst nú vera mál- gagn fyrir, og fagnaöarerindinu forðum. Eftir standa hinir gömhi róttæku frasar, snjáðir, velktir og merkingarlausir. Hugsunin er hol og tóm. — JBH. Pólitískir flóttamenn leita hælis

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.