Alþýðublaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. nóvember 1981 INNLEND NlALEFNI 3 --------RITSTJÓRNARGREIN-------------------------------- Hallar undan fæti Mönnum er enn i fersku minni, að rikisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar leystist upp innan árs frá valdatöku sinni, vegna þess aö ekki náðist samkomulag milli stjórnarflokkanna um nauðsynlegar breytingar á okkar sjálfvirka verðbólguhagkerfi. Að loknum kosn- ingum og langdregnu stjórnmyndunarþófi, tók núverandi 'rikis- stjórn við. Hún hefur nú senn haft tvö ár til þess að sýna, hvers hún er megnug. öfugt við rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur þessi rikisstjórn haldið sér á floti hingað til, meö þegjandi samkomulagi milli stjórnarflokkanna um að láta vandamáiin óieyst. Með því að velta þeim á undan sér, eða iáta eins og þau séu ekki til. þrátt fyrir óvenju hagstæðar ytri kringumstæður hefur þessari rikisstjórn ekki tekizt að skapa atvinnuvegum þjóðarinnar rekstr- argrundvöll. Rikisstjórnin hefur ekki borið við að rjúfa sjálfvirka véígengni vaxandi rikisútgjalda, hækkandi skatta, erlendra lána, visitölu launa, ákvörðun búvöruverðs og fiskverðs og gengisfell- inga. Nákvæmlega þetta var þó aðalkosningaloforð Framsóknar- flokksins fyrir kosningarnar 1979. Vandamálin sem urðu rikisstjórn ólafs Jóhannessonar að falli eru öil óleyst. Þau eru enn i dag þau sömu. bað hefur i engu verið hróflað við hinu sjáifvirka verðbólgu- kerfi. Afleiðingarnar birtast þjóðinni með nákvæmlega sama hætti á 3ja mánaða fresti. Útflutningsatvinnuvegir og samkeppnisiðnað- ur geta ekki staðið undir kostnaöarhækkunum, sem er stefnt langt umfram tekjur, sem verðlag á erlendum mörkuðum ræður. Þá er enn gripið tii gengisfellinga, eða samblands gengisfellinga og milli- færslna. Nú á þrautarlendingin að vera sú að lifa á gjaldeyrisvara- sjóðnum með sama hætti og einstaklingur sem ætlar sér að lifa á verðbólguhækkun á matsverði eígna sinna. Þjóðin situr i nákvæm- lega sömu sporum og árið 1979. Ekkert sem máli skiptir hefur breyzt. Engin vandamál hafa verið leyst. Þeim hefur aðeins verið slegið á frest. Framsóknarflokkurinn hefur svikið öll sin kosninga- loforð. Þaðhefur ásannast, sem Steingrímur Hermannsson reyndar viðurkenndi i stjórnarmyndunarviðræðum um áramótin 1979/80, að Alþýðubandalagið hefur enga stefnu og engin úrræði til lausnar efnahagsvanda þjóöarinnar. Og forsætisráðherra og félagar hans hafa aðeins eitt áhugamál, sem flokkast undir einkamál fremur en stjórnmál: Þaðer að halda lifinu i rikisstjórninni hvað sem á dynur og hvað sem það kostar. Pessi rikisstjórn getur ekki skellt skuldinni á utanaðkomandi áföll, eða óviðráðanlegt andstreymi. Arið sem er að liða er 4ða mesta aflaár i Islandssögunni. Verðlag á mikilvægustu útflutnings- mörkuðum hefur hækkað, eftir langt stöðnunartimabii. Verðlag á innfluttu eldsneyti hefur beinlinis lækkað. Mestu máli skiptir þó, að á einu ári hefur sá gjaldmiðill, sem bróðurpartur okkar útflutnings- afurða er greiddur með, hækkað um hvorki meira né minna en þriðjung. Þetta var óvæntur og ófyrirséður happdrættisvinningur. Þannig hefur allt, sem ekki er á okkar valdi að ráða við, verið stjórnvöldum hagstætt. 1 sliku góðæri á að vera gott að stjórna. A slikum timum er auðveldara að koma fram nauðsynlegum umbót- um i hagstjórn, enda þótt það verði aldrei sársaukalaust. A alvar- legum samdráttartimum kann slikt að reynast ógjörningur. En allt hefur komið fyrir ekki. Rikisstjórnin hefur misnotað þetta góða tækifæri til þess að leggja grunninn að bjartari timum framundan. Hún hefur reynzt vera stefnulaust rekald. I stað þess að marka sér ákveðna stefnu og standa við hana i verki hefur þessi rikisstjórn ástundað blekkingariðju og feluleik. Ekkert af þvi, sem ráðherrarnir hafa hælt sér af, hefur staðizt eða skilað árangri. Þeir hæla sér af jafnvægi i rikisbúskapnum. Stað- reyndin er hins vegarsú, aðþrátt fyrir stóraukna skattheimtu, hef- ur vandinn verið fluttur til rikisstofnana, sem reknar eru með bull- andi tapi, með þeim afleiðingum aö eriendar lántökur hækka nú milli ára um 160%. Þetta gerist, þrátt fyrir að orkuframkvæmdir dragast saman. Rikisstjórnin hælir sér af þvi að hafa náð árangri I verðbólgumál- urn.Það hefur hún gert með þvi að falsa visitöluna með hrikalegum niðurgreiðslum og með þvi að halda niðri gjaldskrám opinberra fyrirtækja á sama tima og hallarekstur þeirra er fjármagnaður með lánum. Mestu skiptir þó, að 30% hækkun dollarans á árinu hef- ur að mati Þjóðhagsstofnunar ein út af fyrir sig minnkað verðbólgu- hraða hér á landi um 15—18%. Nú er þessi feluleikur uppvis og gengur ekki lengur. Nú má fastlega gera ráð fyrir allt aö 13% hækk- un framfærsluvisitölu 1. marz n.k., en það þýðir verðbólguhraða yf- ir 60% á ári. Varanlegur árangur er enginn. Rikisstjómin hælir sér af stöðugu gengi.Staðreyndirnar eru þær, aðgengi hefur verið fellt fjórum sinnum á árinu: 1 byrjun febrúar, i endaðan mai, i ágústmánuði og nú siðast þann 10. nóv. Gengi krón- unnar gagnvart dollar hefur á stjórnarferlingum lækkað um 103, 93%. Gengislækkunarþörfin i upphafi næsta árs er nú metin á bilinu 10—15%. Árangurinn er þvi enginn. Enda er þaö ekki á valdi rikis- stjórnar, sem engin ráð kann til þess að draga úr innlendri verð- bólgu (kostnaðarhækkunum innanlands) að halda stöðugu gengi. Sú kenning var biekking frá upphafi. Hverer stefna rikisstjórnarinnar ipeningamálum?Rikisstjórnin hefur ekki treyst sér til að falia frá verðtryggingarstefnu, sem reyndar er eina umtalsveröa breytingin i islenzkri hagstjórn á öll- um s.l.áratug. Samthallmæla ráðherrarnir þessaristefnu viö hvert tækifæri. Þessi stefna hefur skilað umtalsverðum árangri i formi aukinnar sparifjármyndunar. En rikisstjórnin hefur ekki sýnt neinn lil á þvi að nýta aukinn sparnað i þágu húsbyggjenda, með þeim af- leiðingum að ungu fólki er nú ókleift aðkoma sér upp þaki yfir höf- uðið. Landbúnaðarpólitikin hjakkar áfram i sama farinu. Fiskveiði- pólitikin er á reki. Engar ráðstafanir eru gerðar til þess að tryggja islenzkum iðnaði sambærilega samkeppnisaðstöðu og keppinautar. t virkjunarmálum er ákvörðunum slegið á frest. Engin stefna hefur verið mótuð um það, hvernig nýta megi orku nýrra stórvirkjana með arðsömum hætti. Það er sama hvert litið er: Þessi rikisstjórn fylgir svokallaðri núll-stefnu á öllum sviðum. Hún lifir samkvæmt mottóinu: Flýtur á meðan ekki sekkur. A sinum tima var Alþýðuflokknum borið á brýn ábyrgðarleysi fyrir að slita samstarfi I rikisstjórn, sem engri stefnu fylgdi og lét reka á reiðanum með sama hætti og núverandi stjórn. Alþýðuflokk- urinnboðaði harðar aðgeröir á öllum sviðum efnahagsmála. Varö- hundar óbreytts ástands i Framsókn og Alþýðubandalagi brugðu fæti fyrir þá stefnu. Þeir eru nú uppvisir að blekkingum og úrræða- leysí. Nú er æ fleir i að veröa ljóst, að Alþýöuflokkurinn hafði rétt fyrir sér 1978 og 1979. Það er núverandi rikisstjórn, sem er uppvis að ábyrgðarleysi, með þvi að sitja áfram við völd, án þess að fylgja nokkurri stefnu eða leysa nokkur vandamál. Þjóðin hefur ekki efni á svona stjórnarfari. — JBH Kjartan Jóhannsson um „hagnað” Seðlabankans: Það er fásinna að eyða gjaldeyrisvarasjóðnum Er umræður stóðu yfir á Alþingi í siðustu viku um svo- nefndan ,,hagnað” Seðlabank- ans, sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, að sér þætti einkennilegt við þessa umræðu alla, að þær tölur sem þingmenn nefndu um hagnað kæmu úr efnahagsreikningi bankans en ekki úr rekstrar- reikningi. ,,Ég hef vanist þvi að gróði kæmi fram á rekstrar- reikningi,” sagði Kjartan, ,,og menn styddust við hann, þegar rætt væri um hagnað eða gróða”. Hann sagði siðan, að það jafngilti þvi fyrirþjóðina að nota fé af endurmatsreikningi Seðlabankans eins og ef launa- manni væri sagt að lifa af hækk- uninni á fasteignamati ibúðar sinnar. Umræðurnar spunnust út frá fullyrðingum Steingrims Her- mannssonar sjávarútvegsráð- herra og Ölafs Ragnars Grims- sonar og fleiri þingmanna Alþýðubandalagsins um að nota ætti svokallaðan hagnað Seðla- bankans til að létta undir með atvinnuvegunum. Kjartan lagði áherslu á, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn værieign þjóðarinnar og ekki mætti ganga á þann sjóð, þannig að hann yrði þurr- ausinn eins og allir aðrir sjöðir, sem ríkisstjórnin hefði komið nálægt. Hvernig ættiað verja fé úr þessum sjóði, ef af yrði, spurði hann. „Ef úthiuta ætti fé úr gjald- eyrissjóðum þjóðarbúsins er vandséð, hvers vegna þvi skuli Uthlutað eingöngu til fáeinna at- vinnurekenda”, sagði hann. „Hvers vegna þá ekki til hinna atvinnurekendanna, sem fram- leiða vörur fyrir innanlands- markað svo að ekki þarf að flytja þær inn? Hvers vegna ekki til skósmiðsins, sem sér til þess með vinnu sinni, að skórnir okkar endast betur og við kaupum þess vegna ekki eins ört nýja fyrir erlendan gjald- eyri? Hvernig er með verka- manninn við höfnina,- hefðu þessi verðmæti skapast án hans tilverknaðar? Hefðu þessi verð- mæti skapast, ef vélsmiðurinn eða rafvirkinn hefði ekki unnið við viðhald á fiskiskipa- stólnum? Hann á þá hlut i sjóðnum og kröfu á úthlutun eins og aðrir. Afgreiddi verzl- unarmaðurinn ekki kostinn i skipið? Var kosturinn óþarfur? Lagði hann ekki lika sitt af mörkum til gjaldeyrissköp- unarinnar? Hvað með fóstruna, sem gætti barnsins svo að móðirin gæti unnið i frysti- húsinu eða i bankanum, þar sem atvinnurekandinn fékk lánið sitt? Hvað með hjúkrunarfræð- inginn, sjúkraliðann og Sóknar- konuna, sem önnuðust ömmu gömlu, svo að annað heimilis- fólk þyrfti ekki að sitja yfir henni og likna, heldur gæti verið Kjartan Jóhannsson ivinnu utan heimilis? Hvað með skattþegninn, sgm lagði sitt af mörkum til að byggja sjúkra- húsið, þar sem amma fékk pláss og stendur undir jaunagreiðsl- um á sjúkrahúsinú? Ég ætla ekki að rekja fl«ri dæmi”, sagði Kjartan. „Vita- skuld er það svo, að þjóðin á gjaldeyrissjóðinn saman. Verði úthlutað úr honum eiga ekki fá- einir útvaldir rétt, heldur allir. Mikilvægast er þó að þessi sjóður er liftrygging þjóðar- innar i heild, ef i nauðir rekur og hverju sinni sem á bjátar.” Kjartan fagnaði siðan yfir- lýsingu frá viðskiptaráðherra $ ISHIDO Sú nýjasta frá Japan: -K Ótrúlega fyrirferðalitil vog meö sambyggðum miðaprentara Rafeindavigtarbúnaður (loadsell) =Meira vogarþol, meiri nákvæmni Vatnsvarið takkaborð ■K Getur stimplað vöruheiti -k Sjálfvirk eða handvirk miðaprentun -K Vogin er mjög fljótvirk i uppvigtun. í afgreiðslu er flýtt fyrir með fastasetningu einingarverða inn á minni. Einnig er margföldunartakki o.fl. o.fl. n L'-lilZ r í. , q 0 L-J C 1 1 \,3° f ! 7“'": ? - '50 - W Model: COSMIC-30 COSMIC-60 COSMIC-100 Capacity: 3 kg 6 kg 9.995 kg Weight Division: 1 g 2 g 5 g Maximum Tare Reduction: 999 g 998 g 995 g Adding Function: ‘Automatic adding by label print-out Printing Items: * Date, Unit Price, Weight, Total Price 'At Totalizing:Number of labels issured (4 Digits) Total Weight (6 Digits) Total Price (6 Digits) - . s 9 É m £ r lUHton 3 m m lc-a series Type LC-250A LC-500A LC-1200A LC-2000A LC-2500A Capacity 2.5 kg 5 kg 12kg 20 kg 25 kg Minimum Indícatíon 0.001 kg 0.002 kg 0.005 kg 0.010 kg 0.010 kg Type LC-50L LC-100L LC-50S LC-100S Capacity 50 kg 100 kg 50 kg 100 kg Minimum Indication 0.02 kg 0.05 kg 0.02 kg 0.05 kg PLASTPOKAR O 826 55 PlasÉns lif <SE&& PLASTPOKAR O 82655 PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODDS SIGURÐSSONAR REYKJAVIK BYGGINGAPLAST * PLASTPRENTUN * MERKIMIÐAR OG VÉLAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.