Alþýðublaðið - 24.10.1981, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 24.10.1981, Qupperneq 8
8 Laugardagur 24. október 1981 , Verkalýðshreyfinj Grein sú, sem hér fer á eftir, var flutt i rikisút- varpinu, sem erindi um daginn og veginn. Erindið er birt hér skv. beiðni lesenda og með leyfi höfundar. Það hefur varla farið fram hjá neinum, að umræða er hafin um hvaða kröfur verkalýðs- hreyfingunni beri að setja fram, nú þegar samningar verða laus- ir um næstu mánaðamót. Þessu erindi minu hér f kvöld er ætlað að vera innlegg inn f þá um- ræðu. Eins og alltaf þegar samning- ar eru framundan upphefst væl- iö um hvað atvinnuvegirnir þola, kaupkröfum verði aö stilla i hóf. Lágtekjufólki er stillt upp við vegg og þess krafist aö það sýni samábyrgð meö varida at- vinnullfsins. Þjóðviljinn jafnt sem Vinnuveitendasambandiö talar um takmarkað svigrúm til grunnkaupshækkana. Báðir aðilar ganga út frá þvi aö tekju- skiptingu milli atvinnurekenda og verkafólks veröi haldið óbreyttri. Algengustu taxtalaun lág- tekjufólks eru nú á bilinu 4.500 og 5.000 krónur á mánuði. Eins og einhver sagði þá eru þessi laun hvorki til þess fallin að lifa á ne' drepast af. Við höfum það ástand á flestum alþýðuheimil- um, að bæöi hjónin verða að vinna fullan vinnudag og taka alla þá eftirvinnu sem býðst til að endar nái saman. r Utivinnandi konur - tvöfalt vinnuálag Konur er stærsti hópur þeirra sem vinna á þessum lúsarlaun- um. Þær starfa i fiskvinnslunni. þessari undirstöðugrein ís- íensks atvinnullfs og gjaldeyris- lind, þær vinna lágt launuö verksmiðjustörf, — við ræsting- ar, — á spitulum og við ýmiss konar verslunar-, þjónustu- og skrifstofustörf. Konur er hartnær helmingur allra félaga I ASl og i BSRB eru þær þegar I meirihluta. Það gef- ur auga leið að hagsmunamál þeirra eru engin sérmálkvenna heldur þeir hagsmunir sem verkalýðshreyfingin verður að • „Konur skila gífur- legri vinnu í þjóðarbúið. Flestar búa við tvöfalt vinnuálag. Þegar launa- vinnunni sleppir, fara þær til að sinna heimilis- störfunum og barnaupp- eldi. Sjötíu prósent giftra kvenna vinna ut- an heimilis. Hlutfallið er enn hærra hjá þeim, sem eru í óvígðri sam- búð, og hjá einstæðum mæðrum nálgast at- vinnuþátttakan hundrað prósent." hafa aö leiðarljósi viö mótun kröfugeröar. Konur skila glfurlegri vinnu i þjóöarbúið. Flestar búa við tvö- falt vinnuálag. Þegar launa- vinnunni sleppir fara þær til að sinna heimilisstörfum og barna- uppeldi. 70% giftra kvenna vinna utan heimilis, hlutfallið er enn hærra hjá þeim sem eru I óvlgðri sambúð og hjá einstæö- um mæðrum nálgast atvinnu- þátttakan 100%. Samfélagið hefur skyldum að gegna við þessar konur, sem halda hjólum þess gangandi. En þjóðfélagið sinnir ekki þessum skyldum sinum. Giftar mæður eiga varla völ á annarri gæslu en hjá dagmæðrum, vegna skorts á dagvistunarheimilum. Þurfi þær að greiða, til dæmis fyrir tvö börn hjá dagmóður, er lunginn úr mánaðarkaupi þeirra lægstlaunuðu farinn. Skólarnir gera enn ráö fyrir þvl að móöirin sé heima allan daginn. Skólatlminn er slitinn I sundur og enginn möguleiki er fyrir börnin að matast I skólun- um. Skóladagheimili eru fá, svo fá aö þau geta aðeins tekiö inn þau börn sem búa við neyðar- ástand. Síðast en ekki slst þá er alls ekki gert ráð fyrir að börn úti- vinnandi mæðra veikist. I flest- um tilvikum neyðast konur til aö ljúga upp veikindum á sjálf- ar sig til aö geta verið heima hjá veiku barni. Vlða er það svo að ef kona segir að barn hennar sé veikt, þá eru teknir af henni sumarleyfisdagar fyrir vikið. Margar konur hafa vakn- að upp við vondan draum þegar að sumarleyfi kemur og það reynist styttra en þær bjuggust við, þvi miöur vænan, barnið þitt var veikt I svo og svo marga daga! Hjá stórfyrirtæki einu hér i bæ, sem rekur dagheimili fyrir starfsfólkið er ööru vísi farið að. Ef kona tilkynnir veikindi en barnið hennar kemur ekki á dagheimilið, þá er ályktað sem svo, að það sé barnið sem er veikt, og dregið er af launum viökomandi móöur. Karlaveldi i verka- lýðshreyfingunni Samkvæmt móöurhlutverk- inu, væri sú kona ekki hátt skrif- uð sem léti undan þrýstingi at- vinnurekenda og skildi barn sitt eftir eitt i veikindum. En hvernig eiga konur aö losna úr þessarri klemmu? Með atvinnurekendur á aðra hönd, sem toga I þær og neita að við- urkenna að vinnuaflið hefur fleiri þarfir og skyldur en þeim þóknast aö kannast við — og á hina hönd þarfir heimilis og barna sem samfélagið áleggur þeim að sinna að auki. Ein af kröfum sem ASf setti fram I tilefni barnaárs tók á þessu vandamáli. Það var kraf- an um að allir foreldrar skyldu eiga rétt á veikindadögum vegna veikinda barna og að þeir yrðu borgaðir I gegnum trygg- ingakerfið. A barnaárinu komst þessi krafa varla inn á borðið hjá samningamönnum. Nú get- um við konur ekki beðiö lengur. ASI verður aö setja þessa kröfu fram nú og fá hana i gegn. Það hefur nokkuð verið rætt um karlaveldi innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Það stingur i augun aö I 54 manna nefndinni sem á aö vera aöalsamninga- nefnd ASt I komandi samning- um sitja aðeins 10 konur. Þetta þýðir ekki bara það, að konur komist ekki I áhrifastööur innan verkalýöshreyfingarinn- ar. Þetta þýöir llka það, að kon- um úr mikilvægum starfsgrein- um er haldið utan við, þegar málum þeirra er ráöið, að stór- um meirihluta láglaunahóp- anna er haldiö fyrir utan, þegar um kjör þeirra er samiö. Þess vegna er karfan um að fá fleiri konur inn I samninga- nefndir, krafa um að láglauna- fólk fái sjálft að ákveða kaup sitt og kjör. Það er krafa um að þær kon- ur sem eru sér meövitaðar um stöðu kvenna á vinnumark- aði og þau mál sem á þeim brenna þar, fái tækifæri til að móta sínar kröfur og berjast fyrir þeim. Við viljum fá baráttukonur úr röðum verkakvenna inn I for- ystu heildarsamtaka verkalýðs- stéttarinnar. Láglaunafólk, sem nú á að lifa af tæplega 5 þúsund krónum á mánuöi, hefur ekki efni á að blða eftir þvl lengur aö samtök þess blási til baráttu fyrir mannsæmandi launum. Við þurfum strax aö fá skýrar bar- áttukröfur I stað undansláttar og aumingjaskapar verkalýðs- forystunnar sem hefur tekið hverri kjaraskerðingunni á fæt- ur annarri með þögninni. Ríkisstjórnin ber sjálf ábyrgð á ófremdarástandi atvinnulífsins Núverandi ríkisstjórn hefur fariö eins aö og fyrri rlkisstjórn- ir. Hún hefur gengiö á geröa samninga og falsað visitöluna i þvl skyni að auka hlut gróðaafl- anna I landinu á kostnað launa- fólks. Henni hefur tekist, án teljandi mótmæla af hálfu sam- • „Núverandi rikis- stjórn hefur gengið á gerða samninga og fals- að vísitöluna... án telj- andi mótmæla af hálfu samtaka verkafólks. Þetta heitir á máli st jórnmálamanna að vinna bug á verðbólg- unni og leysa vanda at- vinnuveganna. Það hafa einhverjir aðrir betur efni á að leysa vanda at- vinnulífsins en Iðjukon- ur og fiskverkunarfólk. Þetta fólk ber ekki ábyrgð á ófremdar- ástandi efnahagslífs- ins." taka verkafólks, að ræna það kaupmætti með visitölufölsun- um æ ofan I æ. Þetta heitir á máli stjórnmálamanna að vinna bug á verðbólgunni og leysa vanda atvinnuveganna. Þetta leysir ekki vanda þeirra sem þurfa að lifa af og sjá fyrir fjöl- skyldum slnum af slfellt minnk- andi smánarlaunum. Það hafa einhverjir aðrir betur efni á að leysa vanda atvinnulífsins en • Iðjukonur og fiskverkunarfólk. Þetta fólk ber:. enga ábyrgð á ófremdarástandi efnahagsllfs- ins, þvi ófremdarástandi sem atvinnurekendur og rlkisvald hafa komið á. Það vekur ekki sterkar vonir i brjósti að lita á afrekaferil forystu verkalýös- hreyfingarinnar nú að undan- förnu. Hún hefur tekið þátt I þeim blekkingarleik með kaup- máttinn sem rlkisstjórnin stendur fyrir. Rót þess er sú stefna margra forystumanna I verkalýöshreyf- ingunni að það sé meir um vert að halda góðri samvinnu við at- vinnurekendur og rikisstjórn, heldur en að búa verkalýös- hreyfinguna undir sterka og öfluga sókn til að ná lifvænleg- um launum fyrir dagvinnu og útrýma eftirvinnubölinu. í verkalýðshreyfingunni er nú tekist á úm tvær meginstefnur I kjara- og samningamálum. Annarsvegar eru þeir sem vilja ná aftur kaupmættinum frá 1977 er tekinn hefir verið af verka- fólki meö kjaraskerðingum, meðal annars I formi visitölu- falsana á seinustu fjórum árum. Hins vegar eru þeir sem með óljósu oröalagi vilja beygja verkalýðshreyfinguna undir launastefnu rikisstjórnarinnar. Rikisstjórninni er mikið I mun að halda öllum grunnkaups- hækkunum i lágmarki I næstu samningum. í staðinn verður auövitað að bjóða einhverjar dúsur. Hefur rikisstjórnin ákveðið að leggja einhverja upphæð á fjárlögum til hliðar sem nota megi til að liðka fyrir samningum, svo oröalag þeirra sé notað. Með öðrum orðum: Boðið verður upp á félagsmála- pakka og skattalækkanir gegn því að verkalýöshreyfingin reyni ekki að vinna upp kjara- skerðingar undangenginna ára. Ef það er ætlunin að lækka skatta á verkafólki, þá má spyrja sig aö þvl: Hvernig ætlar rikisstjórnin að fylla I þá eyðu, sem myndast I rlkiskassanum? Verður þaö gert með þvi aö stórhækka skatta á atvinnu- rekendum, eða verður félagsleg þjónustu skorin niður, en það bitnar svo aftur á verkafólki. A verkafólk aö taka þátt I þessum skollaleik, sem varðar kaup þeirra og kjör. Við eigum lika að gleypa ein- hvern loforðapakka um hjöönun verðbólgu I staöinn fyrir hækk- að grunnkaup. Þetta þýöir ekkert annað en það að verkafólk á að sætta sig við það kauprán, sem rikis- stjórnin hefur staðið fyrir. A siðustu tveimur árum hefur þetta kauprán numið minnst 6 til 11 prósentum. Vandamál rikisstjórnarinnar er að fá verkalýðshreyfinguna til að fallast á stefnu sína. Þaö hefur ekki gengiö alltof vel. Bæði vegna þess aö fólk er orðið langþreytt á þessu kjarará'ni, langþreytt á svokölluðu sam- ráði, sem er ekkert annað en samráð um kjaraskerðingu, langþreytt á þrældómi og yfir- vinnu. Hagsmunir verkafólks-/ hagsmunir ríkisstjórnarinnar Mörg félög hafa nú aö undan- förnu gert samþykktir um að stefna beri að þvl að ná aftur kaupmættinum frá ’77, þar á meðal er starfsmannafélagið Sókn,fleiri félög verkakvenna á Faxaflóasvæðinu og Alþýðu- samband Vestfjarða, svo nokk- ur félög séu nefnd. En rikisstjórnin á marga hauka I horni innan verkalýðs- hreyfingarinnar. A formanna- ráðstefnu Verkamannasam- bandsins nú I september var gerð samþykkt, sem túlka má sem stuðning við launastefnu rlkisstjórnarinnar, — um aö

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.