Vísir - 11.03.1969, Qupperneq 5
VÍS'IR . Þriöjudagur li. marz 1969.
i
í slenzkur
leikhúskjóll
Frumsýningar eru jafnan við-
burðir í skammdeginu, þá skart
ar fólk sínu bezta, enda hefur
frumsýningum stundum verið
Ifkt við tízkusýningar. Hvað um
það, i dag birtum við mynd af
íslenzkum leikhúskjól, sem sýnd
ur var á sýningu kjólameistara
á Hótel Sögu fyrir skömmu,
en það er Pálina Jónmundsdótt-
ir sem ber kjólinn, en hann
saumaði Vilborg Jónsdóttir.
Kjóllinn er léttur og þægilegur
að sitja í, iöngu ermamar gera
haiv' hlýjan og pallíettumar,
sem skreyta hálsmálið og erma-
líningarna- gera hann að reglu
lega glæsilegum kvöldkjól.
'CSestar húsmæður matreiða af
og til eftir erlendum upp-
skríftum, sem þær fá í erlendum
blöðttm og matreiðslubókum.
Þær fá nýjar hugmyndir og mat
reiðsian verður skemmtilegri en
oft lenda þær í vandræðum með
að komast fram úr uppskriftun
um, vegna þess, að þar koma
bouillon :— tært kjötsoö.
canapé — þunn sneið af rist-
uðu brauði, þakin osti, kjöti eða
fiski.i
chutney — kryddaður, sætur
jafningur frá Indlandi gerður úr
ávöxtum og grænmeti.
coddle — að láta sjóða við lít
inn hita stundarkorn.
fyrir heiti og orð, sem finnast
ekki í venjulegum orðabókum.
Einkum eru það enskar og
bandariskar uppskriftir, sem eru
fullar af þessum orðum, og svo
auðvitað franskar uppskriftir, en
þaðan eru flest þessi heiti runn
in. Skandinavisku uppskriftirnar
eru yfirleitt auðveldari viöfangs,
en þó koma sum þessara heita
þar fyrir Hka.
Við ætlum nú að reyna að út-
skýra nokkur af þessum orðum
og við ráðleggjum þeim hús-
mæörum, sem matreiöa míkið
eftir erlendum uppskriftum, að
klippa orðalistann úr og geyma.
Orðalistinn er samkvæmt staf'-
röfsröö.
aspie — Hlaup úr þurrkuðu
grænmetissoði, kjötsoöi eða fisk
soöi blandað gelatini. Selt í pökk
um eins og pakkasúpur.
au beurre — með, eða soð
ið i smjöri.
au gratin — þakið brauð-
mylsnu.
barbecue — Að glóðarsteikja
yfir kolum eða glóð og kryddað
með sterkri sósu.
compote , — ávaxtajafningur
með síröpi.
consommé — tært kjötsoð af
kálfakjöti eða kjúklingi.
crepe — mjög þunn, frönsk
pönnukaka.
demitasse — mjög líti-11 bolli
(af kaffi).
drippings — kjötfita og vökvi
af kjöti, sem hefur verið steikt.
fondant — sykur og síróp
soðið og hnoðað í litlar kúlur.
fondue — 1. bakaður eggja-
réttur með osti, mjólk og brauði.
2. svissneskur ostaréttur, vana-
lega með víni.
fromage — franskt orð yfir
ost.
garnish — að skreyta með lit-
skrúðugum og ólfkum mat.
goulash — þykkur. ungversk
ur nautakjötsréttur.
herbs — kryddjurtir til
skrauts og bragðbætis.
hors d’oeuvres — úrval af
lystaukandi forréttum.
julienne — matur skormn í
örmjóa strimla.
kisses — litlar „marengs“kök,
ur.
lard —\vínafita.
marinade — lögur til að
bragðbæta og geyma í mat
minestrone — ftalskt orð yfír
þykka grænmetissúpu.
mousse — léttur eftirréttur,
stundum frosinn.
pare — að skera hýðið af
eplum og kartöflum (flysja).
purée — að merja grænmeti
eða ávexti í gegnum siu eða saf
inn, sem kemur við þessa með-
höndlun.
ragout - krydduð, þykk kjöt
kássa.
ravioli — ítalskur hveitjafn-
ingur, bakaður utan um kjötbúð
ing í litlum teningum.
rissole — kjötblanda þakin
brauðdegi, steikt í feiti.
roux — soðin blanda af hveiti
og smjöri, til að nota í jafninga
o. fl.
scallop — sjávarréttur
sear — snöggsteikja.
shortening — fita.
soufflé — eggjakaka með osti,
kjöti, ávöxtum eða grænmeti.
stock — soðið af kjöti, fiski
eða grænmeti.
tutti-fruttí — blandaðir ávext
VEIJUM ISLENZKT
[SLENZKÚRIÐHAÐUR
ELDHUSINNRETTINGAR
SKEIFAN 7
SÖLUUMBOÐ:
ÓBINSTORG HF.
SKÓLAVÖRÐUS7ÍG 16
Ódýrt — Tækifærisverð
Eftirprentuð málverk meistaranna
Seljum næstu daga mikið úrval af sérstaklega falleg-
um eftirprentunum í stærðunum 50x70 cm, á aðetns
595. - innrammaðar í furu-ramma. — Athugið að þetta
verð er sama og fyrir fyrri gengislækkunina. Um 700
mismunmdi myndir um að velja. Höfum einnig myndir
á 65, 95, 195, 225, og 395 krónur.
Komið meðan úrvalið er mest.
ÍNNRÖMMUN og EFTIRPRENTANIR
Laufásvegi 17 (við hliðina á Glæsi).
Óskum að rúðu effirtuldu stcttfs-
V . a*
menn tðl rufmugnsdeildur ABverk-
smiðjunnur í Struumsvík:
Rafvélavirkjar eða rafvirkjar með reynslu við viðhaád
og viögerðir ýmiss konar raftækja í verksmiðjurekstri.
Ráðning frá 1. apríl 1969.
Starfsmaöur á skrifstofu rafmagnsverkfræðings tíl
ýmiss konar skrifstofustarfa, úrvinnslu úr mælaálestri
vélritunar, verkfæravörzlu o. s. frv. Nokkur kunnátta í
vélritun, góð reikningskunnátta og nokkur þekking í
rafmagnstækni æskileg.. Ráðning frá 1. apríl 1969.
Starfsmenn með góða þekkingu á sjálfvirkum stjórn-
búnaði, sérstaklega rafeindabúnaði, æskileg undir-
staða er próf í radíósímvirkjun, útvarpsvirkjun, eða tiT-
svarandi svo og enskukunnátta. Þeir, sem þar aö auki
hafa sveinspróf í rafvélavirkjun ganga að öðru jöfnu
fyrir. Ráöning frá 1. apríl og 1. maí 1969.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu vorri í
Straumsvík.
Skriflegar umsóknir sendist fyrir 18. marz 1969 til ís-
lenzka álfélagsins hf. Pósthólf 244, Hafnarfirði.
Umsóknareyöublöð má fá á skrifstofu vorri í Straums
vík, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur-
stræti 18, Rvík og í Bókabúð Olivers Steins, Strand-
götu 39, Hafnarfirði.
ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ HF.
Hugmyndasamkeppni
íþróttasamband íslands hefur ákveðið að efna til hug-
myndasamkeppni um gerð merkis fyrir íþróttahátíð
Í.S.Í. 1970.
Merkið verður notað í barmnælu, í minnispening ca 5
cm í þvermál og einnig til almennra auglýsinga.
Tvenn verðlaun verða veitt kr. 10.000 og kr. 5.000.
Tillögur skulu merktar dulnefni höfundar og sendar í
lokuðu umslagi ásamt nafni og heimilisfangi höfundar
til íþróttasambands íslands, íþróttamiðstöðinni, Laug-
ardal fyrir 1. maí n.k.
ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS
Takið eftir
Opið öll kvöld og um helgar.
Verzlunin ÞÖLL — Veltusundi 3
(gegnt Hótel íslands bifreióastæðinu)
SIGTÚNI 7 — SÍMI 20960
BÝR TIL STIMPLANA FYRIR YÐUR
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STIMPILVÖRUM