Alþýðublaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 24. október 1981
T
ónlist
Sigurður Þór Guðjónsson
Einstaklingurinn í tónlist
Sinfóníutonleikar 15. október
F.fnisskrá : Karólina Eirfks-
dóttir: Sónans (frumfluttn).
Haydn: Sinfónaia nr. 104
Brahms: Fiðlukonsert.
Einieikari: Pina Carmirelli.
Stjórnandi: Jean-Pierre
Jacquillat.
Aðrir tónleikar Sinfóniunnar
fóru fram i Háskólabiói þ. 15.
október. Stjórnandi var Jean
Pierre Jacquillat og einleikari
Pina Carmirelli.
Tónleikarnir hófust á frum-
flutningi á nýju verki eftir
Karólinu Eiriksdóttur. Það ber
nafnið Sónans. Ég hafði aldrei
heyrt tónlist eftir Karólinu og
var nú mikið spenntur. Og þetta
var bráðsmellið verk sem
gaman væri að heyra sem fyrst
aftur.
Frá tuttugastu öldinni var
næst stokkið nákvæmlega tvö
hundruð ár aftur i timann og
leikin sinfónia nr. 104 eftir
Haydn. Hann var eitthvert
yndislegasta tónskáld sem um
getur. Aldrei veit maður hvort
honum leið vel eða illa. A
þessum timum var einstakl-
ingurinn ekki orðinn til i músik-
inni. Hún kom beina leið úr
hæöunum a.m.k. þegar Haydn
átti i hlut. En svo kom egóistinn
Beethoven með allar sinar
áhyggjur og þjáningar.. Eftir
hans daga og fram á okkar öld
var tónlistin eintal tónskálda
sem næstum aldrei sáu glaðan
dag. Brahms varð gamall ef
ekki elliær, fyrir aldur fram af
að dekra við eigið þunglyndi. En
hann var gæddur nokkurn veg-
inn eðlilegri sál og kunni sé hóf i
sorginni. Auk þess var hann
ótrúlega snjall að hugsa. Þess
vegna hefur hann margt að
segja okkur nútimamönnum.
Og þetta kvöld var einmitt
fluttur fiðlukonsert Brahms.
Hann var mjög fallega og
rómantiskt leikin af Pina
Carmirelli og hljómsveitinni.
Mér finnst þetta fegursti fiðlu-
konsert sem til er og heimurinn
verður ofurlitið betri. og
bjartari i hvert skipti sem
maður heyrir hann. Þessir tón-
leikar voru þvi ekki svo galnir
og vonandi verður framhaldið
eftir þvi.
Sigurður Þór Guðjónsson
Andlegur þroski
Beethoventónleikar í Austur-
bæjarbiói 17. október
Flytjendur: Pina Carmiirelii og
Arni Kristjánsson
Efnisskrá: Sónata «r. 5 op. 24:
sdnata nr. 10 op. 96,
sónata nr. 7 op. 30 nr. 2.
Pina Carmirelli hélt aðra tón-
leika og nú með Árna Kristjáns-
syni i Austurbæjarbiói þ. 17.
október.
Þau léku þrjár sónötur fyrir
fiðlu og pianö eftir Beethoven.
Hann er það skáld tónanna sem
náði mestum andlegum þroska
af þeim sem náðu sæmilega
háum aldri á annað borð. Fáir
menn hafa átt jafn hörð og ást-
laus örlög.. En i einmanaleik
sinum og þjáningu tókst Beet-
hoven að hefja sig upp yfir tak-
markanir venjulegra manna
upp i heiðrikju andans þar sem
persónuleg ævikjör einstakl-
ingsins skipta ekki lengur máli
heldur sammannleg gleði og
þjáning. Úr þessum hæðum
færði Beethoven mannkyninu
tóna sem koma úr dýpri og feg-
urri vidd en öll önnur tónlist.
Búdda kenndi að lifið væri
þjáning og benti mönnum á
leiðir til að sigrast á þjáning-
unni. Beethoven gerði þetta i
tónlist sinni siðustu árin sem
hann lifði.
En við vitum ekki hvernig
hann fór að þessu né hvernig
honum leið meðan hann var að
semja. En eitt er vist. Það er að
þennan þroska öðlaðist Beet-
hoven með mikilli baráttu ára-
tugum, saman. Hann var
gæddur ótrúlegum lifsþrótti
sem á yngri árum kom fram i
lifsþorsta og lifsgleði. Vor;-
sónatan ber þessu fagurt vitni.
Yfirbragð hennar minnir oft á
Schubert. Arni og Carmirelli
léku þetta verk fallega og mjög
ljúft en mér fannst nokkuð
skorta snerpu og fjör. Sónata
op. 30 nr. 2 speglar hrikaleg sál-
ræn átök. Hún er eitthvert
magnaðasta meistaraverk sem
Beethoven samdi og sú fiðlusón-
ata sem mér finnst áhrifamest.
Og ég saknaði meiri átaka og
andstæðna i flutningnum sem þó
var fallegur og ágætur i
mörgum greinum. Að lokum
léku Pina Carmirelli og Arni
Kristjánsson siðustu fiðlusónötu
Beethovens i G-dur op. 96. Hún
er með ljóðrænustu og inni-
legustu verkum hans og róman-
tisk i fegurstu merkingu þess
orðs. Þetta verk var best leikið
á þessum tónleikum og sérlega
yndislega. Og allur blær
þessara tónleika var mjög fall-
egur, hljóðlátur og hjartan-
legur.
Sigurður Þór Guðjónsson
FAGMENNIRNIR
VERSLA
HJÁ OKKUR
Þvi að reynslan sannar að
hjá okkur er yfirleitt til
mesta úrval af vörum til
hita- og vatnslagna.
BURSTAFELL
byggingavöruverslun
Réttarholtsvegi 3
sími 38840
SKYTTURNAR
eftir Alexandre Dumas eldri
128. — Ég sagði herra deCavos að þér gætuðekki fariö meöhonum til hans náöar, þar
sem þér væruö ekki heima, sagöi Planchet. En þá sagöi hann aö þér yröuö endilega aö
lita inn tii hans einhverntimann i dag.
— Þetta er vissulega blekking, sagöi d’Artagnan. Þetta hljómar ekki sennilega, frá
kardinálanum.
— Ég er lika alveg viss um þaö, sagöi Planchei, svo ég sagöi honum aö þér heföuð
haldiö af staötii Troyes i Champagne eftirmiödaginn I gær.
— Þú ert snillingur Planchet, sagöi d’Artagnan. Og nú förum viö af staö.
— Ég heföi einmitt ráölagt feröalag. En leyfist mér aö, spyrja hvert viöförum?
— 1 þveröfuga átt viöþá tii Troyes. Viö munum leita vina okkar!
— Snjöli hugmynd, sagöi Planchet. Viö höfum eflaust gott af hinu friska lofti lands-
byggöarinnar.
— Það er best aö þú pakkir niöur fyrir okkur báöa Planchet, en ég ætla aö skreppa
frá. Þaöer rétt sem þú sagöir um Bonacieux. Hann er þorpari!
D’Artagnan hélt fótgangandi af staö. Hann hélt til Ibúöa vina sinna, en enginn þeirra
reyndist kominn til baka. Hinsvegar beiö ilmandi bréf meö fagurri utanáskrift eftir
Aramis. D’Artagnan stakk bréfinu í vasann. TIu minútum seinna hitti hann Pianchet
viö hesthúsin.
— Flýttu þér aö sööla fjóra hesta, sagöi hann, Viö veröum aö flýta okkur af staö.
— Haldið þér aö viö veröum fljótari með tvo hesta hvor?
— Neiapinn þinn, en meö fjóra hesta komum viö vinum okkar fyrr heim.
129. D’Artagnan og Planchet héldu burt frá hesthús, annar til hægri en hinn tii vinstri.
Þeir ætluðu aö hittast handan viö Saint-Denus. Þeir riöu siöan saman til Pierrefitte.
Ekkert geröist og vinir okkar náöu tiöindalaust til Chantilly. Þegar veitingamaöurinn
sá ungan mann meö þjón og fjóra hesta, tók hann vel á móti þeim. Hann þekkti þá ekki
aftur, og d’Artagnan taldi aöbest væri aö sofa þar, þó Porthos væri þar ekki.
Hann pantaöi mat og vin, og veitingamaðurinn varö mjög hrifinn og bar matinn fram
sjálfur.
— Ef þér hafið valiö fyrir mig besta viniö i húsinu, vil ég bjóöa yöur aö þiggja eitt gias
hjá mér, sagöi d’Artagnan og skálaöi fyrir veitingahúsinu. Hann óskaöi þvi velgengni.
Siöan sagöi hann eigandanum aö hann heföi veriö þar áöur meö nokkrum vinum
sinum, sem allir voru skytturog einn þeirra heföi lent I bardaga viö ókunnan mann.
— Þaö man ég vel, sagöi eigandinn. Þér eigiö viö herra Porthos?
— Þaö er rétt, hann lofaöi aö koma á eftir okkur, en viö sáum hann ekki meir.
— Hann hefur gert okkur þann heiöur aö biöa hér, sagöi eigandinn. En ánægjan er
ekki óblandin. Hann skuldar þó nokkuö.
— Hann borgar sinar skuldir, sagöi d’Artagnan, og þaö lifnaði yfir eigandanum.
— Þaö var gott aö heyra, þvilæknirinn ætlar aö innheimta sinn reikning af mér, sagöi
hann.
— Særöist Porthos?
— Ég veit ekki hvaö segja skal. Hann sagöi mér aö hann myndi skera úr mér tunguna
og af mér eyrun, ef ég segöi þaö nokkrum manni.