Alþýðublaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. október 1981
9
l á vegamótum:
fólksins
>a
)endi
laflokka?
aukningu kaupmáttar eigi aö ná
meö samtvinnun grunnkaups-
hækkana, skattalækkana og
hjöönunar verðbólgu. Þar var
einnig samþykkt aö setja
ákvæöi inn i kjarasamninga
þess efnis aö veröi samiö um
meiri launahækkanir til ann-
arra hópa veröi samningar um-
svifalaust lausir. Þetta var
itrekaö á þingi Verkamanna-
sambandsins nú um helgina.
Þaö er greinilegt aö þaö á aö
láta Verkamannasambandiö
semja fyrst viö atvinnurekend-
ur og rikisvald, siöan á aö nota
þeirra samninga sem svipu á
aðra hópa verkafólks. Ekki er
útlitið glæsilegt, sérstaklega
ekki ef samið veröur i anda
launastefnu rikisstjórnarinnar.
Mjótt var á mununum á þingi
Verkamannasambandsins. Og
það er alls ekki útséö um aö bar-
áttusinnar geti ekki náö yf-
irhöndinni. En til þess þarf
virka og almenna umræöu
meöal verkafólks sjálfs og
stefnumótun, sem verkalýösfor-
ingjarnir veröa aö beygja sig
undir.
Þaö er ljóst að nú hefur mynd-
ast hættulegt ástand innan
verkalýöshreyfingarinnar, sem
getur veikt hana i komandi
samningum. Hreyfingin er i
raun klofin milli þeirra, sem
setja hagsmuni rikisstjórnar-
innar ofar hagsmunum verka-
fólks sjálfs og hinna sem gera
sér grein fyrir nauösyn baráttu
nú. Þaö er kaldhæðnislegt, aö
einmitt stuöningsmenn rikis-
stjórnarinnar, tala hæst um
nauðsyn þess aö hreyfingin
standi öll saman i næstu samn-
ingum.
Þaö er einlæg von allra bar-
áttusinna að verkalýöshreyfing-
in megi standa sameinuð og
sterk i komandi kröfugerö og
samningum. Sú samstaöa getur
þó ekki byggst á ööru en raun-
verulegum hagsmúnamálum
verkafólks sjálfs, allt annaö eru
svik viö verkafólk.
Alþýðubandalagið-
Trójuhestur ríkis-
valdsins innan verka-
lýðshreyfingarinnar
En hvernig má þaö vera aö
verkalýðshreyfingunni er allt i
einu oröið svo umhugaö um ver-
aldargengi þessarar rikis-
stjórnar, þeirrar sömu og ekki
hefur vilaö þaö fyrir sér aö
skeröa kjörin meö visitöluföls-
unum?
Jú, Alþýöubandalagiö situr i
henni. Þessi flokkur sem fyrst
hvetur verkafólk til aö kjósa sig
til aö koma hagsmunamálum
þess á framfæri, hann hagar sér
siöan eins og hver annar kaup-
ránsflokkur, þegar i stjórn er
komiö. Og kemur reyndar ekki
á óvart, "þvi Alþýðubandalagiö
hefur á þvi mestan áhuga, aö
sýna þaö og sanna, aö hann er
betur fær um aö stjórna auö-
valdsbúskapnum en aörir flokk-
ar. Þaö er borgaraöflunum
hreint ekki svo lltilvægt aö fá
Alþýöubandalagiö i stjórn, þvi
þannig geta þau múlbundiö
verkalýöshreyfinguna.
Forysta verkalýöshreyfingar-
innar, sú sem liggur undir ásök-
unum um undirlægjuhátt og
uppgjöf i launabaráttunni, er
tengd rikisstjórninni sterkum
böndum I gegnum flokkatengsl
innan Alþýöubandalagsins. Þaö
eru þessi tengsl sem draga
þróttinn úr verkalýöshreyfing-
unni og lama baráttuþrek henn-
ar.
Þegar forysta Alþýöubanda-
lagsins réttlætir kjararániö
reynir hún aö sýna fram á aö
grundvallarmunur sé á þessum
kjaraskeröingum og kjara-
skeröingum hægri stjórnarinn-
ar 74—78.
Alþýöubandalagiö kemst þó
ekki hjá þvi aö réttlæta kjara-
skeröingarnar á nákvæmlega
sama hátt og aörir kaupráns-
flokkar hafa alltaf gert, meö til-
visunum I viöskiptakjör, vanda
atvinnuveganna, minnkandi
þjóöartekjur, baráttu gegn
veröbólgu.
Það er hreint hlægilegt að
fylgjast meö blaöaumræöu um
þessi mál. Þjóöviljinn notar
gamalt oröalag Geirs Hall-
grimssonar til aö réttlæta kaup-
• #/Mjótt var á munun-
um á þingi Verka-
mannasambandsins.
Það er alls ekki útséð
um, að baráttusinnar
geti náð yfirhöndinni.
En til þess þarf virka og
almenna umræðu meðal
verkafólks sjálfs og
stefnumótun, sem
verkalýðsforingjarnir
verða að beygja sig und-
ir."
ránið, meöan Morgunblaöiö not-
ar gamalt oröalag Þjóöviljans
til aö sýna fram á minnkandi
kaupmátt. Þjóöviljinn fullyröir
hinsvegar aö kaupmáttur þjóö-
artekna á mann hafi aukist og
er þá ljóst aö einhverjir aðrir en
verkamenn hafa fengiö þá
aukningu i sinn vasa.. Varla er
þaö þetta sem Alþýöubandalag-
ið stefnir aö, aö færa gróöann i
samfélaginu yfir til atvinnurek-
enda I æ rikari mæli en gert hef-
ur verið?
Við þurfum á sjálf-
stæðri verkalýðs-
hreyfingu að halda
Þjóöviljinn hefur aö undan-
förnu einnig lagst á sveif meö
atvinnurekendum með þvi aö
vara viö launahækkunum I
krónutölu sem eyöilegöu þeirra
árangursriku baráttu gegn
veröbólgunni.
Þessi málflutningur hefur
alltaf heyrst frá ihaldinu þegar
verkafólk vill bæta kjör sin. Og
þaö sem meira er, nú er reynt
aö beina spjótunum gegn há-
launahópunum svokölluðu, gera
þá ábyrga fyrir lágum launum
allra hinna, i stað auövaldsins.
Viö þurfum aö efla sjálfstæöi
verkalýöshreyfingarinnar og
gera hana algerlega óháöa
Eftir
Hildi Jónsdóttur
skrifstofumann
nagsmunum flokka, sem eru
búnir aö þvæla sér inn i makk
viö Ihaldsöflin.
Viö þurfum verkalýösforystu
sem lútir engum öörum hags-
munum en þeim sem verkafólk
sjálft hefur.
Þeir hagsmunir eru aö fá
mannsæmandi laun fyrir vinnu
sina, aö dagvinnutekjur nægi til
framfærslu heimilanna, aö
kröfum verkafólks um aöbúnaö
og öryggi á vinnustaö sé mætt.
Verkalýöshreyfingin veröur
aö hafna þvi algerlega aö miöa
kröfur sínar viö launastefnu
rikisstjórnarinnar. Hún veröur
aö berjast einhuga fyrir kröfum
sem geta sameinaö verkafólk til
raunverulegar baráttu fyrir
bættum kjörum.
Verkafólk úti á vinnustöðun-
um veröur aö láta I sér heyra og
krefjast baráttu. Þau þrælakjör
sem lágtekjufólki er I dag boðið
upp á eru hraksmán sem verður
aö berjast gegn.
A árinu 77 setti verkalýðs-
hreyfingin fram kröfuna um 100
þúsund króna lágmarkslaun.
Þetta var góð krafa sem virkj-
aöi fólk I launabaráttunni, hana
gátu allir skiliö og sameinast
um. Ef viö framreiknum þessa
kröfu til dagsins i dag, þá þýöir
þetta kröfu um 6.100 króna lág-
markslaun. Hvaö er þaö sem
hindrar verkalýðshreyfinguna i
aö setja fram kröfu um 6 þúsund
króna lágmarkslaun? Éf viö lit-
um á framfærslukostnaö
heimilanna, þá er hún sist of há.
Þaö er brýnt aö verkalýðs-
hreyfingin skilgreini, hver lág-
markslaun þurfi aö vera og noti
til þess eigin útreikninga á
framfærslukostnaöi. Verkalýös-
hreyfingin þarf að beita sam-
einuöum styrk sinum til aö
tryggja þaö aö láglaunafólk hafi
ætiö laun, sem duga þvl til
framfærslu.
Krafan um lágmarkslaun
myndu betur þjóna markmiðum
jafnlaunastefnu nú, heldur en
krafa um jafnar visitöluhækk-
anir i krónum. Ekki vegna þess
að sú krafa hafi veriö röng á sin-
um tima, heldur vegna þess
að rikisstjórninni tókst að eyöi-
leggja hana meö þvi aö skapa
tortryggni um aö hana ætti aö
nota til aö halda öllum niöri.
Meö kröfunni um 6000 króna
lágmarkslaun, leggjum viö
áherslu á stórfellda hækkun
lægstu launa strax, áherslu á
stórfellda hækkun til þess mikla
meirihluta láglaunafólks sem er
innan ASl
Fólkið á vinnu-
stöðunum láti
til sín heyra-
milliliðalaust
Viö skulum standa gegn öll-
um þeim sem vilja sundra
launafólki meö þvi aö gera hina
svokölluöu hálaunahópa aö and-
stæöingum okkar.
f fyrsta lagivegna þess aö þaö
eru engir raunverulegir há-
launamenn innan verkalýös-
stéttarinnar.
I ööru lagivegna þess aö þeir,
sem gjarnan eru kallaöir svo,
þaö eru iönaöarmenn, eru sist
ofaldir af launum sinum, sem
þeir eins og aörir veröa aö ná
upp meö óhóflegri ákvæöis-
vinnu, — nú þegar laun fjöl-
skyldu þurfa aö vera hátt á aöra
milljón gamlar krónur sam-
kvæmt framfærslukostnaöi.
1 þriöja lagivegna þess aö eini
raunverulegi tilgangurinn meö
þvi er aö sundra verkafólki og
koma i veg fyrir samstööu allr-
ar stéttarinnar i baráttu gegn
kjaraskeröingum rikisstjórnar-
innar. Viö veröum aö endur-
heimta visitölukerfiö frá 77. Þaö
kerfi haföi I sér ákvæöi sem
bættu fyrir fölsunaraðgerðir
rikisvaldsins, meö þvi aö bæta
þann skaöa sem verkafólk verö-
ur fyrir þegar veröhækkunum
er skellt á strax eftir aö verö-
bætur erureiknaöar. Þaö er ein-
mitt þaö sem hefur gerst nú um
langan tima án þess aö nokkrar
bætur hafi komið fyrir.
Viö veröum aö berjast fyrir
þvi aö samningar veröi aftur-
virkir. Þaö þýöir aö greitt veröi
eftir nýjum samningum frá 1.
nóvember, jafnvel þó semjist
siöar Meö þessum hætti er hægt
aö koma I veg fyrir aö atvinnu-
rekendur stórgræöi á aö draga
samninga á langinn meö enda-
lausum vifilengjum eins og
geröist i seinustu samningum.
Viö veröum aö afnema yfir-
vinnu, næturvinna þarf aö koma
strax á eftir dagvinnu og nætur-
vinnu þarf aö greiöa meö
minnst 100% álagi. Þessi krafa
er liður I baráttu þeirri sem viö
• „Forysta verkalýðs-
hreyfingarinnar, sú sem
liggur undir ásökunum
um undirlægjuhátt og
uppgjöf f launabarátt-
unni, er tengd ríkis-
stjórninni sterkum
böndum í gegnum
flokkstengsl innan Al-
þýðubandalagsins. Það
eru þessi tengsl, sem
draga þróttinn úr verka-
lýðshreyf ingunni og
lama baráttuþrek henn-
ar. Það er hreint hlægi- |
legt að fylgjast með
blaðaumræðu um þessi
mál. Þjóðviljinn notar
gamalt orðalag Geirs
Hallgrimssonar til að
réttlæta kaupránið,
meðan Morgunblaðið
notar gamalt orðalag
Þjóðviljans, til að sýna
fram á minnkandi kaup-
mátt."
veröum aö heyja gegn eftir-
vinnubölinu.
Aöeins stórhækkað grunn-
kaup getur breytt þeirri óheilla-
vænlegau stööu sem verkalýös-
forystan hefur komiö launafólki
i meö lindkind sinni, nefnilega
þeirri sem er óhóflega mikill
þrældómur I eftirvinnu og næt-
urvinnu.bónus og ákvæðisvinnu,
sem eyöileggur heilsu og starfs-
þrek fyrir aldur fram.
Yfirvinnuþrældómurinn á lika
mikla sök á þvi misrétti sem er
milli kynja innan verkalýös-
stéttarinnar. Meöan grunnlaun
eru eins lág og raun ber vitni,
neyöist sá sem er hærra launað-
ur, sem venjulega er karlmaö-
urinn, til aö taka á sig yfirvinnu
og ógerlegt veröur aö sigrast á
heföbundinni hlutverkaskipt-
ingu inni á heimilunum.
Kröfur I þessum anda, kröfur
um baráttu i staö undansláttar,
kröfur um aö verkalýösforingj-
arnir taki ekkert miö af öörum
hagsmunum en hagsmunum
verkafólks, slikar kröfur þurfa
nú að koma frá öllu verkafólki á
öllum vinnustööum...
Aðeins þrýstingur verkafólks-
ins sjálfs getur komiö i veg fyrir
aö foringjunum takist aö draga
verkalýöshreyfinguna meö sér
inn á launastefnu rikisstjórnar-
innar.
(Ath:. Millifyrirsagnir
eru blaösins)