Vísir - 11.03.1969, Qupperneq 3
VlSIR . Þriðjudagur 11. marz 1969,
3
I
mmm
JÍÍ'rAÍÍ
Eyvindur Erlendsson, leikstjóri bregður sér upp á svið og
reynir að magna áifamartröðina.
Álfar trylla Sigurjón og Sigurjón.
Tl/Tyndsjáin gekk á hljóðið í
Lindarbæ. Þaðan barst klið-
ur af einrödduðum söng í ís-
lenzkum danskvæðastíl. Leik-
smiðjan er um þessar mundir
að ljúka smíði nýs ieiks og frum-
sýnir hann í næstu viku. Þetta
er nokkurs konar sveinsstykki
smiðjunnar. Þótt áöur hafi hóp-
urinn raunar samið barnaleik
upp úr sögunni um Litla prins-
inn og sýnt víða um land. —
Auk þess setti Leiksmiöjan upp
eftirminnilega sýningu á Galdra-
Lofti sem kunnugt er.
— Leiksmlði að Ijúka i Lindarbæ
Þessi leikur nýtur í texta og
söng íslenzks alþýðukveðskapar
og þjóðlaga. Frummyndina að
söguþræðinum er að finna í
gömlu íslenzku kvæði, „Skipa-
fregn“
— Þetta er meira og minna
skapað af hópnum, sagði Ey-
vindur Erlendsson leikstjóri,
þegar blaðamaður gekk á hann
með spumingar. Það hefur að
vfsu komið í hlut sérstakra
manna að semja textann og
koma honum á pappírinn.
Sumt er líka samiö héma á
sviðinu.
Sviðiö er raunar frammi í sal.
Þar hefur verið komið fyrir
stórri upphækkun, þannig að á-
horfendur koma til með að sitja
þar allt um kring eöa á þrjá
vegu; á hliðarsvölunum, aftur í
upphækkuninni í salnum og á
hinu klassiska leiksviði, sem
verður notað eins og stúka.
— Við urðum jú að taka tillit
til þess ama, sagði Eyvindur
um þetta fyrirkomulag. Þetta
reyndist okkur svolítið erfitt
fyrst að koma þessu þannig fyrir
á sviðinu, að það nyti sín alls
staöar úr salnum. Við höfum
haft hér áhorfendur á æfingum
okkar til ráðuneytis £ þessum
efnum, nemendur úr Kennara-
skólanum og menntaskólunum
báðum.
— Hversu lengi hefur leikur-
inn verið í smíðum.
— Óslitið í fjóra mánuði. Þaö
hefur töluvert af tímanum farið
í það einfaldlega að lesa kvæði,
leita uppi lög og svona nokkuö.
Ýmislegt af þessu efni, sem við
notum hefur fýrst orðið til í
þjóökvæöum og síðan gengiö
aftur I skáldunum, og þaðan fá-
um viö það áð láni. Þar er um
að ræða klassisk stef, sem alltaf
eru að ganga aftur.
Annars fjallar leikurinn um
bónda nokkurn og vinnumann
hans sem flækjast í kaupstaöar-
ferð. Lenda í slagsmálum,
syngja og láta eins og asnar í
bænum, sem hefur á sér nokkuð
svo danskan brag, svo sem ís-
Ienzkra kaupstaða var bragur.
Síöan fara þeir fullir heim,
flækjast upp um fjöll og heiðar,
sjá hvarvetna ofsjónir og enda
loks heima við lítinn oröstír.
Sigurjón bóndi og Sigurjón húskarl á fylliríisrandi sínu upp um fjöll og fimindi, þar sem alls
kyns kynjamyndir birtast þeim, tvítug hengifiug og háir hamrar.
Þetta ferðalag þeirra er útfært
á svolitið sérstæðan hátt, þar
sem hitt fólkið, sem allan tím-
ann ér á sviðinu myndar um-
hverfið með uppstillingum, stíl-
færðum hreyfingum og hljóð-
effektum o. fl. Annars skal á-
horfendum látið eftir að kynna
sér nánar ferðir þeirra félaga.
Væntanlega er mönnum einhver
forvitni á frumlegri umsköpun
á \gamalli Islenzkri kvæðalist,
þrátt fyrir fyrirferðarmikið út-
lent söngleikjahald í bænum.
STEF, SEM
GANGA AFTUR