Vísir - 30.01.1969, Síða 6
V í SIR . Fimmtudagur 30. janúar 1969.
6
T0NABI0
Úr öskunni
óvenju spennandi og snilldar
lega útfærð, ný, amerísk saka-
málamynd. Sagan hefur verið
framhaldssaga í Vísi.
Maximilian Schell
Samatha Eggar
Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börn
um innan 14 ára.
(What did you do in the war
daddy?)
Sprenghiægileg og jafnframt
spennandi, ný, amerísk gaman-
mynd f litum og Panavision.
James Cobum
Dick Shawn Aldo Ray
Sýnd kl. 15.15 og 9.
Allra síðustu sýningar.
STJÖRNUBÍÓ
Bunny Lake horfin
(Bunny Lake is missing)
Islenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBIO
Með skritnu fólki
Ný, brezk gamanmynd í litum.
Walter Chiari, Clare Dunni.
íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9.
Gyðja dagsins
Ahrifamikil, frönsk verðlauna-
mynd I litum, meistaraveru
leikstjórans Luis Bunuell. —
Sýnd kl. 9. Bönnuö börnum,
LAUGARÁSBÍÓ
Madame X
Sýnd kl. ^ og 9.
GAMLA BIO
Lady L
Islenzkur, texti.
Sophia Loren — Paul Newman
David Niven. Sýnd kl. 5 og 9.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Þriðji dagurinn
íslenzkur texti. Aðalhlutverk:
Geoit, Peppard, Elisabeth Ash
ley. Bönnuð innan 12 ára. —
Sýnd kl. 5 og 9.
í
Hí
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Candida, þriðja sýning í kvöld
kl. 20.
Deleríum Búbónis föstudag kl.
20. — Uppselt. — Nægta sýn-
ing laugardag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 ti’ 20. - Simi 1-1200.
Bylting í vöruflutningum yfir heimshöfin. Þannig verður þaö, þegar hin nýju Lykes-farmskip hafa veriS tekin í notkun. Drátt-
arbátur er með tvo hlaðna pramma í togi til strandar, en einn bíður við skipshlið.
RISASTÓR FARMSKIP í SMÍÐUM
Valda gerbyltingu í vöruflutningum yfir heimshöfin
,,^%já stórt hefur það skip ver
''ið nokkuð, en þó hefur það
ekki verið svo geysilega stórt
eins og sum skip kvaö vera í
útlöndum, og það kalla ég stórt
skip, sem ég hef heyrt getið
um, það voru á því átján þús-
und átta hundruð áttatnUög
átta íenn ....“
Þannig komst Bjami sterki á
Leiti að oröi, þegar hann lýsti
stóru skipunum í útlandinu, og
hafði það allt eftir sannoröum
og greinagóðum heimildum. Og
nú herma sannorðar og greina-
góðar heimildir, að furðu stór
skip séu í smíöum £ útlandinu,
jafnvel þótt ekki búi tvær og
tvær fjölskyldur í hverju ein-
asta hjóli I reiðanum, eða
staður með tveim annexíum og
tilheyrandi kirkjusóknum sé í
siglukörfunni eins og á Indía-
farinu, sem Bjarni sagði frá.
Um þetta levti er að hefjast
smíði á þrem skipum fyrir Lyk
es Brothers gufuskipafélagið í
New Orleans að Louisiana, sem
áætlað er að hafið geti sigling-
ar árið 1971. Verður hvert þess-
ara skipa 267 m á lengd og
106 m á breidd, og verða þau
því stærstu flutningaskip, sem
enn hafa verið smíðuð. Gang-
vélar þeirra hvers um sig fram
leiða 36.000 ha. öxulorku, og
eru þær kraftmestu, sem sett-
ar hafa verið £ vöruflutninga-
skip. Skriðhraðinn verður um
20 hnútar, eða 37 km á klst.,
og þó væntanlega öllu meiri.
Stærð hvers skips verður
44.300 rúmlestir.
En þessi skip verða ekki ein-
ungis þau stærstu og orku-
mestu, sem enn getur um, held-
ur tákna þau samtímis gerbylt-
ingu í vöruflutningum yfir út-
höfin. Þar verður ekki um að
ræöa vörulestir £ venjulegri
merkingu, heldur þiljurými, þar
sem komið verður fyrir öllum
flutningi á sérstökum prömm-
um. Þegar skipið kemur á á-
kvöröunarstað, leggst það ekki
að hafnarbakka, heldur verður
prömmunum rennt fyrir borð
með sérstökum útbúnaði, og
svo dregnir i höfn af venjuleg-
um dráttarbátum, og er áætlað
aö með þvi móti gángi öll af-
greiösla miklum mun hraöara
en áöur þekktist. Eins verður
meö ferminguna, prammamir
veröa fermdir i landi og dregnir
út að skipinu, þar sem þeim
verður lyft um borö, en i þeim
tilgangi verður skipið búið
krana, sem lyft getur 2000 smá-
lestum, og er það enn eitt met
í tæknibúnaði flutningaskipa.
Rými er á báðum þiljum fyrir
alls 38 slíka pramma, en hver
þeirra um sig getur flutt 17.500
smálestir. En auk þess verður
hvert skip búið botngeymum,
sem flutt geta 15.000 smál. af
olíu eða öðmm fljótandi efnum.
Það gefur auga leiö hve þetta
fyrirkomulag hefur marga kosti.
Flest stærri farmskipa geta ekki
lagzt að hafnarbakka til ferming
ar eða affermingar nema í
stærri höfnum. Þessi nýju skip
geta skilað farmi og tekið farm
hvar sem vill, þar sem einhver
lendingarskilyrði eru annars fyr
ir hendi, því aö prammamir eru
grunnskreiðir. Og ekki nóg með
það — prammana má draga upp
eftir fljótum eða eftir skipa-
skurðum, og ferma þá eöa af-
ferma langt inni í landi, ef svo
ber undir.
Einmitt þetta hefur mikinn
sparnaö í för með sér, þar sem
það gerir alla umhleðslu óþarfa,
auk þess sem það dregur mjög
úr hættu á skemmdum og vöru
þjófnaði, Svo er til ætlazt, að
farmur prammanna verði ein-
ungis í stómm einingum — köss
um eöa sívalningum — en sá
háttur er þegar upp tekinn að
nokkru leyti £ vöruflutningum
í.ieð stórum skipum. Þar sem
engin hæöartakmörkun kemur
til greina á efri prammaþiljum,
verður unnt að flvtja þar ýmsar
vélar fullsamsettar, sem áður
kom ekki til greina að flytja
nema sundurlimaðar að meira
eða minna leyti, og er þar því
enn um spamað að ræöa.
En i sambandi við þessi nýju
og nýstárlegu, risastóru flutn-
ingaskip mætti ef til vill snúa
við gamla málshættinum — og
segja að fátt sé svo með öllu
gott að ekki boði nokkuð illt.
Flotayfirvöldin vestur þar eru
einkar hrifin af þessari nýju
skipagerð og telja, að vart sé
unnt að hugsa sér æskilegri
knerri til hergagnaflutninga á
ófriðartímum, og þó sér í lagi í
sambandi við landgöngu og inn
rás af sjó. Slik skip geti flutt
bæði þyrlur og skriðdreka til
strandar á neðri þiljum og
fjölda hermanna á efri þiljum,
en prammana megi draga að
landi með sterkum og hrað
skreiðum smábátum, er þeim
hafi verið rennt fyrir borð.
Heyrzt hefur, að ýmis farm-
skipafélög, vestan hafs og aust
an, séu hins vegar ekki eins
hrifin af þessari framtaksemi
þeirra Lykes-bræðra. Er það
og hald sérfróðra manna, að
skip af eldri gerð geti alls ekki
staðizt samkeppni við þessi nýju
skip hvað farn Jöld snertir, auk
þess sem þau spara umhleðslu
og flutninga frá stærri höfnum
til hinna minni, eins og nú tíðk-
ast. Fyrir bragðið ættu vörur,
sem fluttar eru t.d. yfir Norður-
\tlantshafið, að stórlækka í
verði til neytenda fyrir minnk-
aðan flutningskostnað. Þá eru
og flugfélög talin óttast það, að
draga muni úr vörufiutningum
í lofti, þegar þessi risastóru og
hraðskreiðu flutningaskip taka
að gerast algengir flutningaaðil-
ar á heimshöfunum.
Kombanskynn§ng
Leikfélag Kópavogs gengst fyr
ir kynningu á verkum Guð
mundar Kambans n.k. föstud.
kl. 8.30 í Félagsheimili Kópa-
vogs. Kristján Albertsson tal-
ar um skáldið, fluttir verða
þættir úr verkum hans og les
in nokkur ljóð. Aðgangur er ó-
keypis og öllum heimill.
HÁSKÓLABÍÓ
Það átti ekki
að verða barn
Islenzkur texti. Aðalhlutverk:
Sabine Sinjen, Bruno Dietrich.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NYJA BIO
Vér flughetjur
fyrri tima
Amerísk CinemaScope litraynd
Stuart Whitman Sarab Miles
(og fjöldi annarra leikara)
Sýnd kl. 5 oe 9
(slenzkur .exti. Siðustu sýningar.
Dll 1551
MAÐUR OG KONA í kvöld
40. sýning.
ORFEUS OG EVRYDIS föstud
LEYNIMELUR 13 sunnudag.
Allra síðasta sýning.
Aðgöngumiðasalan • Iðnó er
opin frá kl. 14, sími 13191.