Alþýðublaðið - 29.10.1981, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 29. október 1981
Sigurður E. Guðmundsson:
Samsæri stjómmálafiokkanna
gegn kirkjunni í borginni
Fyrir skemmstu birti Velvak-
andi Morgunblaðsins bréf frá
..Kristnum borgara” þar sem
hann lét í ljósi óánægju sfna yfir
því, að biskupar og prestar
heföu orðið að ganga i „vinstri
fnyk’ ’ á leið sinni um Austurvöll
á vigsludegi hins nyja biskups.
Hreinsunardeild Borgarverk-
fræðings hafði sýnilega ekki
komist til aðhreinsatileftirþað
góða fólk, sem verið hafði á ferð
þar um slóðir kvöldiö og nóttina
áður og þvi hefðu prestar og
biskupar mátt fótum troða
bréfadrasl og óhreinindi, sem
fnykur mikill hefði staðið af,
sannkallaður „vinstri-fnykur”!
Sá hefur höggvið, sem
hlifa skyldi
Sé fnykur yfir Reykjavik,
hvort sem það er á Austurvelli
eða annars staðar i borginni, er
hann hægri-fnykur, sem vinstri-
vindar þriggja ára hafa ekki
náð að feykja brott eftir 50 - 60
ára staðviðri. betta á við um
flest svið borgarmála, þar á
meðal i kirkjubyggingarmálum
borgarinnar, þar sem Sjálfstæð-
isflokkurinn mótaði stefnuna og
réði ferðinni. Enda „sýna merk-
in verkin”, eins og flokkurinn
hafði eittsinn að kjörorði: I flest
öllum borgarhverfum austan
Lækjargötu getur að iita hálf-
byggðar kirkjur,. sem li'tið
tomma áfram, ár eftir ár og
áratug eftir áratug, þrátt fyrir
ódrepandi áhuga og mikla fórn-
fýsi þess góða fólks, sem að
þeim málum starfar á vegum
sinna safnaða. I mörgum lönd-
um eru hægriflokkar eins og
SjálfstæðisflokkUrinn taldir
verndarar og stuðningsmenn
kirkju og kristni. Og vafalaust
vill Sjálfstæðisflokkurinn láta
lita á sig sem síikan. En eitt eru
orð og annað gjörðir. A meiri-
hlutaárum sinum mótaði hann
þá afdrifarfku stefnu, sem síðan
hefur rikt i kirkjubyggingar-
málunum og leitt hefur til
þess, að kirkjurnar I nýju
hverfunum komast yfirleitt ekki
að fullu i gagnið fyrr en fólk tek-
ur að flytjast það£;n og þörfin
minnkar. bróun niála i Lang-
holtssókn er skýrast dæmi þess.
Um Sjálfstæðisflokkinn og
kirkjubyggingarnar hefur þvi
sannarlega mátt segja, aö þar
hefur sá höggvið, sem hlffa
skyldi.
hafi staöizt þá freistingu að
skera niður fjárveitingar til
kirkjubygginga eftir þvi, sem
frekast var mögulegt og þá
gjarnan lagzt á það lúalagið —
vitandi um fjöldan allan af
áhugasömu, dugmiklu og fórn-
fúsu fólki reiðubúnu til þess að
leggja mikið á sig til að koma
kirkjubyggingunum áfram — að
minnka fjárveitingar borgar-
innar sem þvf nam! Innanhúss-
menn hjá rikinu eiga auðvelt
með að koma auga á þessi
vinnubrögð, sem notuð hafa
verið og nauðsynlegt er að
draga fram í dagsljósið.
Hefur samsærið náð til
fleiri aðila?
bað samkomulag þagnar og
afskiptaleysis stjórnmálaflokk-
anna, undir forystu Sjáofstæðis-
flokksins, um framgang kirkju-
bygginga i Reykjavik, sem hér
hefur verið gert að umtalsefni,
verður varla kallað annað'en
samsæri af þeirra hálfu gegn
borgarkirkjunni og starfsað-
stöðu hennar. betta hefur getað
gerzt m.a. vegna þess, að á
meirihlutaárum Sjálfstæðis-
flokksins hafa borgarstjórar
hans og aðrir framámenn senni-
lega haft þau afar óheppilegu
áhrif á þá samflokksmenn sina,
sem viða i borginni hafa haft
forystu i krikjubyggingarmál-
um, að þeirhafalátiðsér lynda
þá smánarskammta, sem hrotið
hafa af borði fjármálastjöra
Ihaldsins hverju sinni. 1 auð-
mjiíkri þögn hafa þeir tekið við
þvi smáræði, sem borgarstjór-
arnir réttu þeim hverju sinni,
samtimis þvi, sem stórkostleg-
um fjármunum var ausið i alls
kyns framkvæmdir, sem sizt
voru mikilvægari. Ekki hefur
heldur boriö mikið á þvi að
kirkjan i borginni eða prestar
hennar hafi hreyft miklum mót-
mælum við samsæri stjórn-
málaflokkanna gegn kirkju-
byggingunum i borginni. Hún
hefur þagað þunnu hljóði og rétt
borgarstjórum ihaldsins vang-
ana til skiptis. bótt það hafi
vafalaust verið kristilegt atferli
hefur það ekki haft þann árang-
ur i för með sér að kirkjubygg-
ingarnar i borginni hafi orðið
samferða öðrum samfélags-
byggingum, sem reistar hafa
verið — þvert á móti.
Komið aftan að góðvilj-
uðu og hrekklausu fólki
bótt Sjálfstæðisflokkurinn
beri mesta ábyrgð á þvíhvernig
komið er, vegna forystu sinnar
og meirihlutaaöstöðu um ára-
tugaskeið, er ekki þvi að heilsa
að hinir f lokkarnir séu saklausir
af því hvernig komið er. beir
hafa á si'num tima, fyrir mörg-
um áratugum siðan, tekið hond-
um saman við Sjáifstæðisflokk-
innum þaö fyrirkomulag á sviði
kirkjubyggingarmálanna, sem
siðan hefur verið óumdeilt og
ágreiningslaust við lýöi. bað er I
stuttu máli á þann veg, að settúr
var á stofn Kirkjubyggingar-
sjóður borgarinnar og i stjórn
valdir nokkrir öðlingsmenn, þó
allir utan borgarstjórnar
og helst enginn áhrifamaður i
borgarpólitikinni. Upphaflega
var honum fengið eitthvert f jár-
magn og var þá að sjálfsögðu
miðað við þær kirkjubyggingar ,
sem þá voru i deiglunni. bessi
fjárhæð hefur sýnilega siðan
veriö framreiknuð eftir sömu
visitölu og margir aörir þættir
borgarfjármálanna, burtséð frá
því hvort margar eða fáar
kirkjur voru I smiöum! bó er
ekki ástæöa til aö ætla, að fjár-
mála-spekúlantar borgarinnar
Þegar kirkjumar eru
risnar er fólkið tekið að
flytja
begar litið er yfir sviðið kem-
ur i ljós, að meöan þörfin er
mestfyrir kirkjubyggingarnar i
hinum nýju hverfum eru þær yf-
irleitt alls ekki fyrir hendi og
hafa ekki verið. begar svo loks
kemur að þvi, að kirkjurnar eru
orðnar nothæfar er fólks„flótt-
inn” úr hverfunum hafinn og
þaroröiðmun fámennara en áð-
ur. Allan timann hefur áf og til
Siguröur E. Guðmundsson
mátt heyra skammir og háðs-
yrði um hinn langa kirkjubygg-
ingartima, kirkjurnar séu illa
sóttar, o.s.frv. En nú bregður
við annan tón: Til hvers i ósköp-
unum er verið að byggja hér
kirkju i þessu fámenna hverfi?
Flestöll börn og unglingar flutt
brott og aðeins eldra fólk eftir!
Nær væri að byggja sjúkrahús
eða elliheimili fyrir þessa pen-
inga! Og þannig koll af kolli.
bað er svo kapítuli út af fyrir
sig, að seinagangur kirkjubygg-
inga i borginni er tilefni napur-
legra athugasemda og aðhlát-
urs jafnt innanlands sem utan.
Skammt er t.d. um liðið siðan
sveitarstjómarmaður á Egils-
stöðum lét þess getið á opinber-
um vettvangi að ef gullfalleg
kirkja eftir Hilmar Olafsson
arkitekt hefði verið byggð eftir
kirkjubyggingartakti ihaldsins i
Reykjavik hefði ekki verið unnt
að taka hana í notkun fyrr en
um næstu aldamót! Og þegar
maður hittir útlenda vini sina á
fjarlægri strönd og spurt er
fregna frá Islandi er allajafna
forvitnast i góðlátlegum tón um
framgang eili'fðarbygginganna I
Reykjavik: ,,Er þakið komið á
Hallgrimskirkju? Ekki svo nei.
En hvenær helduröu að það
verði?”
Meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins sveik borgar-
kirkjuna
Vist hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn -svikið þá i tryggðum, sem
Iöngum treystu honum til að
standa vörðum borgarkirkjuna
og stofnanir hennar: Merkin
sýna vissulega verkin i öllum
nýrri hverfúm borgarinnar. Fé-
lagshyggjuflokkarnir, sem nú
fara með meirihlutavald i
Reykjavik,ættu þvi að fitja upp
á nýrristefnu á þessu sviði, sem
svo mörgum Öðrum, og blása
burt þeim hægri-fnyk, sem legið
hefir eins og mara á kirkju-
byggingunum i borginni um
áratugaskeið. Ekki er beðið um
annað en að þær fái að sitja við
sama borð og aðrar samfélags-
byggingar, sem byggja veröur
og almenningi er nauðsyn á.
Vissulega hafa kirkjurnar mik-
ilvægu hlutverki að gegna i bar-
áttu einstaklinga og fjölskyldna
gegn þeim öflugu óhollu áhrif-
um, sem að þeim steðja úr svo
mörgum áttum — fyrir andlegu
og likamlegu heilbrigði fólksins
f borginni. Félagshyggjuflokk-
arnir ættu að láta af fálæti, sem
byggist á misskilningi, og taka
afstööu með hagsmunum fólks-
ins Iborginniá þessu sviði. Full-
reynt er a ð ekki gerir Sjálfstæð-
isflokkurinn það.
Hvor kemst fyrr i
gagnið: Kirkjan eða
áfengisverzlunin?
Höfundur þessara orða hefur
um nokkur undanfarin ár haft
þann heiður að vera formaður
kirkjubyggingarnefndar i einu
hinna nýjuhverfa, sem reyndar
telst varla „nýtt” lengur. Upp á
siðkastið hefur hann jafnframt
verið formaður byggingar-
nefndar annarrar samfélags-
byggingar.sem borgin lætursér
mun annara um, þ.e. Vistheim-
ilis aldraðra við Snorrabraut.
Samanburður er þvi auðveldur
og i ljós kemur að óliku er sam-
an að jafna. Kirkjubyggingin
býr við þögn og afskiptaleysi
samsærisflokkanna i borgar-
stjórninni og tommar þar af
leiðandi varla áfram. Vistheim-
ilið býr hins vegar við atlæti
þeirra og þýtur þvi upp. Og er
það siðarnefnda vissulega fagn- ,
aðarefni út af fyrir sig.
1 ofanálag hefur það verið
napurlegt umhugsunaref ni
greinarhöfundar undanfarið, að
á teikniborði Húsameistara ri'k-
isins er nú unnið að hönnun stór-
byggingar fyrir Afengisverzlun
rikisins i þvi hverfi, þar sem
fokheldi kirkjukjallarinn góði
stendur. Með sama áframhaldi
verði „félagshyggjuforinginn”
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra búinn að koma stærstu
brennivinssölu borgarinnar i
fjölmennasta hverfi hennar á
laggirnar mörgum árum eða
áratugum áður en fyrsta kirkja
borgarhlutans getur tekið til
starfa. Félagshyggjumenn og
aðrir ættu að hugleiða hvor
stofnunin eigi meira erindi við
fólkið i Breiðholti og hvor sé lik-
legri til hollra og uppbyggilegra
áhrifa á fjölskyldulifið þar.
Kirkjubyggingarnar
eiga að sitja við sama
borð og aðrar samfé-
lagsbyggingar
Ekki er óli'klegt að þau orð,
sem hér hafa veriö látin falla,
fari fyrir brjóstiö á einhverjum
„kristnum borgurum” i
Reykjavik. Það fer sem fara
vill. Höfundur þeirra hefur með
þeim viljað gera sitt til að rjúfa
þá djúpu þögn og kuldalega af-
skiptaleysi, sem rikt hefur um
kirkjubyggingarnar f borginni
— og vekja athygli á þeirri svi-
virðilegu andstöðu stjórnmála-
flokkanna, undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins, gegn þeim, sem
svo glögglega hefur rikt. Stjórn-
málaflokkarnir verða aö gera
sér grein fyrir þvi, að kirkju-
byggingarnar hljóta að sitja við
sama borð og aðrar samfélags-
byggingar og fá sama framgang
og þær. Verði þessi grein til að
þögninni og afskiptaleysinu
ljúki og menn taki að ræða þessi
mál á almennum vettvangi er
tilganginum að nokkru leyti
náð.
Fjórðungssamband
Norðlendinga hefur sent
formönnum þingflokk-
anna eftirfarandi orð-
sendingu um „byggða-
stefnu á vegamótum".
„Fjórðungsþing Norðlend-
inga haldið á Húsavlk 3.-5.
sept. 1981 leggur áherslu á, að
staöarval þjónustugreina mun
ekki siður en iðnþróun hafa úr-
slitaáhrif um byggðaþróun á
næstu árum. Varðandi staðar-
val rikisþjónustunnar minnir
þingið á, að ekki hefur verið
gert átak I þvi að dreifa rikis-
kerfinu i samræmi við þá bú-
setuþróun sem orðið hefur siö-
ustu árin. Margt bendir til, að
eftir fyrirsjáanlega stjórnar-
skrárbreytingu veröi röskun á
hlutföllum dreifbýlli kjördæma
Byggdí
og Faxaflólasvæðis á Alþingi.
Leggur þingið áherslu á, að til-
færsia kosningaréttar og aukin
dreifing rikisstarfseminnar
verði athuguð i samhengi.
Fjórðungsþingið hvetur lands
hlutasamtök sveitarfélaga og
alþingismenn til að vinna að
framgangi málsins, þannig að i
kjölfar röskunar hlutfalla á Al-
þingi þurfi ekki að koma aukin
miðstýring og byggðaröskun.”
Þess er fastlega vænst að þér
kynnið efni þessarar ályktunar I
þingflokki yðar með það i huga
að til viðræöna geti komið á
milli þingflokkanna og lands-
hlutasamtakanna um framgang
þessarar ályktunar. Efni þess-
arar ályktunar verður tekið fyr-
ir á næsta samstarfsfundi
landshlutasamtaka sveitar-
félaga, sem sennilega verður
haldinn um miðjan næsta mán-
uð. Æskilegt er að viðræður geti
fariö fram milli landshlutasam-
taka sveitarfélaga og fulltrúa
Gleymi
★ Sovéska hernámslil
fjórðungi landsins
Mönnum er að verða það æ
ljósara með degi hverjum, að
sovézka hernámsliðinu i Af-
ganistan hefur að verulegu leyti
mistekizt ætlunarverk sitt. Hin
sovézka leppstjórn hefur, þegar
hér er komið sögu, aðeins um
fjórðung landsins á sinu valdi.
Annar fjórðungur er á valdi
þjóðfrelsishreyfingarinnar. Af-
gangurinn má heita einskis
manns iand.
14. april sl. viðurkenndi
Pravda i fyrsta sinn, að rikis-
stjórninni i' Kabúl er um megn
að halda þjóðvegakerfinu opnu.
Sovézka sjónvarpið sýndi þ. 6.
júni sl. I fyrsta sinn einnar
klukkustundar kvikmynd, þar
sem máttisjá fjöldagrafir, eyði-
lagðar byggingar og fallna
hermenn. Þeir voru sagðir fórn-
arlömb „gagnbyltingarinnar”.
Áður höfðu fjölmiðlar i Sovét-
rikjunum látið sér nægja að
tala um að verið væri að koma á
„lögum og reglu” og að ,, af-
ganska byltingin væri að breið-
ast út”. Nú er stöðugt erfiðara
fyrir Sovétstjórnina að hindra
almenning i Sovétrikjunum frá
þvi að fá sannar fréttir af
ástandinu.
Hið sovézka
Víetnam
Ýmsar ástæður eru sagðar
fyrir þessari breyttu stefnu i
fréttaflutningi frá Afganistan. 1
fyrsta lagi verður sovézkur al-
menningur óhjákvæmilega var
við erfiðleika og hrakfarir
sovézka hernámsliðsins. Lik
fallinna hermanna streyma
heim. Þærfréttir getaekki farið
leynt, heldur breiöast út af orð-