Vísir - 30.01.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 30.01.1969, Blaðsíða 13
T3 Hvers vegna er ekki samið? ^jómannaverkfallið getur orö- " H5 lengsta verkfall, sem háö hefur verið á íslandi. Meira aö segja er ekki útilokað aö því veröi naumast lokiö, þegar verkalýösfélögin veröa búin aö boða til vinnustöövunar, eða um það leyti, sem vísitöluupp- bætur á kaupgjald falla niöur, I. marz n.k. Svo hörmuleg þró- un kaupgjaldsmálanna mundi leiða til þess að bátar frá ver- stöðvum utan Vestfjarða, fari ekki á sjó i vor. Þrennt stuðlar að langvar- andi sjómannaverkfalli. í fyrsta lagi eru sjómenn ekki í deilum við útgerðarmenn nema að nafninu -til. í öðru lag; hafa út- gerðarmehn á svæðinu við Faxaflóa og austur að Homa- firði takmarkaðan áhuga á að senda báta sína til veiöa fyrr en seinni hluta febrúar eða í marzbyrjun. Síldveiðar eru eng ar, línuveiðar em tæpast taldar borga sig á stóru bátunum, að eins lítill hluti báta'flotans er undir það búinn að fara á loönu veiðar og netaveiði hefst ekki fyrr en um mánaöamótin febr- úar og marz. Loks er þess að geta að ríkisstjómin hefur eng an áhuga á aö stuðla að samning um, sem leiða til þess, að rekstr argrundvellinum verði kippt undan sjávarútveginum enn einu sinni. Útgerðárstyrkir, greiddir af almannafé, eða gengisfelling em ráðstafanir sem koma ekkj til greina svo að segja fáeinum andartökum, eftir að sjávarút- veginum hefur verið skapaður nýr rekstrargrundvöllur. Það er aö vísu orðið áugljóst, að fram hjá auknum greiöslum vegna sjómanna verður ekki komizt, og að það yerður verk- efni ríkisvaldsins að sjá um fjár. mögnunina. Ríkisstjórnin hefur hins vegar þverneitað að gefa einhver fyrirheit um úrlausnir, á þeirri forsendu að samning- arnir snúist um hluti, sem séu ekki á valdi deiluaöila auk þess sem loforð af slíku tagi gætu hæglega leitt til meiri aðgangs- hörku sjómanna og undansláttar útvegsmanna en ella. Hér et um grundvallaratriði að tefla. Líklegast er aö fjármagnið, sem nauðsynlegt verður til að standa straum af útgjöldunum er af samningunum leiða verði tekið úr einhverjum af sjóðum sjávarútvegsins, sem hafa ann- ars sérstökum hlutverkum að gegna. Eins og fyrr segir kemur ekki til mála að fara styrkja- leiðina að þessu sinni. Sjómenn hafa krafizt þess, að fiskveröið verði ákveöið tafarlaust en lík- legt er að það gerist samtímis, að samningum ljúki og fisk- veröið verði birt jafnframt því sem greint verður frá þeim ráð- stöfunum, sem gerðar veröa til að mæta útgjaldaaukningu vegna samninganna. i\íarkmið sjómanna mun vera kjarabætur, sem þeir meta á eitt hundraö milljónir króna. Þeir viðurkenna fúslega að út- gerðin geti ekki staöið undir þessum miklú útgjöldum. Hundrað milljónirnir eru þriðj- ungur þess, sem sjómenn telja Alþingi hafa svipt þá með ráð- stöfun gengishagnaðarins sl. ár. Þessar ráðstafanir miðuðust annars vegar við að skapa út- gerðinni rekstrargrundvöll, eins og áður segir og hins vegar var haft í huga að skapa sjómönn- um hliðstæðar lauhahækkanir »• og verkamenn fá fram. til 1. J f«arz n.k. Þá var einnig haft í huga að gengisfellingin yrði tak- mörkuö svo sem framast væri unnt. Þessar ákvarðanir Alþingis .íslendinga á nú að ógilda með afli samtakanna. Ókunnugir myndu ætla aö verkfallsstjórn sjómanna hafi fengið heimild sína til vinnu- stöðvunar frá fjölmennum fund- um sem rætt höfðu málin ítar- lega. En það er öðru nær. Fund- urinn, sem haldinn var í Reykja- vík og samþykkti heimild til vinnustöðvunar háseta á báta- flotanum, togurunum og farm- skipum var setinn ca. tuttugu mönnum eða hópi, sem er um það bil eitt prósent þess fjölda, sem verkfallsheimildin nær til. Vélstjórar, sem ruddu leiðina til almennra verkfalla á bátaflot- anum, eru aðeins lítill hluti starfandi manna á flotanum. Þeir voru naumast búnir að setjá fram kröfur sínar, þegar þeir'-blösu tii verkfail's'. Se«ni- leg't er aö þeir haffóttazt, áð á' þá yrði ekki hlustað nema þeir gengju fram fyrir skjöldu. Almennt er lítil samúð með kaupkröfum vélstjóra, en nokk- ur tilhneiging til að bæta að- Istöðu háseta, en þaö er örðug- leikum bundið vegna kröfugerö- ar vélstjóranna. Auk þess sem illa er til verkfallsins stofnað liggur þaö ljóst fyrir að forsend- ur þær sem sjómenn gefa sér fyrir réttmæti kröfugerðar sinn- ar stangast algjörlega á við þær venjur sem hingað til hefur verið byggt á í samningum um kjör á bátaflotanum. Tekju- hækkun eða tekjulækkun á einni tegund veiða hefur aldrei verið höfð til viðmiðunar í samnings- um um kjör á öðrum veiðum. Þannig datt engum í hug að ljá máls á því að hlutur sjómanna yrði lækkaður á netaveiðum meðan tekjur sjómanna af síld- veiðum voru einna mestar. Kröf- ur sjómanna eru í aðalatriðum þær að þeir fái aðiid að lífeyris- sjóði og að fæðiskostnaður þeirra verði greiddur að ein- hverju eða öllu leyti af út- geröinni eða með öðrum ráðum og að þessi kjarabót verði skatt- frjáls. I umræðunum hafa sjó- menn lýst sig fúsa til að leggja niður hlutaskiptafyrirkomulagið og taka fast kaup ásamt uppbót- um, svipaö og tíðkast á togur- um en það er mál sem naumast verður afgreitt í þessari deilu vegna þeSs að undirbúningur undir svo stórfellda breytingu á samningunum hefur enginn verið. Cú afstaða ríkisstjórnarinnar að láta ekki undan þeim, sem vilja eyðileggja rekstrar- grundvöll sjávarútvegsins, hleypa af stað kaupskriðu og nýrri verðbólguöldu er út af fyrir sig virðingarverð. En i ljósi þeirra umræðna, sem að undanförnu hafa farið fram í blöðum um deiluefni og gang verkfallsins, hefði ríkisstjórnin átt að útskýra stefnu sína og afstöðu betur en gert hefur veriö. Tregða ríkisstjórnarinnar, eða nokkurs hluta hennar, til að útskýra fyrir þjóðinni hvað sé f húfi, og þögn stjórnarinnar andspænis fjölmörgum rang- færslum f blaðaskrifum, hefur gert það að verkum að ríkis- valdið viröist á undanhaldi. Ríkisstjórn og Alþingí verða að sýna f verki að þeim sé full al- vara að vernda hagsmuni heild- arinnar í þessu máli sem og öðrum kjaradeilum, sem frám- undan eru og að láta ekki stjórn landsins flytjast út í bæ á fá- menna skyndifundi. Þegar forystumenn launþega- hreýfingarinnar voru spuröir sl. ár hvar taka ætti fé til þeirra launahækkana sem þá var fariö fram á svöruðu þeir að bragöi: af gróða nýliðinna ára. Hið sama hefði verið hægt að segja við sjómenn, eða eitthvað svip- aö: Fleytið ykkur á hinum miklu tekjum síldaráranna, þar til á- standið batnar. En svo einfalt er málið ekki. Tekjurnar eins og fjármagn atvinnuveganna frá góöærunum liggur bundið. Hvort sem verkfallið verður stutt eða langt úr þessu, verður ef til vill einhverjum ljósara en áður, að verðbólguþróun, sem hvetur til eyðslu og fjárfestingar jafnskjótt og peningar eru fyrir hendi, er ekki hin æskilega þróun, þótt hún hafi í för með sér mikii umsvif í þjóðfélaginu. ">i»it»is»e»iM « •« ••• •• t.t líhndnijGöíu Vangaveltur um sjónvarpið Það leikur ekki nokkur vafi á því, að sjónvarpiö er áhrlfa- mesta fjölmiðlunartækið, enda hefur það stöðugt aukið við á- hrifasvæði sitt úti um landiö. Yfirleitt er sjónvarpið vinsælt, þó að um skelð hafi þótt dofna nokkuð yfir þeim myndum, sem það bauð upp á. Nú f vetur hef ur aftur þótt batna í þeim efnum og hafa margar kvikmyndir þótt góðar, og sumar framhaldsmynd irnar hafa orðið geipi-vinsælar, eins og til dæmis Saga Forsyte- ættarinnar og myndaflokkurinn Engum að treysta. Þó hinir ýmsu þættir nái mikl um vinsældum, þá eru það vafa laust fréttimar, sem fæstir vilja missa af, enda verður fréttalest ur ólíkt lífrænni og gefur betri innsýn, þegar kvikmynd af at- buröum eða sjónarsviði er sýnd jafnframt lestrinum. Fréttaþjón usta sjónvarpsins hefur einnig reynzt vera upp á hiö bezta og í sumum tilvikum hafa birzt fram úrskarandi innlendar frétta- myndir með tilheyrandi frásögn. En nú i vetur hefur manni fund- izt sem innlendum fréttamynd- um hafi fækkað, og að ekki hafi verið spannað eins vítt i fréttun um og oft áður. Ekki hefur manni þó þótt skorta á frétt- næma viðburði af innlendum vettvangi. Ekki er gott að vita, hvort hægt er að kenna fréttamönn- um sjónvarpsins um þessa þró- un eða hvort sparnaðurinn ræð ur því. að minna virðist gert að því að taka myndir út um hvipp □ Atvinnuflugmenn hafa sent flugyfirvöldunum ályktun þess efnis aö bráðnauösyn sé á að gerðar verði öryggisráöstaf- anir þær, sem öryggismálanefnd Félags ísl. atvinnuflugmanna hefur fariö fram á, til aö gefa flugbraut 21 í Keflavík hæfa fyrir blindflugsaðflug, Þá skoraði aðalfundur FÍA á flug- málastjórnina í Reykjavík að flýta sem mest uppsetningu á ILS á flugbraut 20 í Reykjavík. f stjórn FfA voru kjörnir Skúli Br. Steinþórsson, formaður, Ríkharður Jónatansson, Guðjón Ólafsson, Rúnar Guðbjartsson og Einar Sigurðsson. □ Samband bindindisfélaga í skólum hefur mótmælt því harðlega að Æskulýðssamband- ið gerj tillögur um lækkun ald- urstakmarks til kaupa á áfeng- inn og hvappinn af fréttnæmum vettvangi Auðvitað ræður skammdegisbirtan því, að erfið- ara er um vik að taka góðar myndir, en slíkt getur þó ekki ráðið öllu, því sumar af eftir- minnilegustu fréttamyndum sjónvarpsins eru teknar við slæm skilyrði. , Sem dæmi um litlar innlendar fréttamyndir má nefna siðast- liðið þriðjudagskvöld, en þá voru einu innlendu fréttamynd irnar tvö viðtöl. Að öðru leyti fylgdu innlendum fréttum að- eins fáar Ijósmyndir. Hins veg- ar var brugðið upp nokkrum kvikmyndaþáttum með erlend- um fréttum. Það væri vissulega eftirsjá I því, ef fréttakvikmyndun af inn lendum vettvangi fækkaði til Iangframa, því sjón er sögu rík ari. Að horfa á þulinn lesa frétt- ir hefur ekkert fram yfir það að lesa sömu frétt í blaði. Yfirburð ir sjónvarpsins eru fyrst og fremst í kvikmyndun viðburö- anna og á hinum ýmsa mismun andi vettvangi þeirra. Vikulega er ágætur þáttur | um erlend málefni, sem frétta- \ menn sjónvarpsins sjá um. Væri til dæmis ekki hægt að gera hliðstæöa þætti af innlendum vettvangi, þó þeir væru ekki vikulegir. 1 slíkum þáttum væri hægt að kynna menn og málefni og kryfja þá málin dýpra en gert er í venjulegum fréttatímum. Sjónvarpsunnendur hafa kynnzt svo góðum hliðum á starfi fréttamanna sjónvarpsins að þeim mega vart hugsa til þess að þar verði slakað á. Þrándur í Götu um drykkjum. Var 37. þing SBS nýlega haldið og gerði það nokkrar ályktanir um málefni skólaæskunnar í sambandi við vín og tóbak. Alls sátu 75 full- trúar þingið, sem haldið var i fundarsal Verzlunarskóla Is- Iands. Formaður SBS er Hákon Sigurjónsson, varaformaður Höskuldur Frímannsson, Verzl- unarskóla Islands, meðstjórn- endur eru: Margrét S. Magnús- dóttir, Kvennaskólanum i Reykjavik, Auður Stefánsdóttir, Kennaraskólanum og Guðjón Sigurðsson, Vogaskóla. 1 Tiiður. átíífta\>Uintt^ á sólarbnng ^ ^ a{henó'lTn 1' afi bringja. þuríis ■■FALORIi car rental serv ice © Rauðarár'stíg 31 — Sími 22022

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.