Alþýðublaðið - 24.10.1981, Síða 4
4
Laugardagur 24. október 1981
Eftir Kjartan Jóhannsson
Hvernig
má auka kaup-
mátt og bæta lífskjör?
Sú spurning vakir í huga okk-
ar allra meö hvaöa hætti megi
auka kaupmátt og bæta lifskjör
launafólks hér á landi. Einkum
veröur þessi spurning brenn-
andi, þegar kaupmáttur og lífs-
kjör ýmist standa i stað eöa
rýrna og ungt fólk flýr land í
stórum stil, eins og reynsla okk-
ar hefur verið á undanfömum
árum. Þvi hljóta menn aö
spyrja, hver eru þau stefnumið,
sem snúa þessari þróun viö og
tryggja aukningu kaupmáttar
og bætt lifskjör.
Hér á eftir verður stiklað á
ýmsum grundvallaratriðum
varðandi þessa spurningu —
atriðum, sem gjarnan fá of lltið
rúm i' dægurumræðunni um
verðbólgu, verðlag, vfsitölu og
kaupmátt. Aður en lengra er
haldið er þó rétt aö minna á, að
kaupmáttur og lífskjör eru ekki
hið sama.
Aukning kaupmáttar
Snúum okkur þá fyrst að þvi
að lita á nokkur atriði, sem
varða aukningu kaupmáttar.
Spyrjum þá fyrst hvemig megi
auka kaupmdtt launatekna. Al-
mennt séð má gera það bæði
með þvi að auka heildartekjur
launafólks og með því aö draga
úr útgjöldum þannig að meira
af efnisgæðum fáist t.d. fyrir
óbreyttar tekjur. A þessu stigi
ætla ég að láta siðari þáttinn
liggja á milli hluta og snúa mér
að tekjuhliðinni.
Til þess aö tryggja að meira
komi í hlut launafólks i tekjum
þá verður fernt fyrir, eða fjórar
leiðir, sem fara má. t fyrsta lagi
að „kakan vaxi”, eins og sagt
er, þ.e.a.s. þjóðarframleiðslan i
heild vaxi og þá meira en sem
nemur fólksfjölgun, svo mára
komii'hvern hlut. t öðru lagi til-
kostnaður við framleiðsluna
annar en launakostnaður
minnki, þannig að vaxandi svig-
rúm sé til launagreiðslna og
þannig til þess að standa undir
auknum tekjum launafólks. 1
þriðja lagi að launafólk, annað
hvort haldi sinum hlut í vaxandi
þjóðarframleiðslu eða sæki
stærri hlut i kökunni, eins og
sagt er. Sumir myndu hafa orö-
að þessi þr jú atriði og þá i' sömu
röð og égtaldi með nokkuð öðr-
um hætti. Þeir mundu segja, að
i fyrsta lagi þyrftum við hag-
vöxt, en i þvi felst aukin þjóðar-
framleiðsla. t ööru lagi aukna
framleiðni, en i þvi' felst að
minnka tilkostnað miðað viö
framleiðslu. Og i þriöja lagi
þyrftum við sterka verkalýös-
hreyfingu, sem héldi fast á mál-
stað launafólks til þess að sjá til
þessað hlutur launafólks i' þjóð-
arframleiðslunni færi frekar
vaxandi heidur en minnkandi.
Einfaldar grundvallar-
staðreyndir
Nú er það vitaskuld svo að
nálgun þessa viðfangsefnis út
frá þessum hreint efnahagsleg-
um sjónarmiðum, sem ég hefi
hér rakið, er heldur þumbara-
legur. Ég held að þessi upprif j-
un sé samt holl af þvi' að þetta
eru einfaldar staöreyndir, sem
við verðum aö hafa i huga og
taka mið af þegar við litum á
þau markmið aö tryggja aukn-
ingu kaupmáttar.
Hvernig má auka
heildartekjur?
Þá verður næst fyrir að
spyrja, hvernig við getum náö
hagvexti eða tryggt vaxandi
þjóðarframleiðslu, þannig aö
meira komi til skiptanna i tekj-
um launafólks. Alla þessa öld
hefur meginundirstaðan undir
hagvexti á Islandi veriö sú að
sækja meira i sjóinn og þróa
vinnslu sjávarafla sem þannig
berst á land. A undanförnum ár-
um höfum við verið að byggja
upp fiskistofna eftir að land-
helgin var færð út og nýta jafn-
framt aukinn afrakstur, sem
kom i' okkar hlut eftir að útlend-
ingar hurfu af miðunum. Nú
verður hins vegar ekki öilu
meira i sjóinn sótt, ef við viljum
tryggja frambúðarafrakstur
þessarar auðlindar. Og það er
vitaskuld ekki siður mikilvægt
upp á framtiðarafkomu okkar i
þessu landi, að frambúðaraf-
raksturinn sé tryggður, þvi
reyndar verður heldur ekki
kaupmátturinn tryggður til
frambúðar nema með þeim
hætti. En þetta segir okkur það,
að tekjuaukninguna verður að
finna annars staðar.
Ef við svipumst um i þjóölifi
okkar sjáum við fljótt að besta
og nærtækasta viðfangsefnið er
á sviði orkufreks iðnaðar. Við
eigum mikið af óbeislaðri orku i
fallvötnum landsins og i jarð-
varma. Beislun þessarar orku
og nýting til orkufreks iðnaðar
er tækifæri, sem ekki má láta
ónotað. —í fiskvinnslunni getur
Hka veriö nokkurt svigním til
tekjuaukningar með þróun
þessarargreinar. En þaðer ein-
mitt á þessum einföldu forsend-
um og til þess að tryggja fleiri
atvinnutækifæri, sem stefna Al-
þýðuflokksins i virkjunarmál-
um og orkufrekum iðnaði bygg-
ist.
Hvar og hvernig má
minnka framleiðslu-
kostnað?
Næsta atriðið sem vert er að
spyrja samkvæmt þeirri atriða-
skrá, sem hér hefur veriö rakin,
er hvernig og hvar draga megi
úr tilkostnaði eða ná aukinni
framleiöni. Ég bendi strax á
þrjú svið. t fyrsta lagi að draga
úr óarðbærri landbúnaðarfram-
leiðslu til útflutnings. t þeirri
framleiðslu felst mikill tilkostn-
aður, sem er baggi á þjóðarbú-
inu. 1 öðru lagi að draga úr
stærð skipastólsins en það er
kunnara en frá þurfi að segja,
að við núverandi aðstæöur er
skipastóllinn stærri en svo, aö
svari til afraksturs fiskistofn-
anna og er viötækt skömmtun-
arkerfi til sannindamerkis um
það. Stærð skipastólsins veldur
þvi að það er langtum meiri til-
kostnaður af veiðunum heldur
enþyrftiað vera miöað viö þann
afrakstur, sem við getum fengið
af fiskistofnunum. t þriðja lagi
vil ég benda á, að stuðla þurfi að
tækniframförum i fiskvinnslu,
þvi að bæði tæknilega og reynd-
ar stjórnunarlega er áreiðan-
lega svigrúm til verulegra end-
urbóta, sem yrðu til þess að
gera stærri mögulegan hlut
launafólks i framleiðsluverð-
mætunum.
Stefnumörkun, sem
eykur hlut launafólks
Margir kannast sjálfsagt við
þetta, svo oft sem við Alþýðu-
flokksmenn höfum haft á orði,
að þessi þyrfti stefnumörkunin
aö vera. En þessi stefnumörkun
Alþýðuflokksins er vitaskuld
byggð á þvi grundvallaratriði
að sjá til þess að vaxandi hlutur
geti komið f hlut launafólks og
þannig geti kaupmátur aukist.
Mikilvægi atvinnu-
stefnu
Af þessu ætti að vera ljóst, að
stefnan i' atvinnumálum er eitt
meðal hinna mikilvægustu póli-
tisku markmiða, sem við verð-
um að setja okkur, ef ná á aukn-
ingu kaupmáttar. Atvinnu-
stefna varðar þannig grundvall-
aratriði, sem allir verða að láta
sig varða, en alveg sérstaklega
þeir sem i verkalýðshreyfing-
unni starfa og vilja tryggja
batnandi kaupmátt á komandi
árum. Þetta má ekki gleymast i
dægurþrasinu. Þessi mál, at-
vinnustefnuna, á verkalýðs-
hreyfingin að láta sérstaklega
til sin taka.
Almennur iðnaður og
verzlun
Þá er eftir að fjalla um al-
mennan eða léttan iðnað og
verzlun. Um báðar þessar
greinar á við, að þar er mögu-
leiki til vaxtar og möguleiki á
kostnaðarlækkunum. Það sem
vanda veldur i þessum greinum
er af nokkuð öðrum toga en það
sem ég rakti hér á undan varð-
andi aðrar greinar. Iðnaður og
verzlun búa ekki viö sömu að-
stöðu og aðrar framleiðslu-
greinar. Fyrirkomulag skatta
og lánamála er iðnaðinum i
óhag. östöðugleikinn i þjóðfé-
laginu og sfbyljuverðbólga
stendur i vegi fyrir eðlilegri
framþróun, stendur i vegi fyrir
áætlunargerð, stjórnunarfram-
fórum og eölilegri ákvarðana-
töku. Ég held að það megi lika
færa að þvi gild rök, að það
verðlagskerfi, sem hefur verið
við lýði, hafi slævt þessar grein-
ar. Þess vegna þarf efnahags-
lega hreingerningu til að þær fái
aðstöðu til þess aö þróast. Þetta
á við i skattamálum, lánamál-
um og tolla- og aðflutnings-
gjaldamálum. Þetta þýðir lika,
aö hið staðnaða verðlagskerfi
veröur að taka til endurskoðun-
ar. Það þarf þvi nýja atvinnu-
stefnu og efnahagslega hrein-
gerningu hl þess aö tryggja var-
anlega aukningu kaupmáttar til
frambúðar. Hitt er auðvitað
ekki siður mikilvægt að verka-
lýðshreyfingin haldi vöku sinni
og sé öflug til þess að tryggja
réttlátan og vaxandi hlut launa-
fólks i' þjóðarframleiöslunni.
Framfærsluvísitalan
er óöruggur mæli-
kvarði
Ef við litum á gjaldahliðina
þá veröur að viðurkennast, að
yfir henni ráðum við ekki með
sama hætti og tekjuhliðinni i
gegnum atvinnustefnuna.
Orsökin er einfaldlega, hversu
stór hluti neyslu okkar er af er-
lendum toga. A hinn bóginn er
rétt að benda á, hvaða óvissa
rikir i hefðbundnum kaupmátt-
armælingum vegna þess að svo-
nefnd framfærsluvisitala mæli
ekki tilkostnaö heimilanna rétt.
Sú framfærsluvísitala, sem i
gildi er hérna, er gömul og
neyzlumynstriö samkvæmt
henni er áreiðanlega ekki i sam-
ræmi við þá neyzlu sem við
temjum okkurf dag. Þess vegna
er mæling verðbólgunnar sam-
kvæmt framfærsluvisitölu held-
ur ekki með öllu rétt eða ná-
kvæm. Þetta kann m.a. að vera
skýringin á þvi, að fólk á erfitt
með að trúa þeim tölum, sem
birtar eru varðandi framfærslu-
visitölu og finnst aö þær geti
ekki staðist þegarþeir taka mið
af pyngju sinni.
Lifskjör eru annað og
meira en kaupmáttur-
inn einn
Li'fskjör eru annað en kaup-
mátturinn einn, lifskjörin eru
annað og fleira heldur en pen-
ingalaunatekjur eða útgjöld til
framfærslu. Þegar fjallað var
um aukna framleiðni og auknar
tekjur hér að framan var auð-
vitað ekki átt við að fólk þyrfti
aö vinna meira, heldur gæti
fengið betri tekjur fyrir sömu
vinnu eða minni vinnu.
Vinnuþrældómur
Ég held að það sé augljóst, að
vinnutimi er hér alltof langur.
Þessi mikla vinna er kannske að
einhverju leyti kækur, en hún
nálgast vinnuþrældóm a.m.k. á
vissum aldurskeiðum. Við verð-
um að virða það markmið, að
liver og einn hafi reít til þess að
slita sér ekki útog aðlaga þjóð-
félagið að þvi. Þetta varðar lífs-
kjörin. Nú vinna margir myrkr-
anna á milli og það gera flestir
af illri nauðsyn. Menn verða að
gera það til þess að komast af,
koma sér fyrir. Þetta öðkast
ekki i grannlöndum okkar og
þetta erekki velferð. Markmið-
ið á að vera að geta framfleytt
sér og búið vel um sig af dag-
vinnulaunum einum saman. En
þjóðfélag okkar hefur reyrt fólk
i þessar vjðjar. Hér er ætlast til
þess að menn eigi ibúðir sinar,
en það geta menn ekki nema
leggja mikið að sér — leggja of
mikið að sér. Þegar menn hafa
einu sinni fengið hærri tekjur er
erfitt að komast út úr vita-
hringnum með þvi skattkerfi
sem við búum við. Þennan vita-
hring verður að rjúfa, ef viö ætl-
um að bæta lífskjör.
Hvers vegna er land-
flótti?
Það er oft á það bent, að hér á
landi riki landflótti. Ég hef oft
spurtmig þess hvers vegna það
sé. Auðvitað er svarið að hér eru
ekki nógu góð li'fskjör i viðtæk-
um skilningi. En þá má spyrja:
Hvaöa þættireru það, sem ráða
þar mestu? Það er athyglisvert
i þessu sambandi, að hér er ekki
atvinnuleysi og ýmsir þeir sem
flytjast úr landi fara meira aö
segja til þjóðlanda, sem teljast
vera með verulegt atvinnuleysi.
Samt telja þessir útflytjendur
frá íslandi hag sinum betur
borgið þar heldur en hér og
þeim tekst mörgum a.m.k. aö
koma sér vel fyrir. Fólk er þvi
ekki aö flýja land vegna þess að
það getiekki fengið atvinnu eins
og átti sér stað t.d. á sjöunda
áratugnum. Menn flýja land
þrátt fyrir það að hér sé yfrið
nóg að gera. Mér sýnist liklegt
að þaö sé vinnutiminn, hinn
óheyrilega langi vinnuti'mi,
óstöðugleikinn og baslið við að
koma sér fyrir, óvissan um
kaup og kjör, sem ráði hér
mestu. Það er óvissa um launin,
það er óvissa um verðlagið, það
er óvissa i lánamálum. Allt
þetta gerir fólki mjög erfitt um
vik að setja sér skynsamleg
áform, og það gerir ungu fólki
næstum ókleift aðkoma sér fyr-
ir. Það er athyglisvert á hvaöa
aldri þeir eru flesör, sem úr
landi flytjast. Þeir eru á aldrin-
um 20 - 30 ára, það er á þeim
aldri þegar þeir þurfa að koma
sér fyrir og eru með nýstofnaöa
fjölskyldu. Af þesu má draga þá
ályktun, að það séu húsnæöis-
málin, sem vegi sérlega þungt i
þessum efnum.
Rétturinn til að fá íbúð
með viðráðanlegum
hætti
Ég reifaði áðan réttinn til þess
að slita sér ekki út, en ég vil
bæta við öðrum rétti, sem er
jafn mikilvægur út frá þvi, að
hér eigi að ríkja góð lifskjör,
það er rétturinn til þess að fá
ibúð með viðráðanlegum kjör-
um . Það var þannig um hrið, að
menn gátu með mikilli vinnu og
hjálp verðbólgunnar komist yfir
eigið húsnæði. Þá hirtu menn
auðvitað ekki um það hver það
var sem bar tapiðaf hinum svo-
nefnda verðbólgugróða, sem
hjálpaöi mönnum að eignast
húsnæði. Og auðvitaö erum þaö
viö sjálf, bara á öðru skeiði æv-
innar. Þetta kerfi hefði sprung-
ið. Nú hefur verið tekin upp
verðtrygging lána, meðal ann-
ars fyrir ötula baráttu okkar Al-
þýðuflokksmanna, og þetta er
rétt stefna. En það sem hefur
ekki verið gert er að láta árang-
urinn af þessari stefnu renna til
þess að greiða úr lánamálum
húsbyggjenda, lengja lánstima
og hækka lán. Það hefur verið
vanrækt að koma til móts við
húsbyggjendur, þannig að nú er
þeim næsta ókleift, ef ekki með
öllu ókleift, að eignast húsnæði
með eðlilegum hætti eins og
þjóðfélag okkar gerir þó ráð
fyrir að menn geri.
Velferðarkerfið. Efna-
hagslegtöryggi
Það er rétt að rekja nokkur
fleiri markmið, sem varða bætt
lffskjör. Ég vil nefna efnahags-
legt öryggi, öryggi manna um
afkomu sina og sinna, einkum
og sér í lagi þegar eitthvað bját-
ar á. An sliks öryggis geta menn
ekki lifað frjálsir, án sliks ör-
yggis búa menn við sifellda
óvissu. Þessum markmiðum
m^um við ekki fórna, við meg-
um ekki fórna þvi velferðarkerfi
sem við höfum komiðokkur upp
og á þetta legg ég rika áherzlu
vegna þeirra árása, sem þetta
velferðarkerfi verður fyrir úr
ýmsum áttum, bæði hér heima
en ekki síður erlendis, eins og
t.d. i Bretlandi.
Vinnuumhverfið
Það er lika rétt að minna á,
hve stórum hluta ævinnar við
eyðum á vinnustað og nauðsyn
þess að vinnuumhverfið sé gott
og aðlaðandi. Hér á landi er
mjög viða hræðilegur aðbúnað-
ur á vinnustöðum. Það er hafin
sókn til þess að bæta vinnuum-
hverfið, þeirri sókn verður að
halda áfram. Gott vinnuum-
hverfi er líka liður i' góðum llfs-
kjörum.
Jöfnuður
Enn vil ég nefna jöfnuð sem
þjöðfélagslegt markmið, sem
bætir lifskjörin. Aukinn jöfnuð-
ur er gæði i sjálfu sér. En við
verðum að viðurkenna að þessu
markmiöi hefur gengið seint að
koma fram. Þrátt fyrir mikið
umtal hefur litið miðað. Þetta er
i rauninni dómur yfir verka-
lýðshreyfingunni. Þetta kallar á
endurskipulagningu verkalýðs-
hreyfingarinnar og vinnu-
bragða hennar.Sú flókna launa-
togstreita með vixlverkunum
samanburðarins, sem nú gild-
irjiefur það i för með sér að
árangur hefur ekki náðst.
Launataxtar sem eru svo flókn-
ir að menn skilja þá ekki, eru
notaðir sem ábreiða til þess að
dylja þessa vankanta kerfisins.
Verkalýöshreyfingin hefur
þannig mikið verk að vinna i að
endurskipuleggja sjálfa sig og
vinnubrögð sin. Núverandi
skipulag hefur ekki skilað þeim
árangri sem verður að ná i jöfn-
uði launa og kjara. Það þarf að
stefna að þvf aö fyrir hendi sé
styrk og upplýst verkalýðs-
hreyfing til þess aö ná þeim
markmiðum, sem hér hafa ver-
ið rakin, bæði varðandi jöfnuð,
efnahagslegt öryggi, úrbætur i
húsnæðismálum, vinnuum-
hverfi og aukinn stöðugleika i
þjóöfélaginu og til þess að
tryggja atvinnustefnu sem þýði
vaxandi kaupmátt.
Atvinnuöryggi og rétt-
ur til vinnu
Siðast en ekki sizt verður að
minna á hið yfirgnæfandi mark-
mið að tryggja atvinnuöryggi og
rétt allra til vinnunnar. Það er
kannske dæmigert að rekja
þetta markmiö siðast með tillit
til þess hve atvinnuleysi virðist
fjarri hugum okkar hér á ts-
landi á meðan þess sér viða stað
i grannlöndum okkar. En þetta
markmið verður ævinlega að
hafa i huga. Það má aldrei
gleymast.
Nauðsyn á stiórnmála-
legu afli
Sumt af þvi sem ég
hef rakið hér þarf
pólitiskt afl til að
Erindi flutt á Verkalýðsmálaráðstefnu Alþýðyflokksins